Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 30
30 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. LANDSVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu Sultartangastíflu í samræmi við útboðsgögn 320. Verkinu er skipt í þrjá sjálfstæða verkhluta og er bjóð- anda heimilt að bjóða í einn eða fleiri verkhluta. HelsTu magntöflur áætlast sem hér segir: Gröftur og sprengingar Fyllingar Mót Steypa Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 108 Reykjavík, frá og með 17. desem- ber 1981 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 500,- fyrir fyrsta eintak, en kr. 200,- fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboð skal skilað á skrifstofu Landsvirkjunar fyrir kl. 14:00 föstudaginn 19. febrúar 1982, en sama dag kl. 15:00 verða þau opnuð opinberlega á Hótel Sögu við Melatorgí Reykjavík. Reykjavik, 12. desember 1981 Landsvirkjun Verkhluti Verkhluti Verkhluti I 11 III 210.000 mJ 732.000 m3 324.000 m3 1.046.000 m3 E E II r- r- 'BáUtmrinn RENESSANCE RÓKÓKÓSTÓLAR MJÖG VÖNDUÐ BILLJARDBORÐ Borðin eru 8X4 fet að stærð og eru með marmara- botni, óvenju vönduð. Innifalið í verði eru kúlur og kjuðar. Verð kr. 16.800,- Gísli Jónsson & Co. hf. Sundaborg 41. Simi 86644. Nýjar bækur Nýjar bækur Ævisaga rituð af Ray Connolly einum nánasta viní lenn-Ono hjóna j FJÖLVAt^jjQTGW | Samlokurnar John og Yoko eftir Ray Connally Bókaútgáfan Fjölvi hefur gefið út bók um bítilinn John Lennon og samlíf hans og Yoko Ono. Heitir bókin „Samlokurnar. Samlokurnar lýsir þeim ósköpum, sem litla japanska konan mátti ganga i gegnum þegar hún giftist John Lennon. Almenningur þoidi það ekki, því að fólk hafði gert sér aðra mynd af átrúnaðargoði sínu, en sú ímynd brotnaði nú í spón. Höfundur bókarinnar er Ray Con- oliy. Hann útskýrir í bók sinni hvað það var, sem John sá svo yndislegt við Yoko Ono. Ást þeirra var afar náin og djúp og þau gátu ekki nokkra stund' hvort án annars verið. Samlokurnar er 190 blaðsíður að stærð og i henni er ógrynni mynda. Þýðandi er Steinunn Þorvaldsddóttir. Prentun annaðist Prentstofa G. Benediktssonar, en bókband sá Arnar- berg um. IMafnabókin eftir Hermann Pálsson Hjá Máli og menningu er komin út Nafnabókin eftir Hermann Pálsson. Hermann Pálsson tók saman bókina íslenzk mannanöfn fyrir u.þ.b. tveimur áratugum og kom hún út i Reykjavík árið 1960. Sú bók er löngu uppseld og ófáanleg og Ijóst er að hugmyndir foreldra um skírnarnöfn hafa tekið miklum stakkaskiptum á þessu timabili. Því brá höfundur á það ráð að velja þessari nýju bók nýtt heiti og gera hana öðruvísi úr garði en hina fyrri eins og segir i formála bókarinnar. Ennfremur segir: „Tilgangur Nafna- bókarinnar er tvíþættur: annars vegar að birta handhæga skrá yfir íslenzk heiti karla og kvenna, svo að þau séu til tæk foreldrum í skírnarhugleiðingum,. og á hinn bóginn að veita almenningi nokkra hugmynd um merkilegan þátt í íslenzkri menningu.” Nafnabókin er 105 bls. að stærð, unnin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Praxis eftir Fay Weldon Iðunn hefur gefið út hina frægu skáld- sögu Fay Weldon, Praxis. Dagný Kristjánsdóttir þýddi. Sagan var lesin I útvarpi I sumar sem miðdegissaga og vakti þá mikla athygli en misjöfn við- brögð hlustenda. Fay Weldon er kona á fimmtugs- aldri, vel kunn sem rithöfundur í Bret- landi og reyndar víðar. Hún starfaði fyrst sem blaðamaður, en samdi einnig fyrir sjónvarp, meðal annars fyrstu þætti myndaflokksins „Húsbændur og hjú”. Seinni ár hefur hún snúið sér að skáldsagnagerð við góðar undir- tektir. Mestan sigur vann hún þó með þessari sögu, Praxis, en hún kom út 1978. Bókin hlaut mikið lof gagnrýn- enda og var þýdd á mörg tungumál. Praxis er I 25 köflum, 236 blaðsíður að stærð. Kvennagullið í grútar- bræðslunni / eftir William Heinesen Kvennagullið i grútarbræðslunni heitir smásagnasafnið efiir William Heine- sen sem kemur út hjá Máli og menn- ingu I ár í þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar, rithöfundar. Kvennagullið í grútarbræðslunni er fimmta verk Heinesens sem kemur út hjá Máli og menningu í þýðingu Þorgeirs Þorgeirs- sonar, en áður eru komnar bækurnar: Turninn á heimsenda 1977, Fjandinn hleypur í Gamalíel 1978, í morgun- kulinu 1979og Þaðáaðdansa 1980. Textinn á bókarkápu er tekinn úr sögu þeirri sem bókin hefur fengið nafn af: Möltubúinn var dáinn fimm árum áður en ég fæddist og ég kynntist honum ekki fyrr en hann var orðinn draugur. Þegar grútarbræðslan stóð dimm og kulnuð á tunglskinsbjörtum vetarkvöldum úti á hrjóstrugum tang- anum mátti sjá glóra I fésið á honum bakvið gluggaboru efst á þeim veggnum sem uppí landið sneri. Væri heppnin með gat maður lika heyrt hann syngja og spila undir á gítar. . . Sagan um þennan dularfulla, útlenda flagara eins og hann birtist í þjóðsögum og samtimaheimildum er lengsta saga bókarinnar sem auk þess hefur að geyma nokkrar aðrar af þekktustu smásögum þessa færeyska meistara: Tunglskin yfir Hóreb, Hnífinn, Dódu, Dansarakvæðið um Tví-Símon og Keldu-Köllu o.fl. Myndirnar í bókinni og káputeikning eru eftir Zacharias Heinesen, son skáldsins. Kvennagullið i Grútarbræðslunni er 256 bls. að stærð, prentuð og bundin í Prentsmiðjunni Hólum hf. Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson Bókaforlagið Saga hefur gefið út bókina Merkisdagar á mannsævinni eftir Árna Björnsson. Bókin fjallar á léttan og lifandi hátt um þær fjölmörgu venjur og siðáreglur sem tengzt hafa æviferli fólks hér á landi gegnum aldirnar. Greint er frá margskonar þjóðtrú og siðum sem hafðir voru um hönd á helztu tímamót- um ævinnar, allt frá getnaði, fæðingu og skírn til fermingar, trúlofunar, brúðkaups og loks útfarar og erfis- drykkju. vy Gamlá! vcnjttr sióattMjÍm í«j s,74jiilr Flestir kannast við fyrri bók Árna Björnssonar, Sögu daganna, sem kom út fyrir fjórum árum. Sú bók seld- ist fljótt upp, en er nú fáanleg í nýrri útgáfu. Oft hefur verið vitnað í Sögu daganna á tyllidögum og er hún nota- drjúgt uppsláttarrit á mörgum islenzk- um heimilum. Eflaust á Merkisdagar á mannsævinni ekki siður eftir að verða mörgum forvitnilegt lestrarefni, þvi margir af þjóðsiðum okkar eiga sér skemmtilega sögu. Sumir þessara siða eru enn við lýði — en margir eru horfnir. Bókin Merkisdagar á mannsævinni er 159 blaðsiður. Auglýsingastofan hf. sá um útlit hennar, en prentun fór fram hjá Prentstofu Guðmundar Benediktssonar. Þulur eftir Theódóru Thoroddsen Þulur Theódóru Thoroddsen sem lengi hafa verið ófáanlegar eru nú komnar út í 5. útgáfu hjá Máli og menningu. Þulur Theódóru þekkja allir sem komnir eru til vits og ára og nú gefst ungum lesendum kostur á að kynnast þessum perlum. Óþarft er að minna á þulur eins og „Tunglið, tunglið taktu mig” og „Fuglinn I fjörunni”, en alls eru tólf þulur I bókinni. Myndirnar við þulurnar hafa þeir gert Guðmundur Thorsteinsson (Muggur) og Sigurður Thoroddsen. Bókin er 24 blaðsíður, prentun annaðist Formprent. hf. Hreinsum landiö — sköpum verömœti STÁLFÉLAGIÐ S.16565

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.