Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 26. október 1996
ÍDagur-ÍEmttmt
Er og verður rokkari
í gærkvöldi kom hljómsveitin Logar frá Vest-
mannaeyjum saman á ný eftir langt hlé og
spilaði á Hótel íslandi á Vestmannaeyjafagn-
aði. Tkommuleikari hljómsveitarinnar er enn í
bransanum, eins og sagt er. Heitir sá Ólafur
Bachmann og býr á Selfossi.
Kíki kannski
a kallinn...
Sonur Ólafs, Jóhann Bach-
mann, er trommuleikari
með hljómsveitinni Skíta-
mórall. hvað flnnst honum um
tónlist föður síns? „Ég hef
hlustað mikið á þeirra tónlist í
gegnum árin. Stundum er eins
og hlutirnir gangi í hring. Við
erum að spila Doors og Stones
eins og pabbi gerði og gerir
enn,“ segir Jóhann.
„Það getur vel verið að ég
kíki við á Hótel íslandi. Skíta-
mórall er að vísu að spila á
Gauki á Stöng en sennliega lít
ég við fyrri hluta kvöldsins,"
segir Jóhann. Og feðgarnir
stilla sér upp til myndatöku - og
að sjálfsögðu er trommusettið
með á myndinni. -hþ.
Vinsælasta lag hljóm-
sveitarinnar Loga var
lagið Minning um
mann sem Ólafur söng
inn á plötu á sínum tíma og er
lagið löngu orðið sígilt og sung-
ið af íslendingum við öll hugs-
anleg tækifæri.
Limbó og Mánar
„Þetta byrjaði þegar ég var 14
ára og spilaði þá í skólahljóm-
sveit á Selfossi. Svo stofnuðum
við félagarnir hljómsveitina
Limbó árið 1964 þegar ég var
fimmtán og það var aðal
hljómsveitin á tímabili. Þar spil-
uðu með mér Björn Gíslason,
nú rakari og bæjarfulltrúi á Sel-
fossi, Haraldur Sigurðsson,
helmingurinn af Halla og
Ladda, Rúnar Þorvarðarson og
Guðmundur Bjarnason. Það
samstarf varði í þrjú ár og þá
var stofnuð hljómsveitin Mánar,
að hluta með sömu mönnum.
Mér er minnisstæð tónleika-
ferð okkar til ísaijarðar þar
sem við vorum veðurtepptir og
ísfirðingar sátu uppi með okk-
ur í ijóra daga. Loksins kom-
umst við suður með gömlu
Heklunni og það var sko svaðil-
för. Skipsgarmurinn þræddi
alla firði og víkur á Vestfjörð-
um, í 11 vindstigum og allir
voru bullandi sjóveikir, nema ég
sem át rúgbrauð með bestu
lyst. Félagar mínir kunnu mér
litar þakkir fyrir að vera snæð-
andi fyrir framan þá meðan
þeir kepptust við að kasta
upp.“
Ólafur bjó um tíma í Reykja-
vík þar sem hann spilaði með
Haukum. Mikið var að gera á
tímabili og spilað alit að sex
sinnum í viku en þá bauðst
honum að fara til Eyja og spila
með Logum.
Blómaskeið
Eyjum
þurfa að taka það lag við öll
tækifæri?.
„Nei, nei, ég er löngu kom-
inn yfir leiðann. Mér þykir mjög
vænt um þetta lag það er fallegt
og með góðan boðskap." segir
Ólafur. A þessum árum var
mikil stemmning í Eyjum, böll
um hverja helgi því mikið líf var
í bænum og alltaf fullt af fólki á
vertíð. En gosið 1973 breytti
ýmsu.
„Eyjar voru ekki sami stað-
urinn eftir gos. Ég veit ekki
hvað það var en mannlífið
breyttist,“ segir Ólafur.
Óli og Habbó fluttu til Selfoss
1979 og þá spilaði Óli með
Gissuri Geirs og hljómsveit en
Gissur er nýlátinn.
Feðgarnir Ólafur og Jóhann Bachmann við trommurnar. Við erum að spila sömu tónlistina.
Mynd: -hþ
rm/f
Menn eru hættir
að kunna að
dansa gömlu
dansana. Það er
þröngur hópur
sem stundar þetta
en mér sýnist að
kunnáttan sé að
deyja út, sem er
miður.
Gömlu dansarnir á
undanhaldi
Óli tók sér sex ára frí frá spila-
mennskunni en hóf að spila
með Hjördísi Geirs í fyrra.
„Þetta er einhver baktería sem
maður losnar ekki við. Menn
hafa líkt þessu við sjómennsku,
það sé eitthvað sem togi menn
aftur á sjóinn eins og í spila-
mennskuna en ég er ekki viss
um að það sé rétt samhking.
Mér fannst erfitt að hætta í
þessi sex ár en eins og þú sérð
þá er ég kominn aftur af stað.“
Hljómsveit Hjördísar Geirs
spilar aðallega í einkasam-
kvæmum og hefur líka troðið
upp á Hótel íslandi og víðar.
Áhersla er lögð á gömlu og nýju
dansana.
„Menn eru hættir að kunna
að dansa gömlu dansana. Það
er þröngur hópur sem stundar
þetta en mér sýnist að kunnátt-
an sé að deyja út, sem er mið-
ur. Við spilum líka nýrra efni
og rokk, það er mitt uppáhald."
Jafn lengi að og
Jagger
Ólafur hefur verið harður
Stonesaðdáandi frá fyrstu tíð og
eru „You Can’t always Get what
you Want“ og „Wild Horses"
uppáhaldslögin.
„Við höfum verið jafn lengi
að, ég og Mick Jagger. Svo hafa
tveir synir mínir verið í tónlist-
inni. Sá eldri, Jóhann, er enn
að. Hann spilar í hljómsveitinni
Skítamóral sem hefur gert það
gott að undanförnu. Ég fylgist
vel með því sem er að gerast í
gegnum synina. Kim Larsen er
minn maður, ég held mikið upp
á lagið „Papirsklip" með hon-
um, ætli ég hafi ekki verið Dani
í fyrra lífi. En eitt er alveg á
hreinu. Ég hef alltaf verið og
verð alltaf rokkari." -hþ.
„Árin í Eyjum voru ein bestu ár
í lífi mínu, bæði í einkalífi og á
mínum ferli,“ segir Ólafur. Hug-
myndin var að staldra stutt við
en árin urðu alls tíu. Þar kynnt-
ist hann konuefni sínu, Hrafn-
hildi Jóhannsdóttur, blómarós
úr Eyjum og eiga þau þrjá syni.
Fljótlega varð hljómsveitin
Logar vinsæl og ekki minnkuðu
vinsældirnar þegar tveggja laga
plata kom út árið 1973. Á a-
hlið var lagið Minning um
mann og á b-hlið lagið Sonur
minn. Bæði lögin slógu í gegn
og lifa góðu lífi meðal þjóðar-
innar.
Ólafur söng Minning um
mann á plötunni. En er hann
ekki orðinn leiður á því að
Á leið í fyrstu tónleikaferðina með Mánum til ísafjarðar. Heimsóknin varð
lengri en til stóð.
...... ■ ^ „Ég spilaði lengi með Stefáni
P. og það var sko keyrsla. Við
spiluðum 52 helgar á ári, bæði
laugardaga og föstudaga. Þetta
hélt ég út í sex ár. Stefán flaug
með okkur á milli landshluta á
sinni eigin vél og að lokum
hættum við. Ég spUaði í tvö ár
með Karma, Labba í Glóru og
félögum en hætti svo. Ég var
búinn að fá nóg. Orkan var bú-
in.“
Eyjar voru ekki
sami staðurinn
eftir gos. Ég veit
ekki hvað það var
en mannlífið
breyttist.