Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. Andlát Jóhanna Vigdis Sæmundsdóttir, Barónsstíg 21, andaðist á hjúkrunar- deild Heilsuverndarstöðvar Reykja- víkur að kvöldi 19. nóvember. Jón Ellert Jónsson, bifreiðarstjóri, andaðist á Landspítalanum, 24. nóvember. Krístín Jóhanna Sölvadóttir, Karfavogi 46, andaðist þann 12. nóv. sl. Jarðar- förin hefir farið fram. j Rebekka Ingvarsdóttir, Merkurgötu 7| Hafnarfirði, andaðist 20. nóvember á: St. Jósefsspítala Hafnarftrði. Sigurður Eiríksson, Laugalæk 17, lézt af slysförum, 24. nóvember. Sigurjóna Ólafsdóttir, frá Görðum, Vestmannaeyjum, er látin. Þórður Auðunsson, fyrrverandi bóndi á Eyvindarmúla, Fljótshlíð, lézt að kvöldi 24. nóvember á Vífilsstaða- spítala. Tónlist Helga Ingólfsdóttir leikur forvera Bachs 6. Háskólatónlcikar vetrarins verða í Norræna húsinu í hádeginu á morgun, föstudaginn 27. nóv. Helga Ingólfsdóttir leikur á sembal. verkið Andlát og útför Jakobs eftir Jóhann Kuhnau, sem var fyrir- rennari J. S. Bachs við Tómasarkirkjuna í Leipzig og líklega fyrstur manna í heiminum til að semjaj sónötur fyrir hljó’mborð. ÖHum er heimill aðgangur aðvenju. i Helga Ingólfsdóttir semballleikarí. Tilkynningar Kvenfólag Háteigssóknar heldur jólafund sinn þriðjudaginn 1. desember kl. 20.30 í Sjómannaskólanum. Sýndar verða kerta- og blómaskreytingar. Mætið vel og stundvíslega og takið meö ykkur gesti. Baháiar hafa opið hús að óðinsgötu 20 öll fimmtudagsa- kvöld frá kl. 20.30. Frjálsar umræður, allir velkomnir. FERÐAKAUPSTEFNA í LONDON Um næstkomandi mánaðamót tekur Ferðamálaráð þátt i umfagnsmikilli ferðakaupstefnu í London. Ferðamönnum frá Bretlandseyjum til ísiands fjölg- aði um 15% á tímabilinu janúar-sept. í ár, miöað við sama tímabil á árinu 1980. Bretar eru því í öðru sæti í ár á listanum yfir aukningu ferðamanna til íslands frá einstökum löndum, næstir á eftir Bandarikja- mönnum. Margt bendir til þess að ferðamönnum til íslands frá Bretlandseyjum fjölgi einknig verulega á næsta ári. Fótaaðgerð fyrir ellilffeyrisþega í Hallgrímssókn er hvern þriðjudag kl. 13—16 í félagsheimili kirkjunnar. Tímapantanir í síma 16542, Sigurlaug, Kvenfélagi Hallgrímskirkju. Afmælissjóður Jóhönnu Egilsdóttur Alþýðuflokkurinn hefur ákveðið að standa fyrir stofnun Afmælissjóðs Jóhönnu Egilsdóttur í tilefni af 100 ára afmæli hennar. Tilgangur sjóðsins er aðl vinna að fræðslu um verkalýðsmál og jafnaðar-' stefnuna. Framlögum í sjóðinn er veitt viðtaka á skrifstofu Alþýðuflokksins, Hverfisgötu 8—10, sími 29244 og verða sérstök gjafabréf gefin út sem viður-J kenning fyrir framlögum. — Þau stofnfjárloforð j sem berast á afmælisdaginn verða tilkynnt Jóhörinu í afmælishófi hennar. Alþýðuflokkurinn. MR-nemendur ánægðir með reglugerð menntamálaráðu- neytisins Eftirfarandi ályktun var lögð fyrir skólafund Skóla- félags Menntaskólans í Reykjavik þann 16. nóvem-; ber1981: . ) „Skólafélag Menntaskólans í Reykjavík lýsir yfir . eindregnum stuðningi við nýtilkomna reglugerð1 menntamálaráðuneytisins hvað varðar framhalds- j skóla. Látum vér í ljós ánægju með störf nefndar- j innar er um þcssi mál fjallaði og samgleðjumst um i leið öðrum framhaldsskólanemum á landinu.” j Sveinn Andrei Sveinsson, 5.-R, Ásdís B. Schram, 5.-R, Hreinn Sigmarsson, 5.-R, Árni Geir Sigurðsson, 5.-Z. Ályktun þessi hlaut samþykki með 155 atkvæðum ! gegn 142. Því er hún send til allra dagblaðanna í { Reykjavik. 17. formannafundur Sam- bands sunnlenzkra kvenna var haldinn í Þykkvabæ í Djúpárhr. Rang. 31. októ- ber 1981. í sambandinu eru 29 kvenfélög á Suður- landi. Formaður þess er HaUa Aðalsteinsdóttir, Kolsholti. Mörg mál voru tekin fyrir, einkum fræðslumál og starfsemin á komandi vetri. Ásthildur Sigurðardóttir flutti erindi um störf og þátttöku bændakvenna i landbúnaöi fyrr og nú. Eftirfarandi ályktanir voru samþykktar sam- hljóða á fundinum: 1. Nú líður senn að þvi að starfsemi Sjúkrahúss Suðurlands flytji i nýtt húsnæði. í tilefni af þvi vill formannafundur SSK benda á það ófremdarástand, sem ríkir í málefnum aldraðra á Suðurlandi. Skorar þvi fundurinn á stjórn Sjúkrahúss Suðurlands að hefjast þegar handa um lagfæringar á gamla sjúkra- húsinu svo ekki líði á löngu þar til vistun aldraöra geti hafizt þar í bættum húsakynnum. Heitir fundur- inn á aUa þá sem ljá vilja þessu máli lið að láta ekki sitt eftirliggja. Eftirfarandi ályktun var einróma samþykkt á 17. formannafundi Sambands sunnlenzkra kvenna 31.- október 1981: Fundurinn ályktar að hvejta aUar íslenzkar konur til aö leiða hugann að þvi öryggisleysi, sem mann- kynið býr við í skugga gjöreyðingarvopna vegna si- aukins vígbúnaðarkapphlaups risaveldanna. Einungis virkt og öflugt almenningsálit mun geta snúið þeirri óheillaþróun við. Fundurinn vekur athygli á, að vonarneisti sé aö kvikna með vexti friðarhreyfingarinnar í Evrópu, þar sem kirkjunnar menn og konur fara fremst í flokki. Þvi skal fagnað að almenningur virðist nú vera aö vakna til dáða og kjósi að standa vörð um áfram- hald lifs á jöröu. ísl. geta ekki frekar en aðrar þjóðir firrt sig ábyrgð á framtíð mannkyns og eiga leið með öllum friðarsinnum hvarvetna i heim- inum. Jöklarannsóknafólag íslands Jörfagleði félagsins verður í Snorrabæ v/Snorra- braut laugardaginn 28. nóv. 1981. Húsið opnað kl. 19.00. Veizlustjóri: Elín Pálmadóttir. Borðræða: Guðm. E. Sigvaldason. Dans til kl. 03. Rútuferð heim fyrir þá sem þess óska. Miðar fást í verzlun- inni Vogaver, Gnoðarvogi 44—46, sími 81490, og verzluninni Tizkuskemman, Laugavegi 34a, simi 14165. Miöar óskast sóttir fyrir fimmtudagskvöld 26. nóvember. Skemmtinefnd. Skip Sambandsins GOOLE: t.ARVÍK: Arnarfell ...30/11 Hvassafell .25/11 Arnarfell .. . 14/12 Hvassafell . .8/12 Arnarfell ,.. 11/01 Hvassafell .21/12 Arnarfell . . 25/01 Hvassafell . . 4/01 ROTTERDAM: GAUTABORG: Arnarfell . . .2/12 Hvassafell .26/11 Arnarfell . . 16/12 Hvassafell . .9/12 Arnarfell . . 13/01 Hvassafell .22/12 Arnarfell . . . 27/(8 Hvassafell .. 5/01 ANTWERPEN: KAUPMANNAHÖFN: Arnarfell . ..3/12 Hvassafell .27/11 Arnarfell .. 17/12 Hvassafell . 10/12 Arnarfell . . 14/01 HvassKELL.... .23/12 Arnarfell . . 28/01 Hvassafell . . 6/01 HAMBORG: SVENDBORG: Helgafell . . .3/12 Hvassafell .28/11 Helgafell . .21/12 Helgafell . .4/12 Helgafell . . . 7/01 Hvassaflel . 11/12 Helgafell .. 25/01 Dísarfell .21/12 Helgafell .23/12 HELSINKI: f Hvassafell . . 7/01 Dísarfell . . 17/12 Helgafell . . 9/01 Dísarfell •• 17/1 GLOUCESTER, Mass. HALIFAX, Kanada: Skaftafell .. .2/12 Skaftafell . .4/12 Skaftafell ca. . . . . 20/01 Skaftafell ca.... . 23/01 Óskað eftir fólkið með góða söngrödd, á Listahátíð 1982 Einn af stórviðburðum Listahátíðar 1982 er frum- flutningur á viðamesta tónverki Jóns Leifs, Eddu- óratoríum, sem samið var viö Eddukvæði og fjaUar um sköpun heimsins. Framkvæmdastjórn Listahá- tíðar hefur farið þess á leit við Pólýfónkórinn og; stjórnanda hans Ingólf Guöbrandsson að taka verkið til flutnings ásamt Sinfóníuhljómsveit íslands og einsöngvurum. Jón Leifs samdi Eddu-óratorium á íslandi og i Berlín á árunum fyrir siðari heimsstyrjöldina, eða 1935—1939. Það er skrifað fyrir stóra sinfóníu- hljómsveit og blandaðan kór sem viða skiptist i 8 raddir. Það er álit þeirra sem kynnt hafa sér handrit þessa stórverks, að hér sé um einhverja merkustu og kynngimögnuðustu tónsmíð sem ísiendingur hefúr samið til þessa. Pólýfónkórinn hóf æfingar á verk- inu í siðasta mánuði, en Ijóst er að verkið gerir mikl- ar kröfur bæði um tónsvið og fjölda radda svo að enn vantar nokkuö á að nægur mannafli sé fyrir hendi til að gera því fullnægjandi listræn skil. Til flutnings eddu-óratoríum þarf að dómi söng- stjórans, Ingólfs Guðbrandssonar, stærri kór en nú er starfandi hér á landi. í Pólýfónkórnum eru nú rúmlega 120 félagar, en söngstjórinn telur að 40—50 raddir þurfi til viðbótar. Til þess að hrinda þessu máli í framkvæmd er því í ráöi að stofna einskonar Listahátíðarkór sérstaklega með flutning þessa verks1 í huga. Fullvist má telja að flutningur þessa tiikomumikia og rammíslenzka verks muni vekja mikla athygli ekki aöeins hér á landi heldur hvarvetna í tónlistar- heiminum. Er því skorað á söngfólk og tónlistarunn- endur að leggja málinu liö og gefa sig fram til þátt- töku. Æfingar á verkinu munu standa yfir næstu 5 vikur, og síðan verða þær teknar upp aftur um miðj- an aprU, en frumflutningur verksins er fyrirhugaður við opnun Listahátiðar 5. júní 1982. Óskað er eftir fólkið með góða söngrödd og ein- hverja hljómfræðiþekkingu eða tónlistarmenntun í allar raddir, en þó einkum í tenór og bassa. Endan- leg ákvörðun um flutning verksins byggist á því að góðir söngkraftar bætist í hópinn á næstu dögum og eru þeir beðnir aö hafa samband við skrifstofu Listahátíðar í slma 12444 eða við stjórn Pólýfón- kórsins í síma 43740 eða 38955 fyrir 7. nóvember. c Afmæli ÞórOur Halldórsson bóndi aö Lauga- landi i Skjaldfannardal við ísafjarðar- djúp varð níræður 22. nóvember. Kona hans er Helga Jónsdóttir frá Skarði á Snæfjallaströnd. Eiga þau sjö börn. Happdrætti Happdrætti Körfuknattleiksdeildar 30. október sl. var dregið í happdrætti Körfuknatt- leiksdeildar ÍR. Vinningar komu á eftirtalin númer: 1. vinningur Pentax ME Super Ijósmyndavél verðm. kr. 4.300 nr. 624 . 2. vinningur Fujica HD-S ljós- myndavél verðm. kr. 1.800 nr. 356. 3. vinningur ljósmyndavél verðm. kr. 800 nr. 2718. 4. vinningur, ljósmyndavél verðm. kr. 800 nr. 615. 5. vinningur ljósmyndavél verðm. kr. 800 nr. 1976. 6. vinningur, ljósmyndavél verðm. kr. 800 nr. 349. 7. vinningur, ijósmyndavél, veröm. kr. 800 nr. 617. Alls verðm. Kr. 10.100.- íþróttir íslandsmótiö í blaki í dag kl. 20.00: UMFL — Víkingur, Laugarvatn, 1. d. íþróttafólagið Leiknir ^lnnanhússæfingar í knattspyrnu. 1. og 2. fl.: sunnudagakl. 17.10. 3. fl.: sunnudaga kl. 15.30. 4. fl.: miövikudagakl. 19.10. 5. fl: laugardaga kl. 15.30. 6. fl.: sunnudaga kl. 13.10. Kvennaknattspyrna: laugardaga kl. 13.10. Basarar Jólabasar Vinahjálpar verður haldinn að Hótel Sögu (Súlnasal) laugar- daginn 28. nóvember kl. 1 e.h. Glæsilegt happ- drætti. Kaupið jólagjafirnar hjá okkur um leið og þið styrkiðgott málefni. Nefndin. Basar og kökusala að Hallveigarstöðum laugardaginn 28. nóvember kl. 14. Tekið á móti munum frákl. lOsamadag, Borgfirðingafélagið. GENGIÐ GENGISSKRÁNING NR. 226 - 26. NÓVEMBER1981 KL. 09.15. Ferðamanna- gjaldeyrir Eining kl. 12.00 Kaup Sala Sala 1 Bandarlkjadollar 8.156 8.180 8.998 1 Storfingspund 16.786 15.832 17.416 1 Kanadadollar 6.921 6.941 7.636 1 Dönskkróna 1.1405 1.1439 1.2583 1 Norskkróna 1.4207 1.4248 1.6673 1 Ssansk króna 1.4932 1.4976 1.6474 1 Finnsktmark 1.8858 1.8913 2.0804 1 Franskur franki 1.4496 1.4539 1.6993 1 Bolg. franki 0.2180 0.2186 0.2406 1 Svbsn.franki 4.5917 4.6062 6.0657 1 Hollenzk florina 3.3488 3.3587 3.6946 1 V.-þýzkt mark , 3.6648 3.6756 4.0432 1 ítöbklfra 0.00684 0.00686 0.00764 1 Austurr. Sch. 0.5217 0.6232 0.6755 1 Portug. Escudo 0.1273 0.1277 0.1405 1 Spánskur poseti 0.0858 0.0861 0.0947 1 Japansktyen 0.03779 0.03790 0.04169 1 IrsktDund 13.025 13.063 14.369 8DR (sérstök dráttarróttlndl) 01/0» 9.5556 9.6837 Simsvarí vegna genglsskránlngar 22180. Nýjar bækur Þrír leikir um hetjur eftir Aiskýlos Meginefni bókar þessarar er leikritin „Prómeþeifur fjötraður”, „Persar” og „Sjö gegn Þebu” eftir griska fom- skáldið Aiskýlos (525—456 f.Kr.b.) í þýðigu dr. Jóns Gíslasonar. Er útgáfan með sama sniði og fyrri þýðingar Jóns á forngrískum leikritum sem Menning- arsjóður hefur gefið út. Auk þýðingar leikritanna þriggja í óbundnu máli er ít- arlegur inngangur eftir þýðanda fremst og skýringar aftast. Þá er enn- fremur gerð grein fyrir sögu textans og helstu útgáfum. Loks er eftirmáli. Þar sem greinir fyrirkomulag bókarinnar og ævi og ritstörf Jóns heitins Gísla- sonar. Eftirmálanum lýkur með þessum orðum: „Samstarf Jóns Gísla- sonar við Menningarsjóð var ánægju- legt og farsælt. Kynning Jóns á forn- klassískum heimsbókmenntum ber honum órækt vitni sem rithöfundi og fræðimanni”. Fyrri þýðingar Jóns Gíslasonar á forngrískum leikritum sem Menningar- sjóður hefur gefið út eru þessar: Aiskýlos: Oresteia („Agamemnon”, , .Dreypifórnfærendur’ ’, , .Refsinorn- ir”), 1971; Evripides: Þrjú leikrit um ástir og hjónaband („Alkestis”, „Medea”, „Hippolýtos”), 1974; Sófo- kles: Þebuleikirnir („Oidípús konung- ur”, „Oidipús i Kólonos”, „Anti- gona”), 1978. Raktar eru aflrar þýfling- ar Jóns Gislasonar, svo og frumsamin rit hans og útgáfur, i eftirmála hinnar nýju bókar. Um Aiskýlos segir þýflandi, Jón Gíslason, i formála sfnum afl Oresteiu frá 1971: „Aiskýlos er elstur hinna þriggja miklu harmleikaskálda Forn- Grikkja. Er hann almennt talinn þeirra mikilúðlegastur. Fyrir Hellas hafði hann i leiklistarefnum sambærilega þýðingu og Shakespeare fyrir Vestur- lönd . . . Aiskýlos hefur oft verið nefndur faðir leikritaskáldskapar. Ber að skilja þetta þannig, að hann lyfti þessari bókmenntagrein á miklu ful- komnara stig en hún var á, er hann hóf leikritun, og hins vegar hafi bæði sam- tímamenn hans og eftirkomendur notið góðs af starfi hans í þessum skáldskap- arefnum”. Bókin, Þrír leikir um hetjur, er 237 bls. að stærð, sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Jens Munk eftir Thorkild Hansen Bók þessi er heimildasaga um sæfar- ann og könnuðinn Jens Munk (1579— 1628) og byggist á dagbókarbrotum úr örlagaríkri háskaför í norðurveg, en Thorkild Hansen eykur við staðreynda- talið upplýsingum um ævi og tíma hins dáðrakka og víðförla en ósigursæla manns eftir ýmsum öðrum heimildum, m.a. Reisubók Jóns Ólafssonar India- fara og spinnur söguna af þeim toga. Jens Munk lagði upp frá Kaupmanna- höfn 1619 1 leiðangur 65 manna á tveimur skipum og ætlaði að brjótast útnorðurleiðina norður fyrir Ameríku í þeirri von að finna nýja og styttri sigl- ingaleið til Kina. Hafði leiðangurinn vetursetu við Hudson-flóa í Kanada og hrundi niður úr skyrbjúg og harðrétti. Komst Jens Munk þó sumarið eftir austur til Noregs á öðru skipinu við þriðja mann að öllum hinum félögum sínum dauðum en féll í ónáð hjá Kristjáni konungi IV. eftir ófarir sínar. Dó hann átta árum síðar vonsvikinn öreigi. Thorkild Hansen er í hópi viður- kenndustu og víðlesnustu samtíðarhöf- unda Dana, fæddur 1927. Hann stjórn- aði rannsóknarleiðangri til Hudson- flóa 1964 ásamt starfsbróður sínum Peter Seeberg. Fundu þeir Munkshöfn, vetursetustað Jens Munk frá 1620, og hófst Thorkild Hansen þá handa að vinna úr efniviði bókarinnar sem kom út árið eftir og hefur verið þýdd á margar tungur. Höfundur þykir sam- ræma á frábæran hátt skáldskap og sagnfræði í ritum sínum. Thorkild Hansen fékk bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1971. Þýðingin á Jens Munk er eftir Magnús heitinn Kjartansson ritstjóra, alþingismann og ráðherra. Lauk hann henni skömmu fyrir andlát sitt, og mun hún síðasta ritverk frá hans hendi. Jens Munk er 391 bls. að stærð, og prýða bókina margar ágætar og sjaldgæfar myndir. Hún er sett, prentuð og bundin í Prentsmiðju Hafnarfjarðar. Gegnum holt og hœðir eftir Herdlsi Egilsdóttur Bókaútgáfan örn & Örlygur hf. hefur sent frá sér barnabókina Gegnum holt og hæðir eftir Herdísi Egilsdóttur. Herdís Egilsdóttir er löngu þjóð- kunnur höfundur barnaefnis bæði í leikritum, bundnu máli og óbundnu. Börnin hafa lifað sig inn í hin fallegu ævintýri hennar og notið þess að kynnast persónunum, hvort sem um er að ræða lata og óþæga krakka, álfa eða skessur og skessubörn. Per- sónurnar i ævintýrinu Gegnum holt og hæðir munu verða góðir vinir barnanna og skemmtilegar teikningar höfundarins í bókinni munu auðvelda ungum sem öldnum að kynnast per- sónunum sem þar koma fram, og mikið má vera ef söngvarnir sem út koma á plötu jafnhliða bókinni eiga ekki eftir að heyrast oft, enda bæði lög og ljóð auðlærð. Gegnum holt og hæðir er bók sem hentar vel börnum sem geta lesið sjálf, og ekki síður þeim sem verða að að láta sér nægja að hlusta. Bókin er 62 bls. og prentun og bókband er unnið í Prentsmiðjunni Hólum hf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.