Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 6
6
DV.—HELGARBLAÐ. LAUG ARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
Út um hvippinn og hvappinn
Ut um hvippinn og hvappinn
Af
Hið spegiltæra málgagn Sjálf-
stæðismanna, Stefnir birtir i síðasta
hefli sinu klausu þar sem segir frá
brögðum Vilhjálms Finsen, fyr-
verandi ritstjóra Moggans, sem hann
hafði í frammi lil að lokka auglýs-
endur til sín á rrieðan hann var og hét
á Morgunblaðinu.
Þannig var að Vilhjálmi leiddist
það magn smáauglýsinga sem birtust
í Vísi og vildi fá hlutdeild i þeim
markaði. „Þá var það, að mér datt í
hug þelta „snjalla” ráð, sem ég hcf
oft og mörgum sinnum blygðast min
fyrir og engum sagt fyrr en nú,”
sagði hann og viðskulum alfariðgefa
honum orðiö:
„Ég settist niður og „fabrikaði”
fjölda af smáauglýsingum: „Pils tap-
að i þvottalaugunum. Finnandi
hringi i Morgunblaðið.” „Lykla-
kippa fundin á Laugaveginum, vitjist
i afgreiðsluna.” „Budda fundin á
Vesturgötu, vitjist í Mbl.” „Ung
stúlka óskast i vist utan bæjar”
o.s.frv. Svo voru þessar auglýsingar
allar birtar i blaðinu. I skrifborðs-
skúffunni hafði ég ævinlega tvær
buddur, aðra gráa, hina svarta, lykla-
kippu og veski og slíkt, þannig að ef
einhver kom að spyrja um hið
fundna, þá varð sá fyrst að lýsa
hlutnum sem hann hafði týnt o.s.frv.
Það var aldrei hans hiutur, sem ég
dró fram úr skuffunni.
Árangurinn varð sá, að smátt og
smátt fór fóikið að koma með *má-
augiýsingarnar til okkar og mætti
segja, að þetta tiltæki mitt hafi lagt
undirstöðuna að þeim fjölda smáaug-
lýsinga, sem „mitt gamla blað” birtir
nú daglega.”
Það er eins og gengur og gerist i
viðskiptalifinu. Allt má reyna, þó svo
að lítið kunni að bera árangur.
Flest er nú til
— Af Afsökunarþjónustunni hf.
þeir eiga í vanda með að útskýra fjar-
veru sína fyrir makanum— og fá
uppgefna gilda afsökun fyrir þvi hvers-
vegna þeir séu stad'dir þarna, en ekki
annarstaðar, þurfi að vinna frameftir
eða skreppa til borgarinnar o.s.frv.
Upphafsmaðurinn að þessari ný-
tízkulegu og frumlegu þjónustu er
maður að nafni, Mason Zelanzny. Mun
Zelanzny vera orðlagður húmoristi og
fékk hann hugmyndina að þessu fyrir-
tæki sínu, þegar hann var í viðskipta-
ferð í Miami ásamt vini sinum. Þegar
komið var undir lok ferðarinnar veikt-
ist félagi Zelanzni af inflúensu og
þurfti að leggja hann inn á spitala.
Ákvað Zelanzni að dvelja lengur í
Miami vegna veikindanna, en þegar
hann ætlaði að útskýra töfina fyrir
konu sinni í gegnum simann, varð hon-
um ljóst hversu ósannfærandi útskýr-
ing hans væri. Sannleikurinn getur
nefnilega oft á tíðum verið afkáralegur.
Þar eð hann fékk enga góða hugmynd
sem hann gæti notað fyrir fjarveru
sinni nema sa n mleikann, leitaði hann
til félaga síns og spurði um hans álit.
Ekki var mikið á hugmyndum hans
að græða, nema það að hann benti á
hversu óþægilegt væri að engin þjón-
usta værj til sem hægt væri að leita til
og fá slíkar hugmyndir.
Kviknaði þá á perunni hjá Zelan
Zelanzny- og lifir hann nú góðu lifi
ásamt konu sinni og græðir vel á „af-
sökunarþjónustu” sinni.— Já, flest er
nú til.
tófunni dýrkeyj
Ýmsar eru öfgarnar í henni Ammer- xil að mynda eiga þarlendir nú kost á
íku og taka á sig hinar margbreytileg- því að hringja til svonefndrar „af-
ustu myndir. sökunarþjónustu”, svo framarlega sem
Sauðkindin lif i!
Hagyrðingur og lesandi DV sendi okkur þessa visu f tilefni lesendabréfs, sem
mótmæli harðýðgi gagnvart tófunni blassaðri:
Taumlaus ergrimmdin við tófuna enn
þeir tak ’ana og pina að lögum.
Þó vitrari sé hún en velflestir menn
og vilji aðeins fœkka i högum!
Tófuvrðlingur: Kr Rjarnan notaður scm agn til að vinna X möðurinni.
6þverraaðferð við dýradráp:
Móöurástin er
Það er um að gera að hafa ofart af fyrir blessuðum
börnunum.
Snjókorn_______Snjókorn Snjókorn________Snjókorn_______Snjókorn
• Jæja, Húsvíkingar
Fyrr í vetur sendum við nokkur
snjókorn til Húsvíkinga. Jafnframt
fylgdi kornunum hvatning um að þau
yrðu send jafnhörð ef ekki harðari
um hæl. Þessu hafa Húsvíkingar í
engu sinnt. Er því ástæða til að gefa
þeim laust viðvörunarskot.
Sagan segir frá löghlýðnum Hús-
víkingi, sem kom til Akureyrar í fína
veizlu. Hann bjó sig í smóking og
pantaði leigubíl. Þegar hann kom inn
í bílinn stirðnaði hann upp til að byrja
með, en síöan spratt hann út úr bíln-
um og inn á hótel. Eftir stutta stund
kom hann út í bilinn aftur í gömlu
góðu kaupfélagsfötunum sínum. Eig-
inkonan, sem beðið hafði í bílnum
furðu lostin, spurði hverju þetta
sætti. Eiginmaðurinn svaraði engu,
en benti á skilti i bílnum: „No
smoking”.
• Þaðskyldi
þóaldreivera
í nýútkomnum íslendingi segir:
„Þegar litið er til þeirra fjögurra
áætlana, sem geröar hafa verið af
bæjarstjórn og verkefni þau og
markmiö sem sjálfstæðismenn settu
sér fyrir síðustu bæjarstjórnarkosn-
ingar, sést að verulegur hluti þeirra
verkefna sem þar voru sett fram hafa
orðiðaðveruleika.”
Þetta kemur mér svolítið spánskt
fyrir sjónir þar sem ég veit ekki betur
en ráðandi sé vinstri meirihluti á
Akureyri. Er þaö ef til vill leiðin til að
koma markmiðum Sjálfstæðisflokks-
ins í höfn að vinstri meirihluti sé við
stjórnvölinn? Það skyldi þó aldrei
vera að „verkefni þau og markmið”
sem flokkarnir í bæjarstjórn hafa sett
sér séu þau sömu?
• Lömbfyrir
refi
Herbert nábúi minn Ólason,
þekktari undir nafninu „Kóki”, sem
eitt sinn fataði táningana á Akureyri,
en er nú gildur bóndi í næsta ná-
grenni Akureyrar, gerði merkilega
uppgötvun í sl. viku.
Kóki býr m.a. með kindur, sem
samkvæmt náttúrunni gefa af sér
lömb að vori sé til þeirra stofnað á
réttum tima. Nú er hann líka búinn
að fá leyfi til refaræktar. Eins og
bænda er siður hér nyöra, þá fór
Kóki á bændaklúbbsfund á mánu-
daginn. Þar nam Kóki þann fróðleik
að þaö verð sem fæst fyrir lamba-
kjötið í útflutningi geröi ekki betur
en dekka þann kostnað, sem óhjá-
kvæmilegur væri við aö slátra lamb-
inu og koma kjötinu til annarra
landa. Þá væri eftir að greiða bænd-
um, sem „ríkið” geröi í formi út-
flutningsbóta. í framhaldi af þessum
staðreyndum þótti Kóka sýnt að rétt-
ast væri að gefa refunum lömbin.
Það væri þjóðhagslega hagkvæmt.
Með því sparaöist fyrirhöfn við slátr-
un og flutning til annarra landa.
Taldi Kóki ólikt fyrirhafnarminna
fyrir „ríkið” að senda sér útflutn-
ingsuppbætur beint, án þess að vera
með allt þetta tilstand. Hvað Kóki
ætlar að gera við skrokkinn af tóf-
um þegar hann hefur klætt þær úr
pelsinum vitum við ekki!
• Hamborgaravæðing
En Kóki er framkvæmdasamur
maður. Nú hefur hann í bígerð að
setja upp hamborgarastaö i
Hamborg, nánar tiltekið I húsi því á
Akureyri er gengur undir þessu nafni.
Það skal tekið fram strax að ham-
borgarastaöurinn fyrirhugaði er ekk-
ert í tengslum við hamflcttu tófurnar.
Hins vegar er Kóki, að sögn kunn-
ugra, í samvinnu við Tomma þann,
sem að sögn þeirra sömu framieiðir
lostæta hamborgara i Reykjavík.
Og það eru fleiri sem hafa hug á að
bjóða Akureyringum upp á þennan
rétt. Ráöamenn Winny’s hamborgara
ætla að kaupa upp heila verzlun, þ.e.
Sport- og Hljóðfæraverzlun Akur-
eyrar, til aö komast yfir húsnæði í
miðbænum.
•Af Sjátfstæðishúsi
Nú lítur út fyrir að Sjálfstæöis-
flokkurinn selji hlut sinn í Sjálf-
stæðishúsinu, öðru nafni „Sjallan-
um”, sem enn er brunarúst. Kaup-
endur munu vera Þórður Gunnars-
son, Aðalgeir Finnsson, Gunnar
Sólnes, Karl Gunnarsson og ef til vill
fleiri. Verði úr kaupunum getur
„Sjalla” nafnið tæpast gengið leng-
ur. Mun þá í ráði að kalla húsiö
„Þórðarhöfða”.
• Ogsvo
ernúþaö
„Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
óskar að ráða 1 1/2 læknaritara,”
segir í auglýsingu í Degi á þriðjudag-
inn. Með leyfi að spyrja; hvernig
„hálfur” á þessi „hálfi” að vera;
rallhálfur eða verður skurðstofan
notuð?
-GS Akureyri