Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Síða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. í FRELSISÁTT? Þá streymir hiö prentaöa mál aö nýju út um landsins byggö- ir, blöö, timarit og bækur. Þeir hafa sjálfsagt veriö margir, sem andaö hafa léttara, þegar prentaradeilan leystist. Sumir hafa séö fram á gifurlegt fjár- hagslegt tap og jafnvel gjald- þrot, ef hún heföi enst fram yfir jólaauglýsinga- og bókavertiö, hjá mörgum bókageröarmann- inum heföi oröiö þröngt I búi I jólamánúöi, ef þeir heföu þurft aö vera I verkfalli þá og jafn- framt séö fram á margra mánaöa verkfall til viöbótar, vegna þess aö sá timi heföi veriö iiöinn sem kverkatak þeirra dugöi. Ekki er ég alveg frá þvi aö sumum hafi iika létt vegna þess aö tima opinberrar frétta- skömmtunar lauk meö undirrit- un samninganna. A meöan eng- in blöö koma út er þaö nær ein- vöröungu á valdi fárra starfs- manna rikisfjölmiðlanna, hvaöa atburöir og ummæli eru talin frásagnarverðog hvaöa skýring er talin hin rétta aö baki þeirra. Meira frelsi nauðsyn- legt. Nú ætla ég mér ekki að fara að taka undir margradda söng um undarlega afgreiðslu vina mina á rikisfjölmiðlunum á fréttum, nema að litlu leyti. Ég veit að þeir, sem þar vinna, af- greiða þær eftir bestu sam- visku, en skoðanir hafa lika á- hrif á samvisku, hversu vandaðir sem menn eru. Ég get þó ekki að þvi gert að mér hnykkti við, þegar ég hlustaði á morgunfréttir útvarpsins i gær- morgun. Þá var þess getið, að i Alþýðublaðinu hafi verið frá- sögn af þvi að ákveðinn þing- maður hafi haldið þvi fram á fjölmennum fundi stúdenta, að tveir rússneskir kjarnorkukaf- bátar af fullkomnustu gerð væru að staðaldri innan islenskrar fiskveiðilögsögu. Nú þarf þetta vissulega ekki að koma á óvart. Á meðan rússneskir kjarnorkukafbátar villast upp i kálgarða i Sviþjóð er auðvitað himinhrópandi barnaskapur að láta sér detta i hug að þeir virði 200 sjómilna fiskveiðilögsögu okkar. Engu að siður hlýtur sú spurning að vakna, hvers vegna þessi um- mæli þingmannsins urðu frétt fyrir það, að þau birtust i blaði. Ekki siður verður sú spurning áleitin, eftir að maður kemst að raun um að hann hefur endur- tekið þau á þingi daginn eftir i umræðum, sem getið var um I fréttum án þess að þessara um- mæla væri getið. Spurningar sem vakna eru raunar einkum tvær. Hin fyrri er: Hefði þetta alls ekki þótt fréttnæmt ef kjarnorkukafbátarnir hefðu verið frá annarri þjóð, og ein- hver fjölmiðlaglaður þing- maður úr öðrum flokki hefði belgt sig upp i sölum aiþingis utan dagskrár vegna þeirra? Þessari spurningu ætla ég ekki að reyna að svara, enda er það ekki hægt, þar stæði skoðun gegn skoðun. Hin spurningin skiptir lika meira máli i minum augum og hún er sem fyrr segir þessi: Hefði þetta mál kannski alls ekkikomist i rikisfjölmiðla, ef deila bókagerðarmanna og viðsemjanda þeirra hefði ekki verið leyst og blað birt fréttina? Þessari spurningu er auðvitað ekki heldur auðvelt að svara, þar getur fullyrðing staðið gegn fullyrðingu, en engu að siður er ljóst að fyrr taldi rikisútvarpið ekki nauðsynlegt að skýra frá ummælum þingmannsins. Þetta mál segir mér að við þurfum meira frelsi i fréttaflutningi, fleiri aðila sem dreifa upp- iýsingum, svo minni likur séu á þvi að fréttnæmir atburðir og ummæli detti uppfyrir, hvort heldur sem það nú er vegna mismunandi fréttamats og skoðana, eða af hreinni vangá. Hillir undir lausn? Mjög mikil umræða hefur verið i þjóðfélaginu að undanförnu um svokailað frjálst útvarp, en þar er átt við útvarp, sem ekki er rikisrekið og ekki undir mið- stýringu sömu aðila og ráða Rikisútvarpinu. Sú umræða getur varla endað nema á einn veg, sem sé þann að einkaréttur Rikisútvarpsins verði afnum- inn, spurningin er um hvenær það gerist. En vissulega varðar þá miklu hvernig það verður gert. Videóvitleysan og öll fjár- plógsstarfsemin i sambandi við hanaerlýsandi viti fyrir þá sem um þessi mál eiga að fjalla. Úrræðaleysi ráðherranna i um- ræðum um þessi mál á alþingi á dögunum er annað leiðarmerki, sem menn þurfa að hafa i huga. Það sýnir að setja þarf lög, sem jafvel ráðherrar komast ekki hjá að taka mark á og skilja, að ógleymdri borgarstjórninni I Reykjavik. Já, borgarstjórnin i Reykja- vik. Eg get ekki sleppt þvi að minnast á hana. Ég er sjálfur yfirlýstur stuðningsmaður þess að einkaréttur Rikisútvarpsins verði afnuminn og ég fagna þvi auðvitað samþykkt hennar um það mál. En það sama get ég ekki sagt um afgreiðslu hennar á kaplamálinu fræga. Mér er ljóst að bæði prófkjör og sveitarstjórnarkosningar eru framundan. En að sveitarstjórn stærsta sveitarfélags landsins skuli gera aðra eins samþykkt um verknað, sem allir virðast viðurkenna að sé ólöglegur, og útskýringarnar eftir á — drott- inn minn sæll og góður! Ég verð að viðurkenna að ég tek ofan fyrir borgarfulltrúum Aiþýðu- bandalagsins, sem greiddu i þessu máli atkvæði i samræmi við almennt siðgæði. Áfall? Þessi afgreiðsla borgar- stjórnarinnar i Reykjavik getur orðið alvarlegt áfall fyrir okkur, sem viljum frjálsan rekstur út- varps og sjónvarps. Hún sannar andstæðingum okkar að var- hugavert geti verið að sleppa þessum málum lausum, nema innan mjög strangra laga. í það minnsta verður sveitar- stjórnum tæplega treyst eftir Kjallarinn Magniís Bjarnfreðsson Magnús Bjarnfreðsson skrifar um fréttaflutning Ríkisútvarpsins í sam- bandi við prentaraverk- fallið og stöðvun blað- anna. Hann segir: „Ekki er ég alveg frá því að sumum hafi líka létt vegna þess að tíma opin- berrar f réttaskömmt- unar lauk með undirritun samninga". Hér er Magnús að draga í efa fréttamat fréttamanna Ríkisút- varpsins, og nefnir dæmi því til áréttingar. í frelsisátt? þetta til þess að gæta laga og réttar varðandi höfundarrétt, sem er eitt þýðingarmesta málið i þessu sambandi, og við höfum staðfest i alþjóða- samningum, eftir þvi sem ég best veit. Það væri slæmt ef aumingja- skapur framkvæmdavalds og lýðsskrumssamþykkt sveitar- stjórnarmanna á haustdögum yrðu til þess að koma i veg fyrir aukið frelsi i útvarpsrekstri. Hver dagurinn sem liður sann- færir mig betur og betur um að það frelsi sé nauðsynlegt. En það er eins og óhamingju sumra þjóðfélagsafla hérlendis verði allt að vopni. Svarthöfði Hefndaraðgerðir gegn prentfrelsinu Blöð eiga mjög í vök að verjast nú á dögum, ekki síður á íslandi en ann- ars staðar. Veldur þar miklu, að sótt er að þeim á ýmsa vegu vegna nýj- unga í prentiðninni, sem þeim er nauðsynlegt að tileinka sér, en hin margvislegu og flóknu kerfi, sem byggja á gömlum merg og gömlum hefðum, vilji setja fótinn fyrir sjálf- sagða og eðlilega þróun með þeim hætti að hún verður ekki eins hag- kvæm og skyldi og sums staðar óframkvæmanleg. Blöð snúast gegn þessu aftur- haldi iðnstéttanna með ýmsu móti, en sum þeirra hafa lent svo illa úti i viðureigninni við iðnstéttirnar, að þau eru komin að fótum fram. Alkunna er aðförin að The Times í London, einu virtasta blaði á Vestur- löndum. Þar stóðu lengi yfir deilur, sem settu raunar blaðið á hausinn, þótt ástralskur milljónamæringur yrði til að kaupa það, svona eins og aðalstign, og verður ekki séð að hann hafi bjargað þvi til frambúðar. Mun honum eflaust vera nóg að fá það fyrir milljónirnar sínar að hafa verið siðasti maður, sem átti The Times of London, fyrst honum datt ekki í hug að kaupa Big'Ben. Þá rambar Berlingske Tidende í Kaupmannahöfn á barmi gjaldþrots vegna aðgerða iðnaðarmanna gegn því. Fyrirtækið Berlingske Hus, sem rak umfangsmikla útgáfustarfsemi, lenti í langvinnum kjaradeilum við grafíska sveinafélagið þar, og virðist félagið ekki ætia að láta laust fyrr en hið gamla og gróna fyrirtæki er komið á höfuðið. Og nú síðast hefur Aftenposten í Osló verið tekið fyrir, en það er stærsta blað Noregs. Með- limir félags prentara, sem vinna við blaðið, munu vera um fjögur hundr- uð talsins, en forustumaður þeirra er Gunnar Nordby. Talið er víst að Gunnar muni ekki skilja við Áften- posten fyrr en blaðið er komið á hausinn. Það merkilega við þessa upptaln- ingu er, að hér er um þrjú ihaldsblöð að ræða, sem bæði voru rík og áhrifamikil. Miklu skiptir fyrir ákveðna aðila að koma þeim fyrir kattarnef, enda er þess þá að vænta að önnur pressa eflist að allri dáð og hljóti eitthvað af útbreiðslu íhalds- blaðanna. Auk þess breytist hið póli- tiska svið, þegar raddir þeirra eru þagnaðar. Þótt menn leggi gjarnan þannig mælikvarða á aðgerðir gegn blöðum, er hinu oftar gleymt, að hér er líka um að ræða aðgerðir gegn prentfrelsinu, sem hingað til hefur verið talinn mikilsverður þáttur í lífi frjálsra þjóða. Prentarar í Englandi, Danmörku og Noregi, svo dæmi séu nefnd, virðast ekki láta sig varða um prentfrelsið, þótt þeir liti svo á að öðru leyti, að þeir séu rniklir bógar á vettvangi prentaðs máls. Hér á landi er nýafstaðið stutt verkfall prentara undir stjórn stéttar- bræðra þeirra, sem ætla sér að drepa Berling og Aftenposten. Samið liefur verið um sex mánaða frest. En það er aðeins frestur, og blöð á íslandi og prentfrelsið vita ekki hvað þá tekur við. Það cr þvi eðlileg afleiðing þeirr- ar óvissu sem rikir á þessum tímum stöðugrar blaðaaftöku, að menn freisti að steypa þeim blöðum saman, sem sameinast geta. Slikt tclst aðeiiis til sjálfsagðara og eðlilegra varnarað- gerða. Dagblaðið og Vísir eru bæði óháð blöð og þurfa ekki að-spyrja flokkana i landinu að einu eða neinu. Þau hafa nú sameinast á erfiðum tímum, sem eru framundan í blaðaút- gáfunni. Prentfrelsiö er undirstaða allrar blaðaútgáfu, og fjárhagslega sterk útgáfufyrirtæki tryggja það frelsi betur en dreifðir aðilar. Það á svo eftir að reyna á það, að sex mán- uðum liðnum, hvort prentarar ætla að láta leiða sig út i hefndaraðgerðir gegn prentfrelsinu, eða hvort þeir ætla að verja það hvað sem einstakir forustumenn segja. Svarthöfði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.