Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 20
2C
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
Á þessu heimili er ekki til setunnar boðið. Þó erum við allt í einu sest' and-
spænis hvort öðru.
Steingrímur með alpahúfuna á kollinum og í hermannslegum fjallaklossum
og tekur í nefið í flýti, ég enn í kuldakápu með trefilinn margundinn um
hálsinn, fálma eftir skriffæri og blokk, reyni að festa orðin hans á blaðið áður
en þau falla til jarðar, sem er sko enginn leikur skal ég segja þér. Víst situr
Steingrimur þarna með bakið í gluggann og Breiðholtið en orðin koma
hvaðanæva að, frá Stokkseyri, New York, Nottingham og Akureyri og ekki gott
að vita hvað honum dettur næst í hug eða hvert hann er að fara.
Þrír dýrlingar |
Eitt er víst, honum líður vel. Hann
sagði mér það strax. ,,Sko, ég á 17
mánaða afmæli, ég nota ekki bús núna.
Ég hef verið að stokka allt upp, breyta
minni innri gerð. Sjáðu, sumum finnst'
svo asnalegt að vera þurr og eru að láta
það fara í sálina á sér, en ég held að
maður verði að nota þetta i eitthvað já-
kvætt — ég réðst á hugann, já, og svo
erum við loksins búnir að fá íbúð, ég bý
hérna með sonunum mínum, honum
Jóni Jóni Tómasi, sautján og
Steingrími Lárents, nitján.
Jóni Jóni?
„Já hann heitir i höfuðið á Jóni
Ásgeirssyni galdramanni og eld-
prestinum, Jóni Steingrimssyni (ég er
áttundi maður frá Steingrími, föður
Jóns) og hann heitir líka eftir Tómasi
af Aquinas — ha, já, við heitum allir
eftir dýrlingum, þaðer kaþólskur siður
að nefna börn eftir dýrlingi
fæðingardags þeirra — sjálfur heiti ég
Steingrímur Stefán Thomas, mann-
'eskja. . . ”
.....við eigum hana allir saman
feðgarnir, unnum fyrir henni, hvenær
komum við hingað, jú, við komum í
ágúst. Þá vorum við búnir að vera víða,
fyrir vestan, á Flateyri á Hvilft,
IHöfðakaupstað, fyrir vestan lærðu
strákarnir gð vinna á því-að vera í
frystihúsi, ég vil að þeir læri að vinna
og að þeir finni til þess að fá viður-
kenningu fyrir unnið verk, ha? Eignar-
kenndin manneskja. Nei, ég er ekki að
reyna að kenna þeim eigingirni, bara
hitt, að þeir fái sitt fyrir sinn snúð.
Mér finnst töluvert um neikvætt
viðhorf til þessara hluta; núll
punkturinn hefur breyst í sálfræð-
inni. . .”
— Hvað meinarðu?
,,Jií , þetta er eins og þegar þú ert’
að stilla linsur í sjónauka, ha, ert að.
frnna rétta punktinn. Hvað er normalt.
Skilurðu?”
— Ekkigott að vita. Hvaðvarþetta
með dýrlingana, ertu kaþólskur?
„Já, að sjálfsögðu lady. Ég
gerðist kaþólskur árið 1954. Ég var í
catecismanum í ein fjögur til fimm ár
hjá honum síra Hákoni syni Lofts ljós-
myndara. Hann sagði að ég yrði að
verða almennilega loyal, það er
nefnilega ekki nóg að komast i
stemmninguna sjáðu — svo var ég
„laminn” til hlýðni við þetta, það var
11. júni 1958 við biskupun í Landa-
kotskirkju. Veistu, það er alveg sérstök
náð að trúa, ég finn engan tilgang án
guðs, og guð ræður. Það er alveg víst.
Ég fer í messur og ég skrifta — ég er í
fínum selskap hér með írunum, hvað
hefurðu ekki heyrt um írana hérna i
Breiðholtinu? Það væri ffnt efni í blað
manne<-kja, ég skal bara koma þér í
samband við þá strax. En vill ladyin te?
Og sætabrauð? Já, fínt. Er ykkur ekki
sama þótt ég gefi ykkur te í eldhúsinu?
Vill ladyin ekta te eða pokate. Ég held
ég búi til ekta breskt te með laufum. Er
ladyinu sama þótt hún drekki úr máli
með krabbamerkinu. Og sætabrauð.
Ég keypti þetta í gær, er þetta ekki
randalína?”
Svo býr Steingrimur til alþjóðlegt
.pokate og sker randalínu í sneiðar af'
miklumglæsibrag.
Teið og randalínið (eða
randalínan?) ná okkur niður á jörðina,
a.m.k. hálfa leið. Friðþjófur hættir að
taka myndir, Steingrímur einbeitir sér
að kökuskurðin,um og tepokununi, ég
fæ tóm til að láta mér detta einhverjar
spurningar i hug. En ekki lengi:
„Sko maður má ekki vera beiskur,
láta biturleikann ná tökum á sér,
maður verður að vera mannlegur.
Kaþólskan hjálpaði mér í Vietnam-
styrjöldinni minni, maður barðist ekki
einn. Sjálfsvorkunninn má aldrei ná
yfirhöodinni...”
— Hefurðu stórar ástæður til að
vera beiskur?
„Þetta líkar mér, gakktu á mig,
þannig á það að vera. Voðaleg
spurning þetta. Blaðamennskan, hún er
eins og eitthvert bíokemiskt efni, fer í
blóðið, ah ég man eftir þessu, hvernig
er hægt að lifa án þess að finna lykt af
prentsvertu og vera á hlaupum, svona
var þetta þegar ég var á Vísi í gamla
daga, það var sko sagt go and get it and
shoot like hell, það er það sem þarf að
gera . . . maður á að búa i eilífu
tilhugalífi, mér hefur alltaf leiðst kyrr-
staða gífurlega, blaðamennskan var
eins og eilíft tilhugalíf. Veistu ég var að
endurheimta lafði Kristínu, eftir 19
skilnaðinn, Kristín, hún er
sko lady...”
Hún er gleðigjafi
Biddu, bíddu, hvað var þetta með
Víetnamstriðið þitt?
Jú, sjáðu, ameríski herinn, hann var
tvö ár í Víetnam, ég var i hernaði á
Stokkseyri. Eftir að ég skildi við
Margréti — Márgréti eins og ég kallaði
hana. Það er stórbrotin lady, hún rekur
núna gallerí við Lækjartorg. Ég fór á
Stokkseyri með börnin, ladyin bara er
ekki þannig, það var ekki fyrir hana og-
ég fór með strákana austur og keypti
Roðgúl. Það var 1972. Krakkarnir
höfðu verið í sveit og ég ætlaði að fá
húsnæði í vesturbænum en það bara
tókst ekki. Ég man alltaf eftir því þegar
við komum í þetta gamla sjávarkot á
Stokkseyri og eldri strákurinn sagði,
pabbi, mikið er þetta fínt og fallegt
hús. Annars á ég dóttur líka, hún er í
fóstri. Hún er 15 ára og þrælpjöttuð,
sambandið á milli okkar er fjarlægt en
náið. Hún er minn gleðigjafi. Mamma
hennar hún Margrét, hún var nemandi
minn fyrir norðan, ég grýtti hana einu
•sinni í ennið — þriðja augað — með
krít. Þá var ég vatnsgreiddur og i fínum
borgarafötum, hún leit á mig sem sinn
offisier.
En ég mætti þarna á Stokkseyri,
furðulegur málari, kall með krakka á
La Costa Brava eins og Stokkseyri
heitir öðru nafni, þar eru aðrar jónir í
loftinu en annars staðar i Árnessýslu.”
Og Stokkseyri gerði þig beiskan?
„Nei, þeim þótti ég bara skrýtinn,
held ég. Þeir voru jákvæðir gagnvart
mér samt, ég á jafnvel vini þar ef í
harðbakka slær. En ég brást þar á
vissan hátt. Ég veit ekki hvort það var
mér að kenna — jú, líklega. Sko, ég
ætlaði að halda sýningu, það kom fullt
af fólki, manneskja, en ég týndist
suður á velli, í officeraklúbbnum —
sýningin fór í vaskinn.
Já, mér líkar vel við Ameríkanr
Þeir hafa þessa hörku og ákvörðun ng
and get it, skilurðu. Þeir <.:u oestr ogr
versta þjóð í heimi. Viltu meira te? -
Steingrímur fer fram í eldhús, já
einhvern tímann hljótum við að hafa
flutt okkur aftur inn í stofuna eftir te
nr. 1. Annað tóm handa blaðamanni til
að ná pól í hæðina. Stofan, það er þó
fastur punktur. Eða hvað. Ekki
stofuleg. Yfirfull af kláruðum og hálf-
kláruðum myndum. Margar eftir'
Steingrím, hann er að safna í
sýninguna, þá 46.siðan árið 1966 held
ég. Vatnslitamyndir i hrúgu á legubekk
á miðju gólfi. Reykelsislykt, penslar og
krukkur, ljósmyndir . . Heyrðu lady,
svona hefurðu ruglað mig. Ég ætlaði
að gefa þér enskt laufate og gaf þér svo§
pokate. Nú ætla ég að búa til ekta te.
Notar ladyin mjólk? Ég re'mi að byrja
uppánýtt.hérognú:
Steingrímur, hvernig er að búa í
Breiðholtinu, mér finnst næstum því að
þú passir ekki í umhverfið?
Þetta er elegant hverfi óg sjáðu, svo
er búlevard fyrir utan gluggann minn.
Einu sagði sagði írskur trúboði: ég vil
vera þar sem fólkið er. Sama segi ég,
sykur lady? — Þetta er ekkert Bronx,
þetta er elegant. Fjallaloft og stórhýsi,
ha! Þetta er eins og að vera upp til
fjalla. Við sáum auðvitað, strákarnir
og ég, að við yrðum að skíra staðinn,
við höfum alltaf búið í húsum með fín-
um nöfnum. Þetta heitir Að Hæðar-
dragi, Gólanhæðum 2. En það myndi
kannski vefjast fyrir póstinum,
heldurðu þaðekki?
Ég veit það ekki. Ég er ekki að
hugsa um póstinn, heldur Steingrím.
Spyr bara: Steingrímur gerirðu þér far
um að vera öðru vísi en aðrir?
— Voðaleg spurning! Já, ég svara,
auðvitað svara ég ladyinu. Sko, ég hef
alltaf trúað á individualitet, ég er á
móti múgrænu, maður verður að vera
egóinu samkvæmur.
— Hefur það áhrif að vera sonur
frægs manns?
Já, víst er óþolandi að vera alltaf
kenndur við einhvern annan. Ég var
kallaður Steini meistara, ég var sonur
Sigga „gráa”. Kannski fær maður
s vona komplex af því.
Það gerist eitthvað núna.
Steingrímur fer að hugsa sig um.
„Sko, ég var sárt leikinn, til dæmis
af strákunum í innbænum, ég man eftir
því. Þeir eltu mig og uppnefndu mig, ég
var í þeirra augum annars konar. Og
þeir köstuðu i mig grjóti, ég var svona
átta ára. Mamma mín kenndi mér að
maður ætti aldrei að klaga. Hún
kenndi mér það og ég fór eftir því. Það
var fullt af köttum í skólanum, það var
Rúna í Barði sem gaf mér þá, þeir hétu
Múhameð fyrsti og Múhameð annar og
þriðji og þeir voru í kjallaranum. Þegar
mér leið illa, strauk ég köttunum. Ég
man eftir þegar strákarnir í innbænum
voru búnir að fara svona illa með mig
þá fór ég ofan í kjallara og strauk
köttunum, þvi mamma kenndi mér að
klaga ekki. Veistu lady, þetta var
voðalegt, það var eins og átta ára smá-
stelpu hefði verið nauðgað (eins og
kom fyrir Marilym Monroe)”
* „Nei, það var ekkert gaman að vera
sonur meistara. Maður var svo
óheppinn að alast upp í skólanum og
vera kenndur við hann og þurfa að
hlusta á umtal um pabba sinn og vera
kenndur við hann líka. Þeir töluðu illa
um kallinn. Og svo var ég álitinn spíon
fyrir hann. Hermann heitinn Gunnars-
son, hann orti einu sinni níðbrag um
mig, eins og ég væri djöfullinn og það
var erfið gangan heim þann dag. Eftir
það fór ég að taka öl með strákunum til
að vera með, fyrr hafði ég hvorki reykt
né drukkið. En ég varð að sanna að ég
stóð með þeim. Svo keypti maður sér
'danskar lykteyðandi pillur, þær hétu
Sen-sen ogfengus'.í Stjörnu-Apóteki, til
að Old boy fyndi ekkert þcgar maður
kom heim á kvöldin.
Ég var uppalinn af frú Halldóru,
lady Halldóru. Hún var sunnlensk
donna, skal ég segja þér. Hún lét mig
ganga í ullarnærfötum, síðan geng ég
alltaf í ullarnærfötum, hún lét mig fara
í heita og kalda sturtu til skiptis. Hún
var stólpakvenkostur og af fínum
ættum, Stephensen og Finsen og
prestsdóttir úr Rangárvallasýslu skal ég
segja þér. Hún hafði þetta yfirstéttar-
bragð, einu sinni sá kaupmannsfrú á
AK. hana vera að bjástra í ljótum
gúmmístígvélum við garðvinnu en varð
á að segja að það væri sama í hverju
hún frú Halldóra væri, hún væri alltaf'
fyrirkonuleg.
„Vígaferli
dagsins, lady"
Hjónabandið þeirra var gamaldags,
þau voru eins og kerra og plógur. En ég
bar samt virðingu fyrir henni. Gífur-
lega virðin^u. Og ég svaf fyrir ofan
Guðmund Ingva bróður og hann var lika
látinn vera í ullarnærfötum og ég gat
ekki sofið fyrir það hvað þau stungu
mig. En samt tókst mér að hvílast eftir
vigaferli dagsins. Vígaferli dagsins
lady.
En stundum var ég argur út í hana
vegna þess að hún fæddi mig inn í skól-
ann, jarðkringlan snerist um þennan
skóla og Vaðlaheiðin var alltaf á sama
stað. Enda fór ég ungur að heiman. Þá
sögðu þeir á Akureyri að nú ætti að
fara að forbetra Steina meistara!
En hún mamma frú Halldóra, hún
var stólpakona. Pabbi elskaði Reykja-
vík. Þar voru vinir og sálufélagarnir.
Pabbi vildi eiginlega ekki fara norður,
hann hafði gert sér vonir um að fá
Kennaraskólann.
Jú víst þykir mér vænt um Akureyri.
En Reykjavík, veistu lady, Reykvíking-
ar kunna þessi óskráðu lög um mannleg
samskipti, sérstaklega vesturbæingar.
KR-ingar, þeir kunna þessi lög. Það er
einhver önnur og dýpri sálfræði. Ég
spurði einu sinni knattspyrnuhetju, Gó
Gó Sigtryggs að norðan, hvað skapar
champion, hvað gefur þetta keppnis-
skap og hann svaraði: Veistu hvað það
er? Ég held að það sé viðkvæmni. Vörn
gegn tilfinningasemi. Sko, erotískar
konur eru oft álitnar mjög harðlundað-
ar en þær eru einmitt oft mjög við-
kvæmar, innst inni annars held ég að
sálin búi á öðrum stað í konunum.
Einu sinni sagði mér kona hvar sálin í
karlmönnum væri, en það er kannski
rauðsokkuhjal, ha!