Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Side 7
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. 7 Skemmtilegir skúlptír- ar á Kjarvalsstöðum „Þetta er mest allt unnið í leir þó ég noti mikið önnur efni með, svo sem gler, gifs og fleira, sagði Steinunn Þórarinsdóttir, ung listakona, sem í dag opnar sýningu á skúlptúrum að Kjarvalsstöðum. „Viðfangsefnið í öllum myndum er svipað, það er hugleiðingar um mann- inn, bæði sem einstakling og hóp- veru,” segir Steinunn, sem sýndi fyrst verk sín fyrir þremur árum. Hún hefur stundað nám bæði í Englandi og á Ítalíu og hlaut á síðasta ári starfslaun, „semkomu sérmjögvel.” „Það er mjög erfítt að ætla sér að lifa af þessu, svo yfirleitt er maður neyddur til að vinna annað með,” sagði Steinunn. Hún starfaði síðast við leiðbeiningar- og kennslustörf á Kleppsspítala og þótti góð reynsla en þreytandi starf fyrir skapandi lista- mann til lengdar. Undanfarna fjóra mánuði hefur Steinunn helgað sig skúlptúrnum ein- göngu. Eru öll verkin á sýningunni ný- leg og til sölu. Er sýningin hvort tveggja, látlaus og óvenjuleg og einnig skemmtilega upp sett. Það er því vel til vinnandi að koma við hjá Steinunni einhverntíma fyrir 14. marz en þá lýkur sýningunni. Framtíð Vogaskóla óviss: Lausn á næsta leiti? Skúlptúrar Steinunnar eru af öllum stærðum og gerðum. Hér er hún innan um verk sem hengt er i loftið og kallast „Draumur”. -DV-mynd E.Ó. „Málið verður tekið fyrir á fundi fræðsluráðs á mánudag, að öllum likindum,” íagði Kristján J. Gunnars- son, fræðslustjóri Reykjavíkurborgar, í samtali við DV. Honum barst bréf frá íbúum Vogahverfis fyrir skömmu þar sem þess var farið á leit að Vogaskóli yrði rekinn áfram í núverandi mynd. Eins og kunnugt er hefur verið ákveðið af fræðsluráði að breytingar verði á rekstri skólans, þannig að kennsla 4. til 9. bekkjar verði flutt yfir í Langholtsskóla. Hefur þessi ákvörðun valdið miklunt úlfaþyt meðal íbúa Vogahverfis. „Ég get ekkert sagt um nú hver verð- ur niðurstaða fundarins á mánudag en ekki þykir mér ólíklegt að þær breyt- ingar verði gerðar á skólahaldinu sem gera kleift að fresta frekari ákvörðun um framtíð Vogaskóla,” sagði Kristján J. Gunnarsson. —KÞ Sá sem verður fyrstur að sporðrenna þessum skammti af góðborgurum og frönskum kartöflum fær nýjan bil i verðlaun. DV-mynd Friðþjðfur. Hver verður fyrstur að borða? Sunddeild Ármanns ætlar í samvinnu við skyndibitastaðinn Góð- borgarann, Hagamel 67, að standa fyr- ir allnýstárlegri keppni i næsta mánuði. Er það keppni í hraðáti. Fær sá sem fljótastur er að sporðrenna þrem góð- borgurum, einum skammti af frönsk- um kartöflum og drekka úr einu glasi af Coca Cola vegleg verðlaun. Sá sem nær bezta tímanum ekur á brott á nýjum Suzuki Alto að verðmæti 79.000 krónur. Sá sem verður með bezta tímann þegar keppnin er hálfnuð, eða þann 12.marz, fær einnig verðlaun. Eru það NEC— litsjónvarps-útvarps og kassettusamstæða. Auk þess eru 10 önnur verðlaun í boði í þessari hraðáts- keppni hjá Góðborgaranum. Fyrsti keppnisdagur er á sunnudag- inn á milli kl. 14 og 15. Síðan verður keppl mánudagana 1., 8., 15. og 22. marz og fimmtudagana 5., 12., 19. og 26. marz á milli kl. 20 og 22. Síðasti keppnisdagur verður sunnudagurinn 28. marz og þá verða verðlaunin af- hent. Þáttfökugjalder 250 krónur en keppanda er heimilt að keppa oftar en einu sinni og þá gegn hálfu gjaldi. —kl p— NÝS OG GtöRSREVTTW FORDESCORT Lágmarks loftmótstaða: Nýi Escortinn er með straumlínulagaða yfir- byggingu, sem minnkar loftmótstöðuna og þar með benzíneyðsluna. Þar að auki leggst loft- streymið þannig, að afturrúðan helst hrein. Frábærir aksturseiginleikar: Framhjóladrif, mikil sporvídd og sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli gefa bílnum einstakt veggrip og rásfestu. Nákvæmt tannstangarstýri og aflhemlar með álagsjafnara auka ötyggi í akstri. ísqorntæki í sérflokki. Escortinn er einstaklega auðveldur í akstri. Stýri, hemlar og vél svara viðbrögðum öku- mannsins á augabragði. Allir rofar eru vel stað- settir, mælar em vel merktir og endurkasta ekki Ijósi. Sæti em stillanleg'og veita góðan stuðning. en kraftmiklar vélan Escortinn kemur með alveg nýjum 1300 og 1600 vélum, sem sameina mikið afl og ótrúlega litla benzíneyðslu. Vélarnar em með rafeindakveikju, sem sparar mikið viðhald. 1300 69hö/DIN”) eyðsla 6.0 l.pr.100 km. 1600 96hö/DÍN”) eyðsia 6.9 i.pr.100 km. ”) miðað við 90 km./klst. Góð nýting á farþega- og farangursrými: Þverliggjandi vél og sjálfstæð fjöðrun á hverju hjóli gefa möguleika á 5 rúmgóðum sætum og stærri farangursgeymslu. Aftursæti má leggja fram og auka farangursrými til muna. r Ford Escort er fáanlegur 3 og 5 dyra auk station-útgáfu. Ford Escort - Þýzkur gæðabfll. Verð: Ford Escort GL 5 dyra Kr. 137.000.- Ford Escort GL Station Kr. 138.000.- Ford Escort XR3 Kr. 163.000.- Ford Escort - Bfllinn sem var kosinn bfll ársins í Evrópu og Bandaríkjunum á síðasta ári. Sveinn Egi/sson hf. SKEIFUNNI 17 SIMI 85100 DV102

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.