Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. Hlutaf jársöfnun ífullum gangi: Nýtt síðdegisblað í stað Alþýðublaðsins Nýtt síðdegisblað lítur dagsins Ijós innan skamms, ef að líkum lætur. Hlutafjársöfnun er hafin af fullum krafti og undirbúningsvinna að útgáfunni vel á veg komin. Endanleg ákvörðun um útgáfu blaðsins verður væntanlega tekin í iok vikunnar, eða að afloknum fundum flokksstjórnar og fram- kvæmdastjórnar Alþýðuflokksins, sem verður stór aðili að útgáfunni. Alþýðublaðið hættir að koma út i núverandi mynd, ef af útgáfu verður. Allmargir hafa unnið að undir- búningi hins nýja blaðs. Þar fara fremstir í flokki Jóhannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Alþýðublaðsins, Bjarni P. Magnús- son, formaður blaðstjórnar sama blaðs, Magnús H. Mgnússon, alþingismaður, fyrir hönd Alþýðuflokksins, og Vilhelm Júlíusson. Samkvæmt hugmyndum sem ræddar hafa verið verður blaðið 24 síður að stærð. Kemur það út fimm daga vikunnar. Helgarpósturinn verður einnig inni i pakkanum til á- skrifenda, eins og verið hefur hjá Alþýðublaðinu. Fyrirhugað er að tuttugu manns starfi við blaðið, þar af tiu á ritstjórn. Raunar er talin þörf fyrir fleiri starfsmenn, en litlar líkur taldar á, að fjárhagur útgáfufyrir- tækisins leyfi meiri fjölda. Hlutafjársöfnun stendur nú yfir. Er talið að safna þurfi einni til tveim milljónum nýkróna til að útgáfan geti farið af stað. Hefur safnazt talsvert af hlutafjárloforðum, sem munu yfirleitt nema 10.000 krónum. Þá hefur Tímanum og Þjóðviljanum verið boðið að gerast hluthafar. Hafnaði Tíminn boðinu en vitað er að Þjóðviljinn hefur hug á að taká því vegna stöðu Blaðaprents, þar sem nýja blaðið yrði prentað. Þá hefur Félag bókagerðarmanna verið nefnt sem væntanlegur hluthafi og mun vera mikill áhugi fyrir sliku meðal margra félagsmanna. Hlutafélag hefur enn ekki verið stofnað en rætt hefur verið um að það verði nefnt Síðdegisblaðið hf. Einnig eru uppi hugmyndir um að nýja blaðið beri sama nafn. Guðmundur Árni Stefánsson hefur verið orðaður við ritstjórastarf á biaðinu. Þá þykir líklegt að Jón Bald- vin Hannibalsson, ritstjóri Alþýðublaðsins, hafi umsjón með þeirri síðu sem Alþýðuflokkurinn fær til umráða í nýja síðdegisblaðinu. -JSS. Mikið var um dýrðir á þriggja ára afmœli Pylsuvagnsins í AusturstrœtL Haldið var upp á afinœlið síðdegis á laugardag með því að bjóða ókeypis pylsur og kók. Auk þess komu jólasveinar og skemmtu afmælisgestum sem voru margir eins og sjá má. (D V-mynd G VA) r AAJ í A ■* * ** n a ■ r-- Bjarni V. Ólafsson með undirskriftir þeirra sem þegar hafa ákveðið að ganga félagið. DV-mynd: GVA. Félagsstofnun í undirbúningi: ÆTLA AÐ BERJAST GEGN GJÖRNINGUM í ráði er stofnun félags áhugamanna gegn gjörningum. Undirbúningsnefnd, skipuð þremur mönnum, hefur þegar verið sett á laggirnar. Alls hafa um sjötíu manns, aðallega af Suðurnesjum, ákveðið með undir- skrift sinni að ganga í hið væntanlega félag. Stór hluti þessa hóps starfar hjá íslenzkum aðalverktökum á Kefla- vikurflugvelli. Aðalhvatamenn að stofnun félagsins starfa einnig hjá því fyrirtæki. Undirbúningsnefndina skipa þeir Bjarni V. Ólafsson, Jón M. Guðmundsson og Hafsteinn Snæland. Eru þeir allir búsettir í Vogum á Vatns- leysuströnd. í drögum að lögum félagsins segir m.a. að markmið félagsins sé að „berjast gegn gjörningum (performance) og öðrúm sambærilegum skrípalátum, sem framkvæmd eru undir merki list- sköpunar”. Þá hyggst félagsskapurinn vinna að því að Nýlistasafninu verði tafarlaust lokað og húsnæðið nýtt. í þágu aldraðra eða fatlaðra, að starl'- rækslu nýlistadeildar við Myndlista- og handíðaskóla íslands verði tafarlaust hætt, að hið opinbera hætti allri fjár- veitingu til framangreindra stofnana svo og til einstakra aðila sem leggja stund á svonefnda gjörninga. Loks hyggst félagið vinna að því að bannað verði að framkvæma eða sýna gjörninga, í, á eða við opinberar stofnanir eða eignir. Að sögn Bjarna V. Ólafssonar, eins af forgöngumönnum að stofnun félagsins, er í ráði að beita ýmsum aðferðum til að ná fram markmiðun- um. Nefndi hann blaðaskrif en einnig sagði hann koma sterklega til greina að fjölmenna á gjörningasamkomur og stöðvaþaðsem fram fer. Bjarni sagði að stofriun félagsins hefði lengi verið í bígerð eða allt frá því umdeild sýning hefði verið á Korpúlfs- stöðum fyrir nokkrum árum. Það sem hins vegar hefði fyllt mælinn væri svívirðilegur verknaður hljómsveit- arinnar Bruna B.B. er hænur voru aflífaðar á tónleikum í Nýlistasafninu fyrir nokkru. -KMU. Dyraverðir á Hlemmstöðinm Fyrir helgina var tekin upp dyra- varzla í biðstöð SVR á Hlemmi og voru verðir við tvennar dyr á kvöldin eftir klukkan 20.30. Ætíunin er að hafa þennan hátt á fyrst um sinn til þess að útiloka drykkjuliðin sem þar hafa leitað athvarfs og jafnvel hrakið strætisvagnafarþega frá. Drykkjuvandamálið og ólæti unglinga einkum að kvöldlagi seinni hluta vikunnar hefur nú orðið til þess að fljótlega verður biðstöðinni lokað á kvöldin, nema litlum forstofum. Dyravarzlan verður hins vegar þangað til smiðir hafa breytt dyra- búnaði. -HERB. Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Syarthöfði Niðurtalningin telst upp á við Það virðist ætla að ganga furðu vel að koma múlnum á laun- þegahreyfinguna í landinu en nú síðast hefur BSRB, samninganefnd- in, fallist á kauphækkunarskammt ríkisstjórnarinnar um 3,25%. Er óneitanlega glæsilegt um að litast á vettvangi launamála, þegar fólk játast undir einhverja stjórnun, þótt ekki sé það nema til sev mánaða. Eftir er þá hinn venjulegi áramóta- vandi,þegar kemu li! kasiasjómanna að hlýða eða berjast. Þessi sex mánaða frestur er svolítið sérkennilegur þegar haft er í huga að innan hans fara fram sveitar- stjórnarkosningar, sem jafnan er litið á sem nokkurs konar liðskönnun um vinsældir og áhrif fyrir alþingis- kosningar. Að öðru leyti eru sveitar- stjórnarkosningar fremur ómerkileg- ar og ekki ýkja pólitiskar nema þá hjá stærri heildum sveitarstjórna. Samningafresturinn er þó fenginn til að rugla menn ekki í ríminu fyrir kosningarnar i vor, og má segja að þungu hlassi hafi verið velt af litlu tilefni. Á sama tima og tekist hefur svo „snilldarlega” að hemja launþega- hreyfinguna innan láglauna- rammans, örlar á mestu friðslitum innan ríkisstjórnarinnar, sem upp- skátt hefur orðið um á ferli hennar. Ákveðinn hluti Framsóknar og a.m.k. einn ráðherra hennar, telur að niðurtalningu verði ekki haldið á- fram með neinum árangri verði visi- tölunni ekki haldið niðri á næsta ári. Álþýðubandalagið, sem nýbútð er að skipa sínum mönnum í launþega- hreyfingunni að fullgilda stjórnarsetu þeirra með því að hlýða fyrirmælum þeirra um litlar launahækkanir, sjá svo sem fyrir, að ekki verði hægt að hemja vísitöluna nema hindra enn frekari kauphækkanir, og þó einkum halda vel á móti kröfum um áramótin um alimikinn hlut sjómanna. Óánægja Framsóknar út af niður- talningunni, sem er að veröa upptaln- ing, hefur gætt í blöðum að undan- förnu, en ágreiningur ríkisstjórna i fjölmiðlum hefur alltaf verið vísasti vegurinn til stjórnarslita. Á þessu ári hefur verið hægt aö halda verðbólgunni í fjörutíu pró- sentum, eins og dr. Gunnar Thorodd- sen, forsætisráðherra, sagði fyrir um, og er það út af fyrir sig vel gert. Þetta hefur tekist með sex mánaða frestum, svo dæmi sé tekið af samningunum. Nú blasir hins vegar við að ekki muni takasí að fresta öllu lengur en til maímánaðar öllum þeim mörgu verðbólguvöldum, sem biða við dyrnar og sækja stöðugt á. Verið er að spá fimmtíu og fimm prósent verðbólgu á næsta ári. Ætli láti ekki Ríkisstjórnin fór með góð áform af stað i verðbólgumálum. Hún hefur haldið tiltölulega vel á þeim málum, og vill eflaust reyna að bægja þessum peningalega eldsvoða frá þjóðinni i framtiðinni. En nú er svo komiö aö vilji er ekki lengur allt sem þarf. Þótt þjóðfélagið sé lítið, virðist ótrúlega erfitt að stjórna þvi vegna sundur- lyndis og skorts á metnaði. Svarthöfði. nærri að hún verði sextíu og fimm prósent, og fara þá góð ráð að verða dýr. Sú rikisstjórn sem nú situr hefur um margt haft óskabyr til að fram- kvæma svonefnda niðurtalningu. Launþegahreyfingin hefur talið þetta sina ríkisstjórn og munar það auðvit- að mestu. En þótt launþegahreyfing- in sé þæg í bili, varir það ekki að eilifu, en horfur eru á þvi að þeir ráðherrar i rikisstjórninni, sem segja henni fyrir verkum, verði horfnir af vettvangi, þegar til hins raunverulega uppgjörs kemur i launamálum. Þessi skoðun byggist á þvi, að nú þegar hefur Alþýðubandalagið sett ríkis- stjórninni þær skorður í efnahags- málum, að Framsókn mun varla geta tekið þvi þegjandi þegar frá líður. Hinn snöggi ósættisþytur, sem þegar hefur farið um fjölmiðlana, segir sína sögu um þetta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.