Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 9 Utlönd Utlönd Utlönd lltlönd Brezkir f rosk- menn gengnir á land á V-Falk- landseyju? CBS-sjónvarpsstöðin bandaríska greindi frá því í fréttum í gærkvöldi að bandarískir embættismenn teldu að um 90 brezkir froskmenn hefðu verið settir á land af kafbáti á Falklandseyjar fyrir þrem dögum. — Þessum framvörðum var ætlað að kanna viðbúnað Argentínumanna, fjölda hernámsliðs- ins, vopn og vígstöðunayfír höfuð. Froskmennirnir eru sagðir hafa gengið á land á Vestur-Falklandseyju, sem er strjálbýlli en Austur-Falklands- eyja, en þó aðeins um 100 km frá höfuðstaðnum Port Stanley, þar sem hernámsliðið er sagt mjög fjölmennt. Fréttastofa CBS hefur eftir sér- fræðingum í Pentagon, að þeir ætli Hundruð hermanna og lög- reglumanna hafa unnið að því síðustu dagana að eyðileggja kókaínplöntur í Bólivíu. Rúmlega 80 fíkniefnasalar hafa verið handteknir. Fíkniefnaráð Bólivíu segir að 100 plöntur hafi verið eyðilagðar í þremur héruðum. Er þetta harðasta aðförin að fikniefnaframleiðendum sem nokkru sinni hefur verið gerð í landinu. Þrír fíkniefnasalar létu lífið er eldur hernámsliðið vera milli sex og átta þúsund manns, en ekki þær tíu þúsundir sem Argentína hefur látið í veðri vaka. CBS-stöðin heldur því ennfremur fram að hernaðarsérfræðingar spái því, Brezk yfirvöld hafa nú bannað innflutning á nýju grænmeti frá Ítalíu kom upp í vöruflutningabifreið þeirra, er þeir voru að flýja undan lögreglunni. Er Bandaríkin tóku aftur upp fullt stjórnmálasamband við Bólivíu t fyrra var ein af kröfum Bandaríkjamanna að reynt yrði að skera á hina um- fangsmiklu fikniefnaframleiðslu sem fer fram þar í landi. Mikið af framleiðslunni fer á markað í Bandaríkjunum og hafa jafnvel háttsettir yfirmenn í her Bólivíu átt þar hlut að máli. að Bretar muni setja á land töluverðan herafla á V-Falklandseyju, einhvern næsta daginn, sennilega á tveim stöðum. Sennilegast mun þeim þó ekki att til átaka við argentínska liðið, heldur meir ætlað að angra það. eftir að lifandi kólóradó-bjöllur fundust í ítölsku spinati. Kólóradó-bjallan þykir mikil plága í kartöfium og vilja yfirvöld allt til vinna að afstýra því að þessi bjöllutegund setjist að á Bretlandseyjum. — Inn- flutningsbannið mun gilda til júní- loka nema kringumstæður jréttlaeti að því verði afiétt. ] Það fundust yfir fjörutíu bjöllur í sendingum frá Ítalíu, sem komnar voru til Bradford (N-Englandi) i síðustu viku. 27 bjöllur fundust i Spalding (A- Englandi) fyrr í þessari viku. Fæðingum fækkar h já Dönum Skýrslur danska heilbrigðisráðu- neytisins um tölur fæðinga árið 1979 sýna að sífellt færri ungar konur kæra sig um að fjölga mannkyninu. Samtimis hefur það aukizt nokkuð að konur sem komnar eru yfir 35 ára aldurinn eignist börn. Tölurnar sýna lika að getnaðar- varnir ná æ meiri útbreiðslu. Því þaðer ekki aðeins að fæðingum hafi fækkað um 10% á árunum 1974—1979 heldur og einnig þeim konum sem verða ófrískar. Af þeim 91.000 konum sem urðu vanfærar 1978—’79 fengu 28% löglega fóstureyðingu. 1/3 nýfæddra barna á árinu 1979 fæddist utan hjónabands, en það eru þrisvar sinnum fleiri en árið 1970. Þetta eru þó taldar mjög villandi tölur þar sem fjöldi ógiftra mæðra býr í sambýli við barnsföður sinn. í margar aldir hefur kókain verið aðalfikniefnið i Bóliviu og mátti jafnvel kaupa kóka- blöð á alemnnum markaði. Kókaínplöntur eyðilagðar Kólóradóbjöllur til Englands Detente blekking — segir Weinberger og telur að Sovétríkin hafi í skjóli þíðunnar vígbúfet einhliða af kappi Caspar Weinberger, varnarmála- ráðherra Bandarikjanna, sagði í gær- kvöldi, að Bandaríkin hefðu verið svikin af „þíðunni” (detente), því að Sovétríkin hefðu notað hana til einstefnu vígbúnaðarkapphlaups. í ræðu, sem Weinberger flutti í klúbbi erlendra blaðamanna í New York í gærkvöldi, sagði hann það mikilvægt að Bandaríkin endurheimtu mátt sinntilþess að aftra Sovétrikjun- um frá því að reyna að beita kjarnorku- vopnum. Lagði hann áherzlu á fyrri full- yrðingar um að leiðtogar Sovétríkjanna teldu sig nú geta unnið kjarnorku- styrjöld. Sagði hann að áður en til greina gæti komið að Bandaríkjastjórn féllist á „frystingu” kjarnorkuvopna- búnaðar þyrftu þau að ná aftur fyrra jafnvægi í hernaðarmættinum í fyrir- byggjandi skyni. Hann vitnaði til Winstons Churchills og sagði: „Það eina sem Sovétleiðtogarnir virða með sann er aflið.” Sagði hann að Bandaríkin yrðu að bæta sér upp hið snarasta tveggja áratuga vanrækslu í landvörnum. „Enginn veit hve langan tíma við höfum,” sagði hann. Þaö er ætlað að Bretar hafi sent froskmenn á land á V-Falklandseyju til undirbún- ings þvi að fjölmennara herlið ráðist bar til landeöneu i dae eða á moreun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.