Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 5
ÍDagur-©itTÍraT Laugardagur 26. október 1996 -17 M E N N I N G O G LISTIR Sögur um líf og dauða Verðlaunahafi fyrstu Bókmenntaverð- launa Halldórs Laxness, Skúli Björn Gunnarsson, segist lengi hafa skrifað fyrir skújfuna. Verðlaunabókin er þó fyrsta bók hans sem er gefin út en fyrir þremur árum vann hann fyrstu verðlaun í smásagnasamkeppni Dags og Menor. Góð hvatning Skúli fær hálfa milljón króna í verðlaun fyrir bókina, sem er hæsta peningaupphæð sem veitt hefur verið fyrir óbirt handrit hérlendis. Auk þess fær hann venjuleg höfundarlaun af bókinni en það er Vaka-Helga- fell sem gefur bókina út. En hvaða þýðingu skyldu þessi verðlaun hafa fyrir Skúla? „Pau eru að sjálfsögðu hvatning til að halda áfram. Þetta segir mér að það sem ég hef verið að skrifa sé ekki bara Skúli Björn Gunnarsson hlaut fyrstu Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness fyrir smásagnasafn sitt „Lífsklukkan tifar“. Mynd: BG etta eru tólf smásögur sem mynda eina heild, einskonar árshring, þar sem þrjár sögur eru fyrir hverja árstíð," segir Skúli um verð- launabókina, sem ber heitið „Lífsklukkan tifar“. Sumar smásagnanna voru skrifaðar fyrir nokkrum árum en aðrar eru nýrri. Skúli segir allar sögurnar eiga sameigin- legt að ijalla um líf og dauða í víðum skilningi en að öðru leyti séu þær sjálfstæðar sögur. „Þær gerast bæði hérlendis og er- lendis, úti í sveit og í borg og viðfangsefnin eru af ýmsum toga,“ segir hann. Skúli er búsettur í Reykjavík en á rætur að rekja tU Fljótdals- héraðs. Hann er í framhalds- námi í íslenskum bókmenntum við Háskóla íslands og vinnur auk þess á handritadeild Landsbókasafnsins. Þó fæstar smásögur Skúla hafi komið fyr- ir sjónir almennings fram að þessu hefur samt ýmislegt eftir hann birst á prenti, svo sem í skólablöðum og eins starfaði hann sem blaðamaður Dags á Sauðárkróki frá 1989-92. fyrir skúffuna heldur geti aðrir líka notið þess að lesa það.“ Skúli viðurkennir að hann eigi ýmis önnur ritverk í poka- horninu en þó ekkert sem sé komið á lokastig. En hvernig ætli bókmenntaheimurinn líti út fyrir ungan rithöfund sem er að byrja að hasla sér völl? „Ég hef ekki reynt að koma mér á framfæri fyrir utan þessa keppni og hef því ekki mikla reynslu af útgáfuheiminum. En ég held að það sé ákveðin gróska í bókmenntunum nú. Það er ný kynslóð að koma inn.“ AI 50 handrit bárust Alls bárust 50 handrit í samkeppni um Bók- menntaverðlaun Hall- dórs Laxness, sem er sam- keppni um besta handritið að skáldsögu eða safni smásagna. Eins og fram kemur á síðunni var það ungur höfundur, Skúli Björn Gunnarsson, sem bar sig- ur úr býtum. Megintilgangur verðlaun- anna er að efla íslenskan sagnaskáldskap og stuðla þann- ig að endurnýjun íslenskrar frá- sagnarlistar og er ætlunin að þau verði veitt árlega. Formað- ur dómnefndar að þessu sinni var Pétur Már Ólafsson, bók- menntafræðingur og útgáfu- stjóri hjá Vöku-Helgafelli, en með honum í nefndinni voru Ástráður Eysteinsson, prófess- or, og Guðrún Nordal, bók- menntafræðingur. ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00: Söngleikurinn Hamingjuránið eftir Bengt Ahlfors í kvöld laugard. 26. okt., laugard. 2. nóv., fimmtud. 7. nóv., sunnud. 10. nóv. Nanna systir eftir Einar Kárason og Kjartan Ragnarsson Föstud. 1. nóv., laugard. 9. nóv. fimmtud. 14. nóv., sunnud. 17. nóv. Þrek og tár eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fimmtud. 31. okt., 70. sýning Nokkur sæti laus sunnud. 3. nóv., föstud. 8. nóv., laugard. 16. nóv. Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Kardemommubærinn eftir Thorbjörn Egner Á morgunsunnud. 27. okt. kl. 14. Örfá sæti laus Sunnud. 3. nóv. kl. 14. Nokkur sæti laus. Sunnud. 10. nóv. kl. 14. Sunnud. 17. nóv.kl. 14. Ath. takmarkaður sýningafjöldi. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 Leitt hún skyldi vera skækja eftir John Ford Á morgun sunnud. 27. okt,- Uppselt. Föstud. 1. nóv. - Uppselt. Miðvikud. 6. nóv. - Uppselt. Laugard. 9. nóv. - Uppselt. Fímmtud. 14. nóv. Athygli er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. - Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30: í hvítu myrkri eftir Karl Ágúst Úlfsson i kvöld laugard. 26. okt. Uppselt. Fimmtud. 31. okt. Uppselt. Laugard. 2. nóv. Uppselt. Sunnud. 3. nóv. Uppselt. Fimmtud. 7. nóv. Uppselt. Föstud. 8. nóv. Uppselt. Föstud. 15. nóv. Uppselt. Laugard. 16. nóv. Uppselt. Fimmtud. 21. nóv. Athugiö aö ekki er hægt aö hleypa gestum inn í sallnn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 28. okt. kl. 21.00: Tónlist í nútímanum. „Skammdegi" eftir Kjartan Ólafsson Frumflutningur óvanalegs raftónverks með jass og rokkívafi. Einnig verða flutt verk eftir Krzysztof Penderecki og John Frandsen. Flytjendur: Pétur Jónasson klasstskur gítarteikari, Kjartan Ólafsson nútímatónskáld. Hilmar Jensson jassgítarleikari, Matthias Hemstock jass og rokk trommuleikari, Einar Kristján Einarsson gítarleikari og Camerarctica. ★ ★ ★ Miðasalan er opin mánud. og þriðjud. kl. 13.00-18.00, miðvikud.- sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. - Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200. §igrún Astrós Sýning laugard. 26. okt. kl. 20.30. Sýning laugard. 2. nóv. kl. 20.30. Dýrin í Hálsaskógi eftir Thorbjarn Egner Sýningar: Laugard. 26. okt. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 27. okt. kl. 14.00 - Uppselt Sunnud. 27. okt. kl. 17.00 ÞriSjud. 29. okt. kl. 15.00 - Uppselt Fimmtud. 31. okt. kl. 15.00 Laugard. 2. nóv. kl. 14.00 Sunnud. 3. nóv. kl. 14.00 MuniS kortasöluna okkar Simi 462 1400 Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins! MENNTAMÁLARÁðUNEYTlð Styrkir til háskóla- náms í Danmörku, Finnlandi og Noregi Stjórnvöld í Danmörku, Finnlandi og Noregi bjóða fram eftirtalda styrki handa ísiendingum til háskólanáms í þessum löndum námsárið 1997-98. Styrkirnir eru ætl- aðir þeim sem komnir eru nokkuð áleiðis í háskóla- námi og eru miðaðir við 8-9 mánaða námsdvöl en til greina kemur að skipta þeim ef henta þykir: Til náms í Danmörku eru boðnir fram fjórir styrkir. Styrkfjárhæðin er 4.260 d.kr. á mánuði. Til náms í Finnlandi er boðinn fram einn styrkur til há- skólanáms eða rannsóknarstarfa. Styrkfjárhæðin er 4.000 finnsk mörk á mánuði. Til náms í Noregi er einnig boðinn fram einn styrkur. Styrkfjáræðin er 6.000 n.kr. á mánuði og skulu um- sækjendur að öðru jöfnu vera yngri en 35 ára. Umsóknum um styrkina, ásamt staðfestum afritum prófskírteina og meðmælum, skulu sendar til mennta- málaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 15. desember nk. Sérstök eyðublöð og nánari upplýsingar fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 24. október 1996.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.