Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 15

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Qupperneq 15
3Dagur-®mtmn ANNA O G ÚTLITIÐ Laugardagur 26. október 1996 - 27 Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku Um daginn var staddur hér á landi hönnuður að nafni Peter von Holland. Var hann á vegum herrafata- verslunarinnar Birgis. Hann hafði franskt yfirbragð og kom mér fyrir sjónir sem mikil við- skiptapersóna. Hann var glað- legur, hafði mjög gaman af að tala og notaði hendurnar óspart til að leggja áherslu á orð sín. Þegar ég spurði hann um kosti sína nefndi hann þrjósku. Hann virkaði á mig sem listatýpa en hann vildi ekki samþykkja það og líkti sér við arkitekt. Hvaðan færð þú innblástur? „Ég ferðast mjög mikið og fer á sýningar sem sýna fatnað og efni. Einnig er ég mikið í sam- bandi við fólk og fylgjast með smekk manna.“ Peter hefur verið í hringið- unni í 25 ár og upplifað kreppu og góðæri. Hann hefur mjög persónulegan stíl og næmt auga fyrir formum. Hann segist taka Hollensk hönnun hugmyndir frá mörgum hönn- uðum og púsla þeim saman með smá breytingum, t.d. hneppingum. Áhersla á alla aldurshópa Sjálfri finnst mér Peter henta best aldrinum íjörutíu ára og yngri en hann er ekki sammála mér í þeim efnum. Segist leggja áherslu á alla aldurshópa. Hann segir stflinn sem hann kallar fram yfirvegaðan og hreinan. Hvernig persónu vilt þú helst sjá í þessum fatnaði? „Persón- an sem tileinkaði sér þennan fatnað ætti að vera sígild og fáguð en ekki yfirþyrmandi." Hvað er það sem þú hannar aðallega? „Jakkaföt og yfir- hafnir.“ Stfll Peters er sérstakur að því leyti að hann leggur mikið upp úr því að blanda saman mismunandi mimstrum en í sömu litum og hafa efnin í mis- munandi þykkt. Jakkinn er sennilega þykkastur. Hann ger- ir þetta vegna þess hann vill að karlmenn fari að blanda meiri fatnaði saman. Jakki, vesti og buxur getur allt verið sjálfstætt. Einnig leggur hann mikið upp úr breytingu á smáatriðum, t.d. vösum, hnöppum og krögum. Hann segist hafa verið fyrstur með skærlitaða jakka á mark- aðinn fyrir 6-7 árum. Henta fötin þín öllum tilefn- um? „Já, það fer eftir skyrt- unni, bindinu og klútnum sem notað er með.“ Ert þú hlynntur buxum sem eru nú að koma í tísku, þ.e. þröngar og stuttar með allt að 6 cm uppbrotum? „Ég er ekki sérlega hrifinn af þeirri línu og ég efa að ég taki hana inn í haust- tískuna á næsta ári.“ Er hægt að vera með ákveðna tísku sem á að henta öllum? „Nei, í dag skiptir miklu máli að fólk gerir sér grein fyrir persónulegum stfl. Kröfurnar í dag eru að vera ekki of yfirþyrm- andi.“ Þjónusta á lágu plani Hvernig finnst þér þjónustan í verslunum hér á íslandi? „Hún er á mjög lágu plani og verða íslend- ingar að læra meira í fram- komu og um þær vörur sem þeir vinna með.“ Peter vildi einnig taka fram að honum þætti gluggaskreyting- ar í búðum yfir- leitt mjög lélegar en vildi ekki segja mér hvers vegna. Eru íslending- ar líkir Hollend- ingum? „Já, í smekk og per- sónuleika." Hollenski fatahönnuðurinn Peter von Holland leggur áherslu á að fötin sem hann hannar séu sígild og fáguð. Um þjónustuna í verslunum hér á landi segir hann: „Hún er á mjög lágu plani og verða Islendingar að læra meira í framkomu og um þær vörur sem þeir vinna með.“ Myr&.aa Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum Ég vissi ekki... s g vissi ekki að allir þessir dagar sem komu og fóru, væru lífið sjálft". Það er svo oft sem við er- um að bíða eftir því sem á eftir að gerast í lífinu okkar. Við verðum upptekin af hugs- uninni um þetta „seinna", þegar allt á að verða svo gott. Það getur verið hugsun- in um þá stund þegar við verðum búin að skipta um vinnu, verðum ástfangin, börnin verða orðin stærri, eða við orðin grennri. Þannig leggst okkur alltaf eitthvað til. Þegar merkilegir atburðir eru að gerast erum við svo önnum kafin að festa þá á filmu til að eiga minningar í albúmi, að við gleymum að upplifa tilfinninguna á staðn- um. Þegar við erum að bíða eftir einhverju missum við af því sem er að gerast núna. Við týnum núinu og þess vegna missum við af lífinu. Því lífið er núna. Kannski er það vegna þess hve við nútímamennirnir höf- um tapað þessum hæfileika til að lifa í núinu, að við er- um að verða streitu og öðr- um nútímasjúkdómum að bráð. Við erum alltaf einu skrefi á undan sjálfum okkur. Til að geta verið í núinu þurf- um við að slaka á huganum því það er hann sem dregur okkur sem óður væri um ókunna stigu óvissrar fram- tíðar eða liðinnar fortíðar. Líkaminn er aftur á móti allt- af hér og nú og þess vegna er það hann sem geymir lykil- inn að augnablikinu. Hugsaðu þér tvo áheyr- endur á tónleikum. Annar þeirra er að velta fyrir sér klæðnaði hljóðfæraleikar- anna, spáir í hvort þetta eða hitt lagið sé vel sungið eða leikið og fer að rifja upp þeg- ar hann heyrði þetta sama lag á tónleikum í fyrra, þar sem annar söngvari söng það svo miklu betur. Hinn situr, rólegur og slakur og leyfir sér að njóta tónlistarinnar. Honum rennur kannski kalt vatn milli skinns og hörunds af og til og einstaka sinnum fær hann gæsahúð. Það má vel vera að fyrrnefndi áheyr- andinn geti talað mun gáfu- legar um hvað honum fannst um tónleikana og hvernig flytjendurnir stóðu sig, en er það þess virði? Er það ekki sá síðarnefndi sem á miklu betri minningar um tónleik- ana, vegna þess að hann upplifði þá og naut þeirra á staðnum. f augnablikinu. Stundum gerist það af sjálfu sér að við erum í nú- inu, ,en oft þurfum við að minna okkur á, til að vera með athyglina hér og nú. Þá er það öndun sem er lykill- inn. Þú verður meðvit- uð/meðvitaður um öndunina og dýpkar hana. Þar með eru hugur og líkami búin að tengjast. Aðeins þannig get- um við upplifað augnablikið. Aðeins þannig þurfum við ekki að vakna upp við að hafa misst af lífinu. Misst af dögum sem komu og fóru. Sannleikuriim um lygina Lygar eru hluti af daglegu lífi fólks," segir Dr. Bella Depaulo, lyga- fræðingur við Háskól- ann í Virgina, og held- ur því alls óhrædd fram að allir grípi til lyginnar, ekki aðeins í neyðartilvikum, heldur oftast nokkrum sinn- um á dag. í könnun sem De- Paulu og aðstoðar- menn hennar gerðu meðal nemenda annars vegar og íbúa háskólahverfisins, sem voru ekki nemendur, hins vegar kom í ljós að nemendur viður- kenndu að ljúga að meðaltali tvisvar á dag. Hinir, sem ekki voru nemendur, voru ofurlítið heiðarlegri, þ.e.a.s. lugu ekki nema einu sinni á dag að með- altali. Eftirfarandi atriðið komu fram í könnuninni: • Algengara var að fólk gripi til lyginnar í símasamræðum en þegar rætt var augliti til aug- litis. • í aðeins einu af hverjum sjö tilvikum urðu lygararnir var- ir við að sá sem talað var við uppgötvaði lygina. • Tíundi hluti lyganna fólust í ýkjum en 60% voru hreinn tilbúningur. Stærsti hlutinn af þeim 30% sem eftir eru gætu flokkast undir svokallaðar „hvítar lygar" eða jafnvel málsháttinn: „Oft má satt kjurrt liggja". Með öðrum orðum, lygin fólst í því sem ekki var sagt. Úr Psychology Today.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.