Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Qupperneq 4
4
DAGBLAÐIÐ & VlSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982.
Vigdis Finnbogadóttir kynnir stofnun sjóðsins i ræðu sinni á þorrablótinu. Við hlið
hennar situr formaður tslendingafélagsins i Englandi. (Ljósm. G V A)
Forsetinn stofnar
menningarsjóð
Stofnun styrktarsjóðs til kynningar
islenzkri menningu í Bretlandi var til-
kynnt í samkvæmi íslendingafélagsins í
London á laugardaginn var.
í ræðu, sem forseti islands hélt á
þorrablóti íslendingafélagsins þar sem
hún var heiðursgestur, kom fram aðað
frumkvæði forsetans hefur verið undir-
ritað stofnskjal um nýjan sjóð sem
stuðla skal að auknum menningar-
tengslum íslands og Bretlands. Undir
stofnskjalið skrifuðu auk forsetans
stjórn íslendingafélagsins í Englandi og
sendiherra íslands í London, Sigurður
Bjarnason frá Vigur.
Að sögn forsetans verður sett reglu-
gerð um þennan sjóð innan skamms.
Er honum ætlað að vinna markvisst að
kynningu íslands ytra, ekki sízt með
þvi að auðvelda námsfólki í norrænum
og íslenzkum fræðum að heimsækja
landið og til að auka þýðingar á
íslenzkum bókmenntum yfir á enska
tungu. Ekki liggur enn fyrir hvernig
framkvæmdin verður en þó er vist að
ekki verður eingöngu um fjárstyrki að
ræða heldur einnig stuðning með öðru
móti. Ms
Verður krafizt
lögreglurannsókn■
ar á rýrnuninni?
Starfsmennimir telja hana óeðlilega mikla á síðasta ári — Tollverðir vilja
líka rannsókn vegna orða fulltrua starfsmanna Fríhafnarinnar
Starfsmenn Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli munu ætla að
óska eftir því við lögfræðing Starfs-
mannafélags ríkisstofnana að hann
kanni með hvaða hætti þeir geti farið
fram á rannsókn á málefnum
Fríhafnarinnar.
Starfsmennirnir eru sagðir vilja
opinbera rannsókn, og jafnvel lög-
reglurannsókn ef með þarf, á hinni
óeðlilegu rýrnun sem þeir segja að
hafi orðið á siðasta ári. „Þetta mál er
enn ekki komið til okkar kasta en
kemur sjálfsagt áður en langt um
líður,” sagði Gunnar Gunnarsson
hjá Starfsmannafélagi ríkisstofnana í
viðtali við DV.
Rýrnunin í Fríhöfninni á síðasta
ári nam um 700 þúsund krónum. Það
þýðir að hver starfsmaður verður að
greiða um 20 þúsund úr sínum vasa
vegna bónuskerfisins sem þá var
notað í Fríhöfninni.
Inn í þessa rannsókn munu eflaust
spinnast fullyrðingar sumra starfs-
manna um að tveir af verkstjórum
Fríhafnarinnar skammti sjálfum sér
óeðlilega mikla eftirvinnu. Hafi ann-
ar þeirra t.d. haft um 500 tíma í eftir-
vinnu frá 1. júlí til áramóta á meðan
aðrir starfsmenn hafi ekki náð 200
tímum allt árið.
Búast má við að enn fleiri rann-
sóknir fari í gang vegna þessa máls á
næstunni. Má þar nefna tollverði á
Keflavíkurflugvelli sem eru sagðir allt
annað en hrifnir af ummælum full-
trúa starfsmanna Fríhafnarinnar í
Tímanum nýlega.
Fulltrúinn segir þar að ekki hafi
verið haft nægilegt eftirlit með
skilum á vörum sem fluttar hafi verið
á milli lagers og verzlunarinnar á
Keflavíkurflugvelli. Sé það m.a. or-
sök aukinnar rýrnunar. Telja
tollararnir að þarna sé að þeim vegið
því þeir sjá um að innsigla vöruna og
eru jafnan í bílunum sem flytja hana
á milli þessara staða.
-klp-
Stjóm Fríhaf narinnar gerir athugasemdir:
„MIKLAR BREYTINGAR TIL
BATNAÐAR Á REKSTRINUM”
Akureyri:
Framleiðsla á límtrjám
hefst eftir páska
í undirbúningi er framleiðsla á Hm-
trjám á vegum Byggingavöruverzlunar
Tómasar Björnssonar á Akureyri. Að
sögn Árna Árnasonar, framkvæmda-
stjóra verzlunarinnar, er verið að setja
upp þurrkara og flestar vélarnar eru
komnar inn á gólf, að pressunni undan-
skilinni. Sagðist Árni gera sér vonir um
að framleiðsla gæti hafizt um páska.
Ýmiss konar límtré hafa átt vaxandi
vinsældum að fagna hérlendis á
undanförnum árum, til að mynda sem
burðarbitar í þök. Hafa límtrén þann
kost að vera eldþolnari en t.d. stálbitar,
auk þess að gefa ýmsa möguleika fyrir
augað við innréttingu. Þá er einnig
notað mikið af límtrjám i borðplötur,
hillur og þess háttar. GS/Akureytri
Stjórnarnefnd Fríhafnarinnar á
Keflavíkurflugvelli hefur sent frá sér
athugasemdir vegna ummæla eins af
starfsmönnum fyrirtækisins í blaða-
viðtali fyrir skömmu.
í tilkynningu stjórnarinnar kemur
fram að afkoma fyrirtækisins og
starfsmanna hafi verið mun betri á
síðasta ári en gert hafi verið ráð fyrir.
Þrátt fyrir að rýrnun hafi aukizt úr
0.97% í 1.1% af veltu, sé það næst-
bezti árangur sem náðst hafi síðustu
tíu árin.
Algjörlega er vísað á bug
fullyrðingum um að lélegt eftirlit með
vöruflutningum milli lagers og
verzlunar sé orsök aukinnar
rýrnunar. Þessir flutningar fari allir
fram undir tollaeftirliti eða innsigli
og því séu slíkar fullyrðingar aðeins
aðdróttanir í garð tollvarða og starfs-
fólks Fríhafnarinnar.
Þá er hafnað fullyrðingum um að
þröngvað hafi verið upp á starfsfólk
verkstjórum sem teljist óhæfir til
starfsins. Batnandi afkomu fyrir-
tækisins megi að stórum hluta rekja
til bættrar stjórnunar og skipulagn-
ingar. Einnig er því vísað á bug að
bókhald Frihafnarinnar sé í ólagi og
dregið í efa að viðkomandi starfs-
maður hafi nokkra vitneskju um
þann þátt í starfseminni.
Að lokum segir í bréfi stjórnarinn-
ar: Á síðustu þremur árum hafa
orðið miklar breytingar til batnaðar á
rekstri Fríhafnarinnar. Breytingar
þær sem þurfti að gera voru ekki
allar vinsælar. Almennt sættu starfs-
menn sig við breytingarnar, einkum
þegar þeir sáu árangur þeirra.
Einstaka starfsmenn hafa þó ekki
sætt sig við þessar breytingar og hafa
unnið gegn þeim af aleffi sem skapað
hefur úlfúð og leiðindi á vinnustað.
Stjórn fyrirtækisins vonar að hlutað-
eigandi starfsmönnum verði brátt
ljóst að ekki verður horfið aftur til
fyrri starfsaðferða í Fríhöfninni á
Keflavíkurflugvelli. heldur verði
haldið áfram á þeirri braut til bættra
vinnubragða sem farin hefur verið.”
-JB
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Svo mælir Svarthöfði
Utvegsbankinn keyrir aftur
Kftir að Útvegsbankinn hafði í
áraraðir horið hitann og þungann af
lánum lil sjávarútvegsins var svo
komið um áramótin 1980-81 að
hagnaður bankans nam aðeins 780
þúsund krónum. Þá hafði lengi verið
hafl á orði að fyrirhugað væri að
sameina Útvegsbankann öðrum
hanka og byggja þannig stærri og
sterkari heild. Erfið staða bankans,
að viðbættum sífelldum orðrómi um
sameinjngu, gerði stofnuninni ekki
léltara fyrir út á við og auðveldaði
síður en svo að rétta stöðuna við.
Bankinn þurfti að fjármagna stór og
umsvifamikil fyrirtæki 1 sjávarútvegi
sem tóku til sín stóran hluta af reiðu-
fé bankans hverju sinni en fyrir þessa
fyrirgreiðslu þurfti bankinn siðan að
greiða refsivexti til Seðlabankans
þegar veita þurfti sívaxandi fjármuni
til fyrirtækjanna. Allt þetta sagði
óneitanlega til sin enda mátti segja að
Útvegsbankinn yrði að fjármagna
heilu sjávarplássin þar sem hann
hafði útibú.
úm áramótin 1980-81 var orðið
Ijóst að staða bankans var mjög
erfið, einkum vegna viðskiptanna við
Seðlabankann sem beitti bindi-
vöxtum sínum alveg án tillits til þess
að Útvegsbankinn fjármagnaði aðila
í útveginum sem greiddu lága vexti
samkvæmt tilskipunum. Rikisvaldið
bar því með vissuin hætli ábyrgð á
stöðu bankans en fyrir utan að vera
ríkisbanki hafði hann ekki fengið
tækifæri til að starfa með eðlilegum
hætti.
Á síðasta ári varð Albert
Guðmundsson formaður bankaráðs.
Hann gerði strax kröfur til að ná til
baka þvi fé hankans sem af honum
hafði verið dregið í bindivöxtum í
Seðlabankanum. Stæstur hluti þess
fjár kom til baka á árinu í mynd láns
,frá Seðlabankanum sem ríkissjóður
greiðir á tólf árum. Á sama tima voru
útlán til sjávarútvegs dregin saman
um 13%. Útibú bankans á Seyðis-
firði var yfirtekið af iiðrum og stór
fyrirtæki á Akranesi og Akureyri
beindu viðskiptum sínum (il annarra
banka, einnig tvöihraðfrystihús I
Grindavik. Aukning heildarútlána
hankans á liðnu ári hélst nokkuð i
hendur við vísitölu en heildarinnlán
urðu um 11% hærri en útlánin.
Staðan hefur þvi batnað stórlega og
í raun hægt að tala um algjör um-
skipti. Eiginfjárhlutfall nemur nú
10,3% sem verður að teljast gott.
Hagnaður bankans á árinu nam
24,2 milljónum og er þá búið að
afskrifa 2,3 milljónir af eignum
hankans. Þá jókst eigið fé um 91,8
milljónir og eru þar innifaldar þær
50 milljónir sem Seðlabankinn lánaði
og ríkissjóður greiðir. Þessar tölur
sýna að bankínn hefur verið æði stór-
ár
►
á fullu
stígur á einu ári, eða frá því að
hagnaðurinn nam aðeins 780
þúsundum. Verður ekki annað séð en
bankaráðsformaðurinn hafi séð vel
fyrir málefnum bankans á Alþingi og
i ríkisstjórn og bankastjórn að öðru
leyti beitt sér vel í endurreisnar-
starfinu.
í auglýsingum leggur bankinn nú
áherslu á skammtímalán til einstakl-
inga. llonum eru það auðveldari og
léttari viðskipti en sú þunga og fjár-
freka lánastarfsemi sem tíðkast í
sjávarútvegi. Með nýju stefnunni er
einnig auðveldara að svara til um þær
breytingar sem Seðlabankinn vill
gera á útlánastarfseminni hverju
sinni. Engu að siður heldur Útvegs-
bankinn áfram að lána hátt í helming
útlána til sjávarútvegs.
Sagt hefur verið að Hilmar
Stefánsson, bankastjóri Búnaðar-
bankans, hafi eflt banka sinn mjög
með því að lána smáfólkinu í þjóð-
félaginu. Útvegsbankinn virðist ætla
að rétta við að fullu á skömmum tima
með þvi að fara líkar leiðir i upp-
byggingunni og er það vel. Auðvitað
hefur fjöldi manns komið hér við
sögu og beitt áhrifum sinum til hags-
bóta fyrir bankann en það er Ijóst að
endurreisn hans hófst ekki fyrr en
Albert Guðmundsson varð formaður
bankaráðs. Þar kom maður sem
dugði. Svarthöfði