Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Qupperneq 19
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.
19
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
REAGAN HYGGUR GOTT TIL
PRÚTTSINS VH) BREZHNEV
Ronald Reagan, Bandaríkjaforseti,
segist gera sér svör Brezhnevs forseta
Sovétríkjanna við tillögum hans um
bann við kjarnorkuvopnum i Evrópu
að góðu sem grundvöll til samninga-
viðræðna.
,,í vissum skilningi hefur Brezhnev
gert tiiboð um að fækka þeim eld-
flaugum, sem staðsettar eru þar. —
Nú, jæja, það má byrja að prútta þar,”
sagði Reagan i viðtali við ABC-
sjónvarpsstöðina á þriðjudag, en
viðtalið var birt í gærkvöldi.
Reagan sagði, að Bandaríkin
mundu gera allt, sem í þeirra valdi
stæði, til þess að ná samkomulagi um
ráðagerð hans, sem felur í sér, að Nato
hætti við að koma upp skotpöllum i
Evrópu fyrir meðaldrægar
kjarnorkuhlaðnar eldflaugar, en
Moskvustjórnin í staðinn láti fjarlægja
þær eldflaugar, sem hún beinir að V-
Evrópu.
Brezhnev hefur hafnað þessari
ráðagerð, en lagt í staðinn til, að hætt
verði við að setja upp nýja eldflauga-
skotpalla og að Kreml fækki eitthvað
eldflaugum sínum.
Barbara Walters, hinn frægi frétta-
spyrill, spurði Reagan, hver mundu
verða viðbrögð hans við þessu svari
Brezhnevs.
„Eftir að ég lagði fram mína tillögu
hafði Brezhnev boltann, og hefur nú
sent hann til baka með þessu tilboði.
Þetta er ósköp dæmigert prútt eða
samningaþóf,” sagði Reagan.
Hann kvaðst bjartsýnn á árangur
viðræðnanna, sem hefjast eiga á
mánudaginn i Genf, þar sem
stjórnirnar í Moskvu og Washington
munu leita leiða til þess að draga úr
kjarnorkuvopnakapphlaupinu i
Evrópu.
Reagan sagði, að Moskva hefði
meiri áhuga nú en í mörg undanfarin
ár, þar sem Bandaríkin væru ekki
lengur „önnum kafin við að afvopna
sig”. — „Þeir sáu ekkert vit í því,
meðan við vestanmegin vorum á
niðurleið með varnir okkar og þeir á
leið með að síga framúr. Þeir þurftu
ekkert að semja þá.”
Reagan gerir sér sendinguna að góðu
Útlönd
Brezhnev hafði boltann og sendi hann
til baka.
Afnám
heng-
ingaá
dagskrá
á Irlandi
Samtök lögregluforingja í írska
lýðveldinu halda því fram að stjórnar-
frumvarp sem lagt hefur verið fyrir
þingið í Dublin muni örva afbrotamenn
til ofbeldisverka, nái það fram að
ganga og verði að lögum. —
Frumvarpið gerir ráð fyrir afnámi
dauðarefsingar.
Samtök varðstjóra og yfirlög-
regluþjóna visa í yfirlýsingu sinni til
hryðjuverka írska lýðveldishersins
(IRA) og segja að þrátt fyrir
„lýðveldisnafngiftina” vaki ekki
annað fyrir þeim félagsskap en koma á
hernaðarlegu einræði á eyjunni grænu.
Telja þeir alls ekki timabært, meðan
slik öfl leika lausum hala, að svipta
óvopnaða lögreglu írlands síðustu og
helztu vörninni.
Á írlandi eru dauðadæmdir
aflífaðir i gálganum en hengingar hafa
ekki farið fram i írska lýðveidinu á
suðurhluta eyjarinnar siðan 1964, en þá
var dauðarefsingin afnumin nema sem
viðurlög við örfáum afbrotum, eins og
til dæmis morðum á lögreglumönnum.
í Dublin er það flestra hald að
frumvarpið um afnám dauðarefsingar
að fullu verði samþykkt í þinginu.
______Jil vióskiptamanna________________________________
banka og sparisjóóa
Orðsendinq
Útlit er fyrir, aö verkfall starfsmanna banka og sparisjóða hefjist frá og með 27. nóvember n. k. Verða þá, ef til
verkfalls kemur, afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar frá þeim tíma þangað til verkfalli lýkur.
Varðandi lán og aðrar skuldir, sem falla í gjalddaga á meðan á verkfalli stendur, er á það bent að inna ber slíkar
greiðslur af hendi strax og bankar og sparisjóðir opna að loknu verkfalli.
Vakin er athygli víxilskuldara á, að víxlar, sem falla í gjalddaga í verkfalli bankastarfsmanna, verða afsagðir vegna
greiðslufalls í lok2. afgreiðsludagseftirverkfall, hafi þeirþáekki veriðgreiddir. Dráttarvextirverðaekki reiknaðir
innan ofangreinds frests.
Víxilgreiðendum er bent á að póstsenda greiðslu á sannanlegan hátt fyrir eða í verkfalli bankamanna, til að
komast hjá kostnaði og óþægindum.
Svipaðar reglur gilda um frestun afborgana af lánum.
Með tilvísun til 54. gr. víxillaga nr. 93/1933 erþví lýst yfir í þessu sambandi f. h. bankaog sparisjóðasem víxilhafa,
að óviðráðanlegar tálmanir valda því, að ekki verður kleift að senda einstökum ábyrgðarmönnum tilkynningar
þær, sem umrædd lagagrein gerir ráð fyrir, varðandi þá víxla, er falla í gjalddaga, meðan á verkfallinu stendur.
Skv. lögum skal framvísa tékkum til innlausnar innan 30 daga frá útgáfudegi. í þeim tilvikum, að sýningarfrestur
renni út meðan á verkfalli stendur, ber að framvísa þeim þegar að verkfalli loknu.
Um skuldabréf og vixla í innheimtu gildasömu reglurog áðurgreinir. Meðferð annarra innheimtuskjala, svo sem
kaupsamninga, fellur niður, meðan á verkfalli stendur. Vaxtauppgjör fer eftir efni skjala, en skuldarar geta
komist hjá vanskilum með því að gera skil beint til skuldareiganda gegn nauðsynlegum kvittunum.
SKÓLAVÚRÐUSTÍG 41 - SÍMI 20235.
Uppsagnarfrestir innlánsreikninga lengjast sem nemur verkfallsdögum, þ. e. þá daga er afgreiðslur hefðu verið
opnar.
Lokun banka og sparisjóða um lengri eða skemmri tíma hlýtur að leiða af sér margvísleg vandamál, bæði fyrir
peningastofnanir og viðskiptamenn þeirra. Útilokað er að gera tæmandi grein fyrir þeim, enda sum þeirra
ófyrirsjáanleg. Samvinnunefnd banka og sparisjóða vill því beina því til álmennings, að fólk reyni að gera sér
grein fyrir þeim vanda, sem að hverjum og einum snýr í þessu tilliti og gera viöeigandi ráðstafanir.
Reykjavík, 25. nóvember 1981
Samvinnunefnd banka og sparisjóóa