Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Qupperneq 21
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981.
„Ég minnti hana
mest á..."
Konur og karlar. Að skilja er að
deyja svolítið, þú veist það lady. En
það verður að taka því með stærð. Ég
er tvískilinn. Já, já, Margrét var lady
önnur. Sú fyrsta hét Guðrún Bjarna-
dóttir, hún er meinatæknir, ég sá hana
fyrst í stássstofunni hjá Dóra skipper á
ísafirði á sjómannadaginn. Þá var ég
nýbúinn að missa Líf og list og hafði
farið vestur til að sleikja sárin hjá
frændfólki mínu í Vigur. Ég þarf allt-
af að komast burt til að sleikja sár, það
er eins og dýrin gera. Hún sagði að ég
hefði minnt sig á hest þá. Svo sá ég
hana næst í Skagafirði, þá var ég á
miklum hesti sem Marka-Leifi átti og
ölvaður af landa og þóttist eiga mikið
undir mér og reið að henni — að forn-
um sið og ég held að ég hafi þrifið til
hennar, að fornum sið! En það varð
ekkert úr þessu þá, nei, ekki fyrr en
’54, þá hitti ég hana. Hún er afskaplega
bókmenntasinnuð, kunni utan að úr
Einari Ben, það uppgötvaði ég. Hún
bauð mér upp á te og ég hélt hún hefði
sagst eiga heima á Bræðraborgarstíg en
það var þá Barónsstígur en það tók mig
2 tíma og hyggjuvitið eitt saman að
skilja það og náði fundum hennar, að
sjálfsögðu.
En við skildum á 19. júlí ’58, nótt
hinna löngu hnífa. Þá var égfarinnað
skrifa í íhaldsblöð. Hún er 8 árum eldri
en ég. Hún sagði já, að ég hefði minnt
sig á eineygðan erfiðan hest sem hún
hafði þekkt. Svo hafði hún mynd af
mér 10 ára gömlum í matrósafötum á
borðinu meðan við vorum gift.
Hefurðu oft þurft að fara burt og
sleikja sárin, eins og þú varst að gera í
Vigur.
Já. Eg er hef stundum verið hálf-
gerður lifsklaufi, látið stjórnast of mik-
ið af tilfinningunum. Það er eitt af því
nýja hjá mér núna, að balancera það.
Maður skaðar aðra með því að sýna til-
verunni ekki virðingu. Einu sinni
spurði ég Jóhann Hannesson fyrrum
skólameistara, hvað hann legði áherslu
á í skólauppeldi og hann sagðist leitast
við að innprenta virðingu fyrir tilver-
unni. Svo þarf að hafa hugsjón, það er
gott að vera háður hugsjón lady. En til-
finningar gera mann svo viðkvæman.
Og það má ekki versla með þær.
Alkohólismi
er flótti frá mótbárum
Varstu alki?
Það er alltaf afstætt hver er alkohólisti.
Ég var aldrei einn af þeim sem lá í því,
ég gat vaknað alhress og haldið áfram
að lifa lífinu. Kvöld eftir kvöld var
hægt að sitja yfir rauðvínsglasi án þess
að það gerði mikið til. Það eru held ég
til 27 skilgreiningar á alkohólisma. En
nei, ég veit það ekki. Það er satt að
alkohólismi er flótti, viðbrögð gegn
mótbárum. Og ég á 17 mánaða afmæli,
ég sagði þér það. Ég er að læra lífið
upp á nýtt, fer á fundi hjá AA-samtök-
unum, það eru stórkostlegir fundir. Og
reyni að læra. Vera positífur. Kannski
drakk ég eins og Amerikani, þú veist að
þeir drekka kvöld eftir kvöld en þykjast
samt ekki vera alkar.
Ertu að gera það sem þú hélst að þú
myndir gera? Einu sinni vorum við lát-
in skrifa ritgerð í skólanum, titillinn
var. Hvað verður eftir 15 ár? Ég ætlaði
að gerast æsifréttamaður hjá Chicago
Herald Tribune og mála og þess háttar.
Þetta fór svona í þann dúr. Fórstu að
mála til að herma eftir stóra bróður?
örlygi? Nei nei. Ég var alltaf að
teikna og mála. En ég ætlaði að vera
rithöfundur. Ég var blaðamaður. Sko,
eftir skólann fór ég til Englands að ráð
um pabba, til Nottingham, þar var líka
Thor Vilhjálmsson en okkur kom aldr-
ei vel saman. Ég fór að lesa ensku og
bókmenntir, þá var maður ungur ha, ég
treysti mér ekki yfir þröskuld, rétt
sloppinn frá Sigga gráa og frú Hall-
dóru. Þegar ég kom heim var ég á Tím-
anum fyrst, Eysteinn réð mig. Svo
hætti ég og tók fíluna og kenndi í
franska líkhúsinu sem var Gaggó Lind.
En þá var ég búinn að kynnast Gunnari
Bergmann og okkur dreymdi um að
gefa út magasin, listmagasin. Ragnar í
Smára lánaði okkur prentsmiðjuna. Líf
og list hét það. En svo misstist það út
úr höndunum.
Eftir það fór ég norður einhvern tím-
ann, já ég var þar ’54—’60, kenndi
ensku, íslensku, dönsku og teikningu.
Ég flæmdist frá Akureyri, sagði ég þér
ekki frá því. Það var út af Jóni Mar-
geirssyni. Hann kenndi dönsku og var
uppnæmur fyrir smábekkingum. Ég
var reglusamur fyrir norðan, fór á skíði
og spilaði bridge og bjó í rólegheitum.
Hinir kennararnir komu stundum til
mín á kvöldin til að fá sér hressingu og
voru að skemmta sér. Einu sinni höfð-
.21
um við bekkingar uppi við Jón, þeir
fóru með teppi yfir sér um miðja nótt
og stundu nafnið hans fyrir utan glugg-
ann. Ég átti að vera höfuðpaurinn í
þessu, var sviptur kjóli og kalli i viku
og settur í stofufangelsi lady, í stofu-
fangelsi og það þoldi ég ekki, ég söðl-
aði minn hest og keyrði suður um há-
vetur eins og skrattinn væri í bensíninu.
Þá var búið að halda kennarafund og
fara fram á afsökunarbeiðni og mikið
hvíslast á.
Eftir það kom ég ekki til Akureyrar í
langan tíma og ekki í skólann, ekki fyrr
en löngu seinna að ég kom norður og
Steindór frá Hlöðum bauð mér sérstak-
lega að koma í skólann. Það þótti mér
'mikið vænt um og gaf skólanum mynd,
sem heitir ,,Á ferðum lsland”.
Ég gleymdi að spyrja þig hvort þú j
værir góður málari.
Maður er aldrei ánægður með sig.
En ég lærðihjáeinum best menntaða ;
myndlistarmanni okkar, Gunnari S.
Magnússyni sem lærði í Osló og er stór-
kostlega menntaður þótt hann máli j
ekki mikið sjálfur. Og kannski ef Svíar i
vilja sýna myndirnar mínar i þriðja |
besta galleríi sínu eins og þeir hafa gert, ;
þá er ekki hægt að kvarta. Og Kanarn- |.
ir, Kanarnir sýna mig. Ég er ánægður í
með mig þegar ég finn að ég vinn vel og ;
af ábyrgð. Það er ábyrgðarhluti að i
mála, alveg eins og það fylgir því ;
ábyrgð að vera blaðamaður, sem reynir \
að skrifa litererar greinar — eða rithöf-
undur. Nú er ég að fara að skrifa, ég
lofaði að skrifa um bókina hennar
'Guðmundu Eliasdóttur, ég þekki hana
svo vel og vil vanda mig. Ég ætlaði að
fara austur, ég þarf að komast í hlut-
laust umhverfi til að skrifa, já blessuð
það gerði ég stundum í gamla daga ef
ég þurfti að skrifa eitthvað gífurlega
hugverklegt, leigði mér stundum her-
bergi á hóteli.
• Já, það er fólk fyrir austan sem vill
hafa mig, þótt kyn sé — já. það er gott
-og blessað þótt kyn sé skrifaðu það.
Lady Kristín.... ég endurheimti hana
eftir 19- skilnaðinn, var ég búinn að
segja þér frá því. Lady Kristín, hún er
dóttir eins síðasta lénsherrans á íslandi
og komin af Klaní. Þeir ættmenn henn-
ar eru framsæknir og hafa innri metn-
að. Aldrei gæti ég fallið fyrir al-norð-
lenskri konu.
Að sjálfsögðu er munur eftir lands-
hlutum á fólki, hvernig spyr ladyin! Sr.
Eiríkur vinur minn á Þingvöllum segir
að það sé sami munur á Norðiending-
um og Sunnlendingum og var á Sturl-
ungum og Haukdælum.
, Búið te. Degi hallar. Steingrímur
ætlar að taka rútuna austur og þarf að
skrifa miða handa strákunum svo þeir
viti um hann. Hann þarf líka að ganga
frá, í eldhúsinu svo þeir komi ekki heim
í draslið þar. Góðir strákar, við erum
að fara til London, ég hlakka mikið til
að sýna þeim Breta. Ég fékk styrk frá
menntamálaráðuneyti til að fara á
söfnin og skoða sýningar og strákarnir
eiga að verða lífverðir mínir í heims-
borginni, passa að ég falli ekki fyrir
bjórnum.
Svo löbbum við út á Búlevarðinn til
að hringja á bíl úr sjoppunni. Stein-
grímur kaupir handa mér suðusúkku-
laði og hnetur handa sjálfum sér í nesti.
Hann ætlar að taka Hellu rútuna, sem
er „svo djöfull fín, með videoi og hvað
eina. Veistu það, að ég sé það á svipn-
um á kerlingunum í Breiðholtinu þegar
eitthvað krassandi hefur verið í
videoinu kvöldið áður — veistu hvað
ég meina! Video er fínt maður, ég horfi
mikið á. Ég sé t.d fullt af myndum sem
ég missti af þegar ég var á Stokkseyri.
En svipurinn á kellunum!”
Við verðum samferða í leigubílnum,
hann stekkur út neðst í Ártúnsbrekku
til að veifa niður rútuna með ritvélina
undir hendinni og bakpoka í hinni. í
leðurfrakka með alpahúfu. Hann ætlar
ekki að vera lengi í burtu því hann á að
sjá um að ryksuga stigaganginn næstu
viku. „Steingleymdi því og þær refsa
mér með því að láta mig ryksuga næstu
vikurnar. Ég geri það með glöðu geði
og með sigurbros á vör. Svo fá þær
samviskubit af að vera svona harðar
við mig og lijálpa mér kannski við
þvott inn í staðinn, það er þessi gífur-
lega fína tölvustýrða þvottavél hjá okk-
ur. Og gleymdu ekki að segja að mér
þyki gott að búa í þessari blokk, jafn-
vel þó erkiíhaldið sem alltaf er að reyna
að vera kommi, hann Jón Múli búi fyr-
ir neðan mig.”
Svo hverfur Steingrímur. Ég þarf að
drífa mig í að skila viðtali sem fyrst,
áður en hann hverfur enn lengra. Og
spyrji mig einhver hvernig það var að
skrifa þetta, þá mun ég segja að það
hafi verið eins og að raða púsluspili á
þrjúbíói en að ég hafi haft alveg gífur-
lega gaman af þvi. Þó ég hafi kannski
jaldrei fundið alveg öll stykkin.