Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Blaðsíða 19
19 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982. Aðstandendur félags um dans- og söngleikahús i Reykjavík: Rósa Ingólfsdóttir auglýsingateiknari, Guóni Guðnason Kiza- maður, Árni Scheving hljóðfæraleikari, Birgir Gunnlaugsson hljóðfæraleikari, Auður Haralds rithöfundur, Bára Magnús- dóttir skólastjóri og Fanney Gunnlaugsdóttir dansari. -DV-mynd GVA. DANS- OG SÖNGLIIKA- HÚS í REYKJAVÍK „Söngleikir hafa alltaf notið mik- illa vinsælda hér á landi og má til dæmis minnast ,,My fair lady”. Það er því full þörf og markaður fyrir dans- og söngleikahús í Reykjavík,” sagði Bára Magnúsdóttir skólastjóri og ein af afstandendum fyrirhugaðs dans- og söngleikahúss, en 15. apríl sl. var haldinn undirbúningsfundur félags með þessu markmiði. „Tilgangurinn er að skapa að jöfnu atvinnugrundvöll fyrir lista- menn eins og dansara, hljóðfæraleik- ara, leikara, söngvara og rithöfunda. { tengslum við söngleikahúsið er einnig fyrirhugað að reka þjálfunar- stöð eða skóla fyrir fólk sem vill æfa söng, dansog leik.” Stofnfundur félagsins verður svo haldinn 15. maí nk. kl. 14.00 í Átt- hagasal Hótel Sögu. Kveikjan að þessu var sú að aðstandendur söng- leiksins JAZZ-INN buðust til að gefa félaginu allan ágóða af sýningum. Undirbúningsnefnd dans- og söng- leikahúss í Reykjavík hefur ákveðið að efna til samkeppni meðal almenn- ings um nafn á dans- og söngleika- húsið. Af því tilefni hafa forráða- menn JAPIS hf. ákveðið að gefa kr. Þessa dagana er svo verið að leita að hepp i legu húsnæði sem að sögn Báru verður að hafa stórt svið sem rúmað geti mannmargar sýningar. -gb. 10.000,00 í verðlaun fyrir þrjár beztu tillögurnar. Tillögunum skal skila í , pósthólf 677 Reykjavík merkt Nýtt nafn, ekki siðar en 12. maí 1982. Úrslit verða síðan birt 18. maí. Samkeppni um nafn á söngleikahúsið Kröfluvirkjun óskar að ráða fólk í eftirtafín störf: 1) Bifreiðarstjóra med meirapróf. 2) Rafvirkja (sumarstarf). 3) Skrifstofumann, vélritunar- og cnskukunnátta uauðsyn- leg (sumarstarf). Allar nánari upplýsingar varðandi störfin veitir staðar- tæknifræðingur Kröfluvirkjunar, Gunnar Ingi Gunnars- son, símar 96-44181 og 96-44182. A ðstoðarmann vantar í prentsmiðju. Uppl. gefur Óiafur Brynjótfsson. HILMIR HF. SÍÐUMÚLA 12. Tog: 2171: Verð kr. 563,00 Leður, leðurfóðraðir, leðursóli. Litir: bláir svartir, gráir, rauðir og hvítir. Stærðir: 36—41. Sendum ípóstkröfu Reykjavíkurvegi 50 Hafnarfírði, sími 54420, SVÖLURNAR EFLA UTNINGARANNSÓKNIR Svölurnar, félag fyrrverandi og nú- verandi flugfreyja, afhentu litninga- rannsóknadeild Rannsóknastofu Há- skólans nýlega tæki til litningarann- sókna. Tækin eru að verðmæti yfir 80 þúsund krónur. Deildin fæst við sjúk- dómsgreiningar hjá einstaklingum, sem liklegir eru til að ganga með vissa með- fædda sjúkdóma. Tveir meginþættir starfseminnar eru sjúkdómsgreiningar hjá vansköpuðum börnum og greining litningasjúkdóma á fósturskeiði. Stærsti hluti starfseminnar felst nú i rannsókn á legvatni frá þunguðum konum, sem geta átt á hættu að fæða börn með þá sjúkdóma, sem litninga- rannsókn getur greint. Litningarann- sóknir hafa farið fram hér á landi síðan 1967, en legvatnsrannsóknirnar hófust ekki hér á landi fyrr en 1978 og því er tækjagjöfin frá Svölunum ákaflega mikilvægur þáttur í eflingu þessarar starfsemi. Tækin sem hér um ræðir eru tvær smásjár af beztu gerð: Leitz Dizlux rannsóknarsmásjá og Leitz Laborlux kennslusmásjá. Einnig er frystikista af gerðinni Elcold þar sem hægt er að geyma viðkvæm efni sem nauðsynleg eru til rannsóknanna. Við afhendingu tækjanna skýrði Jóhann Heiðar Jóhannsson læknir frá starfsemi litningarannsóknadeildar, Heiga Hjálmtýsdóttir, formaður Sval- anna, afhenti tækin og sagði frá féiags- starfseminni. en Davíð Gunnarsson, forstjóri Ríkisspitalanna, veitti tækjun- um viðtöku. Svölurnar eru á sinu 8. starfsári og er einn megintilgangur félagsins að vinna að mannúðarmálum og góðgerðar- starfsemi, en auk þess eru haldnir mán- aðarlegir fræðslu- og skemmtifundir fyrir félagsmenn. En undanfarin ár hefur félagið beitt sér fyrir aðstoð við fjölfötluð börn og einnig gefið tæki á sjúkrahúsí Reykjavik. Tekjuleiðir félagsins eru tvær, ann- ars vegar jólakortasala og hins vegar kaffisala. 1. maí ár hvert hafa Svölurn- ar kaffisölu i Súlnasal Hótel Sögu, þar sem félagsmenn standa sjálfir fyrir veitingum og mönnum gefst kostur á að kaupa miða í happdrætti með glæsi- legum vinningum. BrS. •' m&h -c- nT GLERA UGNADEILDIN Austurstræti 20 — Sími 14566 STÓRDANSLEIKUR / Félagsheimifínu HNÍFSDAL föstudagskvö/d 30. apríl mm • HLJÓMSVEITIN ?\~ m

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.