Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 1981. mmbiaðið&weSeje fiýálsi, áháð dagblad Útgáfufóiag: Frjáis fjölmiðkin hf. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsaon. Framkvaomdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritsljórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aöstoðarritstjóri: Haukur Heigason. Fróttastjóri: Sœmundur Guövinsson. Auglýsingastjórar: Páil Stefánsson og ingólfur P. Steinsson. Ritstjóm: Sfðumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Skni 27022. Skni ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerö: Hiimir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 10. Áskrfftarverð á mánuði 100 kr. Verð í lausasöiu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Allt virðist með kyrrum kjörum á yfirborði stjórn- málanna. Forsætisráðherra kynnir jólabók um sjálfan sig og alþingismenn safnast í rútur til Bessastaða og gera sér glaðan dag. Taka sér jafnvel frí á fullveldis- daginn eftir að forseti neðri deildar kvartar undan sleifarlagi í þingstörfum. Bragð er að þá barnið finnur. En þótt yfírborðið sé slétt og fellt er óveður í aðsigi. Á bak við tjöldin fer fram örvæntingarfull leit að nýj- um efnahagsaðgerðum og sýnist þar sitt hverjum. Engan þarf að undra þótt blikur séu á lofti. Verð- bólgan er á hraðri uppleið. Undanfarna daga hafa landsmenn fengið þriggja mánaða skammtinn sinn í hækkuðu bensínverði og búvöruverði, svo ekki sé talað um brennivínið og tóbakið. Nýlega hefur ríkisstjórnin játað ósigur sinn í niðurtalningaráformum sínum og samþykkt 10% verðhækkunarmark í'stað 8% þaksins sem niðurtalningaráætlunin gerði ráð fyrir. Um ára- mótin blasir við 15—17% fískverðshækkun að öllu óbreyttu. Þjóðhagsstofnun hefur spáð 55% verðbólgu á næsta ári, án þess þó að reikna með grunnkaups- hækkunum. Samt eru allir samningar lausir í maímán- uði. Ragnar Arnalds hefur tekið það ráð að afneita spám Þjóðhagsstofnunar. Forsætisráðherra endurtekur í sí- fellu að verðbólgan sé innan við 40% á árinu og unir glaður við sitt. Auðvitað er ekki við því að búast að ráðherrar, sem telja allt í stakasta lagi, hafi tiltakanlegar áhyggjur af ef nahagsþr óuninni. Hjá hinum, sem hugsa lengur en til áramóta, svo ekki sé talað um þjóðina, sem þarf að fleyta fram lífínu við þessar aðstæður, gerist sú spurning áleitnari til hvaðaráða verði gripið. Þótt merkilegt sé sitja framsóknarmenn enn við hey- garðshorn niðurtalningarinnar. í Tímanum í gær er fullyrt að þörf sé fyrir „áframhaldandi niðurtalningu sem nái til skatta, vaxta, afurðaverðs og verðbóta”. Á þessa stefnu sína hafa ráðherrar Framsóknarflokksins lagt áherslu og um hana standa átökin. Það fer ekki framhjá neinum að verðbætur launa eru ekki undan- skildar. Launin eiga einnig að teljast niður að mati framsóknar. Þessi stefna hefur gefið Svavari Gestssyni tilefni til að láta Þjóðviljann hafa eftir sér, að ,,ekki megi hrófla við forsendum samninga”. Patentlausn Svavars hefur aðundanförnuverið fólgin í ímynduðum fjársjóðum Seðlabankans. en mætt þar harðri and- stöðu Tómasar Árnasonar og Halldórs Ásgrímssonar, formanns bankaráðs Seðlabankans. En nú hefur Svavar hörfað í nýtt vígi. Hann telur eðlilegast að olíugjald fiskiskipa verði fellt niður. Hann vill leysa verðbólguvandann og fiskverðsákvörð- unina með niðurfellingu olíugjaldsins. „Þetta er haldlaust ráði segja talsmenn útgerðar og fiskvinnslu, það er verðbólguhvetjandi og leysir engan vanda. Þannig er ástandið þegar tæpar fjórar vikur eru til áramóta. Um síðustu áramót flutti forsætisráðherra þjóðinni þann boðskap, að „vilji er allt sem þarf”. Ríkisstjórnin hefur eflaust ennþá vilja til að glíma við verðbólguna. En hana skortir ráð. Og þrek. Framsókn vill telja niður launin. Svavar vill beita aðferðum Munchausen. Ragnar neitar að trúa staðreyndum og Gunnar vísar í jólabækur og segir að verðbólgan sé 40%. Þetta er landsstjórnin sem þjóðin býr við um þessar mundir. Þeim er vorkunn, þing- mönnunum, þótt þeir taki sér frí frá störfum og safnist í rútur til veisluhalda. -ebs. A laugardegi A laugardegi Er „ameríkani- seríngin” blá- köld staðreynd? Allir kannast við þá tilfinningu þegar skerandi væl nístir merg og bein og kuldahrollur hrislast niður hrygginn. Óþægilegur fjandi seni maður reynir að forðast eins og heit- an eldinn. Oftast skapast slík fyrir- bæri af tilviljun ellegar slysni eins og til að mynda þegar lítið barn strýkur einangrunarplasti eftir rúðugleri. Óþægilegt slys, ekkert meir, og auð- vitað er barninu vinsamlegast bent á að hætta slíkri óþekkt. Það er orðið öllu alvarlegri hlutur þegar viti borið fullorðið fólk tekur sér það kerfisbundið fyrir hendur að koma fyrstnefndum hrolli af staðnið- ur bak virðulegra samborgara sinna. Og þetta fólk notar einnig miður skemmtilegar aðferðir til þess. í það minnsta gengur það ekki um götur og torg með gler í annarri hendinni en korkinn i hinni og hrellir gamlar kon- ur og strætóbílstjóra. Nei, það læðist að manni og áður en nokkur veit af er fólk ofurselt hrollinum og það sem meira er; lög ná ekki yfir fyrirbærið. Þöll eðaTexas Snack-bar Það sem hér um ræðir er vart hægt að fiokka undir beina áreitni því að sökudólgarnir eru of lymskulegir til að láta standa sig að verki á þann hátt. Og þeir nýta sér hinn þögla meirihluta þjóðarinnar, sem aldrei segir múkk, hvað sem á gengur. Og er þá komið að kjarna þessa greinarstúfs. Að undanförnu hafa nýir skemmtistaðir sprottið upp miklum mun hraðar heldur en að gorkúlum dytti nokkru sinni í hug. Það er svo sem ekki nema gott eitt um það að segja að landanum skuli gefinn kostur á frekara skemmtana- rými. En umrædd samkomuhús gera sig seka um mjög svo ógeðfelldan hlut að mati greinarhöfundar. Þar er átt við þann ankannalega hátt sem hafður er við að gefa þeim nafn. Broadway, Manhattan, Hollywood, Dallas, sem að vfsu er bíósalur, og rúsínan í pylsuendanum er Texas Snack-bar (þar sem áður var lítil sjoppa sem hét því ágæta nafni Þöll). Eftiröpun að vestan Það er oft talað um hugtakið „ameríkaniseringu” og flestir fullyrða að við íslendingar séum blessunarlega lausir við þá vitleysu. í stuttu máli mætti skilgreina „ameríkaniseringu” þannig að með því sé átt við miður skemmtileg áhrif í talsmáta og hugsunarhætti sem merkilegasta þjóð í heimi, miðað við fólksfjölda, verður fyrir af hendi annarrar fyrir margra hluta sakir einnig merkilegrar þjóðar, nefnilega Bandaríkjamanna. Svo virðist vera að vissir einstaklingar séu tilbúnir til þess að fullyrða að við íslendingar séum ófærir um að skemmta okkur nema til komi eftiröpun að westan. Getur þetta virkilega staðist? Greinarhöfundur trúir því ekki að óreyndu að íslendingar láti bjóða sér slíkt. En hvað skal halda. Hingað til hafa nafngiftir þessara verið látnar algerlega átölulausar. Enginn hefur lyft litla fingri, hvað þá meira, til að mótmæla þessum óskunda. „Ástkæra, ylhýra rrtálið" Hvað er orðið um „ástkæra, ylhýra málið”? Eitt myndríkasta tungumál heims? Fyrirfinnast þar engar orðmyndir sem hægt er að skreyta með skemmtistaði á Fróni? Eða höfðu viðkomandi kannski engan áhuga á íslenskum nafngiftum allt frá upphafi? Sé svarið við þessum spurningum neitandi hlýtur að þyrma yfir marga. Áður nefnd „amerikanisering” er þá ekki lengur hugarburður einhverrar menntamannaelítu, sem situr á kaffihúsi og þambar rauðvín, heldur er hún bláköld staðreynd. Og sú staðreynd hlýtur að skjóta flestum ibúum landsins skelk í bringu. Er ekki kóminn tími til að við snúmst tíl varnar gegn slikri lágkúru, sem hér um ræðir? Skoðun greinarhöfundar er sú að setja skuli upp lagabálk. sem snúist gegn titt- nefndum heitum. Vænta má and- svara frá óþjóðhollum einstakling- um sem rísa upp á afturlappirnar og nefna í sömu andrá „málfrelsi” og „ritfrelsi”. En því er strax til að svara að hið margrómaða frelsi má misnota á margan máta, meðal annars með þeim hætti sem á undan er rakinn. En best af öllu væri að sjálfsögðu að ekki þyrfti að samþykkja lög gegn þvílíkri menningarmengun heldur myndi almenningur einfaldlega setja upp viss siðferðislögmál í þessum efnum. Þau lögmál eru vissulega fyrir hendi' en af einhverjum óútskýranlegum á- stæðum ná þau ekki yfir það sem hér hefur verið gert af umtalsefni. Snúum vörn í sókn Hér í eina tíð var íslenskan orðin gegnsýrð af dönskuslettum og þrátt fyrir kerfisbundna útrýmingu eimir enn eftir af þeim ósóma. Nú er hið sama að gerast, nema hvað enskan hefur tekið við hlutverki dönskunnar. Og það er ekki eingöngu á sviði talmálsins heldur nær mengunin einnig til þankagangs fólks. Er nærtækast að minna á nafngift áðurnefnds kvikmyndahúss. Væntanlega vita allir hvaðan fyrirmynd þeirrar nafngiftar er komin. Við skulum snúa vörn i sókn f þessumefnumþviaðsúþróun sem á undan er gengin fær sjálfstæðis- hetjur vorar til þess að velta sér oft og mörgum sinnum í gröfinni. Og munum hið gamalkveðna: „Sameinaðir stöndum vér en sundraðir föllum vér”,og sláum tvær fiugur í einu höggi, gerum amerfkaniseringuna útlæga og losum okkur við hrollinn slæma. Tómas Tómasson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.