Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 1
ÍSLENSK TIJNGA Þú ert vömb þú ert söl Þú ert rök þú ert þvöl Þú ert græn þú er skökk Þú ert ljós þú ert dökk Þú ert lands míns lím Þú er leirskálda slím Þú er sögunnar soð Þú ert fólksins moð Þú ert landföst og einnar áttar Þú ert það sem hjá sjálfu sér háttar Þú ert uppvöxtur og æska mín Þú ert sætust þegar sólin skín Þú ert ný þú ert úldin Þú ert hængur þú ert súldin Þú ert hjóm þú ert gull Þú ert orðanna bull Þú ert: svíða grænan engireit Þú ert skrítin og auðsjáanlega úr sveit Þú ert heima og innangáttar Þú ert kenndin minnimáttar Þú ert passíuþefur og sálmalykt Þú ert örsmár vegur/ gegnum þunnt og þykkt Þú ert eftir sem áður einsog nýjasti mör Þú ert aldeilis ekki komin í kör Þú ert Vefarinn og bréfið til Láru Þú ert hinir misskildu og afarsáru Þú ert Tómas Jónsson Metsölubók Þú ert prinsinn frá Póló í kaldri kók Þú ert dansinn minn hér Þú ert klofið í mér Þú ert píka þú ert ungur Þú ert ég þegar ég var ungur Þú ert flámælt þú ert fölsk Þú ert fífl þú ert kölsk Þú ert fögur þú ert fríð Þú ert framtíðarstríð Þú ert það sem allir segja Þú ert bugða þú ert beygja Þú ert: hver vill þreskja hveitið? Þú ert hún Gróa sem kennd er við Leitið Þú ert kjörorðin og kveinin Þú ert frygðarinnar veinin Þú ert: Gjör rétt þol ei órétt Þú ert af skyldmennum ólétt Þú ert það sem þögninga rýfur Þú ert það sem stendur og blívur Þú ert lítil og smá innan um stórar tungur Þú ert eldgömul saga um eilíft hungur Laugardagur 16. nóvember 1996 - 79. og 80. árgangur - 220. tölublað Þú ert einmana lágvaxinn gróður Þú ert drukkins íslendings óður Þú ert stálharður krepptur hnefi Þú ert vífilengja, vafi - þú ert efi Þú ert stygg þú ert sterk þú ert alvöruveður Þú ert salt þú ert pipar þú ert rauðar beður Þú ert norðanátt með nístingskalda Þú ert náskyld þeim Silla og Valda MAÐU RVIKUNNAR Þú ert bíbí þú ert blaka Þú ert: ofsaleg og svaka Þú ert allt sem ég segi Þú ert líka þegar ég þegi (Úr bókinni Tabúlarasa eftir listamanninn Sigurð Guð- mundsson í Hollandi. Birt með leyfi úr bókinni sem Mál og menning gaf út 1993. Hér segir frá því þegar ís- lenskur listamaður í Portúgal hittir konuna íslenska Tungu!) Jónas Haiigrímsson

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.