Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1982, Síða 14
14
DV.—HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 1982,.
77/ sölu þessi glœsilegi Le Baron árg. 79,
kom 6 götuna í nóv. '80.8 cyl. aflbremsur og
-stýri.
Rafdrifnar rúður. Skipti á ódýrari koma tii
greina.
Uppl. í síma 41438.
EINN MEÐ ÖLLU!
bakarí r
Handverksbakan
Framleiðum margar staerðir af kransakökum
kransakökukörfum ur hinum peKK a
ODENSE marsipanmassa. ^""'^aTkum
rjómatertur og marsipantertur eftir
kaupanda. Geymið auglýstnguna. ^
A.H. Bridde bakarameistam^_^
Lítil saumastofa
úti á landi
óskar eftir framtíðarverkefnum eða skammtíma-
verkefnum. Vönduð vinna. 2 beinsaumavélar og 2 over-
lockvélar.
Uppl. í síma 38299 sunnudag og næstu daga kl. 9—16.
Til sölu
þessi
ANTIK
peninga
kassi
Uppl. í
síma 12342
á búðar-
tímum
TIL SÖLU
,.W/AV/A,A'
Þessi gullfallegi Mercedes Benz 300 dísil árg. 79,
er til sölu. Bíllinn er allur mjög vel með farinn,
brúnsanseraður að lit og með alveg nýrri vél.
Ekinn á vél aðeins 3000 km. Allar nánari upplýs-
ingar veittar í síma 46060.
towWWWWWWWWWWWWWWWWWWWWW1
Gjaldmiöill
meö súkku-
laöihj úp
—Psst, hvæsti sóðalegur maður í
slitnum regnfrakka, sem gengið hafði
í þrjá ættliði og ekki verið þveginn í
millitíðinni. —Psst, hvæsti hann
aftur, þegar greinilegt var, að ég tók
kveðjuna ekki til mín.
—Hver, ég?
—Já, þú. Ég heyri, aö þú sért að
leita að samböndum.
Þessi síðustu orð vöktu áhuga
minn til fulls. Ég hafði leitað lengi.
Hreinlega kembt allan svarta mark-
aðinn, talað við sjómenn í siglingum,
flugmenn, góða leigubílstjóra og í
örvinglan minni jafnvel hringt I
Magnús Ólafsson leikara. Ekkert,
ekki biti, hvergi.
Ég var staddur niðri á Hallæris-
plani að fylgjast með því, hvort ég
sæi eitthvað af efninu í gangi á meðal
krakkanna, þeir gætu þá ef dl vill
komið mér i samband. Ég hafði verið
að þvælast þarna í rúman klukku-
tíma, þegar sá í frakkanum vakti
áhuga minn og á augabragði var allur
kuldi og skjálfti horfinn úr
likamanum.
—Hefurðu áhuga á 10 stöngum?,
spurði hann.
Ur ritvél Jóns
Björgvinssonar
Þeir, sem eins og ég sýna
föðurlandinu hollustu sina með þvi
að lifa einungis á þjóðarréttunum,
urðu fyrir óvæntu áfalli fyrir
áramótin, þegar herforingjar fóru að
stjórna Póllandi og skorið var á allar
matvælasendingar til landsins, þ.e.
islands.
úr sögunni, hækkun Prills Póló hefur
hingað til haldið í við aðrar verk-
hækkanir í landinu ólikt ástkæru
krónunni.
En komi þrátt fyrir þetta til kreppu
má draga fram lífið á sjálfum gjald-
miðlinum öfugt við krónuna, sem
ekki er hæf til manneldis nema eftir
mjöglangasuðu.
Gengisfellingar yrðu úr sögunni.
Tilgangur slíkra aðgerða hefur
hingað til verið sá einn að hækka
verðið á Prins Póló. Með gildistöku
Prins Pólós yrði þar af leiðandi með
öllu hætt að minnast á gengis-
fellingar. í staðinn yrði sagt, að
gjaldmiðill landsmanna Prins Póló
hefði hækkað í verði, sem er mun
hljómþýðara, eða einfaldlega að
gengi Prins Pólós hefði verið
hækkað.
Ég er sannfærður um, að
almenningur í landinu sé orðinn það
þreyttur á öllum krónum bæði
gömlum og minna gömlum, að hann.
muni fagna nýja gjaldmiðlinum.
Ég leiði þessa skoðun mina af því,
að sífellt verður algengara, að menn
taki laun fyrir vinnu sina út í vörum
l»KI*V« 1
POK i ,
’ ■■ : .
—Stórum
—Biddu fyrir þér! Nei, ég get bara
komist yfir litlar.
Við mæltum okkur mót daginn
eftir í vinnuskúr við nýju þjóðarbók-
hiöðuna. Samkvæmt umtali lét hann
sem hann sæi mig ekki, þegar ég kom
á staðinn á slaginu tíu. Hann gekk
hröðum skrefum í áttina að Hótel
Sögu. Fyrir utan Rammagerðina nam
hann staðar. Ég gekk að honum.
Hann talaði án þess að hreyfa var-
irnar og gætti þess að líta ekki á mig.
—Ertu með peningana eins og um
var talað?
—Já, helminginn nú og helminginn
á eftir.
Ég rétti honum þúsund krónur.
—Segðu henni, að Jaruzekski hafi
sent þig, það er lykilorðið, tuldraði
hann í gegnum lokaðar varirnar og
benti með höfðinu á afgreiðslu-
konuna í Rammagerðinni.
Hún brosti og bauð góðan daginn,
þegar ég kom inn í verzlunina.
—Jaruzelski sendi mig!
Brosið fraus á andliti hennar, hún
leit flóttalega í kringum sig áður en
hún teygði sig undir afgreiðsluborðið
og dró þaðan 10 lítil Prins Póló
stykki.
—Það gera 25 krónur. Nokkuð
fleira?
Ég, sem ákveðið hafði að sýna
Solidarnosc samstöðu mína með þvi
að tvöfalda Prins Póló át mitt, sat nú
uppi með þá köldu staðreynd, að
hvergi var Prins Póló að fá. Ég gat
ekki séð ég fengi herlögin í Póllandi
afnumin, þótt vingjarnleg afgreiðslu-
kona hjá Rammagerðinni gaukaði að
mér stykki og stykki af því hún var
nýbúin að fá sendingu, þegar reiðar-
slagið skall yfir.
Nei, til þess þyrfti mun meira,
minnst fjögur tíl fimm stór stykki á
dag.
Þessi skyndilegi skortur setti líka
stórt strik í þær bollaleggingar mínar
að fá Prins Póló tekið upp sem opin-
beran gjaldmiðil íslendinga, líkt og
þeir í Bandaríkinu voru um daginn að
gera frumkönnun á því, hvort hag-
kvæmt væri að leggja niður doll-
arann sem gjaldmiðil landsmanna i
skiptum fyrir Mars súkkulaði.
Mars súkkulaðið er að vísu
alþjóðlegra, en kostir prinspólósins
umfram það eru þó augljósir. Það er
harðara og bráðnar síður, fer betur í
veski og að auki býr það yfir þeim
eiginleikum að vera gefið út í tveim
verðgildum, lítið Prins Póló og stórt
Prins Póló.
Efnahagslegir kostir Prins Póló
umfram okkar ríkjandi gjaldmiðil
eru einnig augljósir. Verðbólga yrði
frekar en peningum. Þarna er sem
sagt kominn aftur vísir að vöru-
skiptaverzlun.
Verð flestra vara breytist lítið
innbyrðis. Með því að taka þannig út
laun sín í „föstu formi” nær
verðbólgan ekki að éta þau.
Vöruskiptaverzlun er lausnin á verð-
bólguvandanum og ekkinógmeð það,
heldur eru laun sem greidd eru á þann
hátt líka skattfrjáls. Eða hvar
hefurðu til dæmis séð dálka.fyrir 50
gallabuxur, 30 kiló af kexi og 25
afturdempara undir Fólkswagen
vinstra megin á skattskýrslunni þinni.
Það eina sem stendur vexti
vöruskiptaverzlunarinnar nú fyrir
þrifum er að finna hentugan við-
miðunargjaldmiðil. Vonir eru
bundnar við, að hann komi í leitimar
um svipað leyti og lýðræðið í
Póllandi.
Síðustu fróttir:
Stór sending af nauðþurftum hefur
nú loks borizt aftur til landsins frá
Póllandi. Nú er tækifærið að sýna
samstöðu og fylkja sér saman undir
slagorðinu:
Fjórar stórar stangir á dag,
bæta pólskan efnahag.