Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Page 7
©agitr-Œmtmrt
Laugardagur 16. nóvember 1996 -19
fangi á síðustu áifum í íslenskri
heilbrigðisþjónustu. Það skal
ósagt látið hvort það hefur
stuðlað að bættri jmeðferð sjúk-
dóma. En hjúkrunarfræðingar
teygja sig reglulega yfir á svið
lækna. Ég tel að verulega skorti
á að það séu læknar í forystu í
heilbrigðismálum og í þungum
stjórnunarstöðum.“
Launin lág
Einn vandinn í uppbyggingu
sjúkrahúsanna hér á landi segir
Stefán vera lág laun sjúkrahús-
lækna, sem eru þau lægstu
meðal lækna. Grunntaxti
sjúkrahúslækna með sérmennt-
un er um 160.000 kr. „Það
hljómar kannski imdarlega í
eyrum láglaunafÓlks en laun
sjúkrahúslækna eru stórt
vandamál. Ríkið hefur haldið
fastalaunum lækúa alltof lágum
þannig að læknalr taka hluta-
störf á spítölunum, sinna þeim í
hálfgerðu rassvasaformi en eru
síðan með praxis 'úti í bæ. Með-
an þessu verður ekki breytt
verður ástundun lækna til að
byggja upp starfið á sjúkrahús-
unum ekki svipur hjá sjón.“
Svíaríki
Jónína og Stefán eiga þrjú börn
og Tómas sá yngsti var fimm
sjónvarpsstöð í borginni og fyrir
nokkrum árum tók hún við lík-
amsræktarstöð sem var á ieið í
gjaldþrot. Nú er stöðin að flytja
í nýtt 2000 fermetra húsnæði,
um 5% íbúa Helsingborgar eru
„Við kynntumst á flugvell-
inum í Keflavík. Hann var
að fara til Bandaríkjanna
að læra og ég til Kanada.
Við spjölluðum bara eitt-
hvað saman en mér
fannst þetta náttúrulega
stórglæsilegur maður. Svo
skrifuðumst við eitthvað
á, svona sem kunningjar.
Fjórum árum seinna var
ég kennari í Reykjaskóla
og sé þá bróður hans í
bankanum á Hvamms-
tanga, rýk á hann og
slengi á hann kossi, hélt
að þetta væri Stefán. Ég
er mjög mannglögg. En
svo hringdi hann seinna
og sagði Stefáni að ég
væri flutt til landsins.“
þjálfunarskóla, næringarráðgjöf
og gefur út blað fyrir leiðbein-
endur fjórum sinnum á ári sem
dreifist á allar stöðvar í Svíþjóð.
Þá ferðast hún víða, heldur fyr-
irlestra og kennir á erlendum
heilsuræktarstöðvum. Nú síðast
fór hún til Indlands þar sem
hún setti handlóð í hendur fín-
legra indverskra yfirstéttar-
kvenna sem þóttu tækin víst
heldur karlmannleg.
Elítuklúbbur
Komin með svo umfangsmikinn
rekstur og stóran hóp starfs-
fólks gat Jóm'na hætt í þolfimi-
kennslunni. „Ég fór að gera það
sem mig langaði alltaf að gera,
kenna anatómíu og þess háttar.
Ég var orðin svolítið þreytt á
þolfiminni." Jónína mun halda
rekstrinum áfram í Svíþjóð en
hyggst færa út kvíarnar hér á
landi í samvinnu við Flugleiðir.
íslenska stöðin verður þó með
öðru sniði þvi kúnnarnir í
einkaklúbbnum sem hún mun
opna á Hótel Esju í vor munu
að öllu jöfnu ganga um með
bólgnari seðlaveski en sænsku
meðlimirnir. Á Hótel Esju mun
hver kúnni hafa sinn einka-
þjálfara. „Petta verður ekkert
dropp-inn. Þú ert með þinn
fasta tíma, eins og þegar þú
ferð til tannlæknis."
Stefán og Jónína hafa komið sér vel fyrir ásamt börnum sinum þremur í uppgerðu húsi í Þingholtunum. Jóhanna
Klara, 12 ára, og Matthías, 9 ára, voru fjarri góðu gamni en Tómas Helgi 7 ára spratt upp þegar myndavélin var
munduð.
daga gamall þegar hann fluttist
út. Jónína segir yndislegt að ala
upp börn í Svíþjólð. Fyrstu árin
hafi hins vegar reynst henni
erfið og segir það að vera maki
læknis ekki ósviþað hlutverki
lífi sjómannskonunnar. „Maður
er alltaf meira og minna einn.
Mér hundleiddist þarna enda sá
ég Stefán aldreí og skildi í
rauninni ekki til hvers ég hafði
flutt. Við höfum stundum sagt
að það er varla á sömu mann-
eskjuna leggjandi að vera gift
læknastúdent og flytja svo til
útlanda þar sem þeir gjörsam-
lega hverfa út af heimilinu. Það
þarf rosalega sterkt samband
til að þola svona.“
Læknisfrúin
Jónína var athafnakona áður
en hún fór út og þótt leiðitöm
væri eiginmanninum settist hún
ekki í helgan stein í Svíþjóð
heldur fór að kenna, lærði á
tímabili kvikmyndatöku hjá
meðlimir og Jónína var valin
atvinnurekandi ársins í Hels-
ingborg á þessu ári.
Hver var galdurinn?
Stefán: „Vel gift.“
„Ég má sennilega þakka þér
ýmislegt en ekki þetta,“ sagði
Jónína og skellti upp úr. „Ég
hugsa að galdurinn hafi verið
trú á þessa hugmynd að heilsu-
rækt sé fyrir alla og að mark-
miðið sé að láta sér líða vel. Svo
valdi ég bara svona venjulegt,
duglegt íþróttafólk í kennsluna.
Mér tókst að fá almenning með
mér og reyndi að gera þetta að
raunhæfum atvinnurekstri. Mér
fannst heilsuræktin farin að
snúast upp í heldur hjákátlega
sjálfsdýrkun."
En Jónína gerði fleira en að
reisa við heilsuræktarstöðina og
setja heimsmet í fjölda þolfimi-
tíma á viku. Hún opnaði leið-
beinandaskóla fyrir öll Norður-
löndin og útskrifar þaðan um
150 nemendur þrisvar á ári.
Hún setti á laggirnar einka-
Blekkti Volvo?
- Nú hafið þið verið heima í
nokkra mánuði. Sjáið þið eftir
því að hafa látið Volvo laða ykk-
ur heim?
Stefán (óviss á svip): „Spurðu
mig eftir hálft ár.“
Jónína (efins): „Ég er búin að
eiga svolítið erfitt hérna. Mér
leiðist minn bransi hér á ís-
landi. Það er lítil samstaða í
honum. Þetta eru eilíf stríð um
verð og allir að gera það sama.
Mér finnst allir traðkandi hver
á öðrum. Það hafa að vísu
nokkrir góðir staðir sprottið
upp en ég bjóst við að einhver
þróun hefði átt sér stað og það
væri meiri metnaður fyrir
greininni.
Mér finnst að hórna bíði mín
visst hlutverk. Ég átti ýmislegt
ógert áður en ég flutti út. Hér
er fullt af duglegu fólki sem ég
ætla að vinna með. Þá er bara
að bretta upp ermar og taka til
hendi.“ LÓA
íbúð óskast
Kælismiðjan Frost óskast eftir 3 til 4na her-
bengja íbúð á Akureyri til leigu sem fyrst.
Uppl. í síma 461 1700.
H F. KÆLISMIÐJAN
FROST
Framsókn
í 80 ár
FRAMSÓKNARFLOKKURINN
1916-1996
24. flokksþing Framsóknarmanna
Hótel Sögu 22.-24. nóvember 1996
Dagskrá:
Föstudagurinn 22. nóvember 1996
Kl. 9.15
Kl. 10.00
Kl. 10.10
Kl. 10.30
Kl. 10.45
Kl. 11.00
Kl. 12.00
Kl. 13.15
Kl. 14.15
Kl. 16.30
Afhending þinggagna
Þingsetning
Kórsöngur
Félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum
Kosning þingforseta (6)
Kosning þingritara (6)
Kosning kjörbréfanefndar (5)
Kosning dagskrámefndar (3)
Kosning kjömefndar (8)
Kosning kjörstjómar (8)
Skýrsla ritara
Skýrsla gjaldkera
Mál lögð fyrir þingið
Skipan í málefnahópa v/ nefndarstarfa
Umræður um skýrslur og afgreiðsla þeirra
Matarhlé
Yfirlitsræða formanns
Almennar umræðu
Nefndarstörf-starfshópar-undimefndir
Laugardagurinn 23. nóvember 1996
Kl. 09.00
Kl. 11.00
Kl. 12.00
Kl. 13.15
Kl. 13.45
Kl. 16.15
Kl. 19.30
Almennar umræður, framhald
Afgreiðsla mála - umræður
Matarhlé
Kosningar:
Fulltrúar í miðstjóm samkv. lögum
Opin afmælisdagskrá í
Háskólabíói
Nefndarstörf - starfshópar - undimefndir
Kvöldverðarhóf í Súlnasal
Sunnudagurinn 24. nóvember 1996
Kl. 10.00
Kl. 12.00
Kl. 13.20
Kl. 14.00
Afgreiðsla mála - umræður
Matarhlé
Kosningar:
Formanns
Varaformanns
Ritara
Gjaldkera
Vararitara
Varagjaldkera
Afgreiðsla mála og þingslit að dagskrá
tæmdri
Tímasetning dagskráliða kann að taka breytingum fram að flokksþingi.