Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Side 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Side 12
12 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. Ferðamál Ferðamál Ferðamál Umboðsmaður Samvinnuferða íLondon: „London er frábær ferðamannastaður” —en það er ekki eins gott að búa þar Margt ber að varast í erlendum stórborgum: FOfííHST ÞESSI HVERFl I BANDARÍSKUM BORGUM „Það hefur orðið geysileg fjölgun ferðamanna, sem koma með Sam- vinnuferðum—Landsýn til London,” sagði Veikko M. Kokkila, umboðsmaður Samvinnuferða í London, en hann kom til íslands ásamt samstarfsmanni sínum nýlega. „í nóvember og desember eigum við von á sjö hópum frá Samvinnu- ferðum, en í hverium hÓD eru 50—60 manns. Árlega koma um tólf hundruð íslendingar til London á vegum Samvinnuferða”. Veikko Kokkila er Finni og er hann framkvæmdastjóri Scancoming, sem skipuleggur Lundúnaferðir ýmissa ferðaskrifstofa á Norðurlöndum, og á vegum fyrirtækisins koma árlega 30 þúsund ferðamenn til London. Scan- coming er umboðsaðili ferðaskrif- stofa í Frakklandi, Bandaríkjunum, írlandi og á öllum Norðurlöndunum. Veikko sagði, að Scancoming skipulegði allar ferðir í Lundúnum fyrir sína viðskiptaaðila, pantaði og keypti miða í leikhús, á tónleika, kvikmyndahús og á knattspyrnuleiki. „Knattspyrna er nokkuð, sem menn hreinlega verða að sjá þegar þeir koma til Englands”, sagði Ann- eke Dekker, starfsmaður hjá Scan- coming. „Fótboltinn er hluti af þjóðarsál Englendinga. Það að fara á knatt- spyrnuleiki í Englandi er ekki bara að horfa á fótbolta — þetta er athöfn!” Anneke sagði, að Scancoming hefði alltaf til reiðu miða á heima- leiki Tottenham og Arsenal, en fyrir- tækið gæti þó útvegað miða á alla aðra leiki. Ef miðapantanir bærust seint, gæti þó þurft að kaupa mióana á „svörtum markaði”, sem þýddi meiri útgjöld, en mönnum stæðu miðarnir til boða. Þess eru dæmi, að miðaverð hafi komist upp í 85 pund! „íslendingar hafa áhuga á fleiru en fótbolta,” sagði Veikko. „fslendingar sækja mikið leikhús í London, og telst mér til að 60—70% allra íslendinga, sem við höfum af- skipti af, fari í leikhús.” Anneke og Veikko voru á einu máli um það, að samskiptin við ís- lendinga hefðu verið afar ánægjuleg, án undantekninga. Aðspurð sögðu þau, að sumir fengju sér kannski hressilega neðan í því, en þeir væru aldrei til vandræða. „Þegar íslendingar fara út, þá virðast þeir staðráðnir i því að skemmta sér — og gera það. Þeir eru kátir og lifandi, skoða mikiö, dansa mikið og drekka mikið. En það hljót- Jólaferðir til Kanarí og Miami Undanfarin ár hefur verið efnt til hópferða á erlendar baðstrandir um jólin og hefur þátttaka yfirleitt verið góð. Hafa margir notað tækifærið til að flýja svartasta skammdegið og slappa af í sólinni án þess að tapa of mörgum dögum frá vinnu. Hjá Sveini Sæmundssyni, blaða- fulltrúa Fiugleiða, fengum við þær upplýsingar aó full vél færi til Kanaríeyja 17. desember. Hópurinn, sem telur 164 farþega, kemur heim aftur þann 7. janúar. Þessi ferð er farin á vegum Flugleiða, Samvinnu- ferða, Úrvals og Útsýnar og hefur eftirspurn verið mikil ehda iöngu uppselt. Þá mun 70 manna hópur fara héð- an til Miami þann 19. desember með flugi um New York. Heim verður komið 10. janúar. Einnig er vitað um þó nokkra sem ætla að eyða jólunum á skíðastöðum i Sviss og Austurríki, auk þess sem ýmsir einstaklingar fara í styttri eða lengri utanlandsferðir á þessum árstíma. -SG Af og til fréttist um saklausa ferða- menn sem verða fórnardýr ræningja vestur í henni Ameríku og á dögun- um var því slegið upp sem forsíðu- frétt í Tímanum að íslendingur hefði verið rændur fiðlu sinni.á götu í New York. Þetta hefur ekki þótt stór frétt þar í borg þvi á síðasta ári bárust lög- reglunni i New York tilkynningar um liðlega 100 þúsund rán og þjófnaði og reiknar með að álíka fjöldi þjófn- aða hafi ekki verið kærður. Óttinn við að verða rændur ellegar myrtur hefur hrætt ýmsa frá Amer- íkuferðum. Hvað morðunum við- kemur má geta þess að 1821 morð var framið í New York á siðasta ári. { tveimur þriðja tilfella var um það að ræða að morðinginn og fórnarlambið þekktust. Það ár sóttu 17 milljónir ferðamanna borgina heim, þar af um 2,5 milljónir Evrópubúa. Tölfræði- lega séð er því sáralitil hætta á að hann Jón í Breiðholtinu verði drep- inn þótt hann bregði sér til New York. Hins vegar þarf hann að sýna vissa aðgát þar sem í öðrum borgum. í stórborgum Bandaríkjanna sem ís- lendingar ferðast helst til eru hverfi sem ber að varast. Lítum aðeins nán- ar á málið. New York Ef við tökum New York fyrst þá er það auðvitað sjálfsagt að halda þeirri almennu reglu að veifa ekki seðlum úti á götu, nota ferðatékka sem mest og láta hótelið geyma verð- mæti í geymsluhólfi. Verði fólk fyrir ógnunum ræningja þá er ekki um annað að ræða en láta lausafé af hendi og ekki sýna mótspyrnu. Lífið er dýrmætara en nokkrir dollarar eða armbandsúr. Þau hverfi í New York sem eru hættuleg ferðamönnum á öllum tím- um sólarhrings eru neðsti hluti Man- hattan að austanverðu, austur af First Avenue og suður af 12. stræti. Harlem, norður áf Central Park og milli 125. og 156. strætis, Suður- Bronx og Bedford-Stuyvesant hverf- ið. Central Park er hættulegur staður að nóttu en fyrir norðan 100. stræd þarf einnig að gæta fyllstu varúðar að degi til. Þá ber ferðalöngum að fara með gát um Chinatown, Bowery, norð- vestur Brooklyn og svæðið milli 38. og 48. strætis, vestur af Brodway. Af úthverfum eru glæpir tiðastir í Queens, en síðan koma Bronx og Brooklyn. Dragið hringi um ofan- greinda staði á kortið og farið aldrei um þá fyrstnefndu. Miami Sérfræðingar ráðleggja ferðafólki sem heimsækir Miami að forðast norðvesturhluta staðarins. Þar, nán- ar tiltekið í Liberty City, hafi verið nokkuð um kynþáttaóeirðir. Hins vegar þurfi lítt að óttast á öðrum stöðum en gæta þess að læsa alltaf herbergjum sínum vel þvi hnupl ku vera vinsæl íþrótt. Los Angeles Glæpir hafa aukist mikið í Los Angeles á allra síðustu árum. Þar svífast krimmarnir einskis í skugga- hverfunum. Má nefna sem dæmi sög- / New Yofk hafa sjáffboða/iðasveitir irerið starfandi undanfarin tvö ér, „Guardian Angels", við neðanjarðarbrautimar. Þessir sjátfboðaiiðar em bæði biakkir og hvrtir og berja ótæpilega á ræningjalýð sem hefur mjög herjað á farþega iestanna. una um tvo Fransmenn sem komu til borgarinnar i fyrsta sinn. Þeir fóru í kvöldgöngu og voru þá stöðvaðir af tveimur ungum mönnum. Án orða dró annar upp byssu úr pússi sínu og skaut annan Frakkann til bana. Hinn krimminn sneri sér að Frakk- anum sem eftir lifði og sagði rólega: „Ef þú lætur okkur ekki hafa alla peningana þína fer eins fyrir þér”. Atburður þessi skeði í hverfinu Watts, illræmdu gettói, þar sem eng- inn utanaðkomandi ætti að drepa niður fæti. Annaðhvort hafa Frakk- arnir ekki verið varaðir við eða þeir hafa ekki sinnt neinum aðvörunum. Auk þessa hverfis er svæðið austur af miðborginni mjög hættulegt ókunn- um sem og MacArthur garðurinn. Washington D.C. í Washington eru 80% íbúanna blakkir. Glæpir eru tíðastir í slömm- um blakkra í suður- og austurhluta borgarinnar. í norður- og vesturhlut- um borgarinnar er ástandið allt ann- að og betra, til dæmis í Rosslyn og Crystal City. Lögreglan segir vasa- þjófa aðgangsharða á Capitol Hill svæðinu og varast beri að fara niður fyrir 14. stræti sem er Brodway þeirra í Washington. Á horni 14. strætis og U strætis halda eiturlyfjasalarnir sig og ekki óalgengt að það slái í brýnu og byssur þá gjarnan brúkaðar. Þetta látum við nægja um nokkrar stórborgir í Ameríkunni og hættuleg- ustu staði þeirra. Sniðgangið-skugga- hverfin og njódð ferðarinnar. -SG Umsjón: Sæmundur Guðvinsson Veikko M. Kokkila, framk væmdastjóri Scancoming, Anneke Dekker, samsterfsmaður hans og Bysteinn Holgason framkvæmdastjóri Sam- vinnuferða-Landsýnar. (Vísismynd: GVA) ast aldrei nein vandræði af þeim. Ég kann sérlega vel við íslendinga,” sagði Anneke. Veikko sagði, að Íslendingar virt- ust yfirleitt hafa næg fjárráð 1 London. Þó kæmi fyrir, að einhver yrði peningalaus, og þá hefði Scan- coming oft hlaupið undir bagga og lánað þeim peninga. Þessir peningar hefðu án undantekninga verið endur- greiddir og það oftast innan viku. ,,Ef fslendingar eiga í hlut erum við hættir að láta einhvern ganga 1 ábyrgð fyrir þá. Undirskrift eða jafnvel munnlegt loforð þeirra nægja okkur nú orðið.” Veikko hefur búið i London í átta ár og hann sagði, að London hefði bæði kosti og galla stórborgar. „Fyrir ferðamenn er London stór- kostleg. Þar er ótalmargt að sjá og skoða — iðinn ferðamaður gæti verið heilt ár í London án þess að ná því að sjá alla athyglisverða staði og sýning- ar. En það er ekki eins yndislegt að búa þar. í Englandi er mikil kreppa og at- vinnuleysi og það kemur niður á íbú- unum, ekki ferðamönnunum.” Veikko og Anneke dvöldu í tæpa viku hér á landi. Þau fóru í skoðun- arferðir — sáu meðal annars Geysi gjósa — og þau hrifust mikið af feg- urð landsins. En mest hrifust þau af íslendingum. „islendingar eru ákaflega elskuleg- ir og það er gott að kynnast þeim. Við eigum örugglega efdr að koma aftur,” sagði Anneke Dekker. -ATA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.