Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 1
Verið m £rj?± viðbúin mvfoi vinnmgi! /mmí Jlagur-^ímítm Verið 014 viðbúin ms&n vinnmgi! Góða helgi - gleðilegan vetur! Laugardagur 26. október 1996 - 79. og 80. árgangur - 205. tölublað MAÐUR VIK' UNNAR Mynd: Pjetur Mynd: GS „BRÁÐUM KOMA BLESSUÐ lÓLIN" Jón Magnússon, fuglaáhugamaður á Akureyri, er nýkominn af rjúpnaveiðum í Þingeyjarsýslu, en eins og sönn skytta vill hann ekki tilgreina nákvœmlega hvaðan. Þeir fóru ]mr saman félagarnir og skutu 38 rjúpur yfir daginn. Lögreglan var í eftirlitsför á svœðinu og hrósaði þeim fyrir að vera með alla pappíra og leyfi í lagi, fyrsti bíllinn sem þeir stöðvuðu sem þannig var ástatt um Hér á Norðurlandi eystra er mjög sterk hefð fyrir rjúpnaveiðum, þetta er sjúkdómur hjá mörgum og að taka byssu af Þingeyingi er eins og að taka af honum einhvern útlim. Menn ólust upp við þetta og fengu að prufa og þetta er partur af haustinu að fara til rjúpna.“ Jón byrjaði barnungur að skjóta og var kominn með byssuleyfi 16 ára gam- all enda Þingeyingur. „Sem unglingur veiddi ég ágætlega en síðan hefur mín veiðimennska þróast yfir í fúglaskoðun og merkingar. Eini fuglinn sem ég skýt er rjúpan. Jú, stundum togast þetta tvennt á og ég skaut t.d. gæs áður fyrr. Nú eru merkinga- og friðunarsjónarmið- in sterkari hjá mér en ég verð að fara til rjúpna til að redda jólasteikinni. - En þá er ég líka orðinn saddur.“ Jón segist einu sinni hafa sleppt því að fara til rjúpna og það geri hann aldrei aftur því engin fundust honum þá jóhn. Fuglaáhugi Jóns felst aðallega í merk- ingum fugla og að fylgjast með þeim. „Veiðiskapurinn fór yfir í þetta, ég merkti t.d. sanderlu sem náðist í Mið- Afríku, það var á við marga góða rjúpnatúra. En ég rígheld engu að síður í þessa hefð að ná mér í rjúpur í jóla- matinn og hætti því ekki fyrr en ég verð tannlaus og blindur." Hefurðu skoðað rjúpuna sem fugla- áhugamaður? „Nei, ég hef látið aðra rnn hana, hef meira verið í vaðfuglunum og álftinni. Við merktum 180 álftir inn verslunar- mannahelgina, sem er toppurinn og eins og að veiða stóra laxinn og sleppa hon- um í ofanálag. Annars virðast veiðar ekki skipta miklu máli fyrir rjúpuna. Það er talið að um 10% stofnsins sé veiddur. Fuglinn verður ekki nema svona fimm ára og það eru mikil afföll af ungunum, allt upp í 80%, og af fullorðnum fugli eru afföllin jafnvel 50% á ári. Ég tel því að við ættum jafnvel að byrja að veiða fyrr á haustin, áður en náttúran hreinsar úr, þó ég sé ekki hlynntur því að toppnýta kjötið í stofninum.“ Hefurðu lent í ævintýrum? „Ekki er það nú mikið en ég hef lent í því að ganga allan daginn án þess að sjá kvikindi, koma síðan uppgefinn heim og sjá þá rjúpu sitja við tröppurnar hjá mér. Ég heilsa henni nú bara. En auðvit- að hefur maður lent í misjöfnum veðrum og þá er bara að vera með rétta búnað- inn og áttaviti er skilyrði.“ Eldar þú jólasteikina? „Nú eru merkingar- og friðunar- sjónarmiðin sterkari hjá mér en ég verð aðfara til íjúpna til að redda jólasteikinnt - En þá er ég líka orðinn saddur. “ „Ekki að öllu leyti, ég undirbý hana en síðan tekur konan við og fullkomnar verkið. Það er skilyrði að nota svínaflesk eða „spekka“ rjúpuna eins og maður segir á vondu máli. Síðan sýður maður hana í einn og hálfan tíma að minnsta kosti og sumir velta henni upp úr sykri. Sósan er líka lykilatriði og þar gera rifs- berjahlaup, rjómi og sveskjur gæfumun- inn. Eitt er það líka sem er afskaplega gott og það er soðið af rjúpunni, vel kælt og síað er það hinn besti drykkur.“ mgh Hallelúja! Hósanna! Kom ekki í ljós þegar hann hætti að hann var hvers manns yndi? Jón Baldvin Hannibalsson er maður vik- unnar. Baðar sig í lofi og prís, vitnar í Prédikarann með vitringssvip, kumr- ar af ánægju og útnefnir erfðaprins (kingmaker, kingmaker!) og glottir við margnotaðan jaxl þegar lokaskoti er fírað á Davíð og drengina sjö. Tek- ur slátur í sjónvarpi. Engar tignar- stöður framundan. „Bara þetta venju- lega streð ef einhver vill mig,“ segir hann í dýrasta atvinnuauglýsinga- dálki landsins: Ljósvakafréttum. Sam- stundis kvikna eldar í stofnunum auðs og valda: Sendiherra! Hann ætl- ar til Washington, hann ætlar til New York, hann heldur við Gro Harlem Brundtland! Er bankastjóri dáinn? Maður vikunnar fær engin eftír- mæli því hann er fráleitt farinn. Bara hundleiður á ijáraukavesenislögum og aukalandbúnaðarsukkfrumvarps- drögum. Nennir ekki að rífast lengur. Nennir ekki að koma vitinu fyrir vit- leysinga. Hættur, en ekki búinn. Eng- inn trúir því að síðasti ásinn hafi ver- ið dreginn fram úr erminni. Gó Djonní, gó Djonní - Djonní bí gúd!

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.