Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 64., 70. og 74. tbl. Lögbirtingablaösins 1981 á eigninni Goöatún 11, Garöakaupstaö, þingl. eign Guöbjarts Vilhelmssonar, fer fram eftir kröfu Landsbanka íslands á eigninni sjáifrí fimmtudaginn 17. desember 1981 kl. 13.30. Bæjarfógetinn í Garðakaupstað. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið I Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Heiðarvegur 19 kjallarí, i Keflavik, þinglýst eign Hilmars Arasonar, fer fram á eigninni sjálfti að kröfu Jóns G. Briem hdl. og Vilhjálms Þórhallssonar hrí. miðvikudaginn 16. desember 1981 ki. 15.30. Bæjarfógetinn i Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst hefur verið i Lögbirtingablaðinu á fasteigninni Lyngholt 19, 1. hæð, í Keflavfk, talin eign Sigurbjargar Gisladóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Einars Viðars hrl., Landsbanka íslands og Jóns Þórodds- sonar hdl., fimmtudaginn 17. desember 1981 kl. 13.30. Bæjarfógetinn f Keflavfk. Nauðungaruppboð annað og siðasta á fasteigninni Faxabraut 25 F, ibúð á þriðju hæð til vinstri í Keflavfk, þinglýst eign Ólafs Jóhannssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Kjartans Reynis Ólafssonar hrl., Jóns Ingólfssonar hdl. og Tryggingastofnunar rikisins miðvikudaginn 16. descmber 1981 kl. 15.00. Bæjarfógetinn f Keflavík.1 Nauðungaruppboð annað og síðasta á ibúð á efstu hæð að Meiðastöðum, Austurbýii i Garði, þinglýst eign Ásmundar Gunnarssonar, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Jóns Þóroddssonar hdl. miðvikudaginn 16. desember 1981 kl. 13.30. Sýslumaðurinn i Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð annað og síðasta á fasteigninni Sólheimar i Höfnum, Hafnahreppi, þinglýst eign Hönnu Danielsdóttur, fer fram á eigninni sjálfri að kröfu Ævars Guðmundssonar og Jóns G. Briem hdl. miðvikudaginn 16. desember 1981 kl. ll.OOf.h. Sýslumaðurinn f Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var f 44., 47. og 51. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Dalland, Mosfellshreppi, þingl. eign Gunnars Dungal fer fram eftir kröfu Lffeyrissjóðs verzlunarmanna og Kjartans Reynis Ólafssonar hrl. á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. Jesember 1981 kl. 16.00. Sýslumaðurinn f Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 64., 70. og 74. tbl. Lögbirtingablaðsins 1981 á eigninni Hclgaland 1, austurhluti, Mosfellshreppi, þingl. eign Magnúsar Hilmars- sonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavfk á eigninni sjálfri fimmtudaginn 17. desember 1981 kl. 14.30. Sýslumaðurinn f Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 100., 103. og 108. tbl. Lögbirtingablaðsins 1979 á eigninni Dalsbyggð 2, efri hæð, Garðakaupstað, þingl. eign Hafsteins ’Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu Tryggingastofnunar rfkisins, Út- vegsbanka íslands, Innheimtu rfkissjóðs, Skúla Th. Fjeldsted hdl., Páls A. Pálssonar hrl., Skúla Pálssonar hrl., Sigurmars K. Albertssonar hdl., Hilmars Ingimundarsonar hrl., og Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálhi fimmtudaginn 17. desember 1981 kl. 13.00. Bæjarfógetinn i Garðakaupstað. Útlönd Útlönd Útlönd MOSKVATALAÐI FYRIR DAUFUM EYRUM FINWA —ogflokksbræður Kekkones sinntu engu hans ábendingum Það þótti tímanna tákn, þegar aukaþing finnska miðflokksins út- nefndi Johannes Virolairien sem for- setaframbjóðanda sinn með tvöfalt fleiri atkvæðum en aðalkeppinautur- inn, Ahti Karjalainen, fékk. — Flokksforystan hafði dregið ntjög taum Karjalainens og þá einkanlega sjálfur formaðtirinn, Raavo Váyryn- en, utanríkisráðherra. Þykir það nán- ast orðin undantekningarlaus regla, að allt sem Váyrynen ætlar sér, fari forgörðum. Athyglisverðara var þó hitt, að flokksforystan fékk Kekkonen fyrr- verandi forseta til þess að leggjast gegn Virolainen, án þess að það Itefði nokkur sjáanleg áhrif á fulltrúa flokksþingsins. Einhvern tíma hefði Kekkonen fengi ekki sinn eigin llokk til að hlíta sínum ábendingum. — Lesin voru upp gömul bréf, þar sem Kekkonen vantreysti Virolainen á það þótt saga til næsta bæjar, að sviði öryggismála og dró í efa skerpu hans og forystuhæfni. 1 gamla daga hefði þetta jafngilt dauðadómi í finnskri pólitík. Áhrif Kekkonens, þessa hornsteins finnskra stjórnmála um áratuga bil, hafa greinilega fjarað örar en nokk- urn gat órað fyrir. Það er tvennt ólíkt Kekkonen við stjórnvölinn og Kekk- onen sestur í helgan stein. Er ekki ör- grannt um, að í Kekkonendýrkuninni i Finnlandi örli á eilítilli gagnrýni á, hve afskiptasamur hann hefur verið á öllum sviðum finnskra stjórnmála og einráður. Valkostur Rússanna Það þriðja eftirtektarverða við val miðflokksins á frambjóðanda var hlutur Rússanna, sem sjaldan hafa verið feimnir við að gefa í skyn við Finna undir misstórri rós, hvað þeim væri helzt að skapi. Það var á allra vitorði, að þeir kysu helzt að sjá Karjalainen í forsetastóli. Hann er í góðum samböndum við Moskvu eftir margháttuð viðskipti og erindrekstur á vegum landa sinna. Hann þykir traustur á sviði öryggismála. Rússar vita auðvitað, að stjarna Karjalainens fyrrum utanríkisráð- herra hefur dalað mjög meðal landa hans seinni árin, og þá aðallega vegna áfengisvandamáls, sem hann hefur átt við að glíma. Þeir gerðu sér og grein fyrir því, að of freklegar ábend- ingar frá Moskvu og afskipti af kjöri Finna á forseta gæti haft þver- öfugáhrif. Engu að síður gátu þeir ekki stillt sig um það þegar nær dró þingi mið- flokksins að blanda sér í umræðuna. Pravda birti grein, þar sem skein í gegn að Kremlverjar bæru mest traust til Karjalainens. — Það dugði ekki heldur á miðflokksmenn. Val á frambjóðendum annarra fiokka voru aldrei i neinni tvísýnu, því að þar kom hvergi til greina nema einn maður hjá hverjum flokki. Eftirþankar Ósigur eftirlætis Moskvumanna hlýtur að verða þeim tilefni eftir- þanka. Er svo komið, að Finnar séu farnir að daufheyrast við lúðraþytn- um frá Kreml-kastala? Eða er sam- búðin við sovézka björninn. og af- staðan til öryggismála almennt orðin svo viðurkennd og fastur þáttur í dagfari Finna, að allir flokkar hafi tileinkaðsér hana? Á meðan sækja aðrir þankar fastar að Finnunt sjálfum. Er miðflokkur- inn að glata forystuhlutverki sínu í hendur sósíaldemókrötum? Eða það sem athyglisverðara er sjálfri mótun utanríkisstefnunnar, sem hefur alla tíð verið í höndum miðflokksmanns- ins, Kekkonens? »— Þessi spurning hefur vaknað í kjölfar þess, að allir spá Mauno Koivisto, forsætisráð- herra og frambjóðanda sósíaldemó- krata, sigri í forsetakosningunum i janúar næsta. Sú tilhugsun hefur greinilega verið miðflokknum óbærileg, enda hefur hann brotizt um fast til þess að reyna að tryggja sér áframhald á þeirri ein- okun. Þau unibrot eru hinsvegar farin að mælast miður fyrir og þykir enginn sómi að tilburðum miðflokks- ins á stundum lil þess að fá Rússa til liðs við sig í því. Möguleikar Koivistos Skoðanakannanir gefa til kynna að Koivisto njóti um 60% fylgis kjós- enda. Nýtur hann þess trausts sem Itann hefur aflað sér sem áður banka- stjóri Finnlandsbanka og siðan sem forsætisráðherra. Ekki spillir fyrir að landar hans eru farnir að venjast honum sem staðgengli Kekkonens í veikindaforföllum þess síðarnefnda. En kosningarnar eru tvöfaldar. Almennir kjósendur velja fyrst kjör- menn og eftir að flokkarnir hafa melt niðurstöður kosninganna velja kjör- mennirnir forsetann. Á síðara stiginu er möguleiki fyrir flokkana að draga sig saman um einn frambjóðandann. Þegar spurningin verður einvörð- ungu milli Koivistos og Virolainens, verður enn erfiðara fyrir Sovétmenn að reyna að hafa áhrif á valið. Nógu tvíbent gat það verið, þegar um var að ræða, val innan heimilisins eða innan miðflokksins. Leggist þeir harðlega gegn Koivisto er vísasl að það styrkti einungis fylgi hans meðal almennra kjósenda. Mauno Koivislo, rorsætisráðherra, slaðgengill Kekkonens í veikindaforTöllum forselans fyrrverandi'. — Honum er af flestum spáð sigri í lurseta- kosningunum í Finnlandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.