Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 4
4, DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Sóum við 200 milljónum í orku við rekstur húsnæðis? —Getum dregið verulega úr húshitunarkostnaði með einföldum aðgerðum Töpum viö200 einbýlishúsum áhverjuári? Frt ráðstmfnunni um orkuapamaO sl. fknmtudag. Ráöstafnusakjr Loftiefðahótaisins var þáttzatínn. Orkusparnaður hefur verið tísku- orð í tæpan áratug eða síðan jarðar- búar fengu í fyrsta sinn að finna alvarlega fyrir því að olíulindir væru ekki óþverrandi. Það var árið 1973. Sprenging varð á oliumörkuðum heimsins og oliuverð rauk upp úr öllu valdi. í framhaldi af því fóru menn að velta vöngum yfir nýjum orkulindum og orkusparnaði. Stjórnvöld ríkja stórjuku fjármagn til rannsókna og aðgerða á þessum sviðum og fyrir- tæki tóku viðsér. Árangurinn fór fljótt að koma í Ijós. Bílar fóru minnkandi. Japanskir smábílar ruddu amerískum eyðslu- drekum af markaði. Þetta var línan. Það orkufreka vék fyrir því orku- nýtna Hé' á islandi voru það hitaveiturn- ar. Allt kapp var lagt á að útrýma olíukyndingu. Fjármagninu var dælt í hitaveitur eða fjarvarmaveitur, olían varð að víkja fyrir innlendum orkugjöfum. Virkjun jarðvarmans hin siðustu ár er stórvirki. Stór-Reykjavíkursvæðið er nú nær eingöngu hitað upp með jarðvarma. Hitaveita Suðurnesja þjónar mörgum, fjölmennum byggð- arlögum, Hitaveita Akraness og Borgarness var formlega tekin í notk- un fyrir örfáum dögum. Hraunhita- veitan, hið stórmerkilega fyrirbæri, kyndir upp Vestmannaeyjabæ. Á Akureyri eru hitaveituframkvæmdir á lokastigi. Svona mætti telja áfram. Minnkuðum oiíuhitun um 55% á fjórum árum Árangurinn af þessu er sá að gjaldeyrir sparast við olíukaup. Hita- veitan er auk þess í flestum tilfellum mun ódýrari en olian. Til að nefnal dæmi skal þess getið að oliubrennsla til húsahitunar dróst saman um 55% á milli áranna 1977 til 1981, úf 104 þúsund tonnum af gasoliu i 47 þúsund tonn, vegna aukinnrr notkunar jarðvarma og rafmagns við upphitun. En höfum við sparað orku að ráði? Höfum við ekki bara skipt úr erlendri orkulind í innlendar við húsahitun. Höfum við drcgið umtals- vert úr orkunotkun við upphitun húsa? Miðað við það sem fram kom í framsöguerindum á ráðstefnu Sam- bands islenskra sveitarfélaga og orkusparnaðarnefndar iðnaðarráðu- neytisins í fyrradag, um hagkvæmari orkunotkun við rekstur húsnæðis, er enn hægt að gera verulegt átak. Svo virðist sem tiltölulega lítill gaumur hafi verið gefinn að beinum sparnaði í orkunotkun við húshitun hérlendis miöað við það sem gert hefur vcrið í nágrannalöndum. öll áhetsla hefur verið lögð á að útrýma olíunni og koma inn innlendum orku- gjöfum. Minna hefur verið hugsað um að nýta varmann sem best. Björn Friðfinnsosn, fjármálastjóri Reykjavíkurborgar og formaður orkusparnaðarnefndar iðnaðarráðu- neytisins, telur að lágt orkuverð ýmissa hitaveitna upp ásíðkastið hafi beinlínis letjandi áhrif til orkusparn- aðar um leið og hvers könar bruðl með hitaorkuna kallar stöðugt á aukna framkvæmdir hitaveitna til orkuöflunar. Olíustyrkir skrípaleikur Björn Friðfinnsson segir að niður- greiðsla olíukostnaðar við húsahitun sé hreinn skrípaleikur. I framsögu- erindi á sparnaðarráðstefnunni sagði Björnm.a.: „Nýlega var ákveðið að olíustyrkir skyldu miðaðir við það að húshitunarkostnaður með olíu verði ekki hærri en 10% umfram húshit- unarkostnað með raforku. Raforka til húshitunar er vafalaust seld undir kostnaðarverði hér á landi þegar tekið er tillit til nýtingartima og fjár- festingarkostnaðar rafveitna, sem samfara er sölu á raforku til húshit- unar. Talið er því að um þrjátíu millj- ónir króna þurfi í olíustyrki á þessu ári. En við hina nýju reglu bregður svo við að olíuhitun verður hag- kvæmari en orkuverð nokkurra hita- veitna sem nýlega eru komnar í gagn- ið eða átt hafa við sérstök vandamál að glímá. Er nú talin þörf á nokkrum milljónum króna til þess að aðstoða hitaveiturnar fjárhagslega þannig að orka þeirra verði samkeppnisfær við olíuhitun. Hér er um algera endaleysu að ræða að mínu mati. Ef ætlunin er að draga úr húshitunarkosnaði fólks á olíuhituðum svæðum á að beina fjár- magninu fyrst og fremst til lána og styrkja til orkusparandi endurbóta á húsnæði þess. Þar sem orkugjafinn er dýr er hægt að ganga langt í því að skera orkunotkunina niður og athug- anir á húsnæði nokkurra þéttbýlis- kjarna hafa sýnt að víða er unnt að skera hana niður um þriðjung með réttum aðgerðum án þess að til óþæginda sé. Fyrst þegar þessum aðgerðum er lokið er réltlætanlegt að veita húshitunarstyrki sem notaðir eru til að lækka kóstnað við kaup á innfluttri olíu. Þess utan er núver- andi styrkjakerfi byggt á allt of gróf- legri vísireglu um raunverulegan hús- hitunarkostnað í hverju tilviki. Með því að beina fjármagninu fremur til orkusparandi endurbóta myndast líka umtalsverður fjöldi starfa í viðkomandi byggðarlagi en það gerist ekki ef fjármagnið fer bara til þess að kaupa inn jafnmikla olíu og áður frá útlöndum,” sagði Björn Friðfinnsson,___________________ Heimingur orkunnar til kyndingar húsa Orkunotkun til húsahitunar er nú um helmingur af heildarorkunotkun landmanna. Lauslega talið nam heildarkostnaður þjóðarbúsins við hitun húsnæðis 550 til 600 milljónum krónaáárinu 1981. Eins og fram kom í DV í gær telur Björn að spara megi 100 milljónir ný- króna fljótt og auðveldlega eða um 16 til 18% af orkureikningi þjóðar- búsins vegna húshitunar. Er það fyrst og fremst með þéttingum á hurðum og gluggum, tvöföldun á svalahurð- um og útihurðum og með bættri ein- angrun á þökum og veggjum. Einföld aðgerð eins og þétting á opnanlegum gluggafögum getur sparað gífurlega fjármuni þegar á heildina er litið. í könnunum hefur t.d. komið í ljós að 28% allra þaka í Bolungarvík eru óeinangruð og í Neskaupstað eru 30% allra útveggja óeinangrað- ir.Ýmislegt má því gera. „Með meiri fyrirhöfn og minni arðsemi má ná fram enn auknum sparnaði. Hér er ég að tala um sparn- að sem notendur húsnæðis yrðu ekki varið við í minnkandi þægindum. Með stórlega endurbættri hönnun á þvi húsnæði sem við eigum eftir að byggja í landinu á ókomnum árum tel ég að við getum auðveldlega bætt orkunýtingu um mun meira eða um a.m.k. 35% frá því sem nú er al- gengt,” sagði Björn Friðfinnsson ennfremur á ráðstefnunni. Margir sérfræðingar fluttu athyglis- verðerindi á ráðstefnunni. Jón Sigur- jónsson, verkfræðingur hjá Rann- sóknarstofnun byggingariðnaðarins, skýrði frá tækninýjungum á sviði glerframleiðslu en mikill varmi tapast úr húsum í gegnum gler. Jón sagði að nýjar glertegundir hefði mun betra einangrunargildi en þær sem til væru á markaði. DV-mynd: Bjamfaifur. Orkusparnaður í skólum Á ráðstefnunni var skýrt frá athyglisverðum árangri með þeirri einföldu aðgerð að fækka ljósa- perum án þess að komi niður á lýsingunni og eins að því að taka í notkun nýrri tegundir pera sem nýta orkuna betur en gefa jafngott Ijós. Kom t.d. fram að með aðgerðum í þessum dúr mætti spara 35 þúsund krónur á ári í skóla með 20 kennslustofum. Nefndi Jóhann Hannesson, fyrrum eftirlitsmaður hjá Reykjavikurborg, að í Fellaskóla hefðu verið fjarlægðar 320 Ijósa- perur. Hefði með slíkum aðgerðum tekist að draga úr rafmagnseyðslu skólahúsnæðis í Reykjavík um 185 þúsund kílóvattstundir milli áranna 1979 og 1980. Milli áranna 1980 og 1981 tókst að minnka rafmagns- eyðslu skólanna um 400 þúsund kílóvattstundir. Húsvörðum grunnskólanna í Reykjavík tókst með aukinni aðgæslu og meiri stýringu að draga sömuleiðis verulega úr heita- vatnsnotkun skólanna. Þannig notuðu skólarnir tæpum 40 þúsund tonnum minna af heitu vatni árið 1980. miðað við árið áður og á árinu 1981 tókst húsvörðunum að draga enn frekar úr notkuninni eða sem nemur 100 þúsund tonnum. Björn Friðfinnsson telur að ýmis- legt þurfi að breytast og gera þurfi nýtt átak í húshitunarmálum. í fyrsta lagi þurfi kostnaðarvitund manna hvað varðar orkunotkun húsnæðis að skerpast. Verkfræðileg hönnun á hitakerfi nýbygginga þurfi að lagast og gera þurfi strangari kröfur til orkunýtingar en nú tíðkast. Má geta þess að kröfur til einangrunar húsa eru vægari hér en t.d. í Danmörku og Svíþjóð. Ennfremur telur Björn að ráðgjafar- fyrirtæki og verktakar, sem sérhæfi sig í orkuspar@ndi endurbótum, vanti hérlendis. Einnig þurfi að hvetja húseigendur til orkusparandi aðgerða með lánveitingum eða jafnvel skattafrádráttum. íslenzka þjóðarbúið eyddi í fyrra 550—600 milljónum króna til upphit- unar húsa. Sé unnt að minnka þessa upphæð um þriðjung, eins og Björn telur, samsvarar það 200 einbýlishús- um eða svo. Finnst mönnum ekki grátlegt að missa slík feiknaverðmæti út i vind- inn í formi varma sem tapast m.a. vegna illa einangraðra húsá? .kmu. Boraö aftir hattu vatnl i CyJaflrðL

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.