Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 26.10.1996, Blaðsíða 8
20 - Laugardagur 26. október 1996 JDagur-ÍEmmm Nord Morue opnar full- komna matvœlaverk- smiðju í Frakklandi, ís- lenskt virki innan múra Evrópubandalagsins - í miðju rauðvínshéraði og steinsnar jrá upp- runa koníaksins. Saltfiskverkendur og salar, vígalegir við opnunina hjá Nord Morue. Myndir: -JBP í miðju rauðvínshéraðinu blómstrar íslenskur saltfiskur Ihéraðinu í kringum hafnar- borgina Bordeaux í Frakk- landi eru einhver bestu vín- ræktarhéruð landsins. Þar hef- ur íslenskur saltfiskur og fisk- verkun líka náð bólfestu innan um vínviðinn í smábænum Jonzac, steinsnar frá bænum Cognac, sem allir hljóta að sjá hvað framleiðir. Saltfiskur er allt að því rómantískur í sagna- hefð íslendinga, rétt eins og rauðvín og koníak eru meðal Frakka. Franskt en fætt hér á landi Einhver fegursta sýn Birgis Sævars Jóhannssonar, forstjóra Nord Morue í Jonzac í Frakk- landi, er að sjá sjö stóra vöru- flutningabíla lesta vörur fyrir- tækisins samtímis til flutnings víða um Frakkland og ná- grannalöndin. Þessa sjón fær hann að sjá af og til, segir hann blaðamanni, þegar hann sýnir stoltur ahslenska verksmiðju á slóðum Gallanna. Nord Morue er íslenskt fyrir- tæki á franskri grund, stórt fyr- irtæki á íslenska vísu, og vegur þess fer stórlega vaxandi um þessar mundir. Saltfiskur er málið í rauðvínshéraðinu, enda fiskverkun gamalgróin við Gar- onne-fljótið og næsta nágrenni. Og saltfiskur og eðalvín eiga það sameiginlegt að þar er um að ræða vöru sem tekur eðlis- breytingum. Öll meðferð salt- fisks er því vandasöm og í Frakklandi er unnið af fag- mennsku, hvort heldur það er vín eða saltfiskur sem selja skal. SÍF og dótturfélag þess eru stærstu seljendur saltfisks í heiminum. Heildarmarkaður er talinn vera um 240 þúsund tonn, og er SÍF og dótturfyrir- tækin með um 30 þúsund tonn af því magni. Saltfiskútflutning- ur er fijáls á íslandi og er hlut- ur SÍF í útflutningum um 55%. Framkvæmdastjóri SÍF er Gunnar Örn Kristinsson, en stjórnarformaður Sighvatur Bjarnason, Vestmannaeyjum, sem áður var forstjóri Nord Morue. Draumsýn sem varð að veruleika Þarna er greinilegt að mann- auðurinn er nýttur í tilfelli Nord Morue. Oft fara um fyrirtækið asísk fiskflök, unnin af frönsk- um höndum, sem síðar verða ef til vill snædd á borðum S-Amer- íkufólks. Alþjóðleg hugsun er bak við þetta fyrirtæki, sem ís- lendingar njóta góðs af. Draumsýn Magnúsar Gunn- arssonar og fleiri SÍF-manna um öfluga matvælaframleiðslu og dreifingarmiðstöð á franskri grund rættist, enda þótt hún lenti í mótbyr til að byrja með. Fyrirtækið Nord Morue sem Magnús fékk stjórn Sölusam- taka íslenskra fiskframleið- enda, SÍF, til að kaupa 1989, til að komast innfyrir tollmúra í Evrópu, hefur eflst og dafnað svo um munar. Keypt af VOLVO Fyrirtækið Nord Morue var keypt af Volvo-samsteypunni 1989, en bílaverksmiðjurnar voru eigendur að matvælafyrir- tækinu ABBA, sem er óskylt og mun eldra en hljómsveitin með sama nafni. „Þetta fyrirtæki var barn síns tíma, við vorum búnir að lenda í miklum erfiðleikum út af tolla- kvótum og takmörkunum á inn- flutningi. Á sama tíma voru all- ar þessar breytingar að gerast í Evrópu. Við sáum að við þurft- um að þróa meira vinnslu á fullunnum vörum og að við þyrftum að vera nær markaðn- um, því neyslu- og dreifingar- sniðið var mikið að breytast,“ sagði Magnús Gunnarsson í samtali við Dag-Tímann. Magn- ús segir að SIF hefði átt við- skipti við Nord Morue áður og þekktu því fyrirtækið. Þeir SÍF- menn hefðu álitið að staðsetn- ing verksmiðjunnar væri góð, hún lægi vel við Portúgal og Ítalíu. Með þessum kaupum mundi ekki skapast órói á markaðnum eins og eflaust hefði gerst á öðrum stöðum á þeim tíma. Á sínum tíma þurfti Magnús að sannfæra menn um kaupin, bæði sína eigin menn og ekki síst bankana. Það tókst að lok- um - og verðið var vel viðráð- anlegt. „Það var ánægjulegt að skoða verksmiðjuna núna. Allt hefur gengið eftir og gott betur. Verið er að ljúka við upphafs- greiðslurnar og mikil uppbygg- ing á fyrirtækinu er framund- an,“ sagði Magnús. Huga þarf að nýrri stækkun Upphaf reksturs SÍF í smábæn- um Jonzac, sem er steinsnar frá þeirri frægu borg Cognac, var 3.800 tonna framleiðsla á saltfiski við ófullnægjandi að- Nord Morue er ís- lenskt fyrirtæki á franskri grund, stórt fyrirtæki á íslenska vísu, og vegur þess fer stórlega vaxandi um þessar mundir. stæður og með afar litla verk- þekkingu. í fyrra var fram- leiðslan komin í 10.200 tonn af dýrum matvælum og í ár verður hún umtalsvert meiri. Laugardaginn 21. september síðasthðinn var 4 þúsund fer- metra viðbótarbygging hátíð- lega tekin í notkun í Jonzac að viðstöddu fjölmenni frá íslandi og fleiri löndum. Raunar er gangurinn í fram- leiðslu og nútíma sölutækni hjá fyrirtækinu slíkur, að nú þegar verður að hyggja að enn frekari stækkun. Helmingur nýja hús- næðisins stendur til ráðstöfunar fyrir birgðastöð SÍF í Frakk- landi, helmingurinn fyrir aukna framleiðslu í verksmiðjunni. Sjávarútvegsráðherra, Þor- steinn Pálsson og eiginkona hans, voru í hópi þeirra sem heimsóttu Nord Morue á merk- isdaginn. Þorsteinn var hrifinn af því sem fyrir augu bar. „Við höfum í dag orðið vitni að enn einni nýrri sókn í ís- lenskum sjávarútvegi, sókn sem á djúpar rætur á íslandi, rætur sem síðan teygja sig hvarvetna um veröldina. Það sem við höf- um séð í dag vitnar um nýja öld, hvort sem við horfum fram á við eða lítum til baka. Við er- um að upplifa hér með hvaða hætti íslensk sjávarútvegsfyrir- tæki eru að mæta nýjum að- stæðum og hvernig þau ætla að varða veginn fram á nýja öld tfi þess að efla atvinnulífið á ís- landi og auka velferðina,“ sagði Þorsteinn Pálsson sjávarútvegs- ráðherra eftir að hafa skoðað þessa miklu matvælamiðstöð, franskt fyrirtæki, en að öllu leyti í eigu íslendinga. Eftir breytingarnar, sem stóðu yfir í eitt ár, er verksmiðj- an búin fullkomnasta búnaði sem til er, til frystingar, kæling- ar, þurrkunar og pökkunar á fullunnum vörum. I verksmiðj- íslenskur saltfiskur, - gæðavara sem fullunnin er innan Evrópusambands- ins og á greiða leið í allar áttir. Ráðherra og framkvæmdastjóri handfjatla dýra matvöru.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.