Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Page 37
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981.
37
„Þegar tíu ráðherrar halda
sérstakan fund um hvað snúð-
ur með gtassúr skulí kosta”
Þjóðfélagið er þjakað af verðbólgu, öryggisleysi og óvissu um framtíðina. Auðlindir,
menning, menntun, dugnaður og fjölhæfni þjóðarinnar kemur allt fyrir ekki. Framfarasóknin
er koðnuð í fæðingunni og ungt fólk sér ekki fremur en það eldra trausta fótfestu framundan.
Leiði, firring og flótti vegast á við reisn og afrek og hafa betur, oftar en ekki. íslendingar eiga
bágt, þeir eru á villigötum.
Þetta gæti verið i hnotskurn
álit æði margra á stöðu islenska
þjóðfélagsins. Og siðan er
spurt: Hvers vegna er ástandið
á þennan veg? Hvers vegna er
svo komið fyrir þjóðinni, sem
hefur alla möguleika og burði til
þess að vera glæst fyrirmynd,
frjáls, rik af öllu, sjálfstæð og
sæl með sitt?
Ofstjórn ríkisins drepur
framtakið og framfar-
irnar
Með þessar vangaveltur I
huga hélt ég á fund Arna Arna-
sonar framkvæmdastjóra
Verslunarráðs tslands að loknu
Viöskiptaþingi 1981. Sllkt við-
skiptaþing er haldið á vegum
Verslunarráösins annað hvert
ár, þar sem fjallaö er hverju
sinni um það sem hæst ber i at-
vinnumálum og þá efnahags-
málum um leið. Að þessu sinni
fjölluöu 180 þingfuiltrúar um
„framtiö einkarekstrar” og á
þessu þingi var samþykkt
endurskoðuð stefna Verslunar-
ráösins i efnahags- og atvinnu-
málum. 1 þeirri stefnu er meðal
annars að finna „áætlun um al-
hliöa atvinnuuppbyggingu og
varanlegar aögeröir til verð-
hjöðnunar”, þar sem aðgerðir
eru skýrðar, rökstuddar og
jafnvel dagsettar til heils árs
fram i timann.
Stefna og áætlun Verslunar-
ráðsins eru itarlegri, ná-
kvæmari og markvissari gögn
um þessi mál en venja er að sjá
frá hagsmunasamtökum i þjóð-
félaginu. Og þessi gögn fullyröa
þeir Verslunarráðsmenn að
gætu lagt grunninn að nýrri
framfarasókn.
— Árni, er það ykkar skoðun
aö efnahags- og atvinnulifið sé á
vonarvöl?
„Það er komið ilt i ógöngur,
stöönun og jafnvel afturför.
Enda þótt eignarform atvinnu-
lifsins almennt gefi ekki til
kynna að það sé rikisrekiö
heldur aö stærstum hluta einka-
rekstur og samvinnurekstur,
segir það ekki söguna eins og
hún er.
Atvinnuvegirnir eru skipu-
lagðir af opinberum aðilum i
öllum meginatriðum og jafnvel
smáatriðum, og þeim eru
skömmtuð kjör eftir opinberum
útreikningsaðferðum, sem miða
við allt aðrar forsendur en
frjálst atvinnulif verður að gefa
sér. Samkeppni er sem sagt litið
meira en nafnið tómt og ofstjórn
rikisins drepur framtakið og
framfarirnar, skapar þessa
kyrrstööu og afturför, sem
hefur svo aftur niðurdrepandi á-
hrif á fólkið og dregur úr vilja
og lifsánægju.
Alþingi hefur afsalað sér
völdunum til ráðherra
— Er þetta ein tegund af só-
sialisma...?
„Já, þetta er markaössó-
sialismi meðal annars. Menn
eru orðnir háöir rikisvaldinu um
mikilvægustu þætti afkomu
sinnar, hvort sem þeir eru at-
vinnurekendur eða launþegar.
Rikið ræður orðið I reynd hver
lifir og hver deyr. Það hefur
aukið skattheimtu sina úr 25% i
45% af þjóðartekjunum á
siöustu 30 árum og opinberum
starfsmönnum hefur fjölgað um
helming. Rikið hefur einnig
bæði með lögum og skipulagi á
ráöstöfun fjárfestinga og láns-
fjár gerst sifellt umsvifameira i
atvinnulifinu, I greinum sem
einkaaöilar gætu að ööru jöfnu
annast fullkomlega. Með sama
hætti eru stærstu þættir opin-
berra framkvæmda i höndum
rikisins sjálfs og það leitar slðan
aðeins til annarra, þegar það
ræður ekki við kúfana. En þetta
kemur i veg fyrir að hér blómg-
ist verktakaiðnaður.
Hlutur Alþingis i þessu efni er
athyglisveröur. Það hefur sýnt
stöðugt minna sjálfstæði og að-
hald og veitt ráðherrum gifur-
legtvald. Við skulum átta okkur
á þvi, aö hér mætti til dæmis
breyta algerlega um efnahags-
stefnu og kúvenda þar i hverj-
um einasta þætti bara með
breyttum reglum frá ráðherr-
um og rikisstjórn. Alþingi hefur
brugöist, þegar löggjöf er orðin
nánast nafnið eitt og ráöherrum
falið valdiö eins og það leggur
sig.”
Rikið leysir engan vanda,
það er orðið vandamá lið
— Nálgast það þá ekki stjórn-
leysi, ef málefni þjóðarinnar
ráöast af tilskipunum ráöherra
á hverjum tima?
„Jú, þingræöisvaldið er að
breytast I smákóngavald og það
Þegar rikisstjórn þjóðarinnar
er komin þetta langt út fyrir
eðlilegan starfsvettvang sinn i
umboöi Alþingis, er ekki von á
góðu. Og viljaleysi Alþingis
speglast auövitað i itarlegum
umræðum um hvert smámáliö
af ööru á meðan þjóðin situr i
súpunni eftir árangurslitla bar-
áttu þingmanna við að treysta
undirstöður þjóðfélagsins.
Mergurinn málsins er sá, að
stjórnmálaflokkarnir og stjórn-
málamennirnir hafa komið sér i
aðstööu til þess að segja ein-
staklingunum og fyrirtækjunum
hvernig hver og einn skuli sitja
og standa. Þetta er fyrir-
greiðslupólitikin, sem ekki tekst
að uppræta af þvi að fyrir-
greiöslumennirnir þora ekki að
sleppa höndunum af beislinu og
svipunni. Það er litil reisn yfir
þessari tegund af pólitik og hún
er ekki árangursrik fyrir þjóö-
ina, þvert á móti. Þetta smá-
kóngaveldi, sem stendur og
fellur á misskilningi Alþingis á
hlutverki sinu, er þaö sem er að
gera okkur Islendinga grá-
hærða.”
Atvinnulífið á sjálft að
bera ábyrgðina, ekki
rikið
— Hvernig viljið þið breyta
efnahags- og atvinnulifinu nú,
er það hægt án mikilla fórna og
á skömmum tima?
„Við eigum fyrst og fremst að
færa ábyrgðina aftur til at-
vinnulifsins. Alþingi á að setja
meginreglur og hafa eftirlit með
þvi að vilji þess nái fram að
bylta neinu, það duga úrræði,
sem hér hefur verið beitt áöur
og við þekkjum. Aðgerðirnar
felast i þvl að örva innlendan
sparnað og draga þannig úr
eftirspurn og neyslu, auka sam-
keppni með frjálsri verömynd-
un undir eftirliti og lækka ó-
beina skatta. Um leiö þarf að
framkvæma markvissa áætlun i
orkumálum til þess að örva
fjárfestingu og framleiðni I
fyrirtækjum og mynda grund-
völl að bættum lifskjörum.
Þessar aðgerðir þarf að gera
á skömmum tima og þær verða
að leiða til sjáanlegs árangurs
mjög fljótt. Við Islendingar
erum þannig gerðir, aö við höf-
um ekki þolinmæði til þess að
biða lengi eftir þvi aö fá umbun
erfiðisins. En hér er fólk tilbúið
til þess að taka á og hrista af
sér verkefnin, ef vissa er fyrir
þvi að þau skili árangri.”
Verslunarráðið leggur
fram eins árs áætlun
— Aætlun Verslunarráðsins
um „alhliða atvinnuupp-
byggingu og varanlegar aðgerð-
ir til verðhjöðnunar” er nokkuö
nýstárlegt og skilmerkilegt
plagg. Er það ein tegund af
leiftursókn, sem þiö leggið til?
„Ef þú átt við svokallaða
leiftursókn Sjálfstæðisflokksins
frá þvi fyrir siöustu kosningar,
þá ber fyrst að lita á það að hún
var engin leiftursókn. Þar að
auki voru áform Sjálfstæðis-
flokksins afar óljóst skilgreind
fyrir almenningi, sem vissi þar
af leiðandi ekkert hvaðan á
hann stóö veðriö.
Þessi áætlun okkar byggir á
tiltölulega einföldum aðgerðum,
sem allar eru þekktar. Hún
byggir á samræmingu þekktra
aögerða varðandi þá þætti, sem
ég nefndi hér áðan. Hún byggir
á þvi að tilkynntar verði alveg
ákveðnar aðgeröir fyrirfram og
dagsettar ár fram i timann,
þannig að þjóðin sjái fyrir sér
tiltekna þróun. Við teljum að
Viðtal við Árna Árnason framkvæmdastiðra
í framhaldi af viðskiptahingi
verslunarráðs íslands, um:
- íslenskan markaðssðsíalisma
- vandamálið, islenska rikið
- Mikilvægi einkarekstursins
- Hyja efnahags- og alvinnustefnu
má auðvitað færa aö þvi mjög
sterk rök að hentistefna og
stjórnleysi séu næstu skrefin, ef
Alþingi lætur skeika að sköp-
uöu. Viö erum komnir of langt
út I ríkisafskipti og ástandið I
þjóðfélaginu lýsir þvi best aö
rlkið leysir ekki vandamálin,
þaö er þvert á móti orðið vanda-
mál.
Það lýsir þvi ákaflega vel á
hvaða braut við erum, þegar tiu
ráðherrar þurfa aö halda sér-
stakan fund til þess aö ákveða
hvað snúður meö glassúr skuli
kosta.
ganga. Rikisstjórn á hverjum
tima á að lúta ströngu aðhaldi
Alþingis. En mestu máli skiptir
aö áherslur og ábyrgð færist
aftur til atvinnulifsins, sem þá
verður að sjálfsögðu að hafa
eölilegt svigrúm til þess að geta
staðist I samkeppni á þeim fjöl-
þjóðlega markaði, sem nær orö-
ið til okkar i mjög mörgum og
raunar flestum greinum.
Það er hægt að ná skjótum á-
rangri i baráttunni við verð-
bólguna án þess að fórna
nokkru öðru en þessu smá-
kóngaveldi. Til þess þarf ekki að
Arni Árnason.
með þessum hætti megi koma
verðbólgu niður fyrir 20% á einu
ári og varðveita árangurinn til
frambúðar með nýrri skipan i
efnahags- og atvinnumálunum.
Sá samdráttur i opinberum
framkvæmdum og afskiptum,
setn við hugsum okkur i þessu
sambandi, yröi aðallega með
þeim hætti að gera bankakerf-
inu kleift að fjármagna atvinnu-
lifið i stað sjóðakerfisins, auk
þess að með skattalækkunum
yrði bæði breytt launakjörum og
atvinnulifið örvað til aukinna og
nýrra verkefna.
Einkareksturinn hefur
alls staðar grundvallar-
þýðingu
— Hver yröi hlutur einka-
rekstursins i þessum breyting-
um?
„Einkareksturinn hefur alls
staðar grundvallarþýðingu, en
þýðing hans veröur þeim mun
ljósari, þegar honum eru sköpuð
skilyröi til þess að njóta sin.
Eins og ég sagði i upphafi þessa
viðtals, er atvinnulifiö hér á
landi oröið ofurselt markaðs-
sósialisma og hér rikir stöönun
og jafnvel afturför. Hlutur
einkarekstursins i breyttu efna-
hags- og atvinnulifi yrði
væntanlega mikill og af honum
má fyrst og fremst vænta bar-
áttu og sjáanlegs árangurs á
mjög skömmum tima.
Við skulum ekki gleyma þvi,
að Sovétmenn myndu drepast
úr hungri ef þriðjungurinn
af matarforða þeirra kæmi ekki
frá einkarekstrinum i Sovétrikj-
unum, þar sem aöeins 1% jarð-
næðis gefur þennan hlut. Samt
var Okraina kornforðabúr
Evrópu, en Sovétmenn hafa
verið háöir vesturlöndum og
einkum Bandarikjunum með
korn i áratugi. Berum saman
Kina og Formósu, á Formósu
eru tifalt hærri þjóðartekjur á
mann en i Kina, eða virðum
fyrir okkur Japan og Sovétrikin,
sem stóðu jafnfætis eftir seinni
heimsstyrjöldina, eða Kenya og
Tanzaniu i Afriku, lönd hlið við
hlið en með gjörólikt efnahags-
og atvinnulif, Filabeinsströnd-
ina og Gineu... og þannig mætti
lengi telja. Það er lærdómsrikt
að ferðast um Vestur-Evrópu og
Austur-Evrópu með þennan
samanburö i huga. Það blandast
engum hugur um áð járntjaldið
skiptir þjóðum eftir efnahags-
kerfum, svo að munar áratug-
um, þótt ekki séu nema 35 ár frá
þvi aö þessar þjóðir hófu endur-
reisn eftir heimsstyrjöld.
Hér á landi lifum við ennþá
við striðsminjar i efnahags-
málum og erum enn tvistígandi
yfir aðgerðum til framfara, sem
aðrar frjálsar þjóðir hafa
sannað að skipta sköpum. Menn
trúðu þvi jafnvel ekki 1960 að
hér yrði til gjaldeyrir, þegar
frjálsræðið var aukið, en viö
þurftum ekki að nota lánaheim-
ildir erlendis, þegar til kom.
Þvi miður stóð sú frjálsræðis-
þróun sem hófst 1960 ekki nema
i fjögur ár, en við stæðum i öðr-
um sporum nú ef þá hefði fylgt
frjáls verömyndun, opnir lána-
markaðir og frjáls gjaldeyris-
og millirikjaverslun.
Framfaraþróuninni hér hjá
okkur hefur seinkað, en hún er
ekki úr sögunni, ef við spilum
rétt úr þvi sem við höfum á
hendinni. Til þess þarf að losna
við hindurvitni og læra tökin á
þvi að nýta okkur meiri þjóðar-
auð en flestar aðrar þjóöir eiga.