Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Page 15

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Page 15
AGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. 15 Menning Menning Menning ísland, 1978-1980 152x252 sm nr. 42 / smiðiu Um þessar mundir stendur yfir athyglisverð sýning í Listasafni ASÍ á verkum eftir örn Þorsteinsson. Lista- maðurinn er einn af yngri kynslóð- inni, sem fellur vel inn í hina stuttu ís- lensku listasögu, sem um fram allt hefur einkennzt (út á við) af abstrakt myndmáli. Listamaðurinn á þegar nokkurn feril, tekið þátt í fjölda sam- sýninga bæði hér heima og erlendis, en þetta er önnur einkasýning hans. Sýningunni lýkur 9.5. í smiðju. Það er virkilega lifandi ástand á þessari sýningu í salarkynnum Lista- safns A.S.Í. Hér ægir saman mál- verkum, tekningum, lágmyndum og skúlptúrum þar sem hálf- lifræn form eru sem rauður þráður í gegn- um myndverkin. í raun er það eins og að koma inn í smiðju þar sem allt er að gerast, listaverk mislangt á veg komin. Þetta er einskonar leit sem á sér stað samtímis á mörgum vígstöð- um. Þetta kemur sérlega fram i teikningunum þar sem listamaðurinn teiknar/ skrifar upp fantasíur án þess að finna megi raunveruleg tengsl Myndlist GunnarB.Kvarán Úr þúsund mynda safni, 1981, 75x63 sm nr. 37 milli myndanna, — jú, stundum má greina og lesa stutt myndferli; tema sem gengur i gegnum nokkur myndbrot. „Þúsund mynda safnið” er líkt og myndletur sem raðað er upp í láréttar línur (kannski einnig lóð- réttar?) sem áhorfandinn les ósjálf- rátt eins og blaðsíðu í bók. En þar sem oftast er um að ræða sjálfstæð myndbrot, læðist að manni sá grunur að hér sé um að ræða einskonar „hugmyndabanka”, þar sem geymd- ir eru myndrænir möguleikar, sem ekki enn hafa fengið endanlega um- fjöllun eða úrvinnslu. Myndbrotin eru frekar líkt og minnisatriði sem listamaðurinn ritar/teiknar hjá sér. Sama virðist uppi á teningnum hvað varðar lágmyndirnar og skúlptúranna, þar sem listamaðurinn teiknar með sög í stað blýants, nema hvað hér er teiknað í rýmið. Málverk Málverkin eiga nokkra sérstöðu hér á sýningunni, þar sem öll úr- vinnsla bæði formrænt og tematískt er orðin ítarlegri. Þetta eru verk sem vega salt milli abstraktionar og raun- sæis þar sem formræna spurningin virðist fyrst og fremst liggja í þeim vanda að samræma fjarlæg rými og beina gagnverkun ólíkra forma og þannig tengja ólík brot ósamfelldrar frásagnar. Listamaðurinn sýnir okk- ur nokkra möguleika t.d. í myndinni í „sumarundrið” 1978—1980, nr.. 43, á frásögnin sér stað á einum fleti, þar sem óskilgreind lituð form að- greina mismunandi figuratif mynd- brot og um leið tengja þau saman í eina heild. Þá kynnumst við öðrum möguleika í myndinni „ísland” 1978—1980”, nr. 42, þar sem lista- maðurinn vinnur rýmið likt og collage þar sem fletir eru settir hver ofan á annan. Við þetta er rýminu þjappað saman og öll rýmissjón- blekking hverfur. Myndin eignast mun óhlutlægari karakter og við les- um umfram allt út úr hrynjandi formsins, sem virðist liðast áfram og metamorphosast yfir myndflötinn, i þessum samspili óhlutlægra og hlut- lægra forma er sem formin umbreyt- ist í figúru, og figúrur í form. Samruni Víst er að þetta er fremur óvenju- leg sýning þar sem áhorfandinn fær tækifæri að koma og sjá inn i sköpun sem er að gerast. Og það er ljóst að þó við finnum ekki bein tengsl milli teikninganna og mál- verksins, þá er vist að spennandi væri að sjá hvernig hægt væri að nýta teikningarnar í stærri olíuverk eða lit í skúlptúrin. í raun bíðum við aðeins eftir listrænu efnahvarfi. G.B.K. Vetrarbrautin, 1981,122x88 sm nr. 58 Miði er möguleiki dae 300 utanferðir á 15.000 krónur hver. Auk þess 12 toppvinningar til íbúða- og húseignakaupa á 250.000, 500.000 og 1.000.000 króna. 100 bílavinningar á 150.000 og 50.000 og á sjöunda þúsund hús- búnaðarvinningar. Sala á lausum miðum og endurnýjun flokksmiða og ársmiða stendur yfir. Rafsuðuvélar og vír Haukur og Ólafur Ármúla 32 - Sími 37700. PANTANIR Sími 43010 HÁRGREIÐSLU- STOFAN KLAPPARSTÍG 29 Bótasaumur Innritun í bótasaumsnámskeið HMl stendur nú yfir. Námskeiðin hefjast í maíbyrjun. Getum enn bætt nokkrum nemendum við á maínámskeiðið. Innifalið í namsgjöldum er: 1. 3 kennsluaðferðir og 1808 munstur með öllum nauðsynlegum sniðum og efni í formin. 2. Efni í kodda (verkefni 1) og efni í 60 x 100 cm vatterað veggteppi (verkefni 2). 3. Nálar, tvinni og annað sem til þarf. lltnsjón og tilsögn: Anna Þórdís Guðmundsdóttir. HAIMDI MEIMIMTA SKÓLH VELTUSUNDI 3 101 REYKJAVfK S fMf : 91/2 76 44 ISLANDS Ég óska eftir að fá scnt kynningarrit HMÍ mér að kostnaðariausu Nafn:________________ Hcimiiisf:

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.