Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Síða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1982, Síða 32
32 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 23. FEBRÚAR 1982. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Dómari nokkur i New York hefur dæmt kvikmyndaleikkonuna Jessicu Lange skylda til að greiða eiginmanni sínunt, Paco Grande, 300 Bandaríkja- dali á viku í framfærslueyri. Grande er hlindur og lifir sem stendur á fram- færslu hins opinbera. Þar sem það er ekki eins stöndugt og'Jessica ber því aðeins skylda til að greiða Grande 85 dali á viku og lifir hann því við sult og seyru í fátækrahverfi í New York. Greiðslan er afturvirk og samkvæmt dómnunt skuldar Jessica þvi ntanni sínum 5000 dali. Þetta er líka aðeins bráðabirgðadómur í málinu, en Grande fer fram á að Jessica greiði sér 2000— 3000 dali á mánuði um aldur og ævi eftir skilnað þeirra. Jessica og Paco Grande gengu i hjónaband árið 1971, en þau stunduðu þá bæði nám við háskólann í Minne- sota. ^lann segir að hún hafi farið frá sér 1975, eftir að hún konist að því að hann var að verða blindur. Jessica heldur því aftur á móti frant að léiðir þeirra hafi skilizt árið 1972. Þau sóttu þó ekki um lögskilnað fyrr en seint á árinu 1980 en bá hafði Jessica eignazt barn með ball '«-tj órnunn. Mikhail Barishnikov. Jessica Lange þarf að sjá fyrir fyrr- verandi eiginmanni Jessica Lange: Mun betur stæð en það opinbera. Eins gott að drífa s/g bara strax i h/ónabantHðl Reynslusambúð er ekki Samkvæmt nýrri, bandarískri' könnun er það aðeins hégilja að þeir sem ganga í hjónaband eftir að hafa áður lifaðsaman í sambúð skilji síður en hinir. — Margt ungt fólk álítur að reynslusambúð tryggi það að hjóna- bandið gangi betur, en svo er ekki, segir dr. Michael Newcomb sem staðið hefur að könnuninni. — Skilnaðartíðni á meðal þeirra hjóna sem búa saman fyrir hjóna- band og hinna, sem steypa sér beint í það heilaga, er nokkurn veginn sú sama. Dr. Newcomb fylgdist með örlög- um 68 hjóna. Hafði helmingurinn búið santan fyrir hjónaband en hinn helmingurinn ekki. Fjórum árum til bóta eftir brúðkaupið var 31% af hjónun- um skilið, en það er einmitt meðaltal skilnaða í Bandaríkjunum eftir fjög- urra ára hjónaband. — Könnunin sýnir líka að þau hjón sem höfðu búið saman áður áttu í nteiri vandamálum í sambandi við fíkniefnaneyzlu og framhjáhald en hin, segir dr. Newcontb. Ray Short, prófessor í félagsfræði við háskólann í Wisconsin, er dr. Newcomb sammála: — Reynslusantbúð ntinnkar ekki hættuna á því að lil skilnaðar komi eftir hjónaband, segir hann. — Þvert á móti bendir allt til þess að reynslu- sambúð sé allt annað en heppilegur undirbúningur fyrir hjónabandið. Sue Eiien og J.R.: Hugarfóstur vinstrisinnaðra áróðursmanna. DaNas er argasti rógur um Bandaríkin - segir danski þingmaðurinn Erhard Jacobsen og tók málið fyrir á þingi Danski þingmaðurinn Erhard Jacobsen kom nýlega fram með harða gagnrýni á framhalds- þátt sjónvarpsins, Dall- as, bæði á sjálfu þing- inu og svo í TV-avi- sen. Ekki voru það þó hin forheimskandi áhrif sem sumir telja þættina hafa á hinn almenna sjónvarpsáhorfenda sem lágu þingmanninum þungt á hjarta heldur það að hann álítur þætt- ina hinn argasta róg um Bandaríkin. — Ég get vel ímyndað mér að Dallas-þættirnir séu framleiddir af vinstrisinnuðum lista- mönnum, segir þing- maðurinn. — Það eru jú ær og kýr allra sósíalista og menningarpostula að nota hvert tækifæri til Erhard Jacobsen: DaHas ar ein- tómtsvinarí. að draga kapítalísk þjóðfélög niður í skít- inn. Og þeir hafa fundið gullið tækifæri í Dallas sem gefur alranga og skrumskælda mynd af Bandaríkjunum. Dallas-þættirnir hafa notið gífurlegra vin- sælda í Danmörku og sýna skoðanakannanir að 2,6 — 2,9 milljónir Dana hafa fylgzt með þeim. Engum hefur þó fyrr dottið í hug að taka þættina sem árás vinstri- sinna á kapítalismann fyrr en Erhard upplýsti undrandi þingheim um málið í þrumandi ræðu er fjallað var um dag- skrárval útvarps og sjón- varps á danska þinginu. Nefi Mið ættum að nota það betur en viðgerum. VIÐ ERUM ÞEFNÆMARIEN VIÐ HÖLDUM Nýjar kannanir sýna svo ckki verður um vfllzt að mannskepnan vanmetur eigin skilningarvit. T.d. er lyktarskyn ‘okkar riiun þróaðra en við höfum hing- að til viáurkennt. Tveir bandarískir vísindamenn við VanderbiU-háskólann hafa unnið að rannsóknuim á lyktarskyni manna og hefur þeim tekizt að sanna að systkini geta þekklt hvort annað á lyktinni. Sömuleiðis geta foreldrar greint á milli barna sinpa eingöngu með þvi að nota þefskynið- Tilrautiir þeirra fóru þannig fram að þeir fengu 12 tvibura (16 drengi og 8 telpur) til að sofa í eins treyjum, sem voru hvítar að lit, í þrjár nætur í röð. Voru treyjurnar siðan settar í lokaðar plastkrúsir með smágati á lokinu og áttu börnin síðan að þekkja systkini sitt með því að þefa gegnum gatið. 19 börn af þeim 24 sem þátt tóku í tilrauninni gátu strax sagt til um hvaða treyja til- heyrði bróður þess eða systur. Þeir gerðu síðan söntu tilraun á for- eldrum og gátu 16 þeirra strax greint lykt barna sinna og jafnvel sagt til um hvaða lykt tilheyrði hvoru barninu. Og sé einhver svo vantrúaður að rengja þessar niðurstöður vísinda- mannanna eru honum hæg heimatökin að gera bara svipaða tilraun sjálfur!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.