Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Page 8

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Page 8
20 - Laugardagur 16. nóvember 1996 ílctgur-'íHíntnm Lífskraftur Hægri fóturinn á Pétri Þórarinssyni merktur fyrir aðgerð. Þá hafði sá vinstri þegar verið tekinn af. Þótt hann hafi misst báða fætur segir Pétur í bókinni: Þrátt fyrir allt er þetta líf stórkostlegt og alls engin þrautaganga. Brot úr bók Friðriks Er- lingssonar um hjónin í Laufási, séra Pétur Þórar- insson og Ingibjörgu Siglaugsdóttur. Mótlæti í lífinu fer misjafnlega með fólk. Sumir gefast upp aðr- ir herðast við hverja raun. Séra Pétur Þórarinsson og Ingibjörg Siglaugs- dóttir í Laufási hafa orðið fyrir ýmsum áföllum á liðnum árum. Hann hefur misst báða fætur vegna sykursýki, hún fengið brjóstakrabbamein. Vaka-Helga- fell gefur út í nóvember bók um þau hjón sem nefnist Lífskraftur en höfundur hennar er Friðrik Erlingsson. Þar segja þau frá lífi sínu og hvernig þeim hefur í sameiningu tekist að sigrast á erfiðleik- unum. Þau íjalla í bókinni opinskátt um það mótlæti sem þau hafa orðið að sigr- ast á hvort í sínu lagi og saman. Þótt líf séra Péturs og Ingu hafi ekki verið neinn dans á rósum eru þau bjartsýn og láta ekki vandamálin rísa sér yfir höfuð. Friðrik Erlingsson hefur bæði rætt við þau hjón en styðst einnig við bréf úr einkasafni þeirra og aðrar heimildir. Dagur Tíminn birtir hér nokkur kafla- brot úr bókinni með leyfi útgefanda. Það er alltaf Ijós í myrkrinu í upphafi bókarinnar gerir Pétur grein fyrir því af hverju bókin varð til. Þau hjón vonast með henni til að geta veitt (iðrum styrk í erfiðleikum með því að sýna hvernig þau bregðast við þegar á móti blæs: Mín vandamál og árekstrar við lífið og tilveruna hafa ekki gert mig blankan, segir Pétur. Þvert á móti verður maður ríkur inni í sér. Það er að segja ef maður sættist við örlög sín. Ég hef fundið að fólk álítur okkur Ingu skilja betur hvað er að berjast um inni í þeim sem eiga við vandamál að stríða vegna þess að við höfurn sjálf lent í erfiðleikum. Og ef maður getur nýtt áföll lífsins til að þroska sinn innri mann og trúarlíf sitt, víkkað og dýpkað sjónarhornin, í stað þess að sjá bara inyrkur, þá verða áföllin manni til góðs, svo ankannalega sem það hljómar. Það er alltaf ljós í myrkr- inu. Þannig geta áföll, ef maður reynir að vinna sig út úr þeim til góðs, orðið til þess að maður geti gefið öðrum styrk. Þannig lief ég litið á þessa bók. Ég vil að þeim sem les hana sé hún ekki endilega svo mikill sannleikur um okkur, heldur einhver smáspegill fyrir lesandann á það hvernig við reyndum að taka á því sem okkur mætti og hvernig hann getur ef til vill lært eitthvað af því. Þessi glansmynd sem margir eiga af okkur, því við erum nú yfirleitt hress út á við, virðist vera ómanneskjuleg í aug- um margra. Við höfum oft verið spurð: Hvernig getið þið verið svona hress í þessu ástandi? Við byrgjum náttúrlega ýmislegt inni sem við vinnum úr í sam- einingu. Og það er nokkuð sem við Inga kunnum núna en kunnum ekki fyrst, að hjálpast að. Það er engin himnasending að við skulum núna vera fær um að vinna úr okkar málum og styðja hvort annað í því. Það er afrakstur langs tíma. Pétur missir stjórn á sér Pétur hefur á stundum ekki verið sér- lega auðveldur í umgengni við Ingu og má þar kenna um veikindum hans. Þau hafa lagst þungt á sál hans. Hér lýsir Inga því þegar þau voru að koma heim af árshá- tíð hjá Oddfellow árið 1989 og Pétur missti stjórn á sér upp úr þurru: Hann var eitthvað við skál en þó ekki þannig að þetta væri neitt ölæði. Hann öskr- aði á mig og sagðist bara vilja hverfa héðan, sagðist ekki nenna þessu lengur. Ég var skjálfandi á beinunum og skildi ekki hvað hafði gerst. Hann vildi ekki koma upp í bilinn til okkar og ætlaði bara að labba eitthvert. Einn vinur okkar fylgdi hon- um eftir eins og skugg- inn en það tók langan tíma að fá hann til að koma með mér heim. Þegar heim var komið var hann eins og snúið roð í hundskjaft, gjör- samlega vitlaus í skap- inu og vildi ekkert við mig tala en fór að hátta sig. Ég var hræddust um að hann myndi gera eitthvað af sér svo ég sat uppi og vakti. En um morguninn vildi Pétur hvorki sprauta sig né taka lyfin og sagði að ef Hann þarna uppi kærði sig eitthvað um að hann lifði þá skyldi hann bara sýna honum að hann gæti það án þess að nota lyf. Ég reyndi að tala um fyrir hon- um og sagði að hann vissi að ef hann lognaðist út af þá sendi ég hann beint á sjúkraliús. Jú, hann vissi það svo sem en það væri alveg sama, hann ætlaði ekki að taka lyfin, hann vildi ekki borða og hann vildi ekki neitt. Hönd í lófa við kistulagningu Sem prestur hefur Pétur oft þurft að sinna erfiðum athöfnum. Hann lýsir því í bókinni hvernig hann hefur upplifað slíkar stundir en meðal þeirra er kistu- Iagning og jarðarför fimmtán ára pilts á Akureyri sem Jósep hét en hann hafði verið besti vinur Jóns Helga sonar hans: Það voru erfið spor á mánudags- morgni þegar ég kom heim til foreldra Jóseps heitins í fyrsta skipti. Að þurfa að liorfa framan í þetta fólk, setja sig í spor þess og spyrja sig: Hvernig myndi mér líða ef þetta hefði verið Jónki? Jósep hafði verið í landsliði þessa aldurshóps, bæði í handbolta og fótbolta og var bráð- efnilegur. Skólinn og allt það samfélag sem hann hafði tilheyrt var gjörsamlega lamað. Hann hafði verið með fæðingar- galla sem aldrei hafði borið á. Þennan dag hafði hann verið eitthvað þreyttur og lagt sig inn í rúm og sofnað og vakn- aði ekki aftur til þessa h'fs. Það er afar erfitt við svona aðstæður að vera prestur sem á að veita stuðning og styrk. Ég hafði yfirleitt verið mjög sterkur og gat unnið þannig að það væri stuðningur að mér. En í þessu tilfelli þræddi ég einnig götu syrgjandans. Mér fannst ég vart vera þess megnugur að vinna þetta verk. Þetta voru slík átök. Ég hafði oft talað við þennan strák þegar hann kom í Arnarsíðuna með Jónka, þó að ég þekkti hann ekki mikið og íjöl- skyldu hans þekkti ég lítið sem ekkert. Mér er afskaplega minnisstæð kistu- lagning þessa drengs. Við vorum bara fimm, foreldrar Jóseps heitins, yngri systur hans tvær og svo ég. Ég stóð öðrum megin við kistuna og þau fjögur hinum megin og héldu þétt hvert utan um annað. Ég beitti öllum brögðum til þess að reyna að standa mig og bresta ekki. En það var erfitt þegar maður horfði á drenginn. Þegar mér leið hvað verst þá vissi ég ekki fyrri til en hönd var komin í lófann á mér. Þá var móðirin kom- in við hlið mér. Bara að finna einhverja nálægð hjálpaði mér að slaka ör- lítið á. Ég spurði hana eftir á hvers vegna hún hefði komið yfir til mín. Þá sagðist hún hafa skynjað hvernig mér leið. Spennan og átökin við þessa athöfn voru slík að ég hef sjaldan reynt það í annan tíma. Inga beið eftir mér fyrir utan Kk- húsið. Þegar ég kom út og settist upp í bil þá brast ég eins og ilóðgátt. Það er svo einkennilegt að þó að ég vissi hver þarna var og tengslin við hann hafi kannski verið meira á ytra borðinu, þá sá ég alltaf Jónka fyrir mér liggjandi í kistunni. Ég skynjaði hvernig mér myndi líða ef þetta hefði verið hann. Athöfnin í kirkjunni var líka átakanlega erfið því drengurinn var vinsæll hjá öllum helstu knattspyrnu- og íþróttamönnum Akur- eyringa sem voru þekktir fyrir annað en að brynna músum. Að upplifa fulla kirkju af unglingum og fullorðnu fólki, flestum grátandi, þá var eins og ég öðl- aðist innri styrk og ég hætti að sjá fólkið. Það var það eina sem ég gat gert, að sjá engan og horfa í gegnum alla. Þannig leið þessi athöfn. Jónki minn var einn af þeim sem báru kistuna. Velunnarar Péturs og Ingu efndu til tónleika til að safna fé til kaupa á sérútbúinni dráttarvél svo hann gæti áfram tekið þátt í búskapnum í Laufási. Ég var mest hræddur um að ég myndi brotna niður á tónleikunum og verða eins og lítið barn.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.