Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 16
16 i DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta i Efstasundi 90, þingl. eign Ómars Morthens, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands og Axels Kristjánssonar hrl., á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981 kl. 16.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Lokastig 20, þingl. eign Sigurbjörns Friðriks- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik, Landsbanka íslands og Innheimtustofnunar sveitarfélaga á eigninni sjálfri þriðjudag 8. desember 1981 kl. 10.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 38., 40. og 42. tbl. Lögbirtingablaðs 1981, á hluta í Hverfisgötu 108, þingl. eign Sigurvalda Hafsteinssonar, fer fram eftir kröfu Sveins H. Valdimarssonar hrl., Gjaldheimtunnar í Reykjavík og Landsbanka tslands á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 38., 40. og 42. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Austurbrún 2, þingl. eign Óla J. Kristjánssonar o. fl., fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbankans, Guðjóns Á. Jónssonar hdl. og Gjald- heimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981 kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta i Skipholti 3, þingl. eign Ernu hf., fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981 kl. 13.30. Borgarfógetaembættiö i Reykjavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., 75. og 77. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Skipholti 33, þingl. eign Tónlistarfélagsins í Reykjavík, fer fram eftir kröfu Gjald- heimtunnar i Reykjavík og Hákonar H. Kristjónssonar hdl. á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981 kl. 13.45. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á Laugavegi 67, þingl. eign Ársæls Guðsteinssonar, fer fram cftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavik á eigninni sjálfri miðvikudag 9. desember 1981 kl. 11.00. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Laugavegi 101, þingl. eign Sigríðar B. Guðmundsdóttur, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar i Reykjavík á eigninni sjálfri, miðvikudag 9. desember 1981 kl. 11.15. Borgarfógetaembættið i Reykjavik. Nauðungaruppboð annað og siðasta á hluta í Torfufelli 23, þingl. eign Óskars Hanssonar, fer fram eftir kröfu Jóns G. Briem hdl. og Veðdeildar Landsbankans á eigninni sjálfri þriðjudag 8. desember 1981 kl. 16.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavfk. Nauðungaruppboð annað og síðasta á Lambastekk 2, þingl. eign Niels Blomsttrberg.fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar I Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 8. desember 1981 kl. 14.45. Borgarfógetaembættið f Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 38.. 40. og 42. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á hluta í Kötlufelli 3, þingl. eign Péturs Hallgrimssonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsb.'nkans og Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri þriðjudag 8. desember 1981 kl. 15.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavfk. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 70., 74. og 77. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Brekkutangi 20, Mosfellshreppi, þingl. eign Péturs Kornelíussonar, fer fram eftir kröfu Kristins Bjömsson hdl., Landsbanka íslands og Veðdeild- ar Landsbanka íslands á eigninni sjálfri miðvikudaginn 9. desember 1981 kl. 14.30. Sýslumaðurinn i Kjósarsýslu. Ræður eðlið eða um- hverfið Irfi okkar? Joanmtta og Irwnm voni aðskKdar þmgmr þœr voru aðeins sax vlkna gaml- ar, an h/ttust aftur aftír þrjátíu og þrfú ér. Það kostu/ogasta som kom í IJós var þó það, að Jaanotta var stöðugt mað vark i mjöðminni sam engin skýring fannst é. Við laaknisrannsókn kom íijös að irana hafði maðfædd- an gaila í hœgri nýöðrn, sam hafði áttað vakta henni óþægindum, enhún Báðir höfðu þeir kvænzt konum sem bára nafnið Lindaenskiliðog kvænztafturkonum sem eiraiig hétu samanafni Mikill og vaxandi áhugi er nú um allan heim á að rannsaka sameiginleg einkenni og sláandi samsvörun hjá eineggja tviburum, sérstaklega þeim sem aðskildir hafa verið frá fæðingu eða unga aldri. Virtar visindastofn- anir eyða miklum tíma og fé I slíkar rannsóknir, ekki einungis af forvitni, heldur beinlinis til að fá fram svör við spumingum eins og þeirri hvað það sé sem veldur einkennum ein- staklinga, er þetta allt saman með- fætt? Hversu miklu veldur umhverfið og svo framvegis. Hér á eftir verða rakin nokkur dæmi um tvíbura sem hafa verið rannsakaðir, bæði líkamlega og með tilliti til lífsferils þeirra. Fyrstir eru bræðurnir Jim Lewis og Jim Springer. Þeir fæddust 19. ágúst 1939, en þeim var strax komið í fóstur hvorum á sínu heimilinu. Báðum var gefið nafnið Jim. í heil fjörutiu ár lifðu þeir hvor sinni tilveru, án þess að hittast og það var ekki fyrr en Lewis, sem vitað hafði um tilvist bróður sfns frá sex árá aldri, fór á stúfana og hafði upp á honum að þeir hittust. Ótrú/ega margt sameiginlegt „Um leið og við hittumst fundum við fyrir óumræðilega nánum tengsl- um”, segir Lewis og það var ekki orðum aukið. Þegar farið var að bera saman lif Jieirra tveggja, voru ótrú- lega margir hlutir sem þeir áttu sam- eiginlega. Báðir höfðu kvænst konum sem báru nafnið Linda, en skilið og kvænst aftur konum sem einnig hétu sama nafni, Betty. Lewis skírði frumburð sinn James Alan, en Springer nefndi sinn son James Allan. Báðir höfðu I æsku átt hund sem þeir kölluðu Toy. Þá höfðu þeir báðir unnið i lögreglunni, starfað hjá McDonalds hamborgarakeðjunni og unnið sem afgreiðslumenn á bensín- stöðvum. Sumarleyfum sínum eyddu þeir á sömu baðströndinni á Florida og báðir naga neglurnar upp i kviku. Og áfram í sama dúr. Þeir keðju- reykja báðir sömu sígarettutegund- ina, smíða húsgögn í fristundum, þyngdust um 5 kíló er þeir komust á táningaaldurinn og báðir áttu stjúp- bróður með nafninu Larry. Stærð- fræði var þeirra uppáhaldsfag í skóla og málfar þeirra er sláandi likt. Þeir hafa báðir fengið hjartaslag tvisvar og hafa tilhneigingu til höfuðkvala. ÓsýnHegur híekkur? Tilfelli þessara tviburabræðra reyndist hásakólanum í Minnesota falinn fjársjóður. Sálfræðingurinn hafði aUrei funtUO fyrirþví. Tom Bouchard, sem stundað hafði rannsóknir á tviburum um tíu ára skeið, fór nú á stúfana ti) að hafa upp á fleiri tilfellum þar sem tvíburar höfðu verið aðskildir frá fæðingu eða þar um bil. Og þegar liggja fyrir viðtöl og rannsóknir á sextán tví- burum. í öllum tilfeUum eru „tilviljan- irnar” með ólíkindum. En eiga þær sér einhverja eðUlega skýringu? Eða er einhver ósýnilegur hlekkur mUli eineggja tvíbura, sálfræðilegur eða jafnvel einhverjir dulrænir straumar sem enginn fær skýrt? Við þessu eru engin svör ennþá, en við skulum líta á fleiri dæmi. Barbara og Daphne fæddust I London 1939 og var strax komið í fóstur hvorri á sínu heimilinu. Þær hittust ekki aftur fyrr en árið 1980 og sameiginleg einkenni Jjeirra eru lygi- lega mörg. Til dæmis notuðu þær sama háralitinn til að fela gráu hárin. Þær eiga sömu uppáhaldsrithöfund- ana og báðar kynntust þær eigin- mönnum sínum á sveitaballi 16 ára gamlar. Þær giftu sig á sama aldri, að haustlagi og unnu báðar hjá því opinbera, sem og eiginmenn Jjeirra beggja. Þær misstu báðar fóstur við fyrsta barn, en eignuðust siðan tvo syni og eina dóttur. Báðar lögðu fæð á stærðfræði í skóla, en eiga sjúklegan dansáhuga sameiginlegan. Og báðar eru með eindæmum hlátur- mildar, enda fengu þær fljótlega viðumefnið „flissandi tvíburarnir”, er þær komu til rannsóknar í Minne- sota. Deyje samdœgurs Þessar systur ólust upp í mjög ólíku umhverfi og við ólíkar aðstæður. Hugsunarháttur þeirra er þó mjög svipaöur og engan mun að finna á málfari. Líkamlega em þær mjög ájrekkar, nema hvað önnur er ívið léttari, en báðar berjast við hjartatruflun og heilalínurit þeirra reyndist svo til eins. Og rúsínan í pylsuendanum reynd- ist svo lokaspurningin við rannsókn- ina í Minnesota. Þá spurði prófessor Bouchard þær hvora I slnu lagi, hvað þær vildu helst verða og báðar bjuggu til sama svarið: Óperusöng- konur. Það var mjög langt frá sann- leikanum, þvi báðar eru vita lag- lausar. Dæmi af þessu tagi mætti lengi rekja. Oft höfum við heyrt um tvíbura sem deyja svo til samdægurs I sinu heimshorninu hvor Dorothy og Marjorie voru tvibura- systur sem verið höfðu óaðskiljan- legar i æsku. í apríl 1961 dó Dorothy með sviplegum hætti vegna of stórrar svefntöfluinntöku, sem álitið var að hefði verið ■ slys. Aðeins örfáum klukkustundum síðar barst skeyti frá Suður-Afríku sem tilkynnti lát systur hennar, Marjorie. Jim og Arthur Mowforth, voru sérlega samrýndir í uppvextinum og höfðu báðir starfað fyrir herinn alla sína tíð. Þeir náðu 66 ára aldri, en önduðust sama daginn í apríl 1975ogbáðirafhjartaslagi. Keith og Kenneth Main voru aðeins smástrákar þegar sá fyrr- nefndi þurfti að gangast undir hjarta- uppskurð. Kenneth var heima á meðan, en nákvæmlega á sömu stundu og bróðir hans var skorin upp, engdist hann sundur og saman af kvölum í brjóstholinu. Og það sama gerðist nokkrum dögum siðar þegar saumurinn var tekinn úr þeim sem skorinn var. Ótrúlega sterk tengs/ Slfk tilfelli, þegar tvíburarnir alast upp saman hafa oft verið rakin að miklu leyti til umhverfisins. Þegar foreldrar standa allt í einu frammi fyrir því að eiga tvö börn í staðinn fyrir eitt, verður fyrirhöfnin meiri, áhyggjurnar og allt sem því fylgir tvöfaldast. Þess vegna leita þessir einstaklingar ósjálfrátt meira sam- neytis og liðsinnis hvor hjá öðrum. Tengslin sem skapast eru ótrúlega sterk. En að því er varðar hina, sem aldrei hafa hist, en eiga þó svo ótrú- lega mikið sameiginlegt, þá leiðir það sterkar líkur að þvi, að meðfæddir eiginleikar stjórni meira í lífi okkar en áður var álitið. Sé það rétt reynist áhrifamáttur mannsins sjálfs á líf sitt og tilveru ekki sá sem við viljum sjálf telja. Umhverfið sem við ölumst upp í og kringumstæðurnar sem við búum við, hefur því minna að segja en al- mennt hefur verið viðurkennt. Frekari rannsóknir bíða framtíðar- innar og vafalaust er fleira sem á eftir að koma á óvart. Varhugavert er þó aðalhæfanokkuð, en óneitanlea hrista niðurstöður sent þegar eru fengnar, nokkuð upp i viðteknum skoðunum samtimans. (Þýtt og endursagt-JB) Jkn Lavris og Jkn Springer h/ttust mftur eftír 39 éra aðskMnaO. Þé kom i fós að aaktnl konur þekrm béru sama nrnfn og þeð sem meka var. Þter fyrri hðfðu gert þeð Ska.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.