Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Qupperneq 9
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982.
9
Laugardags-
pistill
SAMKEPPNIN LENGIUFI
Ferðaskrifstofurnar eru komnar í
hár saman einn ganginn enn.
Samvinnuferðir hafa auglýst sama
verð á sólarlandaferðum, hvaðan
sem ferðafólk kemur af landinu og
felst þá í því að flugfargjald innan-
lands greiðist ekki.
Ingólfur í Útsýn heldur þvi fram að
hér sé um óheiðarlega samkeppni að
ræða oggefurískyn að Samvinnu-
ferðir notfæri sér sjóði verkalýðs-
félaganna til lækkunar á fargjöldum.
Hann hefur því einnig fram að til-
boð Samvinnuferða sé blekking og
leiði til þess eins að Reykvíkingar
borgi brúsann því kostnaðinum sé
jafnað út á þeirra fargjöld.
Hér verður enginn dómur lagður á
fullyrðingar aðila en á það bent að
það er ekki nýtt að ferðaskrifstof-
urnar sláist um markaðinn. Þær
leitast allar við að bjóða sem
hagstæðust kjör, standa í samkeppni
hver við aðra, ekki aðeins um verð
heldur alla aðra þjónustu. Þannig
hefur samkeppnin komið almenningi
að góðum notum og skilað sér í hag-
stæðari kjörum.
Samkeppni tilgóðs
Ferðabransinn er glöggt dæmi um
gildi eðlilegrar samkeppni. Enginn
verðlagslöggjöf, hömlur eða opinber
fyrirmæli mundu jafnast á við þau
áhrif sem samkeppnin ein hefur i för
meðsér.
Auðvitað getur slík samkeppni
gengið út í öfgar. Um þessar mundir
munu um 30 aðilar hafa leyfi til
ferðaskrifstofurekstrar og sú hætta
er fyrir hendi að svo mikill fjöldi
þjónustuaðila á litlum markaði leiði
til undirboða, gjaldþrots og svika
einstakra aðila. Þá áhættu mun
aldrei verða hægt að forðast meðan
frjálsræðið er nánast óheft.
En þá áhættu er betra að taka
heldur en kalla yfir sig reglugerðir og
opinbera íhlutun, svo ekki sé talað
um einokun.
Úreft verðlagsföggföf
Þegar það blasir við öllum al-
menningi hvaða kosti samkeppnin
felur í sér má heita undarlegt hvílíka
tregðu stjórnvöld sýna í því að leyfa
samkeppninni að njóta sín á fleiri
sviðum viðskipta og þjónustu.
í allri almennri verslun er unnt að
koma samkeppni við. Hún er áhrifa-
ríkasta aðferðin til að lækka vöru-
verð, bæta þjónustu og tryggja al-
menningi hagstæð kjör.
Engu að síður hafa heilu stjórn-
málaflokkarnir það á stefnuskrá
sinni að koma í veg fyrir samkeppni.
Þeir ríghalda í úrelta verðlagslöggjöf,
og þar standa fremstir í flokki verka-
lýðsforingjar, umboðsmenn laun-
þega, sem þó hafa mestra hagsmuna
að gæta.
Hver er það sem nýtur þess fyrst og
fremst að samkeppnin blómstrar í
ferðabransanum nema einmitt hinn
almenni launamaður sem af litlum
efnum vill veita sér þann lúxus að
skreppa til sólarlanda í sumarfríinu?
Hver er það sem mundi njóta þess
að vöruverð lækkaði í verslunum,
nema húsmóðirin á heimili launa-
mannsins?
„Ómæfdur gróði"
í tíð ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks
og Framsóknarflokks tókst á árinu
1978 að fá samþykkta nýja löggjöf
um verðlag og verðmyndun. Þar var
engan veginn stigið til fulls skrefið til
frjálsrar verðmyndunar en dyrnar þó
opnaðar í hálfa gátt.
Vinstri stjórnin, sem við tók, lét
það verða eitt sitt fyrsta verk að
afnema það litla sem hin nýja löggjöf
fól í sér til að samkeppni fengi notið
sín.
Nú um daginn var til meðferðar á
alþingi frumvarp tengt efnahagsráð-
stöfunum ríkisstjórnarinnar sem að
örlitlu leyti þokaði verðlagningu til
réttrar áttar. Sú viðleitni núverandi
stjórnvalda er allrar virðingar verð og
sjálfsagt að þakka.
Svavar Gestsson, formaður
Alþýðubandalagsins, gat hinsvegar
ekki á sér setið við umræðu um þetta
frumvarp og hellti sér yfir inn-
flutningsverslunina og „ómældan
gróða” hennar.
afstöðu sina til þjóðmála, heldur
fyrir tilstyrk annarra flokka. f
borgarstjórn hafa Alþýðuflokkur og
Framsókn lyft Alþýðubandalaginu til
æðstu valda, í ríkisstjórn getur
þjóðin þakkað örfáum sjálfstæðis-
mönnum fyrir greiðann.
Sórstæð fjármálast/órn
Stundum hefur það verið nefnt,
Alþýðubandalaginu til hróss, að
•fjármálastjórn Ragnars Arnalds sé til
fyrirmyndar. Hann haldi útgjöldum
ríkissjóðs í skefjum og lækki skuldir
ríkisins við Seðlabankann. Ragnar
sjálfur gumar af þvi, að vera íhalds-
samur í fjármálaráðuneytinu og er
það út af fyrir sig fróðleg játning úr
röðum sósialista að íhaldssemi teljist
til dyggða.
Allt er þetta þó hin mesta blekking
og karlagrobb. Ríkisstjórnin hefur
ástundað þann leik að halda
útgjöldum á fjárlögum í skefjum
með því að færa margvisleg verkefni
og fjárveitingar af fjárlögum og yfir
á lánsfjárlög. Þetta þýðir að í stað
þess að viðurkenna útgjöld á
rekstrarreikningi eru slegin lán á lán
ofan sem auðvitað færast þjóðar-
búinu til skulda á lánareikningi. Nú í
vikunni undirritaði fjármálaráðherra
stærsta lánasamning sem íslenska
ríkið hefur nokkru sinni gert, eða
sem nemur 750 milljónum króna.
Friðrik Sófusson, varaformaður
Sjálfstæðisflokksins hefur upplýst
að þetta þýði að skuldastaðan sem
hlutfall af þjóðarframleiðslu nemi
nær 40% og greiðslubyrði erlendra
lána sem hlutfall af útflutnings-
tekjum er um 19%, en var 13,7%
fyrir fimm árum.
Þetta eru hrikalegar tölur og sam-
svara því að hver fjögurra manna
fjölskylda í landinu skuldi erlendum
bönkum 200 þúsund krónur eða 20
milljónir gamalla króna.
Það er hreint með ólíkindum
hversu almenningur er sinnulaus um
þessa þróun.
Nú má réttlæta erlendar lántökur
ef um er að ræða fjármagn sem
ivarið er til arðbærrar uppbyggingar
atvinnutækja, orkuvera eða arð-
bærrar fjárfestingar.
En þvi er ekki að heilsa. Hér er að
stórum hluta til verið að fjármagna
eyðslu, afla fjár í rikishítina. Þetta er
óábyrgð fjármálastjórn, stórhættuleg
og óafsakanleg gagnvart komandi
kynslóðum. Gegndarlausar lántökur
af þessu tagi bera ekki volt um
dyggðir í fjármálastjórn, hvorki
íhaldssemi né annað.
,Rikiö, það er ég'
En ríkissjóður gerir meira en að
safna skuldum erlendis. Þær duga
hvergi. Það þarf einnig að afla fjár á
innanlandsmarkaði. í því skyni hefur
Seðlabankinn fyrir hönd ríkissjóðs
auglýst sölu á spariskírteinum. í þeim
efnum er einskis svifist samkvæmt
kenningunni „að rikið, það er ég”,
minn er mátturinn og valdið.
I fyrra bauð Seðlabankinn fyrir
hönd rikissjóðs út spariskírteini með
2 1/2% vöxtum., Nú eru skirteinin
boðin út með 3 1/2% vöxtum.
Gömlu bréfin eru enn á markaðnum,
og ný og bætt kjör rýra að sjálfsögðu
sölugildi og eignarvirði eldri bréf-
anna.
Þetta virðist ríkismönnum lítið
koma við. Aðstoðarbankastjóri
Seðlabankans svarar því með hroka
þegar undan þessu er kvartað, segir
það óheilbrigða auglýsingastarfsemi.
Ekki nóg með þetta. Lifeyris-
•sjóðunum er gert að kaupa skulda-
jbréf af rikissjóði og öðrum opinber-
lum sjóðum fyrir allt að 40% af
Iráðstöfunarfé sínu. En það skal gert
lá óhagstæðari kjörum .heldur en
ríkissjóður býður nú með sölu á
spariskírteinunum.
Hér, eins og fyrri daginn, er
almenningi og sjóðum fólksins sýnt
dæmalaust virðingarleysi. Hér er enn
á ferðinni sönnun fyrir því hversu
hagsmunir borgaranna, fólksins i
landinu, eru lítils metnir þegar
hrokagikkir og hræsnarar komast til
valda.
Ellerl B. Schrarn.
Svavar var að þvo hendur sínar
gagnvart kjósendum sínum, gera
verslunarstéttina tortryggilega og
undirstrika vantrú sína og flokks-
manna sinna á gildi samkeppninnar.
Hún er enn eitur í beinum hans, frjáls
verðmyndun er bannorð í eyrum
hans.
Ellert B. Schram
ritstjóri skrifar
Þeir sitja enn við sama heygarðs-
hornið hinir sjálfskipuðu málsvarar
launafólksins.
Skyldi það ekki vera slík afstaða,
þröngsýnt afturhald í verðlags-
málum, afkáralegur málflutningur í
varnarmálum, þvergirðingsháttur í
orku- og virkjunarmálum og
tvöfeldni í beinum kaup- og kjara-
málum sem veldur því að Alþýðu-
bandalagið er orðinn minnsti stjórn-
málaflokkurinn samkvæmt skoðana-
könnun DV?
Samt blasir sú fáránlega staða við
að Alþýðubandalagið er valdam'esti
flokkurinn í íslensku þjóðlífi. Ekki
fyrir tilverknað kjósenda, ekki fyrir