Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 19
Ptgur-mtnttmt Laugardagur 26. október 1996 - 31 Umsjónarmaður Magnús Geir Guðmundsson Todmobile snýr aftur Bubbi markar á nokkurn hátt bæði upphaf og endi með nýju plötunni, Allar áttir. Upphaf og endir hjá Eitt sinn varð einhverjum ágætum manni að orði: Það sem í heiminum hendir/hefur þau einkenni að/þar eru upphaf og endir/allt- af á sínum stað. Koma þessar hendingar upp í hugann nú þegar „poppkóngurinn“ okkar, Bubbi Morthens, er að senda frá sér enn eina plötuna, Allar áttir. Platan, sem nánar til- greint kom út á fimmtudeginum í síðustu viku, er nefnilega eins og nafnið gefur til kynna ein- hvers konar uppgjör við flest það sem Bubbi hefur verið að fást við á sínum sextán ára út- gáfuferli, en virkar jafnframt líka sem visst upphaf, að kapp- inn Bubbi sé aftur kominn á byrjtmarreit í gh'mu sinni við listagyðjuna. Sú staðreynd að hann gerist hægt og bítandi meira ljóðrænni í textagerðinni og að háleit yrkisefni, eins og hreinskiptin trúarjátning á Guð og son hans Jesú Krist, eru á ferðinni nú, marka e.t.v. best hið nýja upphaf, en hvað tón- listarhliðina snertir er hins veg- ar ekki nein merki að finna nema hvað „endinn“, uppgjörið við fortíðina snertir. Má kannski segja að þar sé þó samt um breytingu að ræða, því lengst af hefur Bubbi farið úr einni tón- Ustarstefnunni í aðra á milU platna sinna og komist vel upp með það vegna sinna sérstæðu einkenna. En burtséð frá öUum pæUng- um um upphaf og og endi, þá virðist Bubba enn einu sinni hafa tekist að laða fram laga- smíðar, sem auðveldlega festast í minni fólks. EðU málsins sam- kvæmt og að fyrrgreindu, eru þær ekki beint frumlegar flest- ar hverjar eða stór framlög til tónhstarsögunnar, en hafa samt ennþá neistann, sem löngum hefur gætt lög hans og átt hefur ekki hvað sístan þátt í að gera hann að vinsælasta tónlistar- manni landsins. Lögin sem hvað mest hafa verið spiluð að undanförnu í útvarpi, trúaróð- urinn á reggaenótunum, Sá sem gaf þér ljósið og Ég elska bækur, eru ágæt dæmi um þetta og það eru líka, AUa daga, Með vindinum kemur kvíðinn og Hverjum geturðu treyst? Ann- ars verður fólk eins og venju- lega þegar Bubbi á í hlut að fella sjálft sinn dóm. Það er hins vegar á hreinu að Bubbi er ekki dauður úr öllum æðum og mun áreiðanlega halda ótrauð- ur áfram troðnar sem ótroðnar slóðir í framtíðinni. Eins og allir unglingar höf- uðborgarsvæðisins vita og ef til vill margir fleiri líka hefur útvarpsstöðin X-ið FM 97,7 verið leiðandi í að kynna og spila allt það nýjasta og framsæknasta í tónlistinni og þá einkum og sér í lagi hvað varðar danstónlistina í öllu sínu margslungna og mikla veldi. Einn af grónari og vinsælli þátt- um stöðvarinnar er Partyzone, sem ávallt er á dagskrá á laug- ardagskvöldum og hefst klukk- an 19:00. Ei þar jafnan spiluð nýjasta og ferskasta danstón- Iárslok 1993 voru margir ís- lenskir tónlistarunnendur nokkuð svo daprir er ljóst var að ein allra besta og fram- sæknasta hljómsveit landsins, Todmobile, ætlaði í það minnsta að leggja niður störf um óákveðinn tíma. Hafði Tod- mobile þá á sínum fimm ára ferli skapað sér sjaldgæfa stöðu í íslensku popplífi, að geta nær eingöngu komið fram á tónleik- um í orðsins fyllstu merkingu, sem þar af leiðandi voru hinir tilþrifamestu og meiriháttar upplifun hverjum þeim er sáu og heyrðu. Þau Eyþór Arnalds söngvari og sellóleikari, Þor- valdur Bjarni Þorvaldsson, gít- arleikari og söngvari með meiru og Andrea Gylfadóttir söngkona, sem allan þennan túna voru kjarninn í hljómsveit- inni, skildu því eftir sig skarð og hefur það, merkilegt nokk, aldrei almennilega verið fyllt þau þrjú ár sem nú eru liðin frá því þau sögðu bless. Reyndar fóru þau ekki langt, Andrea og Þorvaldur komu áfram fram undir nafninu Tweety og Eyþór var (og er enn) annar parturinn af Bong ásamt elsku sinni Mó- eiði Júmusdóttur, en það var bara ekki það sama. Það hlýtur því að teljast fagnaðarefni fyrir marga, að nú í vetrarbyrjun er Todmobile að snúa aftur og það með miklum látum. Ný plata, Perlur og svín, mun koma út annan mánudag og í kjölfarið mun tónleikaferð, glæst sem aldrei fyrr, hefjast á Isafirði 10. nóvember. Nýr söngvari, Vil- hjálmur Goði, hefur bæst í hóp- inn í stað Eyþórs, en aðrir sem koma við sögu sem hjálpar- kokkar eru gamlir kunningjar frá fyrri ferðum Todmobile, þeir Matthías Hemstock tromm- ari, Eiður Arnarsson bassaleik- ari og Kjartan Valdimarsson hljómborðsleikari. Verður nán- ar greint frá piötunni og tón- leikunum, sem a.m.k. verða 14 víðs vegar um landið, síðar. Todmobile, Andrea Gylfa og Þorvaldur Bjarni, geysast nú aftur fram á sjónarsviðið með nýrri plötu, þar sem bæði nýir og gamlir félagar koma við sögu. „Síðkvölds- sýning" frá Stripshow Nú eftir helgina, á mánu- daginn, kemur út fyrsta plata rokksveitarinnar Stripshow frá Reykjavík. Strips- how hefur hingað til verið þekkt fyrir skemmtilega og íburðarmikla sviðsframkomu, þar sem ýmsu er tjaldað til þannig að úr verður einskonar tónleikaskrautsýning. Nafn nýju plötunnar er líka í samræmi við það, Late Nite Cult Show, „Síð- kvöldsstórsýning" og inniheldur hún 14 lög. Mynda lögin saman eina sögu, þannig að um svo- kallaða „Concept" plötu er um að ræða. Hafa Stripshow í þeim efnum, sem og með tónleikum sínum, sér til fyrirmyndar rokk- stjörnur á borð við Alice Cooper og David Bowie. Til að fylgja plötunni svo eftir, heldur Stips- how útgáfutónleika miðviku- dagskvöldið 6. nóvember í Loft- kastalanum í Reykjavík. iiMÁi.tJi i iMuámikkim\k i kiáíáiái *, ..uiut u IT listin á hverjum tíma og hvergi slegið af í veisluhaldinu. í kringum þáttinn hefur svo myndast plötuútgáfa, þar sem brot af því besta sem boðið hef- ur verið upp á af íslensku tagi er að finna. Þriðja platan í þessum flokki, sem kallast ein- faldlega Partyzone 96, er nú nýkomin út og inniheldur 14 lög. Voru það „Snúðarnir" Grét- ar og Frímann sem sáu um að hljóðblanda herlegheitin og er þar sannkölluð dansveisla á ferðinni. 3 P P Úii i , iA J .. i M, I.I..I ií, 1 , . i 111 i ii. á ilii 11 i . . i kA i i i A .1 i A ? "ipri n’n 'wvv r wrv 'i'vvvvw'w9r i Dúettinn gríðarvinsæh, Pet Shop Boys, hefur í seinni tíð látið sér nægja að senda frá sér eina og eina smáskífu og voru þar til nú í haust, þrjú ár liðin frá því síðasta plata, Very, Pet Shop Boys eru nú með sína sjöttu plötu í útgáfu. kom út. Nýja platan, Bilogual, er hins vegar að koma frá félögunum tveimur, Neil Tennant og Chris Love og er sú sjötta í röðinni. > Þrátt fyrir að Seattlestór- sveitin Pearl Jam hafi enn eina ferðina farið beint á toppinn í Bandaríkjunum með nýju plötuna sína, No Code, þá eiga Eddie Vedder og félagar ekki sjö dagana sæla nú um stund- ir. Allt hefur nefnilega gengið á afturfótunum með tónleikaferð í kjölfar plötuútgáfunnar og gæti svo jafnvel farið að henni yrði frestað. Vandræði með dreifingu á miðum hefur spilað stóra rullu og svo nú síðast ólæti á ein- um tónleikanna sem haldnir voru í Conneticut- ríki. • Ekkert virðist nú ætla að verða af því að ballöðu- rokkararnir í Van Halen komi fram að nýju í sinni upprunalegu mynd með söngvarann David Lee Roth í fararbroddi, eins og fregnir fyrir nokkru gáfu til kynna. Mun það ekki hafa verið vilji Roths að um slíkan „uppblásinn fréttaflutning“ yrði að ræða, heldur yrði þetta aðeins, eins og í upphafi var ákveðið, gömul kynni endurnýjuð með því að taka upp tvö ný lög saman á safnplötu, sem nú er að kom út eftir helgina.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.