Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 9
ÍOagur-(EmTmrt Laugardagur 26. október 1996 - 21 unni er viðhaldið kjörkulda alla daga enda mikið í húfi. Þar er afar dýrmætur vörulager geymdur mánuðum saman án þess að missa þá eiginleika fisksins sem framleiðandinn skilaði frá sér. Heima á íslandi eru árstíðabundnar sveiflur í veiðum og vinnslu og því er gott geymslurými í Frakklandi nauðsyn. Vertíðarfiskurinn er þar gott dæmi, hann veiðist frá mars til maí, - en selst mest á markaðina síðustu þrjá mánuði ársins. Brasilíumenn vilja Suðurnesjabeljur! Fram kom þegar hús Nord Morue var skoðað að markaðir fyrir saltfisk eru með ýmsu móti. Hver þjóð virðist hafa sinn sérstaka smekk. Allt slíkt ber að virða og óskir viðskipta- vina verða að rætast. Brasilíu- menn eru til að mynda hrifnir af stóru „Suðurnesjabeljunum“ eins og fagmenn í saltfisknum kalla golþorskana sem þeir fá í landi í Grindavík, þar sem stendur höfuðborg saltfisksins í dag. Slíkir fiskar þurfa mikla þurrkun í verksmiðjunni, allt að 10 daga, meðan norski fiskur- inn, lítill og flatur, þarf varla nema hálfan dag. Hjá Nord Morue vinna 140 Frakkar að jafnaði en stundum fieiri. Fyrirtækið er stærsti at- vinnuveitandinn á svæðinu og afar velkomið á þessum slóðum hrikalegs atvinnuleysis. Verksmiðjan Nord Morue, Norðurþorskur eins og nafnið útleggst á íslensku, stækkar nú úr 9.500 fermetrum í 13.500 fermetra. Er verksmiðjan nú ein sú allra fullkomnasta sinnar gerðar í Evrópu, uppfull af flóknum vinnslubúnaði. Fjárfesting sem skilar sér Birgir Sævar Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Nord Morue, sagði að hér væri um merk tímamót að ræða fyrir SÍF og Nord Morue sem er 100% í eigu SÍF hf. Hann kvaðst ekki í nokkrum vafa um að fjárfest- ingin ætti eftir að borga sig og styrkja og styðja SÍF hér heima og á mörkuðum erlendis. Nord Morue selur um helming fram- leiðslu sinnar í Frakklandi en Eftir breytingarnar, sem stóðu yfir í eitt ár, er verksmiðjan bú- in fullkomnasta bún- aði sem til er, til frystingar, kælingar, þurrkunar og pökkun- ar á fullunnum vör- um. flytur auk þess út til um 25 landa og enn fjölgar viðskipta- löndum með öflugu sölustarfi, Heildarvelta Nord Morue var í fyrra 3,6 milljarðar króna, sem þýðir að það væri í hópi stærstu fyrir- tækja íslands ef það hefði búsetu hér á landi. sem menn leggja mikla áherslu á. Framleidd eru söltuð flök, reykt sfld, kavíar og ýmsir til- búnir réttir. Nýja verksmiðjan þýðir í raun að framfylgt hefur verið ítrustu heilbrigðiskröfum Evrópusambandsins, afköst aukast um allt að 50%, eða upp í 15 þúsund tonn á ári. Þá er stefnt að stóraukinni vöruþróun og meira úrvali, einkum vöru sem hefur stuttan líftíma og seld er í kjörbúðum. Staðsetning fyrirtækisins á markaðssvæði Evrópusam- bandsins eykur möguleika á sölu kældra afurða og tilbúinna rétta. Áherslur í starfi Nord Morue eru því að breytast svo um munar. Til marks um umfang rekst- ursins má segja frá því að heildarvelta Nord Morue var í fyrra 3,6 milljarðar króna, sem þýðir að það væri í hópi stærstu fyrirtækja íslands ef það hefði búsetu hér á landi. Reiknað er með 50% veltuaukningu í ár. Þorsteinn Pálsson sjávarút- vegsráðherra hitti hinn franska starfsbróður sinn að máli í kvöldverðarboði sem Nord Morue bauð til í Giscours-kast- ala. Þangað kom Didier Quentin sjávarútvegsráðherra fljúgandi á þyrlu yfir Garonnefljótið. Þá hitti Þorsteinn forsætisráðherra Frakka, Alain Juppé, sem einnig er borgarstjóri Bordea- ux. Quentin sagði í samtali við blaðamenn að því væri ekki fyr- ir að synja að franskir útgerð- armenn hugsuðu nokkrir til Reykjaneshryggsins, íslensku smugunnar. Það hefði hann heyrt á nokkrum útgerðar- mönnum þann sama dag. Franski flotinn er hins vegar ekki stór eða öflugur miðað við nágrannana í suðri, Spánverja, en fiskimiðin við Frakkland eru nánast fisklaus að sagt er, og Evrópumenn leita víða fyrir sér um afla. -JBP v.. r Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra og Birgir Sævar Jóhannsson framkvæmdastjóri Nord Morue - klæddir samkvæmt kröfum Evrópu- bandalagsins, og tilbúnir að hefja skoðunarferð um fyrirtækið. Bygging Nord Morue í Jonzac í Frakklandi á hátíðisdaginn. / íBíátna- ag gjafavmua&tðCun X Til sölu er blóma- og gjafavöruverslun á Akureyri. Nánari upplýsingar á skrifstofunni og í síma 462 7297. Kjarni ehf. Tryggvabraut 1, AJkureyri. HEILBRIGðlS- OG TRYGGINGAMÁLARÁðUNEYTIð Skrifstofustjóri Staða skrifstofustjóra áætlana- og þróunarskrif- stofu er laus til umsóknar. Um er að ræða nýja skrifstofu sem ætlað er að vinna að framtíðarþróun og skipulagningu á sviði heilbrigðis- og velferðarmála. Umsækjendi skal hafa haskóla- menntun og reynslu í stjórnsýsiu og þróunar- og áætl- anagerð á sviði heilbrigðismála. Staðan veitist sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Kjör eru sam- kvæmt ákvörðun kjaranefndar. Umsóknir ásamt upp- lýsingum um menntun og fyrri störf sendist heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Laugasvegi 116, 150 Reykjavík, eigi síðar en 15. nóvember nk. Öllum um- sóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Nánari upplýsingar um starfið eru veittar í heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu í síma 560 9700. Reykjavík, 17. október 1996. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið. A^u\eg»r Vikuveisla i á Kanarí frá kr. 39*932 19. nóvember Aðeino g Z2nin>o»í Kanaríferðir Heimsferða hafa fengið ótrúlegar undirtektir í vetur og nú bjóðum við spennandi vikuferðir þann 19. nóvember þar sem hægt er að skjótast í sólina í nokkra daga og njóta alls hins besta sem Kanarí hefur að bjóða á hreint ótrúlegum kjörum. Nú bjóðum við viðbótaríbúðir á Paraiso Maspalomas, einum vinsælasta gististað okkar. Allar íbúðir eru með eldhúsi, baði, stofu, einu svefnherbergi og svölum. Verðfrá kr. 39.932 Vikuferð til Kanarí 19. nóv. Hjón með 2 böm, Paraiso. Verð frá kr. 45.960 Vikuferð til Kanarí 19. nóv., 2 < íbúð. Flug, gisting, ferðir til ogfráflugvelli, islensk fararstjóm. r HEIMSFERÐIR Austurstræti 17, 2. hæð, sími 562 4600 Hvenær er laust? 19. nóv., 20 sæti 26. nóv., laus sæti 17. des., uppselt 24. des., 15. sæti 31. des., laus sæti 7. jan., síðustu sætin 14. jan., laus sæti 4. febr., 8 sæti laus llfebr., 11 sætilaus 25. febr., 21 sæti laus 4. mars, 23 sæti laus

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.