Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1981, Blaðsíða 12
12
DAGBLAÐIÐ&VÍSIR. MÁNUDAGUR 14. DESEMBER 1981.
Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Smákökubakstur fyrir jólin
Myndarskapur húsmóffur er
stundum mældur eftir þvi hversu
margar smákökutegundir hún bak-
ar fyrir jólin. Ekki mælum vifl mcfl
þeirri uppmælingu, notum aflra
mælistiku hér. En alls ekkí verður á
móti því mælt afl góðar smákökur
bera búsmóflur (efla húsbónda).
góðan vitnisburfl. Smákökubakstur
og jólín eðaundirbúningurfyrir jól,
tengjast nánast órjúfanlegum bönd-
um. Sama þó aðeins sé bökuð ein
smákökutegund eða fleiri. vifl tind-
um saman nokkrar uppskriftir af
smákökum úr ýmsum áttum. Þýzk
kona gaf okkur til dæmis tvær upp-
skriftir frá Suður-Þýzkalandi, hún
fletti upp i bókum sínum frá hús-
mæflraskóla þar í landi. Kona úr
vesturbænum, sem vifl höfum feng-
ifl þær albeztu smjörkökur hjá i
gegnum árin, gaf okkur tvær smá-
kökuuppskriftir sem við teljum ís-
lenskar, annan uppruna þekkjum
við ekki.
Aðrar uppskriftir sem hér birast
mefl teljum við einnig afbragðsgóð-
ar og vonum afl sem flestir geti nol-
ifl gófls af þeim og baksturinn
heppnist vel.
-ÞG
tfftHiL * TfiffZtfft
Amerískar
súkkulaðikökur
1/2 bolli smjör
1/2 bolli sjóöandi vatn
1/2 bolli sykur
3/4 bolli súkkulaðiduft
1 bolli hveiti
1 1/2 tsk. lyftiduft
1/2 tsk. salt
2 egg
50 g bráðið súkkulaði
1 tsk. vanilludropar
1/2 bolli saxaðar möndlur
Smjörið brælt í heita vatninu. Öllu
blandað saman við, nema
möndlunum. Hrært vel saman og sett
f lítil pappírsform. Möndlum stráð
yfir og kökurnar bakaðar i 20—25'
mín. við meðalhita. Kökurnar
kældar. Á hverja köku er síðan
smurtglassúr.
Glassúr:
1 bolli flórsykur
2 msk heitt vatn
1/2 tsk vanilludropar
örlítið salt
Þýzkar kanilstjömur
6 eggjahvitur
500 g sykur
500 g ffnt malaðar möndlur
af eggin ent stór, þarf meira af möndlum
rífinn hark af 1/2 sftrónu
30 g kaiii
Gbssúr:
200 g flórsykur
2 eggjahvitur
Deigið:
Eggjahviturnar eru stífþeyttar og
sykrinum bætt úti þeyttar eggjahvít-
urnar og síðan hrært áfram mjög vel
i hrærivél (ca 10 mín.). Þá er
r nd in sítrónuberki og kanil
bæu utí. oykri stráð á borð og deigið
flatt út á borðinu. Ef deigið er mjög
lint má bæta möndlum í. Þegar
deigið hefur verið flatt út (ca 1 cm á
þykkt) er það skorið út með stjörnu-
móti. Stundum vill deigið festast við
mótið, þá er ágætt að stinga mótinu í
strásykur áður en það er notað við
skurðinn.
Stjörnurnar settar á vel smurða
ofnplötu og glassúr sett á hverja
stjörnu. Athugið að eggjahvíturnar i
glassúrinn á ekki að þeyta, heldur að
hræra eggjahvíturnar varlega og flór-
sykur saman við.
Til þess að setja glassúr á kökurnar
er ágætt að nota skaft á teskeið.
Hafið gott bil á milli stjarnanna á
ofnplötunni. Kökurnar eru bakaðar í
150 gr heitum ofni í ca 20 mínútur.
Kökurnar eiga að vera Ijósgular, og
tekið skal fram að þær þorna frekar
en bakast.
Sænskar
piparkökur
250 g smjörlíki
2 dl sykur
1 dl síróp
2 msk. kanill
1 msk. negull
1 msk. engifer
1/2 msk. sódaduflt
2 msk. vatn
1 dl möndlur (sætar)
8dl hveiti (ca500g.)
1. Bræðið smjörlíkið. Hrærið sykri
og sírópi saman við og kælið
blönduna.
2. Hakkið möndlurnar og setjið
saman við sykurblönduna. Þá er
næst allt kryddið sett úti, hrærið
sódaduftið út í vatnið áður.
3. Blandið hveitinu saman við og
hnoðið deigið vel.
4. Skiptið deiginu i 3—4 hluta og
formið stóra rúllu úr hverjum. Vefjið
álpappír eða filmu utan um hverja
rúllu og geymið þær í kæliskáp yfir
nótt.
5. Stillið ofninn á 225 gr. hita, jregar
þið eruð tilbúin að hefja baksturinn
daginn eft/,
6. Síðan eru deiglengjurnar teknar úr
kæliskápnum og þið skerið þunnar
kökur með beittum hnff. Kökurnar
bakast á 5—7 mínútum. Úr
þessari uppskrift eiga að fást ca 180
stk. af piparkökum.
Þýzkar smákökur en við birtum hér tvær uppskriftir hér á siðunni af kanil-
stjörnum og hunangskökum. D V-mynd/Einar Ólason
Þýzkar hunangskökur
500 g hunang
500 g sykur
1/4 I vatn
125 g gróft hakkaðar möndlur
eða hnetur
125 g smátt saxað sítrónu- eða
appelsínu/súkkat
rifinn börkur af einni sitrónu
2 msk. kanil
1/2 tsk. negul
12 g hjartarsalt
1 l/2kghveiti
Hunang, vatn og sykur sett í pott
og látið sjóða. Kælt síðan. Þegar
hunangsblandan er orðin köld er
möndlum, súkkati, sítrónuberki,
kanil og negul bætt útí blönduna.
Síðast hveitinu og hjartarsalti. Öilu
blandað vel saman, annaðhvort í skál
cða á borðplötu, og síðan hnoðað
vel. Deigið er nokkuð mikið og ágætt
er að skipta því i þrennt. Takið þá
1/3 hluta deigsins og fletjið út i ca I
cm þykka stóra köku. Smákökurnar
eru skornar út með ferköntuðu móti
eða beittum hníf. Deigið vill renna
ofurlítið og með það í huga eru kök-
urnar settar þétt saman á vel smurða
ofnplötuna. Þær cenna saman i
ofninum en þegar þær hafa bakast,
eftir ca 20 mín. í 175 gr. heitum ofni,
er skorið í samskeytin á meðan smá-
kökurnar eru volgar.
Hunangskökurnar ' harðna
stundum við geymslu, annars er það
tekið fram hjá „eiganda” uppskrift-
arinnar að kökurnar eigi að geyma í
vel lokaðri blikkdós. En ef kökurnar
harðna er ágætt ráð að setja eina nýja
brauðsneið í kökuboxið, þá linast
kökurnar.
Islenzkar smákökur
250 g smjör
250 g sykur
325 g hveiti
1 egg
Þurrefnin, sykur og hveiti, sett í
skál, lint smjör mulið útí. Bleytt með
einu eggi. Deigiðhnoðað á borði, og
skipt í hluta og flatt út, frekar þunnt.
Síðan eru kökurnar skornar út með
þunnu litlu glasi. Bakaðar í 200 gr.
heitum ofni í nokkrar mínútur (3—5
mín.) eða þar til kökurnar eru orðnar
ljósbrúnar.
Gyðingakökur
500 g hveiti
250 g sykur
250 g smjör
2 egg
1 1/2 tsk. hjartarsalt
sítrónudropar (10—15)
Allt sett saman og deigið hnoðað.
Geymt í kæliskáp I—2 klst. Deigið
flatt út síðan og kökurnar skornar
með glasi.
Ofan á kökurnar:
1 egg hrært
smátt saxaðar möndlur
mulinn molasykur
Eggið er hrært aðeins og kökurnar
smurðar með eggjahrærunni. Síöan
er möndlum og molasykri stráð yfir.
Gyðingakökurnar eru bakaðar i ca
4 mín. við 200 gr hita eða þar til þær
verða Ijósbrúnar.
HUSRAÐ
Þegar illa gengur að fletja út pipar-
kökudeig eða annað dcig, er þjóðráð
að gera eins og sýnt er á meðlylgjandi
myndum. Setjið filmu á borðið og
fletjið deigið út. Setjið þá aðra filmu
yfir deigið, þá gengur belur að lá
þunna deigköku sent svo er auðvelt
að skcra út með formunum. Áður en
þið skerið takið þið efri filmuna af.
Með góðu piparkökudeigi og glassúr er ýmislegt skemmtilegt hægt að búa tii,
hjarta- stjörnu- og dýramót auðvelda verkið, en ef ekki eru mót við hendina er
bara stuðzt við hugmyndaflugið. Meðfylgjandi mynd gæti m.a. hjálpað til við
skreytingu á piparkökunum.
Tékkneskir
hnetukossar
6 eggjahvítur
300 g flórsykur
80 g súkkulaði
50 g tvíbökur
100 g rúsínur
300 g hnetur
4tsk. vanillusykur
Súkkulaði, tvibökur, rúsinur og
hnetur er allt hakkað smátt í græn-
metiskvörn eða hakkavél. Saman við
setjum við 200 g af flórsykri. Þá eru
eggjahvíturnar stífþeyttar ásamt 100
g af flórsykri. Öllu hrært saman.
Deigið sett á ofnplötu með teskeið og
bakað við meðalhita. Kökurnar
verða harðar yzt en mjúkar að innan.