Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Síða 22
22
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981..
íþróttir
íþrótt
íþróttir
Ásgeir með tilboð
frá félögum á
Italíu og Englandi
—einnig tilboð frá félögum í Belgíii og Hollandi
Frá Guðna Bragasyni í Miinchen.
— Eftir að Ásgeir Sigurvinsson lék
með Bayern Miinchen gegn Duisburg
fékk hann ekki að leika með nssta leik
— gegn Stuttgart. Það er greinilegt að
Ásgeir er óánægður með Pal Csernai,
ungverska þjálfarann hjá Bayern, sem
þykir mjög stirður i samskiptum við
leikmenn og skapstyggur.
Það er ekkert launungarmál að
einhver kergja er komin upp á milli
Ásgeirs og Csernai en Csernai sagði í
viðtali við Vísi að Ásgeir hefði ekki
sýnt það sem hann hefði vænst af
honum. — ,,Ég reikna ekki með að
Ásgeir fái tækifæri til að leika með
GUNNAR
KRISTINN
Gunnar og
Kristinn
hættir
— með landsliðinu
íkörfubolta
Tveir af bestu körfuknattleiks-
mönnum landsins hafa tilkynnt að
þeir gefi ekki framar kost á sér í
landsliðið i körfuknattleik. Þetta eru
þeir Kristinn Jörundsson ÍR og
Gunnar Þorvarðarson UMFN.
Búið er að velja liðlega 20 manna
hóp til æfinga með landsliðinu fyrir
leiki vetrarins en fyrstu leikirnir
verða á milli jóla og nýárs þegar
Hollendingar koma hingað.
Allir sem voru í landsliðinu sl.
vetur eru í þessum hópi nema þeir
Kristinn og Gunnar. Þeir gáfu ekki
kost á sér. Margir nýliðar eru í
hópnum, þar á meðal einir 7 piltar
sem hafa æft og leikið með unglinga-
landsliðinu í haust.
-klp-
P
Körfubolta-
skór
Stærðir: 3 1/2-14
Verð frá kr: 270-420.-
Póstsendum
Ingólfs
Óskarssonar
Klapparstfg 44 — Slmi 11783
Bayern á næstunni,” sagði Csernai.
Þessi ummæli koma mjög á óvart
því að það er vitað að Ásgeir hefur ekki
fengið nein tækifæri til að njóta sín í
leik með Bayern. Csernai hefur yfirleitt
4. deild
í knatt-
spyrnu?
Stjórn KSÍ mun bera fram þá tillögu
á ársþingi sambandsins 6. desember að
stofnuð verði 4. deildarkeppni í knatt-
spyrnu. Þessi tillaga nýtur mikils fylgis
hjá liðum á landsbyggðinni og er fast-
lega reiknað með að hún verði sam-
þykkt. -SCfe.
sett hann inn á þegar stutt er til
leiksioka.
Það er vitað hér að Asgeir er snjall
leikmaður og það hafa mörg félög
áhuga á að fá hann til sín — hann
hefur fengið tilboð frá félögum í
Hollandi, Belgíu, Ítalíu og Englandi en
fyrir stuttu hafði þekktur
umboðsmaður í Englandi samband við
hann.
Ásgeir er ekki fyrsti leikmaðurinn
sem hefur verið „frystur” hjá Bayern
— hann hefur fyrir sér víti til varnaðar
þar sem Karl Del-Haye er. Þessi v-
þýski landsliðsmaður, sem var einn af
bestu leikmönnum Borussia
Mönchengladbach, hefur lítið fengið
að leika með Bayern síðan hann var
keyptur þangað 1980. Menn hér í V-
Þýzkalandi kalla varamannabekk
Bayern nú „geðveikrahælið” því að
sagt er að margir snjallir leikmenn hafi
orðið „ruglaðir” af að þurfa að sitja á
honum í langan tíma, án þess að fá að
spreyta sig. -GB/SOS.
ÁSGEIR . .
hefur lítið
fengið að
spreyta sig
með Bayern.
Hann bíður
þolinmóður
eftir sinu
tækifæri.
Sjö á opna
skandínavíska
mótið í júdó
Opna skandínavíska meistaramótið í
júdó fer fram í Gautaborg í Svíþjóð um
næstu helgi. Sjö íslendingar eru til-
kynntir sem þátttakendur í mótið og
eru það þessir:
Á opna skandínavíska meistaramót-
inu í fyrra vann Bjarni Ág. Friðriksson
gullverðlaun í sínum þyngdarflokki.
-klp-
X
Bjarni Ág. Fríðriksson.
Kolbeinn Gíslason, Halldór Guðbjörnsson, Bjarni Ág. Friðriksson, Niels Hermannsson, Sigurbjörn Sigurðsson, Ómar Sigurðsson og Viðar Guðjohnsen, Mark Holmes fær ekki húsaskjól — og er á förum f rá Grindavík Mark Holmes, bandarfski körfu- Konan hans hefur verið i Bandarikj- knattleiksleikmaðurinn hjá Grinda- unum — beðið með að koma til ís- vfk, mun að öllum likindum fara frá lands þangað til Holmes fengi hús- Grindavfk um áramót. Ástæðan fyrír næði. þvf er að hann fær ekkert húsnæði fyrir fjölskyldu sina i Grindavfk. -SOS.
ÍS-Njarðvík íkvöld Einn leikur verður f úrvalsdeildinni í körfuknattleik i kvöld. ÍS og íslands- meistarar Njarðvfkur mætast í íþrótta- húsi Kennaraháskólans kl. 20.00.
Hörður settur
„útí í kuldamT
fær ekki að dæma í úrvals- eða 1. deildinni f körfubolta eftir áramót
alltaf meir en viljugur til að starfa. Því
er þessi niðurröðun furðuleg og meir en
það þegar körfuknattleiksforustan
getur ekki gefið honum né öðrum
neinar viðhlítandi skýringar á þessu.
-klp-
Það hefur vakið undrun körfuknatt-
leiksunnenda við útkomu leikjaskrár i
körfuboltanum um leikina eftir áramót
að annar af tveim millirikjadómurum i
fþróttinni er þar settur út i hom ef svo
má segja.
Það er Hörður Tulinius sem af ein-
hverjum undarlegum ástæðum fær
ekki að dæma einn einasta leik í úrvals-
deildinni eða i 1. deild karla. Honum er
aðeins raðað niður á 3 eða 4 Ieiki — allt
2. deildarleiki á Akureyri.
Hörður er einn færasti körfuknatt-
leiksdómari landsins og er nú eins og
Aas f ót-
brotnaði
— þegarForestlagði
Sunderland að velli
Norðmaðurinn Einar Aas hjá Nott-
ingham Forest varð fyrir því óhappi
að fótbrotna eftir aðeins 20 sek.
þegar Forest lagði Sunderland að
velli, 3:2, á Roker Park i gærkvöldi.
Colin Walsh og Justin Fashanu komu
Forest á bragðið — með mörkum á
31. og 51. mín. — en þeir Rob Hind-
march og Ally McCoist náðu að
jafna (2:2) — áður en David Need-
ham skoraði sigurmark Forest
fjórum mín. fyrir leikslok.
Aston Villa sló Leicester út úr
deildabikarkeppninni í gærkvöldi—
vann 2:0 á Villa Park. Frank Wall-
ington, markvörður Leicester, átti
stórleik—markvarsla hans minnti á
Gordon Banks þegar hann var upp á
sitt besta. Wallington gat þó ekki
komið í veg fyrir að Gordan Cowans
og Peter Withe skoruðu.
Úrslit urðu þessi í ensku knatt-
spyrnunni í gærkvöldi:
1. deild:
Sunderland—Nott. For. 2:3
2. deild:
Blackburn—Shrewsbury 0:0
Derby—Cambridge 2:1
Deildabikarinn:
Aston Villa—Leicester 2:0
Lincoln—Watford 2:3
Aston Villa mætir Wigan í 16-Iiða
úrslitum og Watford mætir Q.P.R.
Biissett, Terry og Rostron skoruðu
mörk Watford.
-sos.
Þeir sovésku
tóku gullið
Sovétríkin sigruðu í liðakeppninni
í fimleikum karla á heimsmeistara-
mótinu sem nú stendur yfir i
Moskvu. Japan varð i 2. sæti, Kina,
sem nú sendi keppendur á iþróttamót
í Sovétrikjunum í fyrsta sinn í 30 ár,
varð í 3. sæti og Austur-Þýskaland f
4. sætinu.
-klp-