Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. MMBIAÐIÐ&WKWEM fjjálst, áháð dagblað Útgáfufélag: Frjól* fjöimiðlun hf. Stjórnarformaöur og útgófustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Halgason. FrAttastjóri: Sæmundur Quövinsson. Helgarblaö: Magdalena Schram Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og IngóKur P. Steinsson. Ritstjóm: Siðumúla 12-14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Afgreiösla, áskrtftir, smáauglýsingar, skrHstofa: Þverholti 11. Skni 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HHmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeífunni 10. Áskriftarverð á mánuöi 100 kr. Verð f lausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Kveðja til Pólverja íslendingar senda Pólverjum innilegustu samúðar- kveðjur í síðustu þrengingum þeirra. Við sendum þeim óskir um, að leiðtogar þeirra verði látnir lausir, — að linni ofbeldi kommúnistaflokksins að baki hersins, — að friður ríki að nýju. Kommúnistaflokkurinn pólski gafst upp á lands- stjórninni í gær og fékk herinn til að taka völdin í land- inu. Flestir helztu leiðtogar verkalýðsins voru hand- teknir. Birtir voru tugir tilskipana í skjóli herlaga. Herinn í Póllandi er ekki eins mikið fyrirlitinn og flokkurinn. Það á sínar sögulegu forsendur, auk þess sem herinn hefur að mestu leytiverið laus við hina gegndarlausu spillingu, sem einkennt hefur flokkinn um margra ára skeið. Sú var skýringin, er hershöfðinginn Jaruzelski var fenginn til að taka við stjórnartaumunum í landinu. Og sú er enn skýringin nú, þegar hann stjórnar með til- skipunum í nafni hersins, en flokkurinn feiur sig að tjaldabaki. í morgun var of snemmt að átta sig á viðbrögðum Pólverja. Nokkrir verkalýðsleiðtogar í Gdansk höfðu komizt hjá handtöku. Þeir höfðu hvatt þjóðina til að leggja niður vinnu, unz hinir handteknu hefðu verið látnir lausir og herlögum aflétt. Stjórnvöld hleyptu í útvarp áskorun Glemp erki- biskups til fólks um að sýna stillingu og grípa ekki til ofbeldis, þótt traðkað hefði verið á mannréttindum, saklausir menn verið handteknir og mannfyrirlitning verið sýnd. Kaþólska kirkjan hefur mikil áhrif í landinu og yfir- maður hennar, Glemp erkibiskup, hefur reynt að miðla málum milli stjórnvalda og verkalýðshreyfíngar. Sú viðleitni virðist hafa beðið skipbrot í herlögum gær- dagsins. ,,Ég mun biðja ykkur, þótt ég verði að biðja á hnjánum: Hefjið ekki styrjöld milli Pólverja. Fórnið ekki lífi ykkar, bræður og verkamenn, því að verð hvers mannslífs verður lágt,” sagði Glemp erkibiskup í gær. í upphafi aðgerðanna reyndi 20 manna herlagastjórn Jaruzelskis að fá Lech Walesa verkalýðsforingja til að hvetja verkamenn til að láta af verkfallshugmyndum, en hann fékkst ekki til þess. Enginn bilbugur er á öðrum leiðtogum. Líklegt virðist, að meirihluti þjóðarinnar muni fylgja áskorunum um verkfall og jafnframt fylgja áskorunum um að sýna hvergi valdbeitingu. Það mun því reynast kommúnistaflokknum erfitt að láta Jaru- zelski berja þjóðina til hlýðni. Deila hinna frjálsu verkalýðssamtaka við komm- únistaflokkinn og ríkisstjórnina hefur nú staðið í tæp- lega hálft annað ár. Oft hefur verið ófriðlegt á þessu tímabili, en það er fyrst nú, að ráðamenn flokksins hafa misst stjórn á sér. Herlögin og fangelsanirnar eru sögð miða að því að hindra borgarastyrjöld og sovézka hernaðaríhlutun. Hið síðara kann rétt að vera, því að skuggi Kremlverja hefur hvílt eins og mara á Póllandi frá valdatöku kommúnista. í dag sendum við kveðjur stoltri þjóð, sem bíður þögul í skauti þess, sem verða vill. Hún mun líklega ekki sýna hernum mótþróa, en hún mun líklega ekki heldur vinna fyrir hann eða flokkinn að baki hans, — ekki hlýða, en ekki heldur beita valdi. Héðan úr fjarlægu öryggi íslands berast hinum hrjáðu Pólverjum kannski gagnslausar, en alténd heitar og innilegar kveðjur með óskum um, að mál þeirra muni snúast til betri vegar, þrátt fyrir ofbeldi hers og flokks. Jónas Kristjánsson GULL SEÐLA- BANKANS í gömlum róman um Reykjavik hefur söguhetjan uppi áætlanir um að grafa göng undir Austurstræti og ræna þannig öllu gulli Þjóðbankans. í ævintýrinu er þessi ráðagerð fram- kvæmd og gullið haft á brott. Gull Seðlabankans Þessi gamla hugmynd úr sögu Ólafs Friðrikssonar „Alt í lagi i Reykjavik” kemur í hugann, þegar umræða fer fram um, hvort ekki megi leysa hluta af efnahagsvandan- um með því að sækja fé í Seðlabank- ann. Það eru margar stéttir, ef ekki allar, sem vilja hærra kaup og bætt lífskiör. Flestum er ljóst, að ný auð- ævi verður að sækja til einhvers og þá verða sjóðir Seðlabankans fyrir valinu. En er þangað gull að sækja, þótt þarna sé geymdur gullforði þjóðarinnar? Aukin verðbólga Reynt hefur verið að telja niður verðbólguna á árinu I98l og hefur tekizt að nokkru. Þeir eru margir sem telja árangurinn mjög takmarkaðan. Þróunin er nokkuð í átt við söguna um risann, sem hafði mörg höfuð. Þegar eitt var höggvið af, uxu tvö strax í staðinn. Eins er með niðurtalninguna. Eitt hægir á sér, en þá hækkar annað með tvöföldum hraða. Verð íbúðarhúsnæðis Á árinu I98l hefur verð íbúðarhús- næðis hækkað meira en opinber verðbólga, sem er sögð 40%. Fullyrt er, að verð íbúða hafi hækkað helrn- ingi meira eða um 80% i sumum til- fellum. Ef þarna er haldið áfram sögunni um gullið i Seðlabankanum, sem að Lúðvík Gizurarson framan var minnzt á, þá mætti ætla, að grafin hefðu verið göngu undir Austurstræti og bankinn rændur. Öllu gullinu hefði svo verið varið til að kaupa íbúðir og verð þeirra á þann hátt sprengt upp úr öllu valdi langt umfram aðrar verðhækkanir. Offramboð lána Verðlag á íbúðum ræðst af fram- boði og eftirspurn. Þarna er frjáls markaður. Verð á flestum öðrum hlutum er ákveðið með opinberu valdboði, sem aftur hefur önnur lög- mál en frjáls verðmyndun. Oft er bent á dæmi þess, að verðlag ibúða hefur tekið kipp upp á við, ef framboð á lánsfé hefur aukizt mjög snögglega, en þar er raunar um gull Seðlabankans að ræða, sem sett ér i umferð í formi aukinnar seðlaprent- unar. Aukið lánsfé var t.d. látið af hendi vegna gossins í Vestmannaeyj- um og þá hækkaði íbúðaverð skyndi- lega. Það má setja fram ýmsar túlk- anir á því, af hverju íbúðir hafa hækkað svo mjög í verði í ár. Raun- hæfasta skýringin á þessum ótrúlegu verðhækkunum er offramboð láns- fjár. Þar er átt við bankakerfið í heild og svo alla þá mörgu lífeyrissjóði, sem lána til íbúðakaupa. Þessi lán hafa bersýnilega verið miklu meiri 1981 en æskilegt var, og hafa þau sprengt upp allt íbúðaverð. Þannig hafa þau kynt eld verðbólgu án nokk- urrar skynsamlegrar ástæðu. Verðmæti og peningar Dæmið um hækkun íbúða í ár er skólabókardæmi, þar sem meira framboð er á peningum en þeim verð- mætum, sem á móti eiga að koma, e'n þau eru i þessu tilfelli íbúðir. Þótt ausið sé útlánum til ibúðakaupa, fjölgar lítið þeim íbúðum, sem til sölu eru. Aftur á móti hækkar verð þeirra til samræntis við aukið fram- boð peninganna. Niðurstaða í grein þessari var í byrjun til gam- ans sagt frá skáldsögunni um ránið á gullinu í Þjóðbankanum. Ef gullinu er ausið út með offramboði lána og seðlaprentun, kemur ekkert annað í staðinn en aukin verðbólga. Lífskjör- in batna ekki. Offramboð lána til húsakaupa árið 1981 bætti ekki um í húsnæðismál- um. Verðlag var spennt upp og vand- inn varð meiri. Ef þetta fé hafði verið tekið frá kaupum eldri íbúða og varið til auk- inna nýbygginga, gegndi öðru máli. Þá hefði verið um ný verðmæti að ræða, en þau ein geta bætt lífskjörin. Það átti að byggja meira af íbúðum, en lána minna til kaupa á eldri ibúð- um, en opinbera forystu í þessu efni vantaði. Næstu vikur kemur efnahagsvand- inn til umræðu eins og venjulega um áramót. Þá verður eflaust haldið áfram um- ræðu um gull Seðlabankans. Þá ætt- um við að muna, að gull íslendinga finnst aldrei í Seðlabankanum. Okkar gull er þorskurinn á fiski- miðunum, orka fallvatnanna og sér- hver ný framleiðsla verðmæta. Með það að leiðarljósi er hægt að bæta Iífskjörin. Með því að ausa út gulli Seðla- bankans framleiðum við ekki endi- lega aukin verðmæti, en við getum framleitt aukna verðbólgu, eins og við höfum raunar gert síðustu ár. Lúðvik Gizurarson hæstaréttarlögmaður. ^ „Þessi gamla hugmynd úr sögu Ólafs Friörikssonar kemur upp í hugann, þegar umræöa fer fram um, hvort ekki megi leysa hluta af efnahagsvandanum með því að sækja fé i Seðlabankann,” segir Lúðvík Gizurarson í grein sinni og segir að „gull íslendinga finnist aldrei í Seðlabankanum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.