Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 15

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Qupperneq 15
ÍDctgur-©mmm HHH Laugardagur 16. nóvember 1996 - 27 ANNA O G UTLITIÐ F örðiuiargaldur Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku Hvernig fara leikkonur og fyrirsætur að því að halda farðanum á and- litinu mjög lengi án þess að á sjái? Til eru ýmsar aðferðir. Þegar vanda skal förðun er mikilvægt að undirkremið sé gott. Best er að hafa krem sem hefur sem minnst fituinnnihald, t.d. rakakrem. Síðan er gott að nota glæran förðunargrunn (translucent make-up base) frá No7 með mjúkri mattri, endur- varpandi áferð yfir rakakremið. Hann kemur í veg fyrir glans á húð og heldur förðuninni fal- legri allan sólarhringinn. Ef litabreytingar eiga sér stað í húðinni eru til krem til að hylja þær. Grænt krem eða grænt púður hylur sprungnar æðar og jafnar húðlit. Þetta græna krem er notað undir farðann en púður yfir farðann. Einnig er til fjólublátt krem sem lífgar upp á gráa og litlausa húð. Það er notað undir farðann. Farða á aldrei að prófa á handar- baki heldur á að bera litinn við enni eða kjálka vegna þess að húð á handarbaki er allt öðruvísi en á and- liti. Farðar geta verið í mismunandi formi: þunnfljót- andi, fljótandi eða í kökuformi. Köku- farði þekur miklu betur en hinir áð- urnefndu. Ungar dömur ættu að nota kökufarða frekar en fljótandi farða vegna þess að húð þeirra er ekki farin að þorna. Ef húðin er feit er einnig gott að nota kökufarða. Dömur sem eru farnar að finna fyr- ir þurrki í húð ættu að velja sér farða með raka. Augabrúnir Gott er að venja sig á að nota augnskugga augabrúnir málaðar. skugginn þegar eru Augn- hefur Hvernig varalit á að velja? Hvað með augnskugga og augnblý- ant? Hverskonar farði er best- ur? Anna leiðbeinir lesendum um förðun að þessu sinni. miklu eðlilegra útlit en augn- blýantar. Ef augabrúnin er þykk er gott að greiða geh eða hár- lakki í hana þá mótast hún yfir daginn. Augnskuggi út frá Tonallitgreiningu Mælt er með því að konur setji aldrei hliðstæða liti á augnlok- in. Kona sem skyggir t.d. blá augu á að nota dökkan augnskugga í brúnu, gráu eða mosa- grænu. Dama sem er með græn augu ætti að nota dökk- brúnan augnskugga eða dökkijólu- bláan. Við brún augu ætti að nota dökka augnskugga í grænu, íjólu- bláu eða bláu. Augnblýantar fylgja oft dökk- um augnskugg- um. Ef augn- blýantur er harður er gott að setja hann í smástund á ofninn en ef hann er linur er gott að geyma hann í ísskáp í stutta stund. Varalitur Konur með þunnar varir ættu helst að nota ljósa eða bjarta varaliti. Dökka ef varirnar eru þykkar. Ef tannbeinið er gulleitt er ekki gott að vera með varalit með íjólubláum eða appelsínugulum undirtón. Tennurnar virka þá enn gulari. Ef varaliturinn er mjög ljós er gott að hafa vara- litablýantinn tveimur tóni. Aftur á móti ef varaliturinn er dökkur er best að láta varalitablýant- inn vera í svipuðum tón. Feitur varalitur helst ekki eins lengi á vörunum eins og stamur, vaxmikill varahtur. Til þess að varahtur haldist lengur á er gott að láta smápúður á varirnar og klemma þær saman utan um servíettu. Núna eru komnir varalitir frá ýmsum merkjum sem eiga að haldast allan daginn og smita ekki bolla eða glös þegar drukkið er. Einnig er til varakrem sem sett er undir varalitinn til að festa hann betur. Eitt af því nýjasta á þessu sviði er varalitafestir (Lasting Lip Fix) frá No7. Hann er settur yfir varalitinn og er látinn þorna með hálf opinn munninn. Frá YSL er kominn undra- penni sem notaður er bæði undir og yfir farða til að fela misfellur og litabreytingar á húð. Þessi penni er til í einum lit og aðlagar liturinn sig að húðinni. Gott er að nota penn- ann til að fara létt yfir andlitið til að fríska upp á húðina. Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstödum Ábyrgð mat- vælafram- leiðenda Þegar við tökum upp heil- brigðari lifnaðarhætti för- um við ósjálfrátt að athuga betur hvaða efni eru í þeim matvælum sem við látum of- an í okkur. Aukaefni, rotvarnarefni, htarefni og margt annað varasamt, verður fyrir okkur í svo ótalmörgum tegundum matvæla. Ávextir og græn- meti hafa sprottið betur fyrir tilverknað áburðar, og við vitum ekki nema að ýmis eit- urefni hafi komist í snertingu við margt af því sem við lát- um ofan í okkur. Það er því margs að gæta þegar við stöndum fyrir framan hill- urnar í matvörubúðunum og erum að velja þann mat sem á að veita okkur næringu og lífskraft. Smátt og smátt verðum við, almennir neytendur, meðvitaðri og við því hafa matvælaframleiðendur þurft að bregðast. Það gera þeir með því að draga úr óholl- ustu þeirrar vöru sem þeir eru þegar með á markaðin- um, eða bjóða úýjar „holl- ustu“-vörur. Fitusnautt, syk- urlaust og kólesterólfrítt, eru að verða klassískar merking- ar á umbúðum matvöru. Við lestur svona upptalningar eru margir sem bæta við í huganum; og „bragðlaust“ - þó að svo þurfi reyndar ekki endilega að vera. Og það er fleira sem hefur gerst, því heilsubúðum fjölg- ar jafnt og þétt, eftir því sem fleiri vilja borða hollt og líf- rænt ræktaðar afurðir njóta stöðugt meiri vinsælda. Hér er ég þá loksins komin að því sem ég ætlaði að gera að aðal umræðuefni mínu í dag. Það er spurningin um hvað býr að baki hjá þeim sem framleiða matvörur. Ég velti því stundum fyrir mér hversu umhugað hinum dæmigerða matvælaframleið- anda sé um mína heilsu og annarra þeirra sem borða vöruna hans. Hvort ætli hann leggi meira upp úr, að varan hans sé holl og góð eða hve hagnaðarvonin er mikil? Er það ekki annars merkilegt hvað verslanir flagga svo mikið oftar tilboðum á óholl- um matvælum; gosi, frönsk- um, snakki, en hollum og kjarngóðum mat? Getur ver- ið að framleiðendur fyrr- nefndu varanna hafi úr meiri ijármunum að spila til aug- lýsinga og geti jafnframt far- ið lengra niður með verð? Ef svo er, þá er það líka kostnaður sem við neytend- urnir borgum, þegar upp er staðið. Við neytendur hljótum að eiga heimtingu á því að þeir sem eru að framleiða matvæli, beri hag okkar fyrir brjósti. Að það skipti fram- kvæmdastjóra kexverksmiðj- unnar, líkt og allra annarra matvælafyrirtækja, persónu- lega máli að viðskiptavinirnir hans séu að fá vöru sem ekki er með neinum þeim efnum sem geta verið líkamanum hættuleg. Sá sem hugsar þannig er tilbúinn til að verja fjármagni til rannsókna á framleiðslunni, með hollustu að leiðarljósi. Því miður óttast ég að þessu sé ekki oft þannig far- ið. Að fyrst sé hugsað um hagnaðarvonina. Að það skipti meira máli að geta auglýst vöru sem holla og góða, en að hún endilega sé það. En þegar upp er staðið, erum það við sem veljum. Leikkonur og fyrirsætur nota ýmsar aðferðir til að ná fegurðinni fram. Förðunin skiptir þar ekki síst máli.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.