Dagblaðið Vísir - DV - 29.04.1982, Page 40
Fyrirhugaðar byggingarf ramkvæmdir á Rauðavatnssvæðinu:
EKKERT SEM MÆL-
IRÞEIMMOT
ff
—segir Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjórnar, þrátt
fyrir niðurstöður rannsókna um sprungumyndanir á svæðinu
„Ég tel enga ástæðu til að fyrir-
hugaðar byggingarframkvæmdir á
Rauðavatnssvæðinu verði að engu þó
komi i ljós að sprungur sé að finna á
staðnum,” sagði Sigurjón Pétursson,
forseti borgarstjórnar, í viðtali við
blaðið í morgun, aðspurður urn
ákvörðun meirihlutans í þessu máli í
ljósi ummæla Kristjáns Benedikts-
sonar borgarfulltrúa um að ekki væri
skynsamlegt að taka svæðið til bygg-
inga með hliðsjón af þeim rannsókn-
um sem leiddu í ljós sprungur á svæð-
inu.
„Það hefur enginn grundvöllur
skapazt ennþá til að hætt verði við
framkvæmdir á svæðinu,” sagði Sig-
urjón ennfremur. „Það er ljóst að
fjölmargir þéttbýliskjarnar á landinu
eru byggðir á sprungum. Um Rauða-
vatnssvæðið er það að segja að þar
hafa farið fram í fyrsta skipti rann-
sóknir á fyrirhuguðu byggingarsvæði
og niðurstöður þeirra rökstuddu að-
eins þann grun okkar að þar væri að
finna sprungumyndanir. Fyrirhugað-
ar framkvæmdir á svæðinu verða svo
væntanlega skipulagðar í ljósi þess-
ara niðurstaðna. Til þess voru þær
gerðar að eftir þeim yrði farið.”
Aðspurður hvort þetta framtíðar-
byggingarsvæði borgarinnar gæti
ekki hugsanlega dæmzt úr leik um
skeið, þar eð frekari rannsóknir á
svæðinu væru taldar nauðsynlegar,
sagði Sigurjón að svo gæti hugsan-
lega farið.
Hins vegar bæri að líta á þá stað-
reynd að Reykjavík væri mest öll
byggð á sprungum og þyrftu mönn-
um varla að fallast hendur þó að slíkt
kæmi einnig í ljós með næsta ná-
grenni borgarinnar. Ef sá hugsana-
gangur ríkti í borgarstjóm, væri ljóst
að ekkert yrði af byggingarfram-
kvæmdum á höfuðborgarsvæðinu á
komandiárum. -SER.
Margir unglingar sætta sig ekki við bann kvikmyndaeftirfíts-
ins á kvikmyndinni Rokk í Reykjavík. Svo sem frá hefur verið
sagt er myndin bönnuð ungfíngum innan 14 ára, en eftirkfípp-
ingu myndarinnar er hún bönnuð innan 12 ára. í gær efndu
krakkar tii mótmælagöngu frá Tóna/ íói niður á Lœkjartorg og
mótmæhu síðan fyrir framan Stjómarráðið. A kröfuspjökfun-
um mátti iesa; Burt með bannið, Við viljum Rokk í Reykjavík
og Bannið á brott Krakkarnir hyggjast síðan efna tii sams
konar kröfugöngu á morgun.
-JH/DV-mynd GVA
Frá Alþingi f morgun:
MAKKAÐ UM HEITU MÁLIN
Eftir fund atvinnumálanefndar sam-
einaðs Alþingis í morgun er ljóst að
makkað verður áfram um heitu málin,
virkjanir og steinull, fram yfir helgi.
Þau koma ekki til umræðu á þingfundi
fyrr en líklega á þriðjudag. Þjarkað er
um „samræmdan texta” vegna
Blönduvirkjunar og hlutdeild ríkisins
að steinullarverksmiðju. í dag em að-
eins á dagskrá Alþingis fyrirspurnir í
sameinuðu þingi. í kvöld verða síðan
eldhúsdagsumræður, útvarpsumræð-
ur.
Myndin var tekin í morgun af atvinnu-
málanefndinni að störfum í Þórshamri.
Símalaust í
Mosfellssveit
ígær
Simalaust varð í Mosfellssveit
frá tólf á hádegi í gærdag og fram
til klukkan fimm siðdegis. Var
einungis ein neyðarlína til
Reykjavíkur sem hægt var að
nota. „Stööin bilaöi og allt datt
út hjá okkur,” sagði Marta
Guðmundsdóttir stöðvarstjóri er
hún var innt eftir ásiæöu þess að
sveitin varð sambandslaus.
„Þetta er ný stöð hér, öll
tæki tölvustýrð en ég hef bara
ekki vit á hvað það var sem
bilaði,” sagði hún. „Stutt er
síðan stöðin bilaði en þá kom
bilunin upp á laugardegi og stóð í
mun styttri tima,” sagði Marta.
Ekki vissi hún um vandræði
sem skapazt höfðu vegna síma-
leysisins í gærdag í Mosfellssveit.
„Ég hef að minnsta kosti ekki
frétt af neinu nema hvað þetta
olli fólkióþægindum.”
-ELA.
frfálst, oháð daghlað
FIMMTUDAGUR 29. APRÍL 1982.
Áskrifendagetraun
Dagblaðsins og Vísis:
Skilafrestur
framlengdur
til miðviku-
dags 5. maí
Skilafrestur hefur verið framlengdur
í hinni vinsælu áskrifendagetraun Dag-
blaðsins og Vísis til miðvikudags 5. maí
kl.22.
Astæðan eru tilmæli nokkurra um-
boðsmanna úti á landi en sendingar frá
þeim höfðu ekki borizt í tæka tíð til
DV, Þverholti 11.
Enn er sem sagt tækifæri til að gerast
áskrifandi að Dagblaðinu og Vísi, skila
inn getraunaseðli og eiga góða mögu-
leika á því að eignast Suzuki-jeppann
glæsilega. Látið ekki happ úr hendt
sleppa. -gb
Samningaráó VSÍ:
Vill frestun
sáttafunda
„Þegar flestir helztu forystumenn
ASÍ hafa ákveðið að úrslit í kjarasamn-
ingum fáist ekki fyrr en eftir lokun
kjörstaða 22. maí næstkomandi eru
sáttaumleitanir við svo búið tilgangs-
lausar,” segir samningaráð Vinnuveit-
endasambandsins í samþykkt frá í gær.
Ráðið fór þá fram á það við sátta-
semjara, að sáttaumleitunum milli ASÍ
og VSÍ verði frestað fram yfir
kosningadaginn.
Tildrögin eru yfirlýsingar verkalýðs-
ráðs Alþýðubandalagsins, þar sem 13
forystumenn ASÍ sitja, um að „úrslit í
kjarabaráttunni ráðist á kjördegi 22.
maí.” Er það áréttað þannig: „Það er
of seint að átta sig eftir að kjörstöðum
hefur verið lokað að kvöldi 22. maí....
Árangur kosningabaráttunnar mun
ráða úrslitum i kjarabaráttunni.”
Forseti ASf, Ásmundur Stefánsson,
sem er jafnframt í verkalýðsráði
Alþýðubandalagsins, kveðst „dolfall-
inn” yfir samþykkt samningaráðs
Vinnuveitenda og telur einsýnt að
verkalýðsfélögin afli sér þegar í stað
verkfallsheimilda, þar sem ráðgert hafi
verið við síðustu samningagerð að
samningar nú tækju gildi fyrir 15. maí.
Rikissáttasemjari mun fjalla um
beiðni samningaráðs VSÍ með sátta-
nefnd í dag. HERB
LOKI
Þar sem fróðir menn spá
þingkosningum í kjölfar bœj-
ar- og sveitarstjómarkosning-
anna, gefst væntan/ega tæki-
færi til þess að fresta samn-
ingaviðræðum ASÍ og VSÍ til
haustsins.
MH
■
I
g