Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 26. október 1996
jDagur-Œmmm
Frelsi í fangelsi
Jafnvel þótt bestu skákimar
séu ef tU vill tefldar á opin-
berum skákmótum, er
merkasta félagslega hlutverk
skáklistarinnar ekki endilega
uppfyllt á slíkum samkomum.
Saga skákiðkunar í fangelsum
og fangabúðum er til dæmis
stórmerkileg og að mörgu leyti
mun lærdómsríkari en saga
mótahalds. Hún sýnir vel hvers
mannsandinn er megnugur og
hversu ódrepandi þráin til að
tefla getur verið. Það er því
ekki að undra að skákiðkun
fanga hafi verið drjúgt við-
fangsefni rithöfunda og listmál-
ara í gegnum tíðina.
í endurminningum ýmissa
pólskra og rússneskra fanga er
iðulega talað um auðugt skák-
líf. Pólski uppreisnarmaðurinn
Feliks Kon minnist þess að í
fangelsinu í Kara, Síberíu, hafi
hann tekið þátt í leynilegum
skákmótum á milli fangaklefa.
Mót þessi voru stórir viðburðir í
tilbreytingarlausu lífi fanganna
og áttu hug þeirra allan. Þrátt
fyrir hungur og vosbúð, spör-
uðu fangarnir sér ákveðið
magn af sykurmolum til að geta
stofnað sérstakan verðlauna-
sjóð fyrir mótin. Rússneski
skákmaðurinn Duz-Khotimirsky
segir þá frá því, að þegar hann
var settur í fangelsi hafi hann
þurft að dúsa með tólf öðrum
mönnum í einum klefa dögum
saman. Til þess að halda vitinu
kenndi hann klefanautum sín-
um að tefla og skipulagði leyni-
lega „meistarakeppni klefa
númer eitt“ með taflmönnum
gerðum úr brauði og skákborði
úr teppi.
Illa búnir fangar hafa náttúr-
lega oft átt í erfiðleikum með að
Systkinin Helgi Áss
og Guðfríður Lilja
Grétarsbörn
skrifa um skák
koma höndum yfir taflsett. Þeir
hafa því þurft - og þurfa enn á
ýmsum stöðum - að nota hug-
myndaauðgina óspart til að
gera sér lífið bærilegra. Tafl-
menn hafa verið búnir til úr
brauði, pappír, stráum, viði og
leir, og skákborð úr teppi, vasa-
klútum og pappír, svo eitthvað
sé nefnt. Þannig var skák til
dæmis tefld með taflmönnum
gerðum úr brauði og skákborð-
um úr ösku á meðal fanga í Pa-
wiak-fangelsinu í Varsjá, á tím-
um seinni heimsstyrjaldarinnar.
Þegar verðirnir komu óvænt,
var handhægt að borða tafl-
mennina og blása skákborðið í
burtu.
Fangar hafa hins vegar ekki
alltaf getað stolist til að tefla
augliti til auglitis, ekki einu
sinni með brauði og ösku. Rúss-
neski uppreisnarmaðurinn og
„desembristinn", N. Basargin,
lýsir því til dæmis hvernig hann
tefldi skák við næsta „ná-
granna“ sinn í fangelsi með því
að banka í vegg eftir fyrirfram
ákveðnum leynimerkjum. M.
Ashenbreener segir frá svipaðri
reynslu og lýsir því hvernig tug-
ir fanga tefldu skák á milli klefa
með því að banka í veggi á sér-
stöku táknmáli.
Sovéski skákmaðurinn J.
Kheyfets hefur lýst skákiðkun í
fangabúðum nasista í Buc-
henwald. í mars 1943, að sögn
Kheyfets, skipulögðu nokkrir
fangar skáksýningu með meist-
aranum Bogdanov, sem sjálfur
var fangi í búðunum. Framtakið
átti að telja kjark í fangana og
sýna að „ofsóknir, þrældómur
og hungur gætu ekki fullkom-
lega yfirbugað mannsandann".
Til að þetta gæti tekist þurfti að
koma á ýmsum hættulegum að-
gerðum á meðal fanganna, og
leynileg smíði á taflmönnum fór
fram þegar færi gafst. Fjöl-
marga fanga langaði að tefla og
enn fleiri að horfa á. Fréttir af
sýningu Bogdanovs fóru sem
eldur í sinu um búðirnar og áð-
ur en margir dagar liðu komu
fangar af ýmsum þjóðernum til
hans með sín eigin taflsett. Að
sögn varð smíði taflmanna
nokkuð iðkuð innan búðanna
eftir þetta, og voru sumir hverj-
ir listilega skapaðir. Stundum
tókst að smygla þeim í bæinn
og þá gátu fangarnir fengið
nokkra fleiri brauðmola fyrir
sinn snúð til að reyna að lifa af
næsta dag.
Ýmsir skákmenn, sem enn
eru á lífi, hafa gengið í gegnum
hörmungar fangavistar vegna
pólitískra skoðana sinna, trúar-
skoðana eða kynþáttar. Banda-
ríkjamaðurinn Boris Gulko, sem
er upprunalega frá Sovétríkjun-
um, mátti þannig dúsa í sovésk-
um fangabúðum fyrir „mót-
þróa“. Gamh jálkurinn Viktor
Korchnoi þurfti þá og að h'ða
ýmislegt af hálfu sovéskra
stjórnvalda á sínum tíma, eins
og svo margir aðrir. Korchnoi
teflir enn af miklum krafti, orð-
inn 65 ára gamall, og virðist
ekkert á leiðinni að hætta, enda
þekktur að allt öðru en að gef-
ast upp. Við sýnum hér hörku-
skák sem hann vann á móti
erkióvininum Anatoly Karpov
fyrir ekki svo Iöngu:
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Viktor Korchnoi
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 b6 4.
a3 Bb7 5. Rc3 d5 6. Bg5 Be7 7.
Da4!? c6 8. Bf6 Bf6 9. cd5 ed5
10. g3 0-0 11. Bg2 Rd7 12. 0-0
Be7 13. Hfdl f5 14. e3 Bd6 15.
Re2 De7 16. Rf4 a5 17. Rd3 b5
18. Dc2 a4 19. Hel Kh8 20.
Hacl Rb6 21. Rfe5 Rc4 22. f4
g5 23. De2 Hg8 24. Kf2 Haf8
25. Rf3 h6 26. Rfe5 Kh7 27.
Kgl De8 28. Dc2 Kh8 29. Rf2
Hg7 30. He2 Bc8 31. Hcel
Hfg8 32. Rc4 bc4 33. Da4 Hb7
34. Rdl h5 35. KÍ2 Bd7 36. Dc2
Dg6 37. Kfl h4 38. Hf2 g4 39.
Kgl Hgb8 40. De2 h3 41. Bfl
Bc7 42. b4 cb3 43. Rb2 Bd6 44.
a4 De6 45. Hdl Ha7? 46. Hd3
Kh7? 47. Ddl c5 48. Hb3 Hb3?
49. Db3 c4 50. Db6 Ha8 51. e4!
fe4 52. f5 De7 53. Rdl Hb8 54.
Da5 Bc6 55. f6 De6 56. Re3
Hb3? 57. Da7 Bb7 58. a5 Bf8
59. Hf4? Bh6 60. f7 Bf4!
m m
wam m&m *
'r.TMh-.'f (Mw irívá 9 m mm m
mm.kmk
m mk
jm^M' m m
61. f8D? Be3 62. Khl Bh6 63.
Df2 Bg7 64. a6 Hf3! 65. Del
Ba6 66. Be2 Hf7 67. Dc5 c3 68.
Dcc3 Be2 69. De2 Df6 70. Dcl
Bh6 71. Dbl Df5 72. Kgl Hc7
og hvítur gaf.
B R I D G E
Ef Þorláksson
HBk
Þegar þetta er skrifað hef-
ur íslenska landsliðinu í
bridge gengið vel á
Ólympíumótinu á Rhodos og
með sömu spilamennsku ætti
takmarkið að komast í útslátt-
arkeppnina að vera mjög raun-
hæfur möguleiki. Eftir að ís-
lendingar urðu heimsmeistarar
í Yokohama hafa þeir varla
Gott gengi
landsliðsins
staðist væntingar á stórmótum,
ef undan eru skilin Norður-
landamót en þó má ekki líta
framhjá því að breiddin hjá ná-
grannaþjóðunum hefur verið að
aukast og „íslenski stílinn" - öfl-
ugar hindrunar- og baráttu-
sagnir, andstæðingurinn trufl-
aður í sífellu - hefur verið tek-
inn upp í víðari mæli hjá stór-
þjóðum í bridge.
Ekki verður annað séð núna
en að endurkoma Aðalsteins
Jörgensen sem spilar við Matt-
hías Þorvaldsson hafi haft góð
áhrif á liðið og þá virðist Björn
Eysteinsson sem nú heldur aft-
ur um stjórnartaumana vita ná-
kvæmlega hvað hann er að
gera. Skyldi kassettan góða
með íslenska þjóðsöngnum vera
í farteski Björns?
Pétur Guðjónsson og Stefán Ragnarsson Norðurlandsmeistarar. Mynd: bþ
L
Landsvirkjun
LAUS STAÐA
Stækkun Kröfluvirkjunar
Staða aðstoðarmanns við Blöndustöð er laus til
umsóknar og veitist frá 1. janúar 1997.
Iðnréttindi æskileg. Upplýsingar um starfið veita starfs-
mannastjóri, Guðjón Tómasson (515 9000) og stöðvar-
stjóri Blöndustöðvar, Guðmundur Hagalín (452 4903).
Viðkomandi starfsmaður verður einkum staðsettur við
Blöndustöð en má vænta þess að vinna utan þess svæð-
is eins og verkefnastaða segir til um á hverjum tíma.
Umsóknir berist starfsmannastjóra
í síðasta lagi 8. nóvember nk.
Þrautin
4 K
M 653
♦ G92
* 876432
N
S
4 Á843
VÁK9
♦ ÁDT4
* ÁG
Útspil spaðadrottning
Andstæðingarnir sitja hljóðir
og sagnir ganga 2 grönd - 3
grönd. Spaðakóngur drepur út-
spilið en hvaða spili ætti næst að
spila úr blindum og hvers
vegna?
Það eru 9 slagir ef tfgulkóng-
urinn er réttur. Þar sem inn-
komuskortur háir blindum er
svíningartíminn runninn upp og
rétta spilið er NÍAN. Svona var
allt spilið:
4 K
*65 3
♦ G92
* 876432
4 DGT95
*8 74
♦ 53
* DT9
N
V A
S
4 762
VDGT2
♦ K876
* K5
4 Á843
*ÁK9
♦ ÁDT4
* ÁG
Takið eftir hvað gerist ef tíg-
ulgosa er spilað í öðrum slag.
Hann á slaginn en síðan þarf
sagnhafi annað hvort að fara
heim eða kasta tíunni undir
gosann, hvort tveggja leiðir til
þess að austur fær slag á litinn.
Pétur og Ragnar
Norðurlandsmeistarar
Um síðustu helgi fór fram Norð-
urlandsmótið í tvímenningi sem
haldið var í Tjarnarborg í Ólafs-
firði. 30 pör kepptu og komu
spilarar frá Hvammstanga,
Siglufirði, Akureyri, Dalvík, auk
heimamanna, svo eitthvað sé
nefnt. Keppnin um fyrsta sætið
var æsispennandi en að lokum
stóðu Pétur Guðjónsson og Stef-
án Ragnarsson uppi með pálm-
ann í höndunum, skoruðu 649
stig. Staða næstu para:
2. Jón Sigurbjörnsson-Ólafur
Jónsson 620
3. Halldór Gunnarsson-Þórólfur
Jónasson 608
4. Sveinn Pálsson-Bjarni Svein-
björnsson 574
5. Anton Haraldsson-Sigurbjörn
Haraldsson 562.