Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. 15 Af öllu því bókaflóði sem flæðir á markaðinn þessa dagana má ljóst vera að verkfall bókagerðarmanna í miðri sláturtíðinni hafi komið illa við margan útgefandann. Þeir hafa eflaust andað léttara þegar verkfallið leystist. Hitt er þó mikilvægara að þjóðin fær sínar bækur til lestrar yfir hátíðarnar. Miðað við bókamagnið hlýtur öll þjóðin að liggja í lestri yfir jólin og maður spyr sjálfan sig hvernig fólk hefði farið að ef verkfallið hefði stöðvað alla útgáfu! Á þessum markaði rikir gífurleg samkeppni. Mér sýnist lögmál framboðs og eftirspurnar njóta sín hvað best enda er lítið til sparað að koma bókatitlum á framfæri. Engir auglýsa meir en bókaútgefendur og sú hugsun er áleitin að bókaútgáfa hljóti að vera ábatasöm í meira lagi. En áhættan er einnig mikil að sama skapi og ástæðulaust að öfundast út af velgengni á því sviði. Góð bók er gulls ígildi og það er íslendingum til ævarandi hróss hvílíkir bókaormar þeir eru á timum sjónvarps- og mynd- seguibanda. Vonandi verður engin breyting þará. Æviminningar Ekki er borandi að nefna ákveðnar ENGINN GETUR KEYPT SÉR FYLGI um, fordæming á áróðri, þá stendur eftir sú merkilega staðreynd að engin önnur aðferð er skárri, engin regla er lýðræðislegri en einmitt slík kosning manna á milli. Enginn gat keypt sór fylgi Auðvitað eru margir sárir eftir slaginn, frambjóðendur verða fyrir vonbrigðum, úrslit koma á óvart. En þeir geta engum öðrum um kennt en hendur. Sumir siáLfstæðismenn eiga jafnvel bágt með að trúa að þetta geti gerst. Sannleikurinn er hins vegar sá að þeir sem taka þátt í stjórnmálum skilja gildi lýðræðisins og mátt kosninga. Hver sá sem gefur kost á sér í kosningum verður að búa sig jafnt undir tap sem sigur og fella sig við hvort tveggja. Hæfur forystumaður Árangurinn af prófkjöri sjálf- það til að bera sem prýðir góðan forystumann og án þess að hlaða hann lofí er óhætt að fullyrða að Sjálfstæðisflokkurinn er sigurstrang- legur með Davíð í broddi fylkingar. Fyrsti desember Fyrsti desember leið hjá án þess að mikið færi fýrir þeim gamla þjóð- hátíðardegi. Fulllveldis er einkum minnst með pólitískri samkundu Hjáróma raddir hafa átalið ákvörð- un ráðherra en langflestir, jafnvel þeir sem mestra hagsmuna hafa að gæta, hafa skilið stöðvunina og virt hana. Það er góðs viti. íslendingar verða að leysa sín mál með öðrum hætti en að éta útsæðið. Nafnskrípi í vikunni var opnaður nýr skemmtistaður i Reykjavík, mikið og glæsilegt diskótek í Breiðholtinu. Það hlaut að koma að því að í þessu bækur umfram aðrar, en þess sjást merki að æviminningar, frásagnir af lífsferli, starfi og afrekum einstakra manna eru að verða æ aigengari og vinsælli. Það kemur ekki á óvart enda fengur að því þegar frægir menn, sem sett hafa svip sinn á söguna, leysa frá skjóðunni eða rakin er saga þeirra samkvæmt tiltækum heimildum. Hitt er annað að slíkar bækur má ekki lesa sem pottþétta sagnfræði en þær geta varpað ljósi á liðna atburði og skýrt ákvarðanir og athafnir þeirra sem í hlut eiga. Prófkosningar Prófkjör sjálfstæðismanna vegna framboðslistans fyrir borgarstjórnar- kosningarnar að vori er yfirstaðið. Þessu prófkjöri fylgdi mikið brambolt. Auglýsingar og úthringingar frambjóðenda keyrðu úr hófi. Áróðurinn virðist vera í litlu samræmi við þátttökuna , í próf- kjörinu eða mikilvægi úrslitanna. Hér er verið að velja frambjóðendur sem kjósa á um í 21 manns borgar- stjórn en samt er eins og himinn og jörð séu að farast þegar efnt er til prófkjörsins. En hvað svo sem sagt verður um þá augljósu galla sem fylgja prófkjörum, hneykslan á auglýsing- sjálfum sér.Það er ekki við kosninga- reglur eða flokk að sakast ef einhver lendir neðar á lista en hann sjálfur hefði kosið. Erfitt er að banna mönnum að halda sínu framboði á lofti með auglýsingum eða skipulegri áróðursherferð hversu hvimleiðar sem þær aðferðir kunna að vera. En það gleðilega hefur sannast aftur og aftur að magn auglýsinga eða fjár- styrkur frambjóðenda ræður ekki úr- slitum. Enginn getur keypt sér fylgi eða auglýst sig til kjörs. Þetta er ekki sagt neinum einstökum fram- bjóðenum til hnjóðs heldur Ul að varpa ljósi á þá staðreynd að kosningar, prófkjör og úrslit þeirra ráðast af öðrum og merkilegri á- stæðum. Því ættu allir lýðræðissinnar að fagna. Frambjóðendur takast í hendur Andstæðingar . Sjálfstæðis- flokksins hafa hlakkað yfir þeim á- tökum sem áttu sér stað milli’ einstakra frambjóðenda. Þeir gerðu sér vonir um að átök leiddu til klofnings og sjálfstæðra framboða í vor. Nú. þegar prófkjörið er afstaðið eiga þessir sömu menn erfitt með að sætta sig við þá niðurstöðu að úrslit séu virt og frambjóðendur geti tekist í stæðismanna er sá að úr því hefur verið skorið hvernig efstu sæti borg- arstjórnarlistans verða skipuð. Davíð Oddsson hlaut flest atkvæði og hann hefur fengið staðfestingu ( sex þúsund manna prófkjöri að hann leiði flokkinn í næstu kosningum. Enginn getur rengt þau úrslit. Sjálfstæðisflokknum er sómi að Davíð Oddssyni. Hann hefur flest Laugardags- pistill Ellert B. Schram ritstjóri skrifar vinstrisinnaðra stúdenta og frídegi hjá alþingismönnum og skóla- krökkum. Að öðru leyti gengur lífið sinn vanagang. Vitaskuld getur ein þjóð ekki haldið margar þjóðhátíðir og sautjándi júní skipar þann sess að verðleikum. Minning Jóns Sigurðs- sonar er þannig tengd lýðveldinu órjúfandi böndum. En því er ekki að neita að í hugum stúdenta, sem ólust upp við glaum og gleði fullveldis- dagsins og hafa drukkið í sig þjóð- ernið í anda þeirrar sögu sem tengd er fyrsta desember, verður sá dagur ávallt hátiðlegur haldinn, þó ekki sé annars staðar en í huganum. Heilbrigð þjóðernistilfmning er hverjum manni nauðsynleg og gera mætti meira að því að upplýsa skóla- fólk um fullveldis- og lýðveldisbar- áttuna. Fyrsti desember á að vera annað og meira en frídagur í svart- asta skammdeginu. Enginn ótur útsæðið Sjávarútvegsráðherra hefur til- kynnt stöðvun loðnuveiða frá og með 7. desember. Þessa ákvörðun er ekki hægt að gagnrýna. Fiskifræðingar hafa varað ítrekað við ofveiði og það er skylda stjórnvalda að taka tillit til spár þeirra og varnaðarorða, jafnvel þótt þau standist ekki að öllu leyti. þrjátíu þúsund manna byggðarlagi risi samkomustaður og það er í sam- ræmi við tíðaranda og skemmt- anafíknina að dansstaður yrði ofan á. Ástæðulaust er að hneykslast á þeirri staðreynd þótt menningar- starfsemi hafi átt erfitt uppdráltar í Breiðholtinu. Að minnsta kosti þótti mörgum skrítið þegar Breiðholts- leikhúsið setti upp sýningu vestur í félagsheimili stúdenta! Breiðholtið er stórt hverfi og mannmargt, en hefur haft á sér yfirbragð svefnbæjarins en eflaust breytist sú mynd smám saman eftir því sem hverfið,,stabiliserast”. Hinn nýi veitingastaður gerir Breið- holtið litríkara og ekki mun þar vera í kot vísað ef marka má umsagnir þeirra sem þangað hafa sótt. Hitt er ljóður á annars ágætu framtaki veitingamannsins að skira staðinn hina ameríska nafni, ,,Broadway”, án þess þó að ástæða sé að láta hann gjalda þess við afgreiðslu skemmtanaleyfis í borgar- stjórn. Nöfn eins og Broadway, Hollywood eða Manhattan eru fáfengileg, jafnvel þótt menn vilji setja heimsborgaralegan svip á glæsi- lega skemmtistaði. íslensk heiti, rétt eins og íslenskt mál að öðru leyti, hefur dugað þessari þjóð ágætlega fram að þessu, enda verðum við ekki meiri menn af því einu að dansa undir neonljósum erlendra tisku- heita. Ellert B. Schram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.