Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Tuttugu ár frá síð- asta Drangeyjarsundi Sjórínn við ísland er sjaldnast fýsi- iegur til sundiðkana, að flestra dómi. Flestir iáta sér nœgja að dást að honum úr öruggri fjarlægð en hraust- menni dýfa fingri ofan í eða kannski stóru tánni ef mikið liggur við og teljasf meiri menn á eftir. Það er einnig almennt talið að menn geti ekki hafst víð i sjónum norður af landinu lengur en 2—5 mínútur, án þess að fá krampa. Engu að siöur er það staðreynd að ' til er íslandsmeistari i Drangeyjar- sundi. Og það er ekki Grettir! is- landsmeistarinn heitir Axel Kvaran og metið var sett í september 1961, eða fyrir rúmum tuttugu árum. Alls hafa sex menn þreytt Drangeyjarsund og er Grettir þá meölalinn. Drangey getur vart talist freistandi viökomustaður fyrir sundmenn. Eyjan er svo sem falleg og umhverfið einnig en sjórinn umhverfis er með eindæmum kuldalegur. Enda hefur sú saga, að Grettir hafi synt til lands úr eyjunni, löngum þótt heldur lygi- leg þó svo Grettir hafi veriö heljar- menni. í tilefni þess að tuttugu ár eru liðin frá þvi að íslandsmet var sett i Drangeyjarsundi ræddi DB&Visir við Íslandsmethafann, Axel Kvaran, sem nú vinnur hjá Skilorðseftirliti ríkis- ins, og Eyjólf Jónsson, sundkappa og logregluþjón. Eyjólfur er eini maðurinn sem vit- að er að hafi þreytt Drangeyjarsund i tvigang. Báðir hafa kapparnir synt ótal Viðeyjarsund og einnig hafa þeir synt frá Vestmannaeyjum til lands. Þá hefur Eyjólfur reynt við Ermar- sundið tvívegis en var óheppinn og mistókst það. Þetta eru viötöl við tvo frækna íþróttagarpa og upprifjun á íþrótta- grein fyrir hraustmenni en íþrótt þessi hefur legiö i láginni i nærri tvo áratugi. -ATA. 1 „SJI ÓB< Sde ■ ■ INS 0 IGH DEI IVEI LLA RO^ JNN INUR IAN ■ 1 LC )GR EGI LUNI <IAR” — segjr Axel Kvaran, íslandsmethafi í Drangeyjarsundi „Við vorum nú aldrei að velta fyrir okkur einhverjum mettímum sérstak- lega. Það þurfti að taka tillit til svo margra þátta, eins og vinda, strauma og hitastigs sjávarins. íþróttafréttarit- ararnir hugsuðu hins vegar aðeins um sentimetrana og sekúndurnar,” sagði Axel Kvaran en hann setti íslandsmet i Drangeyjarsundi 3. september 1961, eða fyrir rúmum tuttugu árum. „Mér skilst þó að ég hafi verið eitt- hvað fijótari í förum en aðrir en þá er þess að geta að ég synti þetta i hvínandi vestanroki, sem bókstaflega henti mér áfram. Þar á móti kemur reyndar að öldu- gangurinn gerði mér dáiítið erfitt fyrir með því að kaffæra mig í nær hverju sundtaki.” öfúfft Drangeyjarsund Axel fór svokallað „öfugt Drangeyj- arsund”, því hann synti úr landi til Drangeyjar, en upprunalegt Drangeyj- arsund, sem Grettir á heiðurinn af, var eins og menn vita farið úr Drangey til lands. Á þessum tuttugu árum sem liðin eru frá sundi Axels Kvaran hefur enginn hætt sér syndandi út í Drangey og lítið hefur farið fyrir löngum sundum í sjón- um. Á sjötta áratugnum voru sjósund hins vegar töluvert algengt. „Eyjólfur sundkappi Jónsson var aðalmaðurinn í þessu. Það vakti at- hygli þegar hann lagði í Viðeyjarsund, því hann var slæmur í fæti og haltraði niður 1 sjávarborð, en synti svo eins og selur í köldum sjónum. Þegar Eyjólfur gekk í lögregluna vaknaði mikill sundáhugi hjá sam- starfsmönnum hans, sjóböð urðu eins og hver önnur della innan lögreglunn- ar. Áður höfðu menn fjölmennt í laug- arnar eftir vaktir en nú fóru menn í Nauthólsvíkina — jafnvel í svarta myrkri klukkan þrjú á næturnar!” Ekki spurning um hreystí — Nú virðist það ekki aðlaðandi hugmynd að leggjast til sunds í köldum sjónum hér við land og að synda til Drangeyjar norður í Dumbshafi virðist ofurmannlegt afrek. Voruð þið sérstak- lega hraustir í lögreglunni fyrir tuttugu árum? „Við vorum hraustir, já, já,” sagði Áxel og hló. „Annars er þetta ekki spurnmg um hreysti heldur æfingu og þjálfun. Menn fara ekki fyrirvaralaust í sjóinn og synda þar í marga tíma. Það þarf að venja sig við kuldann, botn- laust dýpið og öldurnar. Ef menn eru ekki vel þjálfaðir þá getur illa farið. Einu sinni ætluðum við til dæmis að synda yfir Skerjafjörðinn sjö félagar úr lögreglunni, og voru menn misvel undir sundið búnir. Þarna voru á ferðinni hraustir kappar og nokkrir keppnis- menn i sundi, sem ætluöu að ljúka sundinu 1 einum spretti, en gerðu sér ekki grein fyrir kuldanum og öldunum, sem voru heldur hærri en gengur og gerist 1 Sundhöllinni. Útkoman varð misjöfn en við sem höfðum hæfilegt spiklag utan um okkur spjöruðum okkur betur. Engin frægöarför Þetta Skerjafjarðarsund varð sem sagt engin frægðarför. Einn fór að æla á miðri leið, annar var dreginn upp hálfrænulaus og settur í baðkar á næsta bæ og hitaður þar upp. Enn ann- ar missd áttirnar og stefndi á haf út og varð ég að synda á eftir honum og ná í hann. Þá var honum orðið svo kalt að hann hafði enga stjórn á hreyfingum sínum lengur. Þegar upp úr sjónum kom var mörgum orðið svo kalt að þeir voru hreinlega ósjálfbjarga af skjálfta. Og þá meina ég ekki smátitring heldur hristust þeir svo ofsalega að þeir höfðu enga stjórn á sér. Þetta sýnir hvað undirbúningur og þjálfun eru mikilvæg atriði 1 þessari fþróttagrein.” — Hvernig var svo með sjálft Drangeyjarsundið? „Ég ædaði að synda Drangeyjar- sundið í ágústíok. Við vorum búnir að bíða þarna um hrið, nokkrir aöstoðar- menn, þar á meðal Eyjólfur Jónsson, og ég. En vegna veöurs var aldrei hægt að leggja í hann. Við vorum í raun og veru hættir við, þegar okkur datt í hug að fara öfugt Drangeyjarsund, það er frá Reykjadiski og út í Drangey. Það var kannski orðið helst tíl mikið liðið á sumarið, snjóað hafði í fjöll og orðið fjandi kalt. Þess má reyndar geta að tíl varnar kuldanum bar ég á mig svokallaða ullarfeití, eða lanolín og það gerðum við yfirleitt í lengstu sundunum.” Leiðsögubátur í vandræðum — Hvernig gekk svo sundið. Varstu kaldur eða þreyttur? „Nei, ég man aldrei eftir því að hafa orðið neitt verulega þreyttur eftír sund, utan einu sinni, þegar ég synti frá Sval- barðseyri til Akureyrar. Og kuldanum var ég búinn að venjast. Ég synti þetta líka i vestanroki, þannig að mig bar hratt yfir. Leiðsögubáturinn lenti hins vegar í meira veseni en ég. Eyjólfur var um borð 1 litlum árabát og lenti í svo sterkum vestanvindi að bátinn rak út fjörðinn og framhjá Drangey. Fólk i landi sá hvað bátinn Axel Kvaran á skrífstofu Skilorðseftirlits rfkisins þar sem hann vinnur f dag. DV-mynd: Axel hress og kátur f fjöruborðinu i Drangey að afloknu fræknu Drangeyjarsundi. Ekki er að sjá að Axel, sem var 29 ára gamall þegar hann þreytti sundið, sé tiltakan- lega þreyttur að þvi loknu. rak og björgunarbátar voru sendir út til að aðstoða þessa aðstoðarmenn mína. Þeir náðu þó til eyjarinnar sjálfir og komu í land skömmu áður en ég svaml- aði sjálfur upp að eyjunni. Iþróttafréttaritararnir voru ánægðir með timann og þetta var tilkynnt sem tslandsmet en sundið tók þrjá tíma og þrettán mínútur. Segja má að ég hafi synt kafsund lengst af vegna þess hve öldurnar voru háar.” Vestínannae yjasund Axel Kvaran lét ekki staðar numið eftir þetta afrek. Hann synti tvívegis frá Svalbarðseyri til Akureyrar og síðan synti hann Vestmannaeyjasund. „Vestmannaeyjasundið er lengsta sundið mitt. Ég man ekki námkvæm- lega hversu langt það var en það var talið heldur lengra en Drangeyjarsund- ið, sem var sjö kílómetrar. Hins vegar var fyrra Svalbarðseyrar- sundið erfiðasta sundið mitt. Við reikn- uðum með hafgolu en fengum þess í stað sunnanvindinn beint í fangið. Ég varð þvi að hafa mig allan við til jress að komast eitthvað áleiöis. Sundið tók mig um sex og hálfan klukkutíma og eftir það var ég orðinn verulega þreytt- ur.” Ermarsundsdraumar — Aldrei dreymt um Ermarsundið? „Jú, jú, blessaður vertu. Við Eyjólfur vorum meira að segja búnir að leigja okkur leiðsögumann og bát eitt sumarið og höfðum undirbúið okkur dável en á síðustu stundu urðum við að hætta við. Eyjólfur reyndi hins vegar tvisvar sinnum en var mjög óheppinn 1 bæði skiptin. Eitt sinn lenti hann I mikilli þoku og leiðsögumaðurinn villtist. Eyjólfur synti þá fram á skip og spurði tíl vegar og fékk þau svör að hann væri kominn langt úr leið. Ennþá hefur þvi enginn íslendingur synt yfir Ermar- sundið.” Axel sagði að sjósund væri holl og góð íþrótt, sem krefðist góðra líkams- burða og þrotlausrar þjálfunar. Því miður hefðu fáir iðkað íþróttina síðustu tuttugu árin en i sumar hefði heldur rofað til, því þá synti ungur Skagamaður Viðeyjarsund. Aðstoðar- maður hans var að sjálfsögðu Eyjólfur Jónsson. En syndir Axel sjálfur ennþá? „Eitthvað syndi ég, já, en lítið i sjónum. Maður hefur ekki haldið sér í nógu góðri þjálfun til þess.” — Myndir þú treysta þér i eins og eitt Skerjafjarðarsund núna? „Ekki í dag, nei. En þó er aldrei að vita nema maður taki upp á því aftur að synda í sjónum. Ég verð fimmtugur í vetur, og er ekki fimmtugum allt fært?” -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.