Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 28
28
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981.
íþróttir
íþrótt
íþrótt
íþróttir
„Made in lceland” — í þýzka blaðinu Aktuell:
Engir möguleikar ef við
höfum ekki sjálfsöryggi
Janus Guðlaugsson, til hægri, i keppni með l ortuna Köln l pyzkaianui.
Eðvaldsson. Það er ekki sagt út í bláinn
því að íslenzku knattspyrnumennirnir
hafa sýnt, að þeir eru áhugaverð
útflutningsvara og þegar leika sex
þeirra í vestur-þýzku knattspyrnunni.
Þeim er mjög oft líkt við víkingana
gömlu og það má með sanni segja, að
þeir eru víkingar sfns tíma. „Við
skiljum ennþá málið, sem talað var
fyrir 500 árum,” segir hinn 24ra ára
gamli Atli Eðvaldsson, sem nýlega var
seldur frá Borussia Dortmund til
Fortuna Dilsseldqrf. „Við erum yfir-
vegaðir, ákveðnir og vitum hvað við
viljum,” segir samlandi Atia, Janus
Guðlaugsson, sem er í þjónustu
Fortuna Köln. „Sjálfsöryggi verðum
við að hafa því annars ættum við enga
möguleika, því útlendingar verða að
standa sig tvöfalt á við hina,” bætir
hann við.
íslenzk knattspyrna, sem oft hefur
borið keim af ensku knattspyrnunni,
hefur eitthvað breytzt eftir að margir
íslendingar hafa gerzt atvinnumenn í
Hollandi, Belgíu og Þýzkalandi og
jafnvel leikir frá þýzku Bundeslígunni
eru nú sýndir í íslenzka sjónvarpinu.
íslenzka landsliðið er skipað að meira
eða minna leyti atvinnuknattspyrnu-
mönnum. Um það bil helmingur liðsins
eru knattspyrnumenn, sem leika
erlendis.
„Þessir knattspyrnumenn eru
komnir lengra knattspyrnulega séð og
hafa öðlast meiri reynslu,” bendir
Janus Guðlaugsson á sem merkilegt at-
riði í sambandi við framfarirnar í
íslenzku knattspyrnunni. Árangurinn
hefur hingað til ekki verið betri en árið
1981. 3—1 unnum við Tyrki i
Tyrklandi, I—1 á móti Tékkum á
íslandi, og 2—2 gegn Wales á útivelli.
Sannarlega frábær árangur hjá ekki
fjölmennari þjóð, sem aðeins er um 200
þúsund.
Tiu lið leika í islenzku 1. deildinni og
meistarakeppnin er frá 15. maí til 15.
september. í janúar hefst undirbúning-
ur liðanna og oft er erfitt með æfingar
vegna veðurs. En íslendingar láta ekki
veðrið á sig fá og æfingar falla aldrei
niður.
Sex í
Bundeslígunni
í Bundeslfgunni leika núna sex
íslendingar, það er fleiri en frá ná-
Verkfræðingurinn Magnús Bergs hjá
Borussia Dortmund.
Hinn 7. desembersiðastliðinnl
var opnugrein um íslenzku knatt-l
spyrnumennina i Vestur-Þýzka-1
landi í blaðinu Aktuell. Viggó I
Sigurðsson, landsiiðsmaðurinn I
kunni í handknattleiknum, I
snaraði greininni, yfir á íslenzku I
með hraði og hún barst DV i gær. I
Hún birtist hér í heild á siðunni. I
Fyrirsögnin með stóru letri var |
ekki beint þýzkuleg „Made In [
Iceland” — Exporte des [
„Fussball-Zwergs” in der I
Bundesliga sehr gefragt. |
Myndirnar, sem birtust með |
greininni, fylgja hcr með.
-hsím.
„Þá hittumst við bara allir heima
hjá mér,” sagði herra Eðvaldsson, þeg-
ar ég sagði honum frá fyrirhugaðri
grein minni um islenzku knatt-
spyrnumennina, sem leika í Þýzka-
landi. Gestrisni er langflestum
íslendingum í blóð borin.
Með mikilli vinsemd, sem var eðiileg
og alveg laus við að vera uppá-
þrengjandi, tóku Atli Eðvaldsson og
kona hans, Steinunn, á móti mér. í
fallega innréttaðri íbúð þeirra mátti
meðal annars sjá á veggnum fyrir ofan
sófann málverk, sem sýndi hina fornu
vikinga.
„Við erum víkingar okkar tíma,
knattspyrnumennirnir,” sagði Atli
Atli Eðvaldsson, Steinunn, og Pétur Ormslev og fyrir ofan má sjá málverkið, sem rætt er um i greininni.
grannalöndunum Sviss, Frakklandi og
Austurríki til samans. Það má segja að
fram til þessa hafi Atli Eðvaldsson
verið þeirra beztur. Þrátt fyrir
frábæra frammistöðu sína sl. leiktíma-
bil fékk hann ekki lengur tækifæri hjá
Bor. Dortmund, þegar . þjálfarinn
Branko Zebec tók nýliðann frá Stutt-
gart, Bernd Klotz,fram yfiryhann.
Fortuna Dusseldorf, sem átt hefur f
erfiðleikum með sóknarleikmenn,
gerði þá samning við Atla um miðj^n
september og er hann kominn vel inn i
liðshópinn. Ekki bara á íþróttasviðinu,
þar sem hann bæði skorar mörk og
opnar fyrir sóknarmanninn Thomas
Allofs, heldur einnig sem félagi.
„Hann er frábær félagi,” segir
þjálfarinn Dússeldorf, Jörg Berger,”
og auk þess mikill baráttumaður á
vellinum.” Fortuna DUsseldorf lét sér
ekki nægja að fá aðeins Atla Eðvalds-
son frá íslandi. Nokkrum vikum síðar
gerði félagið samning við Pétur
Ormslev, 23 ára framherja. Fyrir þrem-
ur mánuðum var Ormslev ennþá
áhugamaður í knattspyrnu og vann sem
sölumaður á íslandi. 100 þúsund D-
mörk urðu þeir hjá Fortuna að greiða
fyrir Pétur og hann hefur nú þegar sýnt
það, sem liðið væntir af honum. Bolta-
meðferð, langar sendingar og hættuieg
innköst, eru hans sterku hliðar.
Fyrir einu ári gerði Magnús Bergs,
sem var til reynslu hjá Udo Lattek, þá-
verandi þjálfara Bor. Dortmund, at-
vinnumannasamning þar. Hinn 25 ára
gamli verkfræðingur sýndi þá að hann
er skotfastur leikmaður og mjög góður
skallamaður, en hefur ekki enn fengið
þau tækifæri, sem hann á skilið.
Jóhannes og Ásgeir
Fyrir Atla, Janus, Magnús og Pétur
er Bundeslígan stóra tækifæriö. En
fyrir bróður Atla, Jóhannes, svo og
Ásgeir Sigurvinsson, líta hlutirnir öðru
vísi út. Jóhannes Eðvaldsson, sem er
um þrítugt, á að baki sjö ára feril hjá
Glasgow Celtic og Tulsa í USA, tekur
nú stöðu aðalvarnarmanns Hannover
96. Ásgeir Sigurvinsson kom til Bayern
Mtlnchen sem stjarna frá Standard
Luttich fyrir hvorki meira né minna en
eina milljón marka.
„Þetta með Ásgeir er svipað og ef
Rummenigge væri keyptur til
Barcelona og settur þar á bekkinn,”
segir Janus Guðlaugsson um meðferð
þeirra Bayern-manna á Ásgeiri. Janus,
sem hefur leikið 22 landsleiki fyrir
ísland, átti einnig í erfiðleikum til að
byrja með í Þýzkalandi. Fyrrum þjálf-
ari Fortuna Köln, Rudi Fassnacht, sá
ekki ástæðu til að nýta krafta hans til
fulls. Hinn nýi þjálfari Fortuna Köln,
NJértin Luppen, lítur á málið með allt
öðrum augum. Janus er einn af hans
mikilvægustu mönnum.
„Janus er líkamlega og andlega frá-
bær leikmaður. Hann hefur
einbeitingu, sem ég vildi að margir
þýzkir félagar hans hefðu,” bætti
Martin Luppen við. Janus er „libero”
hjá Fortuna Köln og gagnrýninn, til-
búinn að ræða tæknihliðar knatt-
spyrnunnar við hvern sem er. Maður
Ásgeir Sigurvinsson með unnustu sinni,
heyrir í gegn að hann er menntaður i-
þróttakennari og ekki að undra að leik-
menn Fortuna Köln hafa valið hann
sem fyrirliða liðs síns. Janus Guðlaugs-
son getur vel hugsað sér, eftir að
samningur hans við Fortuna Köln
rennur út næsta sumar, að reyna sig i
Bundeslígunni. Hann var þegar í
sambandi við lið þar á sl. ári. Þeir, sem
þekkja til metnaðargirni hans, eru
sannfærðir um að þar fari fyrsta flokks
Bundesligu-leikmaður. Og ef ekki í
knattspyrnunni, þá í handknattleik”.
Ég veðja við þig að ég verð búinn að
spila fimm leiki f Bundeslígunni i hand-
knattleik áður en ég held alfarið aftur
heim til íslands,” segir Janus við
blaðamann. Landi hans, Atli Eðvalds-
son, varar mig við. „Hann er 105
prósent atvinnumaður,” segir hann.
„Ég ætti þá kannski að kæla
umveðjaðar kampavínsflöskur nú
þegar.
Alfreð Weinzierl.
(Viggó Sigurðsson þýddi).