Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Qupperneq 12
12 DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982. Higleiðingarum Reykjavíkurskákmátið Það er mál manna að framkvæmd' Reykjavíkurskákmótsins i ár hafi, tekist eins og best verður á kosið. Á Kjarvalsstöðum eru aðstæður til skákiðkunar mjög góðar enda voru margir hinna erlendu keppenda furðu lostnir, er þeir litu skáksalinn augum í fyrsta sinn. Þeir sem vanist hafa hinum svokölluðu „tombólu- mótum” í Evrópu þar sem kepp- endum er hrúgað saman í eina skóla- stofu, eða þegar best lætur leikfimi-r sal, ásamt tréborðum og tréstólum og yfirleitt í kæfandi hita, gerðu sér nú Ijóst að þeir voru staddir á alvöru skákmóti. Það er því ljóst að hinir erlendu keppendur munu bera hróður Reykjavíkurskákmótsins víða. Ef mótið verður með svipuðu sniði aftur verða gestirnir enn fjöl- mennari, enda þarf mót sem þetta að skapasérhefð í skákheiminum. Spurningin er hins vegar sú hvort Reykjavikurskákmótið eigi að vera með svipuðu sniði og undanfarin ár, þ.e. lokað mót með 14—16 kepp- endum, eða hvort halda á áfram á sömu braut og í ár og hafa mótið opið. Einnig hlýtur löngu að vera orðið tímabært að athuga hvort ekki eigi að halda alþjóðlegt skákmót í Reykjavík á hverju ári, í stað ein- ungis annað hvert ár eins og verið hefur. Eða jafnvel oflar. Mikill munur er á því að tefla í lokuðu skákmóti þar sem allir tefla við alla, eða opnu móti þar sem teflt er eftir Monrad-kerfi. Lokuðu mótin hafa þann ótvíræða kost að þau eru auðveldari í meðförum vegna þess að keppendur eru færri. Frá sjónarhóli skákmannsins er betri andi ríkjandi heldur en í opnu mótunum, sem oft á tiðum eru nokkuð ópersónuleg. í lokuðu mótunum er fyrirfram ákveðið við hvern teflt er og þá gefst timi til undirbúnings og þá er aftur meiri möguleiki til þess að koma and- stæðingnum á óvart. Allt er þetta þroskandi fyrir skákmanninn, enda er það skoðun undirritaðs að mun lærdómsríkara sé að tefla í lokuðu móti en opnu. Á hinn bóginn hafa opnu mótin þann kost að fleiri skákmönnum gefst færi á því að spreyta sig. Ef hugmyndin með Reykjavíkurskák- mótunum er að eflalíslenskt skáklíf er eðlilegt að taka tillit til þess hóps íslendinga sem hefur yndi og ánægju af því að tefla skák en fær sjaldan tækifæri. Ef Reykjavíkurskákmótið í ár hefði verið lokað mót, þá hefði svo dæmi sé tekið nýbakaður skák- meistari Reykjavíkur, Sævar Bjarnason, neyðst til þess að taka sér sæti meðal áhorfenda. En mótið var opið og Sævar fékk tækifæri til að sýna styrk sinn. Hann var feti frá því að ná árangri alþjóðlegs meistara og hefur nú skotið sér upp á toppinn, næst á eftir stórmeisturunum. Áhorfendur virtust einnig hafa mikla ánægju af því að hafa Reykja- víkurskákmótið opið. Mun fleiri skákir voru í gangi og nánast tryggt að einhverjar þeirra yrðu skemmti- legar og spennandi. Á Kjar- valsstöðum var a.m.k. mun betri „stemmning” meðal áhorfenda heldur en á Reykjavíkurskákmótinu 1980, en það var kannski hinum fáránlegu tímamörkum að kenna sem notuð voru þá. Tímamörk sem nú hafa algjörlega horflð af sjónarsviðinu! En hvað sem því líður, þá eru hugmyndir uppi um að halda Reykja- víkurskákmótið árlega og þá lokað ' eitt árið en opið hitt. Eða hafa 14— 16 manna „stórmeistaraflokk” og svo opinn flokk þar fyrir neðan, þar sem sigurvegarinn fengi þátttökurétt í hinum. Vafalaust yrði það til jjess að efla íslenskt skáklíf, en þróunin hin síðari ár hefur orðið sú, að íslenskir skákmenn hafa haft mun færri tæki- færi til keppni heldur en erlendir kollegar þeirra. Og úr því verið er að ræða um Reykjavíkurmótið er vert að minnast á hið myndarlega mótsblað, sem kom út eftir hverja umferð. Margir hinna erlendu keppenda höfðu á orði að þeirhefðu ekki fyrr séð veglegra móts- blað. Tímaritið Skák sá um útgáfuna en ritstjóri var Högni Torfason. Blaðið er með alþjóðlegu sniði, á enskri tungu og í því er að finna allar skákir umferðarinnar áður auk ýmissa greina. Þannig rifjar Þráinn Guðmundsson upp minnisstæð atvik frá heimsmeistaraeinvíginu 1972, grein er um fjöltefli Aljekíns í Reykjavík 1931, skák á Norðurlöndum, viðtöl við keppendur og m.fl. Nokkrar skákanna í blaðinu eru með ítarlegum skýringum eftir Bandaríkjamanninn Eric Schiller, sumar í samvinnu við stórmeistarann Leonid Shamkovich. Schiller var til aðstoðar við skákstjórn, en hann er alþjóðlegur skákdómari og heldur sjálfur mót í New York. Shamkovich ætti að vera óþarfi að kynna. Hann er útflytjandi frá Sovétríkjunum og geysilega sókndjarfur skákmaður. Á Reykjavíkurskákmótinu hvarf hann nokkuð í skuggann af löndum sínum, en tefldi þó nokkrar fjörugar skákir. Við grípum niður í skák hans við Þjóðverjann Bischoff úr 7. umferð. Skák lón L. Árnason Hvítt: Shamkovich Svart: Bischoff Pirc-vörn. 1. c4 d6 2. d4 g6 3. Rf3 Bg7 4. Bc4 Rf6 5. De2 c6 6. Bb3 0-0 7. 0-0 Ra6 8. Hdl Rc7 9. Rbd2 dS 10. eS Rfe8 11. Rfl Re671 Nú lendir svartur í miklum'þreng- ingum. Auðvitað er betra að leika fyrst 11. -Bg4 og skipta upp á slæma biskupnum. 12. h4! f5 13. hS R8c7 14. hxg6 hxg6 15. c3 b6 Svartur varð að reyna 15.-Kf7 ásamt -Hh8. Nú ræður hann ekki við atlögu hvíts. 16. Rh4! De8 17. Bc2 Ba6 18. Df3 Df7 19. Rg3 cS 20. Rgxf5! gxfS 21. Rxf5 Rxd4 Þvingað, þvi ef 21.-cxd4, þá 22. Dg4! og svartur er glataður. 22. Hxd4! e6_ Eftir 22. -cxd4 23.Dg4 er 23.-Kh8 þvingað, en þá vinnur hvitur með 24. Dh4+ Kg8 25.Rxe7+ o.s.frv. 23. Rh6+ Bxh6 24. Dg3+ Bg7 25. Hf4! De7 26. Hg4Hf5 Reynir að blíðka goðin, en það ber heldur ekki árangur. 27. Bh6 Re8 28. Bxf5 exf5 29. Hg5 Kh7 30. Bxg7 Rxg7 31. f4! Hh8 32. Dh3+ Kg8 33. Dxf5+ Df7 34. Dg4 Bd3 35. Hdl Bf5? Betra er 35.-Be4 36.e6 Df6 en hvítur ætti að vinna með 37.f5. Nú vinnur hann létt. 36. Hxg7 + Dxg7 . 37. Dxf5 I)g3 38. De6+ Kg7 39. De7+ Kg8 40. Dd8 + Kg7 41. Dc7 + Kg8 42. Db8 + Kg7 43. Dxa7 + Kg6 44. f5 + ! Kxf5 45. Df7 + Ke4 46. Dxd5+ Kf5 47. Hfl + og svartur gafst upp. ÞAÐ STENDUR í LGGUNUM Undankeppni Reykjavíkurmótsins í sveitakeppni ,sem jafnframt var úrtöku- mót fyrir íslandsmótið, lauk sl. helgi og var röð efstu sveitanna þessi: 1. Karl Sigurhjartarson 258 2. Örn Arnþórsson 235 3. Sævar Þorbjörnsson 228 4. Þórarinn Sigþórsson 221 5. Egill Guðjohnsen 221 6. Sigurður B. Þorsteinsson 197 Ofangreindar sveitir eru allar frá Bridgefélagi Reykjavíkur. Tvær efstu sveitirnar unnusér rétttil þess að spila í stórmóti Flugleiða um miðjan marz, en fjórar efstu munu spila til úrslita um Reykjavíkur- meistaratitilinn helgina 6.—7. marz í Hreyfilshúsinu. Undanúrslit verða á milli Karls og Þórarins annars vegar og Arnar og Sævars hinsvegar. Mjótt var á mununum um fjórða sætið og til fróðleiks skal rifjað upp spil úr leik sveita Egils og Þórarins, sem prílaði dómstigin á enda, áður en endanlegur úrskurður fékkst. Austur gefur/a-v á hættu Norður * A32 V%2 0 95 * KD1043 Au-tur AG954 S>KD1084 O G83 + 7 SuÐIIK * KD876 V 5 06.2. * AG965 1 opna salnum sátu n-s Runólfur Pálsson og Óli Már Guðmundsson en a-v Sigurður Sverrisson og Þorgeir Eyjólfsson. Þar gekk á ýmsu: Austur Suður Vestur Norður pass pass 1T pass 1H 1S 4H pass pass 4S pass pass dobl pass pass pass Fyrstu sagnirnar gengu eðlilega eða þar til vestur sagði fjögur hjörtu — stopp. Norðri er nú skylt að bíða í 10 sekúndur áður en hann segir, en hann mun hafa hugsað sig um í um það bil 30 sekúndur. Er suður hafði síðan sagt fjóra spaða, þá gerði austur athugasemd og vildi kaJla til keppnisstjóra til þess að vernda rétt a-v. Keppnisstjóri taldi að austur hefði gripið inn í sagnir of snemma, þar eð vestur átti að segja. Hann úrskurðaði því að sagnir skyldu halda áfram og sögn suðurs skyldi standa. I lokaða salnum sátu n-s Jakob R. Möller og Guðmundur Hermannsson, en a-v Stefán Guðjohnsen og Sigtrygg- ur Sigurðsson: Austur Suður Vestur Norður pass 1S 3T 3S 4T pass 5T pass pass pass Slétt unnið og 600 til a-v. Það skipti ekki öllu máli, þótt Óli Már ynni fjóra spaða í opna salnum og fengi 590. Sveit Þórarins kærði úr- skurð keppnisstjórar til dómnefndar BSÍ, sem kvað upp svohljóðandi úr- skurð, efnislega: „Samkvæmt úrskurði keppnisstjóra hlaut sveit Egils 15 impa fyrir spilið og leiknum lauk 57—37 eða 16—4 fyrir sveit Egils. N-s úrskurðast brotlegir fyrir fjögurra spaða sögn suðurs samkvæmt 16. gr. laga um keppnisbridge. Gagn- vart þeirri sveit úrskurðast a-v hafa spilað fjögur hjörtu og unnið fimm og þeir hagnast um 2 impa á spilinu. A-v unnu fimm tígla á hinu borðinu. A-v úrskurðast brotlegir samkvæmt 11. grein sbr. 16 og 20 grein og missa því rétt til viðurlaga. Gagnvart þeirri sveit úrskurðast, að fjórir spaðar dobl- aðir hafi verið spilaðir og unnir og tapar því sú sveit 15 impum eins og áður.” Leikurinn fór því 11—4 í vinnings- stigum. Það vekur ávallt athygli, þegar dóm- nefnd dæmir gegn úrskurði keppnis- stjóra og enn meiri, þegar okkar reynd- asti keppnisstjóri á í hlut, Agnar Bridge Stefán Guð johnsen Jörgensson. Vert er því að líta á þá grein laganna, sem fjallar um hvernig með brot skuli fara. Þaðer grein nr. 9. „Um leið og athygli hefur verið vak- in á broti verður að kalla keppnisstjóra til. Það að kalla keppnisstjóra til, leiðir ekki til missis neins réttar, sem spilari kann að hafa átt. Sérhver spilari — nema blindur, en takmörkuð réttindi hans eru skilgreind í greinum 42 og 43 — má vekja athygli á broti og kalla á keppnisstjóra. Það að spilari veki athygli á broti, sem hans lið fremur, hefur ekki áhrif á réttindi and- stæðinganna. Eftir að athygli hefur verið vakin á broti ætti enginn spilari að segja eða gefa í fyrr en keppnisstjóri hefur út- skýrt allt sem varðar leiðréttingu og viðurlög. Ef spilari leiðréttir eigið brot of snemma getur það valdið auknum viðurlögum (sjágr. 26.).” Ennfremur er rétt að líta á grein 11, sem segir: „Rétturinn til viðurlaga getur tapazt ef félagi úr því liði, sem ekki braut, heldur áfram sögnumeðaspilamennsku áður en kallað er á keppnisstjóra. Rétt- urinn fellur skilyrðisíaust niður, ef hann segir (gr. 34) eða gefur i (gr. 60) eftir að andstæðingur hans til hægri hefur brotið og áður en rétt viðurlög hafa veriðskýrð og ákvörðuð.” Ennfremur segir í áðurnefndri grein: „Félagar megi ekki ráðgast um hverra viðurlaga skuli krefjast og telji keppnisstjóri að slíkt hafi átt sér stað missa félagarnir réttinn til viðurlaga.” Eftir stendur því þetta. Dómnefnd kemur með þann Salómonsdóm að báðar sveitir séu sekar. Hins vegar stingur þessi setning úr dómsorðinu í augun: ,,A-v úrskurðast brotlegir sam- kvæmt 11. grein, sbr. 16 og 20 gr. og missa þvi rétt tll viðurlaga. Það stendur í lögunum. Frá Bridgefélagi Reykjavíkur Að lokinni 31 umferð í aðaltvímenn- ingskeppni félagsins er röð efstu para þessi: J6n Ásbjörnsson-Símon Símonarson 453 Ásm. Pálsson-Karl Sigurhjartarson 361 Sig. Sverrisson-Þorgeir Eyjólfsson 337 Steinberg Ríkarðsson-Þorfinnur Karlsson 236 Friðrik Guðmundsson-Hreinn Hreinsson 226 Guðm. Pétursson-Hörður Blöndal 215 Guðiaugur Jóhannsson-örn Arnþórsson 215 Næstu 7 umferðir verða spilaðar nk. miðvikudag í Domus Medica kl. 19.30 stundvíslega. Orðsending vegna afmæHsmóts BR. Þátttakendur í afmælismóti Bridge- félags Reykjavíkur skulu greiða þátt- tökugjald kr. 350,00 á mann og auk þess matarkostnað fyrir máltíðir á Hótel Loftleiðum á meðan á mótinu stendur. Greiðslur fyrir hvort tveggja skulu væntanlegir keppendur inna af hendi í Domus Medica miðvikudaginn 3. marz nk. kl. 18 til 19. Þeir sem ekki hafa tök á að mæta á þessum tíma eru beðnir að hafa samband við formann í síma 72876 fyrir miðvikudag. Einnig má hafa samband við aðra stjórnarmenn. Þeir sem ekki greiða eða hafa samband hafa fyrirgert rétti sínum til þátttöku í mótinu. Forfallist par sem staðfest hefur þátttöku er það beðið að tilkynna það tafarlaust og verða greiðslur endurgreiddar. Bridgefélag Breiðholts Síðastliðinn þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spilað í tveimur tíu para riðlum. Úrslit urðu þessi: A-rlðitl 1. Jón I. Gíslason — Gunnar Sigurósson 123 2. Friðjón Þórhallsson — Anton Gunnarsson 121 3. Guflmundur Auðunsson — Jón Hjaltason 118 4. Ólafur Ólafsson — Þórir Haraldsson 114 B-riðill 1—3 Ámi Bjömsson — T ryggvi T ryggvason 120 1—3 Kjartan Kristófersson — Friðjón Margeirsson 120 1—3 Helgi Níelsen — Alísen Dorash 120 4 Heimir Tryggvason — Gísli Tryggvason 118 Meðalskor úr báðum riðlum 108 Næstkomandi þriðjudag hefst bötler-tvímenningur og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. Spilað er uppi í húsi Kjöts og fisks, Seljabraut 54, kl. hálfátta. Bridgedeild Skagfirðinga Eftir að spilaðar hafa verið fimm umferðir í barometer-keppni með þátt- töku 26 para, eru efst eftirtalin pör: Stig 1. Jón Stefónss.—Þorstelnn Lnufdal 83 2. Óli Andreass.—Sigrún Pélursd. 66 3. Garðar Þórðare.—Guðmundur Ó Þóröars. 51 4. Guðmundur Aronss.—Slgurður Ámundas. 36 5. Glsll R. Stefónss.—Slgrún Slgurðard. 34 6. Guðmundur Elríkss.—Sverrir Kristinss. 33 Keppnisstjóri er Guðmundur Kr. Sigurðsson. Næstu umferðir verða spilaðar þriðjudaginn 2. marz 1982. Spilað verður í Drangey, Síðumúla 35, og hefst keppni kl. 7.30 stundvíslega. Bridgefélag Hafnarfjarðar Síðastliðinn mánudag lauk aðal- sveitakeppni BH. Sigurvegari varð sveit Kristófers Magnússonar, en auk hans spiluðu í sveitinni Björn Eysteins- son, Guðbrandur Sigurbergsson, Guðmundur Sv. Hermannsson og Þor- geir Eyjólfsson. Úrsliturðu: Stig 1. Kristófer Magnússon 193 2. Aðalsteinn Jörgensen 186 3. Sœvar Magnússon 137 4. Ólafur Gislason 126 5—6. Guðni Þorsteinsson 123 5—6. Sigurður Emilsson 123 Meðalskor 110 stig. Næstkomandi mánudag hefst svo einmenningskeppni félagsins, en hún er jafnframt firmakeppni. Keppni þessi verður tvö kvöld. Allir þeir sem áhuga hafa á að mæta eru velkomnir. Spila- mennska hefst stundvíslega klukkan hálf átta í hinu nýja félagsheimili í íþróttahúsinu við Strandgötu. Vestur A 10 V AG73 0 AKD1074 * 82

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.