Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Síða 8
8 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. BIABh frjálst, úháð dughlað ÚtgófufóUig: Frjáls fjöimiöhin hf. Stjórnarformaöur og útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörður Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. AÖstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sœmundur Guövinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingólfur P. Steinsson. Ritstjórn: Siöumúla 12—14. Auglýsingar: Sföumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sími ritstjórnar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: Hilmir hf., SÍÖumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skerfunni 10. ÁskrrftarverÖ á mánuði 100 kr. Verö í lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr. Atökin um iðnaöinn Snörp átök um iðnaðinn hafa staðið í stjórnarher- búðunum að undanförnu og standa enn. Eftir talsverða rimmu hafði orðið ofan á í stjórnar- liðinu, að aðgerðir til stuðnings iðnaðinum skyldu fá að vera með á þorrabakka ríkisstjórnarinnar. Til þess að svo yrði, þurftu stuðningsmenn iðnaðarins að beita hótunum. Það var einkum Alþýðubandalagið, sem sýndi iðnaðinum lítinn áhuga. En ekki var sopið kálið. Óljós orð í „skýrslu” ríkis- stjórnarinnar um efnahagsmál þurftu útskýringa við — og enn er verið að ráða í letrið. Til dæmis var því heitið, að lækka skyldi launaskatt á iðnað um eitt prósentustig. Er til kastanna kom, voru stjórnarliðar ekki sammála um, hvernig skilgreina bæri hugtakið „iðnaður” í þessu efni. Fram kom frumvarp frá ríkisstjórninni, þar sem gert var ráð fyrir lækkun launaskatts á útflutnings- og samkeppnisiðnað. En jafnframt lagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra til, að mjög skyldu aukin viðurlög við drætti á greiðslu launaskatts. Tvímælalaust keyrðu þau viðurlög, sem hann stefndi að, langt úr hófi fram. Guðmundur G. Þórarinsson þingmaður framsóknar hafði í stjórnarherbúðunum beitt sér fyrir lagfæringum á kjörum iðnaðarins og meðal annars notið við það stuðnings sjálfstæðismanna í ríkisstjórn. Hann kallaði nú tillögur Ragnars Arnalds um viðurlög „villimann- legar aðfarir”. Guðmundur bar fram tillögu um lækkun viðurlaganna frá því, sem í frumvarpinu greindi, og skyldi „allur iðnaður” njóta lækkunar á launaskattinum. Hvellur varð út af málinu. í sívaxandi mæli hefur blossað upp harður ágreiningur í stjórnarliðinu undanfarna mánuði, þar sem i fyrra var friðsamlegt. Alþýðubandalagsmenn kröfðust þess, að fallið yrði frá tillögu Guðmundar og sögðu, að ella mundu þeir hætta við lækkun launa- skattsins alfarið. Loks varð samkomulag um, að dregið skyldi úr viðurlögum en um lækkun launaskattsins skyldi farið eftir skilgreiningu Hagstofunnar á því, hvað væri iðnaður. Hagstofan styðst við alþjóðlegar skilgrein- ingar. Með því hafði Guðmundur G. Þórarinsson náð fram tvennu: í fyrsta lagi yrðu viðurlög við drætti á greiðslu launaskattsins miklu minni en til stóð. í öðru lagi mun hluti byggingariðnaðar njóta góðs af lækkun skattsins, þó ekki allur byggingariðnaðurinn. Stjórnar- andstæðingar gerðu síðan þá glennu að bera sjálfir upp tillögu Guðmundar, eftir að Guðmundur hafði dregið hana til baka að fenginni framangreindri eftirgjöf stjórnarliðsins, og greiddi Guðmundur þá atkvæði gegn tillögunni. Meirihluti stjórnarliðsins hékk á einu atkvæði í málinu, og mun framsóknarþingmanninum varla láandi, þótt hann sprengdi ekki stjórnarsam- starfið á málinu úr því sem komið var. Enn eiga stjórnarliðar eftir að gera upp við sig, hvernig staðið verður að lofaðri lækkun aðstöðugjalds á iðnaði. Þar eru uppi skiptar skoðanir, auk þess sem leita verður álits sveitarfélaga. Það mál verður vafa- laust rætt og um deilt næstu vikurnar. Lækkun launaskatts á iðnað, sem nú verður fram- kvæmd, er skref í rétta átt en aðeins skref. Fella verður skattinn niður. Stjórnarandstæðingar og Albert Guðmundsson beittu sér fyrir lækkun launaskatts einnig á verzlun og þjónustu. Aðþví ber að stefna, að svo verði í framhaldi af lækkun skattsins á iðnaðinn. Haukur Helgason. Mcðal annarra orða Enska knatt- spyraan út af dagskrá sjónvarpsins? Vcrrtur enska knatlspyrnan tekin út af dagskrá sjúnvarpsins áúur en langt um líííur? Þessari spurningu velti ég fyrir mér þegar ég sat á áhorfendapöllum Alþingis í vikunni. Ástæðan fyrir því að þessari spurningu skaut upp í huga minn var fyrirspurn alþingismannsins Guðmundar G. Þórarinssonar til menntamálaráðherra, Ingvars Gíslasonar, þar sem Guðmundur spurði hve mikill tími iþróttaþáttar sjónvarpsins hefði farið i sýningar á innlendu íþrótta- efni og hve mikið hefði verið greitt fyrir það efni. Einnig spurði hann hve mik- ill tími iþróttarþáttarins hefði farið í sýningar á erlendu efni og hverjar greiðsl- ur væru fyrir það efni. Þessi fyrirspurn Guðmundar vakti athygli mína því að ég gerði mér i fljótu bragði ekki grein fyrir hvað lægi að baki hennar. En það kom fljótlega í ljós. Nokkrir forráðamenn sér- sambanda innan ISÍ höfðu komið að máli við Guðmund þar sem þeim fannst að íþrótt þeirra fengi ekki nægilegt pláss í íþróttaþætti sjón- varpsins og þar af leiðandi fengju sér- samböndin ekki nægilega mikla pen- inga fyrir að „leyfa” sjónvarpinu að sýna myndir frá íþrótt sinni. Auglýsingamá/ í uppsiglingu Menntamálaráðherra svaraði fyrir- spurn Guðmundar með þvi að lesa upp tölur. Hann sagði einnig að sér kæmi það á óvart að forráðamenn Í.S.Í. væru óánægðir með samskipti sín við sjónvarpið. „Þeir hafa aldrei minnst á það eða kvartað við mig,” sagði ráðherra. Pétur Sigurðsson (S) kvaddi sér hljóðs og sagði að hér væri auglýs- ingamál í uppsiglingu. Það væri ein- kennilegt að framsóknarmaður væri að spyrja ráðherra úr Framsóknar- flokknum um þetta mál á Alþingi. Benedikt Gröndal (A) var sammála Pétri og benti hann á að það væri Útvarpsráð sem réði því hvað væri sýnt í sjónvarpinu hverju sinni en ekki menntamálaráðherra. Eftir að hafa. hlustað á umræður um málið á Alþingi gerði maður sér það ljóst að hvorki Guðmundur G. Þórarinsson né aðrir alþingismenn vissu um hvað þeir voru að ræða. Guðmundur G. bað menntamálaráð- herra að grípa í taumana. Honum fannst það eðlilegt að litlu sérsam- böndin ættu að fá góðan tíma i iþróttaþætti sjónvarpsins til að kynna iþrótt sína. Þetta er i stórum dráttum það sem gerðist á Alþingi. Það var greinilegt að alþingismennirnir gleymdu því og hugsuðu ekki um það hvað það er sem hinn almenni sjónvarpsáhuga- maður vill sjá í sjónvarpinu. Guðmundur var undir áhrifum þrýstihóps sem vill koma sinni iþrótt að — og fá peningagreiðslur fyrir. Um hvað snýstmálið? Það er Ijóst að forráðamenn litlu sérsambandanna vilja fá mikla pen- inga, fyrir lítið, sem ekkert er sýnt. Sá grunur læðist að manni að sum samböndin vianti péninga og sjái fram á að þau geta notað sjónvarpið sem féþúfu. Það er vitað mál að enska knatt- spyrnan hefur lengi verið þyrnir i augum forráðamanna sumra sér- sambandanna. Hafa þeir sagt að allt of mikið sé sýnt af enskri knatt- spyrnu — á sama tíma og lítið sé sýnt frá þeirra íþróttum. Það er einkenni- legt að iþróttaforustan skuli hafa horn I síðu ensku knattspyrnunnar því að ég veit ekki annað en íþrótta- hreyfingin fái talsverðar upphæðir í sambandi við getraunir sem byggjast eingöngu á ensku knattspyrnunni. Fyrir nokkrum árum voru forráða- menn litlu sérsambandanna ánægðir þegar sýnt var frá þeirra íþrótt í sjón- varpinu og þær kynntar. Þeir vilja nú að sjónvarpið borgi fyrir að kynna íþróttir þeirra. Skýtur þetta ekki skökku við? Þá hef ég hlerað að litlu sérsam- böndin hafi farið fram á að fá kr. 195 þús. frá sjónvarpinu 1982, hvort sem sýnt sé frá íþrótt þeirra eða ekki. Þau vilja fá þessa upphæð fyrir að gefa sjónvarpinu leyfi til að sýna efni frá þeirra íþrótt. Með öðrum orðum — sjónvarpið á að borga kr. 195 þús. fyrir að kaupa köttinn i sckknum? Þetta mun vera yfir 50% hærri upp- hæð en sjónvarpið greiddi fyrir sýn- ingar frá _ ólympíuleikunum í Moskvu. Hvað á að víkja? Hvað á að víkja fyrir sýningum á júdó, glímu, borðtennis og skíða- íþróttinni? Jú, það er enska knatt- spyrnan sem er eitt vinsælasta og jafnframt ódýrasta efni sem sýnl er i íþróttaþætti sjónvarpsins. Einn þáttur um ensku knattspyrnuna kost- ar kr. 4.800 — með öllu. Landsleikur Englands og Ungverjalands á Wem- bley, sem var sýndur fyrir stuttu i heild í sjónvarpinu, kostaði aðeins 3.600. Ég hef frétt að sjónvarpið þurfi að greiða ftmm sinnum meira fyrir sýn- ingarrétt á íslenzkum íþróttaviðburð- um og er þá ekki reiknað með vinnu við upptökuna og öllum þeim kostn- aði sem henni fylgir. Látum ekki bjóða okkur upp á al/t Ég er anzi hræddur um að iþrótta- unnendur og hinir fjölmörgu aðdáendur ensku knattspyrnunnar í sjónvarpinu yrðu óhressir ef enska knattspyrnan væri látin víkja fyrir iþróttum sem eru ekki vinsælar hér á landi — og miða ég þá við þátttöku- fjölda í mótum og áhorfendur sem koma á þau mót. Við íslendingar erum einu sinni þannig að við erum kröfuharðir. Við viljum velja og hafna — ög við látum ekki bjóða okkur upp á allt. Við sættum okkur ekki við að þröngur hópur manna vilji ensku knatt- spyrnuna burtu úr sjónvarpinu til að koma sér og sínum á framfæri. Sigmundur O. Steinarsson blaðamaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.