Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 26
flTín ffl'Vi'n "iV 26 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981. Canon JÓLAGJÖFIN SEM „REIKNAÐ ER ÚRVAL VASATÖLVA FYRIR OG SKÓLA ÚRVALAF SMÁTÖLVUM MEÐ PRENTUN SALA, ÁBYRGÐ OG ÞJÓNUSTA Skrifrélin hf oö SUÐURLANDSBRAUT 12. SÍMAR 85277 OG 85275. <g>HITACHI 0HITACHI MONO ferðatæki með kassettu Verðkr. 1.150.- Vilberg& Þorsteinnl Laugavegi 80 símar10259-126221 Hagstætt verö. Greiðslukjör. SENDUMGEGN PÓSTKRÖFU VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275 íþróttir íþrótt íþróttir Swansea tokst ekki að komast á toppinn —tapaði fyrir Not tingham Forest á heimavelli á laugardag. i Aðeins fimm leikir voru háðir i ensku deildakeppninni á laugardag, fjórir I bikarkeppninni, vegna vetrar- hörku á Bretlandseyjum. Snjókoma og frost, versta veður þar i manna minn- um. Hægt var að leika í Swansea og þar hafði heimaiiðið tækifæri til að ná for- ustu á ný i 1. deild. En það fór á aðra leið. Nottingham Forest beinlínis stal þar stigum, sigraði 1—2, og það er fyrsti tapleikur Swansea á heimavelli i 1. deild. Swansea var miklu betra liðið allan fyrri háifleikinn og náði forustu á 34. mín með marki Robbie James eftir hornspyrnu Leighton James. Peter Shilton hafði nóg að gera f marki For- est. Varði oft mjög vel og einnig í þeim síðari. Völlurinn mjög erfiður og leik- urinn hófst átta min. of seint, þar sem leikmenn Forest lentu í erfiðleikum á ieiðinni tii Swansea. Lokakaflann fór Nottingham-liðið að koma aðeins meira inn í myndina. Á 78. mín. fékk Forest horn, sem John Robertson tók. Gaf vel fyrir markið og Willie Young, sem keyptur var frá Arsenal í síðustu viku, skallaði í mark. Glæsibyrjun hjá honum með sinu nýja liði. Og ekki nóg með það. Á lokamín- útu leiksins gaf Robertson aftur fyrir mark Swansea. Bakvörðurinn Neil Robinson handiék knöttinn. Furðuleg mistök, engin hætta. Vítaspyrna og úr henni skoraði Robertson. Liðin voru þannig skipuð. Swansea. Davies, Robinson, Marucik, Irwin, Thompson, Rajkovic, Mahoney, Robbie James, Latchford, Curtis og Leighton James. Forest. Shilton, Anderson, Needham, Young, Gunn, Gray, Proctor, Rober, Robertson, Fashanu og Wallace. Úrslit á laugardag. 1. deild Coventry—Man. City 0—1 Leeds—Tottenham 0—0 Swansea—Nottm. Forest 1—2 2. deild Leicester—Watford 1—1 QPR—Barnsley 1—0 Nokkrir leikir voru í 2. umferð FA- bikarkeppninnar. Úrslit. Chesterfield—Huddersfield 0—1 Doncaster—Penrith 3—0 Dorchester—Bournemouth 1—1 York—Altrincham 0—0 Þrátt fyrir kuldann og frostið voru áhorfendur í Swansea um 20 þúsund. Stillilogn. Gífurleg vonbrigði. Curtis átti skot i stöng áður en Forest jafnaði og eftir að Young jafnaði komst Latch- ford frír að marki Forest. Peter Shilton varði afar slakt skot Latchford. Þá hlaut Man. City mikii heppnisstig í Coventry. Dennis Tueart skoraði eina mark leiksins með skalla á 8. mín. Áttunda mark hans í síðustu átta leikj- unum og City hefur unnið fimm af sex síðustu leikjunum. En mark Tueart var raunverulega það eina, sem Man.City sýndi í leiknum. Coventry mikiu betra liðið. Sótti mjög en framherjarnir fóru illa með tækifærin, einkum Thomp- son. Tottenham var betra liðið 1 Leeds og Ray Clemence hafði lítið sem ekkert að gera í marki Lundúnaliðsins. í 2. deild skoraði Mike Flanagan sigurmark QPR á Barnsley á 72. min.Mjög erfitt var að leika á gervi- grasinu vegna hálku. Gary Lineker skoraði fyrir Leicester á 44. mín. en Ross Jenkins jafnaði á 44. min. Wat- ford mun betra iiðið, einkum í síðari hálfleik. Eddie Kelly, sem eitt sinn lék með Arsenal, var i liði Leicester á ný í fyrsta sinn í 18 mánuði. Staðan í 1. deiid er nú þannig: Manc. Utd. 18 9 5 4 28- -15 32 Ipswich 16 10 2 4 28- -19 32 Southampt. 18 9 3 6 32- -27 30 Swansea 18 9 3 6 28- -27 30 Tottenham 17 9 2 6 26- -19 29 Nottm. For. 18 8 5 5 23- -23 29 Manc. City 17 8 4 5 22- -17 28 Brighton 18 6 9 3 24—18 27 Arsenal 16 8 3 5 15- -12 27 West Ham. 16 6 8 2 33- -22 26 Liverpool 16 6 6 4 23- -16 24 Coventry 18 6 4 8 27- -27 22 Everton 17 6 4 7 22- -23 22 WBA 17 5 6 6 21- -19 21 Stoke 18 6 2 10 23- -28 20 Leeds 18 5 5 8 18- -32 20 Aston Villa 16 4 7 5 21- -19 19 Wolves 17 5 4 8 11- -23 19 Birmingham. 16 4 6 6 23- -23 18 Notts. Co. 17 4 5 8 24- -31 17 Middlesbro. 18 2 6 10 16- -30 12 Sunderland 18 2 5 11 13- -31 11 -hsim. Dregið í FA-bikamum enska: Bikarmeistarar Tott- enham gegn Arsenal! Á iaugardag var dregið til 3. umferðar ensku bikarkeppninnar i knattspyrnu og fór athöfnin fram í brezka útvarpshúsinu í Lundúnum. í fyrsta skipti sem slikt á sér stað og drættinum auðvitað útvarpað beint. í þessari umferð hefja liðin úr 1. og 2. deild keppni. 64 kúlur númeraðar og fyrst kom upp nr. 52, Carlisle eða Bishop Auckland og siðan 54, Huddersfield. Þannig var haldið áfram þar til kúlurnar voru á þrotum. Það verða stórleikir í umferðinni. Bikarmeistarar Tottenham leika á heimavelii gegn nágrönnum sínum í norðurbæ Lundúnaborgar, Arsenal. Swansea fær Liverpool í heimsókn, Birmingham, Ipswich, Notts County, Aston Villa, og Watford, liðið hans Elton John, fær efsta liðið í 1. deild, Man. Utd. Niðurstaðan varð annars þessi: Carlisle eða Bishop Auckland- Huddersfield Leicester-Southampton Barnsley-Kettering eða Blackpool Enfield eða Wimbledon-C. Palace Peterbro eða WalsaU-Bristol City eða Northampton Barnet eða Wycombe-Brighton WBA-Blackburn West Ham-Everton Stoke-Norwich Coventry-Sheff. Wed. Chelsea-Hull eða Hartlepool Doncaster-Cambridge Swansea-Liverpool Watford-Man. Utd. Luton-Swindon eða Sutton Rotherham-Sunderland Newcastle-Brentford eða Colchester Shrewsbury-Port Vale eða Stockport Notts Col-Aston Villa Wolves-Leeds Orient-Charlton Bolton-Derby Bury eða Burnley-York eða Altrincham T ottenham-Arsenal Bandaríkjamaðurinn Phil Mahre tók örugga forustu i heimsbikarkeppninni á skíðum um helgina. Hlaut hann 25 aukastig fyrir sameiginlegan árangur í svigkeppninni í Madonna á miðviku- daginn og i bruninu i Val Gardena i gær. Hann varð i 1. sæti í svigkeppn- inni en aftur á móti í 30. sæti í bruninu. Sigurvegari í brunkeppninni varð Er- win Resch frá Austurriki en sá sem stal senunni í gær var hinn pólskættaði Breti, Konrad Bartelski, sem varð i 2. sæti. Þetta er 7. árið hans í heimsbik- Dagenham eða Millwall-Grimsby QPR-Middlesbro Gillingham eða Barking-Oldham Birmingham-Ipswich Man. City-Cardiff Dorchester eða Bournemouth-Alders- hot eða Oxford Crewe eða Scunthorpe-Hereford eða Fulham Nottm. Forest-Wrexham arnum og þar hefur hann oftast verið í lakasta hópnum — meðal annars i 61. sæti í bruninu i Val d’Isere helgi þar á undan. Staða hjá þeim efstu í heimsbikar- keppni karla I alpagreinum eftir brunið í gær er nú þessi: Phil Mahre, Bandar. 95 Andreas Wenzel, Lichtenst. 46 Ingcmar Stenmark, Sviþjóð 35 Frans Klammer, Austurr. 34 -klp- Leikirnir verða háðir 2. janúar 1982. -hsim. BRETINN SLÓ í GEGN í BRUNINU AA og SÁÁ bænin Hinar biðjandi hendur sem háismen með æðrule ysisbæninni. Fæst aðeins hjá Jón og Óskar Laugavegi 70. Sími24910

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.