Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 12

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 12
24 - Laugardagur 26. október 1996 JDagmr-'Sítmrrat JDagur-'SImTtrax N ammi fyrir smáfólkið Hér koma nokkrar hugmyndir að sœl- gœti sem gaman gœti verið að búa til með börnum, t.d. fyrir barnaafmœli, jól eða aðrar hátíðir. Rice Crispies fígúrur Rice Crispies 50 g smjör eða smjörlíki 250 g poki af sykurpúðum (marshmallows) Amerísk gæða framleiðsla White-Westinghouse • 75 - 450 lítrar • Stillanlegur vatnshiti • Tveir hitastillar • Tvö element • Glerungshúð að innan • Öryggisventill • Einstefnulokar • Frí heimsending í Rvk. og nágrenni VISA - EURO - RAÐGREIÐSLUR lakkrís, piparmintur og annað sœlgœti (til skrauts) Annað: steikarpanna pípuhreinsarar álpappír Sá fullorðni bræðir smjör eða smjörlíki á pönnu. Setjið sykur- púðana á pönnuna og hrærið í þar til þeir eru bráðnaðir. Einnig er hægt að bræða sykur- púðana í örbylgju (tekur ca. 2 mínútur á fullum krafti). Bætið síðan Rice Crispies á Sigling um Eyjafjörð frá Akureyri Hópferðir alla daga frá Torfunesbryggju Ara RAFVORUR ÁRMÚLI 5 • 108 RVK • SIMI 568 6411 Sjóstöng - Skoðunar- ferðir - Veisluferðir Pantanir og upplýsingar í síma 854 8214, boð- tæki 845 3614 (I) Fundur t í Samhjálp félagsskap kvenna sem fengið hafa krabbamein í brjóst Mánudagskvöldið 28. okt. 1996 kl. 20.00 - 22.00, verður fundur í húsnæði Krabbameinsfélags Akur- eyrar og nágrennis, Glerárgötu 24, 2. hæð. Kristbjörg Þórhallsdóttir kynnir samtökin Sam- hjálp kvenna á íslandi og starfsemi hliðstæðra samtaka víða um heim. Kynning verður á nýjustu vörum frá Stoð hf., Össuri hf. og Elínu Finnbogadóttur. KONUR ERU HVATTAR TIL Að MÆTA. ALLIR VELKOMNIR. HEITTÁ KÖNNUNNI. ■■■■■■■■■■■ pönnuna (hrærið í a meðan), nógu mikið til að hægt sé að búa til massa úr sykur- púðum og Rice Cri- spies. Slökkvið á hellunni. Klippið um 30 cm langan bút af ál- pappír fyrir hvert barn. Smyrjið með svolitlu smjörlíki. Setjið góða slettur af massanum á ál- pappírinn (eina slettu á hvern bút), látið svolítið smjör í lúkur barnanna og leyfið þeim að móta fígúrurur úr mass- anum áður en hann kólnar. Skreytið eftir vild. . 1 ' • v í.v..í>Æ;vl • .... |MK • .1 SfjÆ •• ■ % Rice Crispies karl og kerling. Fiðrildi úr sveskju, þurrkuðum apríkósum og pípuhreinsurum. Þurrkaðir ávextir í nýju hlutverki Fíkjur, döðlur, svesjur, rúsínur, þurrkaðar apríkósur og epli geta verið fyrirtaks föndurefni. Notið nál og spotta til að þræða saman og mynda ýmsar fígúrur eins og orma, skordýr, fiðrildi, litla karla og fleira. Á meðfylgjandi mynd eru þurrkaðar apríkósur notaðar sem vængir á líkama fiðrildis (sem er sveskja). Skynjarar á höfðinu eru pípu- hreinsarar. Fígúrur úr þurrkuðum ávöxtum má borða og ágætis- hugmynd að láta börnin gefa fígúrurnar, t.d. öfum og ömm- um í jólagjöf. Skordýr úr sœlgœti Sœlgœti, t.d.: Blandaður lakkrís smartís brjóssykur hlaup (af ýmsum stœrðum og gerðum) ofl. ofl. Annað: Plasfilma (glœr) pípuhreinsarar í mörgum litum Raðið sælgæti á plastræmur og pakkið því inn til að mynda mismunandi form. Notið pípuhreinsara til að mynda höfuð, líkama og fætur á skordýrin. Þessi furðufyrirbæri eru skemmtileg sem borðskraut í barnaafmælum eða hangandi á jólatrénu á jólunum.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.