Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 29
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Millý Mollý Mandý Þýðandi Viibergur Júlíusson skólastjóri Setberg hefur gefið út fyrstu tvær barnabækurnar í bókaflokknum um Millý Mollý Mandý. Þetta eru sögurnar af kátu, hressu og hjálpsömu telpunni, en störf hennar og ævintýri koma öllum börnum kunnug- lega fyrir sjónir. Þess vegna verða þau ósjálfrátt þátttakendur í þeim. Alls verða bækurnar fimm, en þær komu fyrst út hér á landi fyrir 20 árum. Vilbergur Júlíusson skólastjóri hefur þýtt allar bækurnar, en hann hefur endursagt, þýtt og valið fjöldann allan af vinsælum barnabókum og hafa sumar þeirra komið út i mörgum útgáfum. í fjölmörgum löndum hafa bækurnar um Millý MoIIý Mandý notið óvenjulegra vinsælda, enda úrvalsbækur fyrir börn og fáar sögu- hetjur hafa eignazt stærri aðdáanda- hóp en Millý Mollý Mandý. Fyrstu tvær bækurnar í þessum bókaflokki eru sem sagt nýútkomnar og heita: „Millý Mollý Mandý” (nr. 1)., og „Millý Mollý Mandý og vinir hennar” (nr. 2). Flýgur fiskisagan eftir Hrafn Gunnlaugsson Hrafn Gunnlaugsson hefur sent frá saér nýja bók-smásagnasafn sem hann nefnir Flýgur fiskisaga. Er þetta fimmta bókin sem út kemur frá hendi höfundarins. Smásögurnar í bókinni eru tólf að tölu misjafnlega langar. í kynningu bókarinnar segir m.a.: „Flýgur fiskisaga sver sig um margt i ætt við fyrri verk höfundarins, bæði fyrri skáldskap hans og kvikmyndir. Efniviðurinn er oftast hversdagslegur veruleiki, sem höfundur blæs lífi i með sínu sérkennilega hugmyndaflugi og skopskyni, stundum sannkölluðum gálgahúmor. Frásagnargleði og þörl höfundar að skemmta lesendum ein- kennir þessar sögur, án þess það á nokkurn hátt dragi úr alvöru efnisins eða boðskap þeirra. . . ” Flýgur fiskisaga er pappirskilja 210 bls. að stærð. Bókin er unnin i ísa- foldarprentsmiðju og útgefandi er Almcnna bókafélagið. Að temja eftir Pótur Behrens Eiðfaxi hefur gefið út bókina „Að temja” eftir Pétur Behrens. Tamning á íslandi er aðeins að litlu leyti verkefni sérfræðinga. Segja má að flestir hesta- menn temji ung hross eða ríði þeim til gangs í framhaldsþjálfun. í mörg ár hefur ekkert nýtt rit komið út með leið- beiningum handa hestamönnum um tamningar. Eiðfaxaútgáfan fékk þvi Pétur Behrens til liðs við sig í að fræða um meðhöndlun ungra hrossa, frum- temja trippin og að komast hjá erfið- leikum. Höfundur bókarinnar hefur árum saman starfað við tamningar, víða um land, svo hann er öllum hnútum kunnugur. í bókinni lýsir hann hvernig búa megi ung hross undir tamninguna og laða þau síðan til sam- starfs og óttalausrar hlýðni. Fjöldi Ijósmynda prýðir bókina, en þær tók Sigurgeir Sigurjónsson. Um hönnun bókarinnar sá Auglýsingastofa Gísla B. Björnssonar, Blik hf. sá um setningu, filmuvinna og prentun var í höndum Prenttækni, en bókbandið var unnið hjá Arnarbergi. PETUR BEHRENS Manni og X IUMIIIII WIJ \hestibent STÓRKOSTLEGT JÓLATILBOÐ Engin útborgun bjóða upp á fjöl breytt val í skáp- um, hillum, blóma- kössum o.JI. Hillu skilveggir Fáið ykkur SKÁLA-hilluskilveggi eða MEiRA borðstofusett Heim fyrir jói, byrjið að borga í janúar. Afít að 8 mánaða greiðslukjör HÚSGÖGN Skemmuvegi 4, Kópavogi, Sími73100 29 Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Timapantanir 13010 Fjórir félagar (og allir seigir) Fyrstur er BOMBI fra Bombardier (var notaður í 60 klst. í USA), er með spili og bæði sumar- og vetrar- beltum. Heppilegur á skíðasvæði, fyrir björgunar- sveitir o. fl. Annar er MAX-TRAC, etnntg amerískur, er með veltigrind og blæjuhúsi. Þessi er mjög vinsæll í Alaska, mikið notaður af línuviðgerðarmönnum, póstmönnum, læknum o.s.frv. Sá þriðji, ATTEX, er fjölhæfur Ameríkani, sem fer yfir bæði land og vatn, útbúin beltum, veltigrind og blæjuhúsi. Og sá fjórði er frá Bombardier og heitir ELITE. Sá er á 2 beltum, 15” hvort, sætum fyrir 2 hlið við hlið, 65 hestöfl og 435 kg að þyngd. Gísli Jónsson & Co Sundaborg 41. Sími 86644.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.