Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 3
|jagur-®ínttrat Laugardagur 16. nóvember 1996 - 15
Sterk samstaða í sveitinni
Fjölskyldan á Krossi í Lundarreykja-
dal er búin að vera aðskilin í rúmt
ár, en þrátt fyrir langar og án efa
erfiðar ijarvistir hefur aðskilnaðurinn
verið blandinn gleði og vaxandi bjartsýni
síðasta mánuðinn.
í sveitinni og það eru ekki síst börnin
sem standa með Halldóri Bjarna, sum
eru skólasystkin hans úr Kleppjárns-
reykjaskóla en önnur þekkja hann að-
eins af afspurn. Börnin í Andakflsskóla á
Hvanneyri gerðu um 2.000 jólakort sem
Ánægðir bræður, Halldór Bjarni farinn að hressast eftir aðgerðina og Siggi, litli bróðir, (t.v.) að
sjálfsögðu ánægður að hitta bróður sinn heilan á húfi.
Ástæðan fyrir þessum aðskilnaði er sú
að elsti sonurinn, Halldór Bjarni Óskars-
son, hefur verið í Gautaborg í Svíþjóð frá
því í byrjun nóvember í fyrra og beðið
þar eftir nýju hjarta og lungum. Loksins,
10. október síðastliðinn kom að stóru
stundinni. Rétt líffæri voru til staðar og
aðgerðin var gerð. Allt bendir til þess að
hún hafi tekist vel og Halldór Bjarni er á
miklum batavegi með nýtt lijarta og ný
lungu. Það er ekki aðeins ijölskyldan á
Krossi sem gieðst, íbúar byggðarlagsins
gfeðjast með henni og vilja eiga sína
hlutdeild í hamingjtmni á sama hátt og
þeir hafa sýnt hluttekningu sína í barátt-
unni og biðinni.
Margir lagt hönd á plóginn
Óhætt er að segja að samstaðan sé sterk
þau teiknuðu sjálf og ætla að selja tii
styrktar fjölskyldunni á Krossi. Þau
gerðu það sama fyrir jólin í fyrra. Börnin
í Kleppjárnsreykjaskóla fóru í 18 tíma
áheitamaraþon á fimmtudaginn var. Til-
gangurinn var að safna til styrktar fjöl-
skyldunni á Krossi. Fjölskyfdan er að
sjálfsögðu þakklát fyrir styrkinn, en Ósk-
ar Halldörsson bóndi á Krossi og pabbi
Halldórs Bjarna segir að söfnun af þessu
tagi sé ekki síður mikill andlegur styrk-
ur.
„Þegar það var safnað fyrir okkur í
fyrra þá var þetta alveg óskaplegur
styrkur að vita hvað það voru margir
sem hugsuðu til okkar. Eins núna líka
eftir að þetta er búið hvað margir tala
við mann og eru ánægðir með manni
með það hvernig gengur.“
Óskar Halldórsson bóndi á Krossi hefur beðið heima
og mjólkað kýrnar í heilt ár á meðan frumburðurinn
hefur beðið eftir hjarta og lungum í Svíþjóð. Efinn hefur
verið voðalega erfiður, „en nú er þetta orðið allt ann-
að,“ segir Óskar. Mynd: ohr
Óskar hefur verið heima og
séð um búið ásamt yngri börn-
unum Eygló 16 ára og Sigurði
sem er 7 ára. „Það er búið að
vera ansi erfitt," segir Óskar
um biðina. „ Alltaf að bíða eftir
því hvort eitthvað gerist. Eflnn
er voðalega erfiður." Sigrún
Sigurðardóttir, móðir Halldórs
Bjarna, hefur verið hjá honum
nánast allan tímann. Þau hjón-
in skiptu í aprfl í fyrra, þá kom
Sigrún heim en Öskar fór út.
Næsta vor er loksins von til að
íjölskyldan sameinist heima á
íslandi. „Ég geri nú ráð fyrir
að þau þurfi ekki að vera leng-
ur en það úti,“ segir Óskar
Meðfæddur
hjartagalli
Halldór Bjarni fæddist með
hjartagaila. Hann var með tví-
skiptar æðar þannig að það fór
sama blóð út í lungun og lík-
amann, en blandaðist ekki og
súrefnisflæðið var því tak-
markað. Tveggja daga gamall
fór Halldór til London í aðgerð
og svo aftur þegar hann var
orðinn ársgamall. Umræðan innan heil-
brigðiskerfisins íslenska kemur víða við
og fjölskyldan fór ekki varhluta af henni.
Við lá að Halldór Bjarni missti af líffær-
Halldór Bjarni í gjörgæslu eftir líffæraskiptin.
unum um tíma. „Það voru miklar um-
ræður um að hætta að vera í Gautaborg
og færa þetta allt til Danmerkur, en það
voru bara íslensku læknarnir þarna úti,
bæði Kristján og Felix, sem gengu í það
að því var alltaf frestað, þannig að það
bjargaði okkur. Ef þessu hefði ekki verið
frestað þarna síðast um hálfan mánuð
þegar voru ekki eftir nema bara fjórir
dagar af samningnum þá hefði það verið
Svíi sem hefði fengið þetta en ekki við.“
Óskar segir að mæðginin séu hin kát-
ustu úti í Svíþjóð núna eftir aðgerðina.
„Þetta er allt annað núna,“ segir hann
og það er greinilegt að langvarandi
þunga er af honum létt. Dagur-Tíminn
samgleðst að sjálfsögðu fjölskyldunni á
Krossi og sendir Halldóri Bjarna bestu
bata- og baráttukveðjur til Svíþjóðar.
-ohr
Átján tíma maraþon
Maraþondanshópurinn kominn á fulla ferð og allir í hörkustuði þó dagur-
inn sé nýbyrjaður. Myndir: ohr
Bæði í barnaskólanum á
Ilvanneyri, Andakflsskóla, og
Kieppjárnsreykjaskóla hafa
krakkarnir lagt sig hart fram í
stuðningi við annan ungan
Borgfirðing, Halldór Bjarna
Óskarsson, sem fékk nýtt hjarta
og ný fungu í Svíþjóð fyrir rúm-
verið að búa til jólakort í þús-
undatali sem þau ætla að selja
til styrktar Halldóri og íjöl-
skyldu hans. Þetta hafa þau
verið að dunda sér við á kvöldin
eftir skóla og fengið til þess að-
stoð hjá foreldrafélaginu ásamt
kennurum skólans.
Sælla er að gefa en þiggja,“
stendur skrifað. Það gætu
verið einkunnarorð
barnanna í Borgarfirði norðan
Skarðsheiðar þessa dagana.
um mánuði eftir tæplega árs-
bið.
Nemendurnir í Andakflsskóla
sem eru 24 á aldrinum sex til
tólf ára hafa undanfarnar vikur
Nemendur í Kleppjárns-
reykjaskóla sem eru á aldrinum
sex til sextán ára tóku síðasta
fimmtudag undir áheitamara-
þon. Þau létu sér ekki nægja
eina tegund maraþons, heldur
stunduðu íjölbreytta iðju í átján
tíma. Sum þeirra dönsuðu á
meðan önnur léku körfubolta
eða stunduðu stöðvaleikfimi á
milli þess sem þau lásu. Lestur-
inn var jafnframt því að vera
maraþon liður í norrænni lestr-
arkeppni sem kennd er við
Mími. Yngstu börnin tóku það
svolítið rólegar en þau eldri og
Félagarnir Benedikt og Sigfús létu ekki sitt eftir liggja í maraþonlestrinum.
. Þau voru meðal þeirra 24
A barna í Andakílsskóla á
Hvanneyri sem bjuggu til jólakort í
þúsundatali. Jólakortin ætla þau
að selja til styrktar Halldóri Bjarna,
hjarta- og lungnaþega: Anna Dís
Þórarinsdóttir, Ágústa Hrund Þor-
geirsdóttir, Álfheiður Sverrisdóttir
og Haraldur Yngvi Júlíusson.
fengu að fara heim um kl.
15:00. Þau eldri, krakkarnir í
8.-10. bekk héldu hins vegar
ótrauð áfram fram á nótt. Upp-
hafleg hugmynd var að krakk-
arnir í skólanum sendu Halldóri
Bjarna kveðju í tilefni af tíma-
mótunum. Sú hugmynd vatt síð-
an greinilega upp á sig.
-ohr