Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Qupperneq 3
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. 3 Gerviefni frá Japan í stað venjulegs blóðs: Einn úr söfnuði Votta jehóva i mikla hjartaaðgerð í Þýzka- landi án þess að fá blóðgjöf „Þetta gekk mjög vel og ég var til- tölulega fljótur að jafna mig eftir að- gerðirnar. Það þakka ég meðal annars að ég fékk aldrei neina blóðgjöf á meðan á þeim stóð,” sagði Hinrik Kracher i viðtali við DV. Hinrik er einn af öldungunum í söfn- uði Votta jehóva og sem slíkur leyfir hann ekki að sér sé undir nokkrum kringumstæðum gefið blóð eða efni sem eru unnin úr blóði. Vottar jehóva hafa löngum legið undir ámæli annarra fyrir þessa afstöðu sína til blóðgjafa og hefur þessi sterka trúarsannfæring þeirra oft verið notuð til hreinna árása gegn þeim víða um heim. Hafa þeir marg-oft lent í hinum erfiðustu málum vegna þessar- ar afstöðu sinnar til blóðgjafa og þá ekki síður hér á íslandi en annars stað- ar. Hinrik, sem kom hingaðsem trúboði fyrir liðlega 20 árum og er nú íslenzkur ríkisborgari, hefur ekki farið varhluta af því frekar en aðrir Vottar. Hann þurfti nýlega að ganga sjálfur undir mikla hjartaaðgerð og varð að láta framkvæma hana í Þýzkalandi. „Ég valdi Þýzkaland þar sem hér á íslandi hefði þessi aðgerð verið ófram- kvæmanleg nema með blóðgjöf. Ég tala líka málið og átti því betur með að gera mig skiljanlegan þar en annars- staðar,” sagði Hinrik I viðtalinu. ,,Ég hafði nöfn á einum 30 læknum víðs vegar um heim sem skorið hafa Votta án þess að þurfa að beita blóð- gjöf. Ég valdi sjúkrahús í Erlangen í Suður-Þýzkalandi en þar voru, þegar ég var skorinn upp, fjórir aðrir Vottar frá Danmörku, Júgóslavíu, Spáni og Ítalíu.” Ódýrara en á sjúkrahúsi hór Við aðgerðir eins og þær sem Hinrik fór í, en hann þurfti að fara í tvo upp- skurði þar sem í Ijós kom blóðtappi eftir fyrri aðgerðina, eru að jafnaði notaðir 10 til 14 lítrar af blóði. Þar sem hann neitaði að taka við því varð að nota gerviblóð sem m.a. er súrefnis- bindandi. Er það japönsk uppfinning sem læknar viða um heim eru farnir að nota við ýmsar stórar aðgerðir. ,,Ég var mjög fljótur að jafna mig og þetta hefur ekki haft neinar aukaverk- anir,” sagði Hinrik. Hann sagðist hafa fyrst á eftir verið í gjörgæzlu og ein- ENGA BLÓÐGJÖF Enga blóðgjöf! I’ar sem ég er einn af vottum Jehóva og hefi sterka trúarsannfæringu lýsi ég yfir að ég heimila ekki aft mér sé undir nokkrum kringumstæðum gefið blóð eða efni unnin úr blóði. Mér er fullkomlega ljóst hvaða afleiðingar afstaða mín getur haft en ég hefi einsett mér að hlýða boði Biblíunnar: „Haldið yður . . . frá blóði.“ (Postulasagan 15:28, 29) Hins vegar mælir trú mín ekki gegn notkun annarra efna sem ekki eru úr blóði, eins og t.d. dextrans, haemaccaels, PVP, Ringers laktats eða saltvatns. Vagttárnet . Viruin Skírtcini eins og þetta ganga Vottar jehóva hér með á sér en á þrf stendur þetta: „Þar sem ég er einn af vottum jehóva og hefí sterka trúarsannfæringu lýsi ég yfir að ég heimila ekki að mér sé undir nokkrum kringumstæðum gefíð blóð eða efni unnin úr blóði. Mér er fullkomlcga Ijóst hvaða afíeiðingar þessi afstaða mín getur haft en ég hefi einsett mér að hlýða boði Bibliunnan „Haldið yður... frá blóði” (Postulasagan 15:28,29). Hins vegar mælir trú mfn ekki gegn notkun annarra efna sem ekki eru úr blóði eins og t.d. dextransm haemaccaels, PVP, Ringers laktas eða saltvatns. Halda Akureyr- ingar hátíðina i Reykjavík? öll stærri félög og fyrirtæki á Akur- eyri hafa átt í hinum mestu vandræðum í vetur með að halda skemmtanir og árshátíðar fyrir félaga og starfsfólk sitt. Er ekkert nægilega stórt veitinga- hús til á Akureyri fyrir slíkar sam- komur eftir að Sjálfstæðishúsið brann í vetur. Starfsmenn Slippstöðvarinnar á Akureyri eru þó ekki á þeim buxunum að láta húsnæðisvandræðin á Akureyri stöðva skemmtanahaldið hjá sér. íhuga þeir að halda árshátíð sína í Reykjavík I byrjun marz og virðist vera mikill áhugi meðal þeirra fyrir því. í fyrra tóku um 500 manns þátt i árs- hátíð Slippstöðvarinnar. Er ekki búizt við slíkum fjölda ef hún verður haldin í Reykjavík en samkvæmt skoðana- könnun sem gerð var hjá Slippstöðinni á dögunum má búast við þátttöku á milli 200 og 300 manns í slíka ferö. -klp- angrun en síðan farið á endurhæfingar- deild. Hefði verið á milli 700 og 800 krónur ódýrara á sólarhring að vera á þessu sjúkrahúsi en á sjúkrahúsi á ís- landi og hefði það komið sér mjög á óvart. Við spurðum Hinrik að því í lokin hvort hann hefði örugga vissu fyrir þvi að honum hefði ekki verið gefíð blóð á meðan á aðgerðinni stóð. „Já, ég er alveg viss um það. Ég varð aldrei var við neina hleypidóma á þessu sjúkrahúsi. Það virtu allir skoðun mína og meðbræðra minna og ég treysti þvi öllu i hvivetna. Þar fyrir utan var yfír- hjúkrunarkonan á skurðdeildinni við- stödd aðgerðirnar á mér. Hún er úr söfnuði Votta jehóva og vissi um fyrir- mæli mín og óskir í sambandi við þetta.” -klp- Hinrik Kracher einn af öidungunum / söfnuði Votta jehóva hér er eldhress eftír aðgerðina mikiu þótt hann hafi ekki fengið dropa afblóði. DV-mynd Bj.Bj. Vorum að fá þessi GÓLFTEPPI á ótrúlega lágu verði 3 fítír — Aðeins 90 kr. fermetri JIEf 'A A A A. A A Jón Loftsson hf Hringbraut 121 TEPPADEILD - m m m tn m m lbcccu II in [U UUDDJ'I unDiaiiuiiuiiÍ!|liiil Síml 10600 SÍMI 28603. IddlL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.