Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.
21
Þar eyöi-
ff
lögðu þeir
Akureyri”
— Ákveðið að hefja f ramkvæmdir við
uppfyllingar í „Bótina” á Akureyri
vegna hraðbrautar um bæinn
Bæjarstjórn Akureyrar hefur
ákveöið aö ráöast í framkvæmdir
viö gerö hraöbrautar frá Kaup-
vangsstræti aö Strandgötu, sem
er hluti af þjóöveginum um bæ-
inn. Þegar þessum áfanga er lok-
ið ereftir spottifrá Strandgötu aö
Grænugötu, til aö ljiika lagningu
tveggja akbrauta hraðbrautar i
gegn um bæinn endilangan.
Þessi kafli brautarinnar, frá
Kaupvangsstræti aö Strandgötu,
hefur valdið verulegum ágrein-
ingi i bæjarstjórn. Framkvæmdir
þessar fela i sér, aö fyllt veröur
upp i Torfuneshöfnina og svo-
nefnda „Bót”. Bæjarfulltrúamir
GisB Jónsson og Tryggvi Gislason
hafa veriö helstu talsmenn gegn
þessum uppfyllingum i bæjar-
stjórn. Vildu þeir sveigja braut-
ina inn fyrir Bótina, til að halda
þvi sem þeir töldu Sérkenni Akur-
eyrar. Gerðu þeir lokatilraunina
til varnar á f undi bæjarstjórnar á
þriðjudaginn. Fluttu þeir þá til-
lögu um að framkvæmdum við
uppfyllingar i Bótina og hluta
hafnarinnar yrði frestað, þar til
búið yrði að hanna og ákveða
framkvæmdir við nýja höfn, sem
gegndi þvf hlutverki er Torfu-
neshöfnin gegnir nU. Benti
Tryggvi á það máli sínu til stuðn-
ings, að það væri ekki ráðlegt að
rifa gamla húsið áður en hægt
væri að flytja inn i það nýja. Sig-
urður Óli Brynjólfsson, flokks-
bróðir Tryggva.taldiílagi að rifa
eitthUs ef maður ætti tvö þótt þaö
nýja væri ekki tilbúið. Freyr
Ófeigsson taldi i lagi að rffa hluta
af gamla húsinu, þar til bUið væri
að byggja það nýja. Þessi sjónar-
mið Sigurðar Óla og Freys spegla
sjónarmið andmælenda Tryggva
og Gísla f bæjarstjórninni. Fór
svo, að þeir voru bornir ofurliði,
þvi tillaga þeirra fékk aðeins
þeirra atkvæði gegn 9 atkvæðum
annarra bæjarstjómarmEmna.
„Þar með eru þeir búnir að sturta
i höfnina”, dæsti i Rögnvaldi
Rögnvaldssyni, ráðhUsherra
Akureyringa, þegar þessi Urslit
lágu fyrir. Og Rafn Hjaltalin,
bæjargjaldkeri, sem einnig var
mdial áheyrenda, bætti við: „Þar
eyðilögðu þeir Akureyri”.
Lokað próf kjör Sjálf stæðisf lokksins
íReykjavík:
Flokksmönnum hef-
ur fjölgað um 600
Um sex hundruð manns hafa
gengið i' Sjálfstæðisfélögin I
Reykjavík eftir að ákveðið var 8.
október að prófkjör fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar yrði lokað,
að þvi er Sveinn Skúlason fram-
kvæmdastjóri Fulltrúarráðs
Sjálfstæðisfélaganna I Reykjavik
sagði f samtali við Vísi. Lætur
nærri að félagatalan hafi aukist
um 9% en félagsbundnir sjálf-
stæöismenn I Reykjavik voru
6.800.
Sveinn sagði að megnið af nýju
félagsmönnunum væri fólk sem
hefði tekið þátt i prófkjörum
Sjálfstæðisflokksins á undan-
förnum árum en einnig hefði
mikið af ungu fólki gengið i flokk-
inn. Hann reiknaöi með þviað enn
fleiri létu skrá sig i' flokkinn á
næstu dögum og prófkjörs-
dagana nú um helgina mætti
biiast viö þvi að um þúsund
manns létu skrá sig.
Um framkvæmd prófkjörsins
gilda þærreglur að allir þeir sem
verða orðnir 20 ára á kosninga-
daginn 23. mai á næsta ári geta
látið skrá sig um leið og próf-
kjörið fer fram og þannig öðlast
rétt til þátttöku. Félagsbundnir
sjálfstæðismenn á aldrinum 16-19
ára hafa einnig rétt til þátttöku i
prófkjörinu ef þeir hafa gengið i
flokkinn fyrir prófkjöriö.
—KS
ÆVINTÝRA-
SIGLING
24.jan~14.feb
Frankfurtj
George Town/Qayman
Bay/Jamaica
I
/
Sto. Tomas/
Guatemala
^Qpdqgena/Kolumbia
' s;_§tpeorge’s/Grenada
""lSridgetown/Barbado^
n\estad,^_zue\a
0Ta'TralMeneZ
uaG°aj
u / Belem/Brasilia
Recife/Brasilia
Vegna sérstakra samninga getum við nú boðið uppá eina glæsilegustu ferð
sem íslendingum hefur gefist kostur á.
Flogið verðurtil Frankfurt, Vestur Þýskalandi og þaðan með breiðþotu í beinu
leiguflugi til Montego Bay, Jamaica.
Þar verður stigið um borð í lúxusskipið Berlin, sem búið er öllum
hugsanlegum þægindum.
Siglingin með viðkomum tekur 20 daga og verður efnt til skoðunarferða á
öllum viðkomustöðum. Að lokinni siglingu, verður flogið frá Recife Brasiliu
um Frankfurttil íslands.
íslenskur fararstjóri verður með hópinn allan tímann.
OMTIK
FERÐASKRIFSTOFA, Iðnaðarhúsinu Hallveigarstíg 1. Símar 28388 og 28580.
Snyrti-og nuddstofan
Paradís
Fischersundi Sími 21470
Opið laugardaga
Sigrún J. Kristjánsdóttir
Snyrtifræðingur og sjúkranuddari
Við höfum þann heiður að bjóða þig aldeilis velkomin á
Texas snack bar, í hjarta borgarinnar eða öllu heldur við
Hallærisplanið í Reykjavík. Við kappkostum að gera þig
ánægðan og bjóðum ýmsar tegundir rétta sem eru af-
greiddir á stundinni. HEITIR OG KALDIR RÉTTIR, -
NYR
X ^ JL- ALLT EFTIR ÞÍNUM OSKUJSl.
SNAfCK.*
BAR
Á TEXAS MENU finnur þú rétti á sanngjörnu verði, fyrst skal telja
Texas-borgara í ýmsum gerðum, samlokur sem eiga sér ekki líkar og
auðvitað pylsur. Auk þess bjóðum við Texas-pizzu sem freistar þín
örugglega.
VERTU VELKOMIN, - GÓMSÆTIR RÉTTIRNIR BÍÐA ÞÍN.