Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Síða 3
Síðustu námskeið
vetrarins
Almenn framkomu- og
snyrtinámskeið fyrir dömur
hefjast mánudaginn 1. marz.
Innritun og upplýsingar í síma 38126 frá kl,
16—20 þessa viku.
Hanna Frímannsdóttir
<2>
Feröasknfbtotð
KJARTANS
HELGASONAR
Gnoóavog 44 104 Reykjavtk
Simi 862S5
DAGBLAÐIÐ & VlSIR.
Dagmömmum skylt að
gefa upp tekjumar
—ætti ekki að koma þeim á óvart, segir skattstjórinn
íReykjavík
„Dagmæður hafa alla tíð verið
skyldugar til að skila inn samræmdum
efnahags- og rekstrarreikningi með
framtölum sínum, svo sem gildir um
allan annan atvinnurekstur sagði
Gestur Steinþórsson, skattstjóri i
Reykjavík, í samtali við DV vegna
fréttar i blaðinu um óánægju dag-
mæðra í borginni með hókhaldsskyld
framtöl.
„Þær geta tæpast kvartað yfir of litl-
utn fyrirvara þar sem atvinnurekendum
ber ekki að skila framtölum fyrr en 15.
marz, sagði hann. „Og þetta ætti
ekki að koma þeim neitt á óvart þvi
allir þeir sem hefja eigin atvinnurekstur
hljóta að kynna sér fyrirfram hvaða
reglur gildar þar varðandi skatta sem
og annað.”
Sú hefð virðist hafa skapazt að dag-
mæður hafi komizt hjá þvi að gefa all-
ar tekjur sínar upp til skatts. Siðastliðið
ár varð sú breyting á að í Reykjavík var
farið að reikna einstæðum foreldrum
Iþróttaf réttir sjónvarpsins:
Fjórtán sóttu um
Fjórtán menn sóttu um stöðu
íþróttafréttamanns sjónvarps en um-
sóknarfrestur rann út í gær. Felst við-
komandi starf i að sjá um íþróttaþátt
annan hvern mánudag á móti Bjarna
Felixsyni.
Umsækjendur eru Einar Rafnsson,
Gestur Kristinsson, Hjálmar Árnason,
Jens G. Einarsson, Jón Guðmann
Pétursson, Jón Þorvaldsson, Kristján'
E. Guðmundsson, Ólafur Ágúst
Þorsteinsson, Pétur Brynjarsson, Rún-
ar Halldórsson, Samúel Örn Erlings-
son, Stefán Friðgeirsson, Steingrímur
Jóhann Sigfússon og Valtýr Sigur-
bjarnason.
Það er framkvæmdastjóri sjónvarps,
í samráði við fréttadeildina og Bjarna
Felixson, sem sker úr um hver hreppir
Utanfarar:
Svör fyrir
þingslit
Siðast liðið haust gerði Matthías
Bjarnason fyrirspurn til forsætisráðu-
neytisins um hver kostnaður væri af
ferðum Jjingmanna og annarra opin-
berra starfsmanna til útlanda. Óskað
var eftir skriflegu svari til Alþingis.
Að sögn Guðmundar Benediktssonar
í forsætisráðuneytinu stendur gagna-
öflun enn yfir og eru ekki öll kurl
tomin til grafar. Kvað hann þær upp-
lýsingar, sem farið væri fram á, mjög
yfirgripsmiklar og engin leið að ná
þeim saman á skömmum tíma.
hnossið, en allir umsækjendur munu
verða prófaðir alveg á næstu dögum.
-KÞ
til tekna þær niðurgreiðslur sem þeir fá
vegna vistunar barna i heintahúsum.
Um leið eru þeir tilneyddir til að gefa
upp nafn viðkomandi mömmu og
greidd laun til hennar. Kom þetta
óvænt og olli mikilli óánægju hjá þess-
ari stétt sem nú hefur til umræðu að
leggja niður störf 1. maí nk. fáist ekki
breyting.
Ævar Isberg vararíkisskattstjóri
kvað embætti sitt hafa sent skatt-
stjórum bréf þar sem kveðið hefði verið
á um að foreldrum skyldu ekki reikn-
aðar fyrrnefndar niðurgreiðslur til
tekna, fremur en aðrar endurgreiðslur.
Hitt stæði óbreytt að dagmæðrum
bæri eftir sem áður skylda til að gefa
þær upp sem laun.
Staðan virðist því ekki hvað sizt
bitna á einstæðum foreldrum. Þeim er
nauðugur sá kostur að gefa upp nafn
viðkomandi dagmóður, ella reiknast
niðurgreiðslurnar þeim sjálfum til
tekna. -jb
Ungverja laná
Alla föstudaga frá 28: maí — 3. sept.
Þotuflug um Kaupmannahöfn — morgun-
flug. Gist 2 nætur í Búdapest, síðan vikuferð
um Ungverjaland og 1—2—3 vikur við
Balatonvatn, stærsta vatn Evrópu, eða beint
i nýtízkulegar villur við Balatonvatn, 4 eða 8
manna villur. Hægt að dvelja þar 1—2—3—
4 vikur. Öll hótel og villur 1. flokks, bað,
WC, svalir. Fullt fæði á hótelum, en eigin
eldamennska í villum eða matarmiðar (hálft
fæði) kr. 31.60 á mann pr. dag. Skoðunar-
ferðir, möguleiki á vikuferð með fljótabát til
Vínar í Austurríki. Verð á gistingu i villum
það ódýrasta í dag kr. 7.795,- á mann í 4
vikur, innifalið er gisting, 2 dagar í Búdapest,
keyrsla til og frá
Balatonvatni
og skoðunarferð
í Búdapest. Hægt er
að stoppa í Kaup-
mannahöfn í bakaleið.
Pantið tímanlega.
Bjóst Guðmundur þó við því að svar
myndi berast Alþingi fyrir þingslit í
vor.
-JB
DV-bíó
Brautin rudd, vestri i Utum in ís-
lenzks texta verður í DVbiói6 morg-
un klukkan 13 i Regnboganum.
Spáðu í línurnar og drekktu
1 1 _• t>8 i.wii nmcii
sykurlaust DIET PEPSI
MINNA EN EIN KALÓRÍA í FLÖSKU